Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997
_______________________________________________ íttir
Ekki óvanur öfundinni
- segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
DV. Akureyri:____________________
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar og oddviti Þórshafnar-
hrepps, hefur að undanfómu mátt
sitja undir harðri gagnrýni á störf
sín, bæði sem framkvæmdastjóri
HÞ og einnig sem oddviti sveitarfé-
lagsins. Svo langt hefur þessi gagn-
rýni gengið að Jóhann er sakaður
um að reka sveitarfélagið eftir sínu
höfði, hann sé einræðisherra á Þórs-
höfh og þeir sem ekki hafa viljað
ganga í takt við hann hafi mátt
gjöra svo vel og hverfa af vettvangi.
Hinir eru einnig fjölmargir sem
vilja beinlinis þakka Jóhanni það
hvaða stöðu Þórshafnarhreppur er í
í dag, og þá ekki síður Hraðfrysti-
stöðin sem er langstærsti vinnuveit-
andi staðarins, og í rauninni sá eini
sem eitthvað kveður að. Þeir minn-
ast stöðunnar sem var á Þórshöfn í
upphafi síðasta áratugs og á árun-
um þar á eftir, þegar oftar en ekki
var um það rætt að Þórshöfn væri
um það bil að fara í eyði, og at-
vinnufyrirtækin væru í gjörgæslu
Stefáns Valgeirssonar, þáverandi al-
þingismanns, og lánastofnana. Jó-
hann A. Jónsson er í yfirheyrslu DV
í dag.
Allt okkur í hag
- Hvers vegna er þessi ólga meðal
fólks á Þórshöfn, í sveitarfélagi sem
hefur verið í geysilegri uppsveiflu
mörg undanfarin ár?
„Að mínu mati á þessi ólga rætur
að rekja til þess hvemig hlutirnir
hafa gengið og hvemig þeir ganga í
dag. Það má segja bæði um Hrað-
frystistöðina og sveitarfélagið, að
ailt hefur gengið okkur í haginn
undanfarin ár. Við höfum að visu
staðið fast á þessum rekstri og unn-
ið vel, en það sama er því miður
ekki hægt að segja um alla aðiia í
þessu samfélagi. í því sambandi má
nefna trUlusjómenn sem tóku um
það ákvörðun fyrir um það bil
tveimur árum að leggja upp allan
sinn afla á Bakkafirði. Á ssima tima
og okkur hér hefur gengið vel hefur
e.t.v. sitthvað verið óvinveitt þeim
atvinnurekstri sem þessir aðilar
stunda og hann er allur á niðurleið.
Hér er unnið alla daga í Hrað-
frystistöðinni, fólkið sem þar
starfar hefur fuila atvinnu og mikil-
vægi hinna aöilanna minnkar sí-
fellt. Óánægjan og þessi ólga er ekki
síst til komin vegna svona hluta.“
Þetta er öfund
- Þú ert sagður vera einræðis-
herra á Þórshöfn. Fólk verði bara
að sitja og standa eftir þínu höfði,
annars megi það bara eiga sig og
geti komið sér í burtu.
„í fyrirtæki eins og við erum með
hér þurfum við auðvitað á mörgu og
góðu starfsfólki að halda á öllum
sviðum. Þetta fólk skilar góðu starfi
eins og þeir aðilar sem setið hafa í
sveitastjóm hér þau 16 ár sem ég
hef verið í sveitastjóm. Það er mjög
lítiö gert úr þessu samstarfsfólki
mínu þegar einhverjum dettur það í
hug að einn maður ráði öllum hlut-
um. Það er e.t.v. fyrir þaö að þeim
sem þannig hugsa dettrn- það í hug
að þeir vildu hafa hlutina öðmvísi,
þetta er öfund.
Einn maður hefur yfirgefið meiri-
hlutann í sveitarstjóm, hann er nú
ekki meira undir einræðisherranna
settur en það að hann tók sina
ákvörðun sjálfur eins og það á að
vera auövitað."
Úmerkilegir pappírar
- Gagnrýnin þessa dagana fjallar
fyrst og fremst um kaup Hængs ehf.
- sem þú, bræður þínir og aðrir
menn í stjómunarstörfum hjá HÞ
eigið, - á 11,3% af hlut sveitarfélags-
ins í HÞ og því að bréfin em ekki
sett á almennan markað til að
tryggja að sem hæst verð fáist fyrir
þau.
„Það liggur alveg fyrir að það er
haldið utan um þá hagsmuni sveit-
arfélagsins aö fá sem hæst verð fyr-
ir bréfin, það hefur aldrei neitt ann-
að staðið til og allt annað er þvætt-
ingur ómerkilegra pappíra sem reka
þann áróður. Það hefur aldrei stað-
ið neitt annað til en tryggja sveitar-
félaginu sem hæst verðmætamat
hlutanna. Hins vegar er eitt og ann-
að sem ræður því hvert það mat er.
Ef sveitarfélagið selur þennan
hlut á það enn um 20% í fýrirtæk-
inu og það er líka mikilvægt að sá
hlutur verði sem mest virði og við
horfum auðvitað til þess. Hængur
vildi fá afdráttarlausa afstöðu sveit-
arfélagsins til félagsins, hvort menn
væm ánægðir meö tiikomu félags-
ins í atvmnulífið eða felldu rétt
Hængs til að kaupa hlutabréf. Það
er óeðlilegt að sveitarstjórnin taki
afstöðu gegn slíkum heimaaðila sem
á 26% í fyrirtækinu og það megi
helst állir aðrir i þjóðfélaginu kaupa
þessi bréf, helst aðrir en heimaaðil-
ar. Það væri mjög óeðlileg afstaða,
og því miöur gengu tveir hrepps-
nefndarfulltrúar í þá gildru að
greiða atkvæði á móti Hængi á
fundi félagsins sem fjallaði um mál-
iö.“
Innherjaviðskipti?
- Þessir sömu menn segja að þið
séuð meö þessu að stunda það sem
þeir kalla ólögleg innherjaviðskipti
og smátt og smátt að sölsa undir
ykkur fyrirtækið, emð þið ekki að
gera það?
„Hængur hefúr e.t.v. aldrei ætlað
að kaupa þessi hlutabréf en á sama
tima halda menn þessu fram. Hæng-
ur hefur viljað fá skýra afstöðu
sveitarfélagsins hvort það sitji við
sama borð og aðrir aðilar hvað það
varðar. Þetta er líka spuming um
hvort sveitarstjómin ætlar að segja
við eignaraðila að fyrirtækinu upp
á 26% að það megi aílir aðrir kaupa
en hann? Hvers konar afstaða væri
það, og er það uppbyggileg afstaða
fyrir fyrirtækið? Það em sveitar-
stjómarmenn hér sem taka ákvörö-
un í þessu máli, þar á meðal Jón
Gunnþórsson og Jónas Jóhannsson.
Þessir tveir menn greiddu atkvæði
gegn umboði sveitarstjórans tii að
vinna að sölu bréfanna."
Við höfum metnað
- Það er yfirlýst að það eigi að
Yfirheyrsla á
laugardegi
nota það íjármagn, sem hreppurinn
fengi fyrir 11,3% af sínum hlut í HÞ,
til byggingu íþróttahúss, sem marg-
ir telja allt of stóra byggingu miðað
við það sem byggt er i sambærileg-
um sveitarfélögum. Á þessi gagn-
rýni ekki rétt á sér?
„Jónas hefúr haft þessa skoðun.
Hreppsnefndin skipaði nefúd til að
vinna að undirbúningi íþróttahúss-
byggingar sem ungmennafélagið og
hinir og þessir hæfústu sérfræðing-
ar hafa átt sæti í. Þessi nefnd hefur
farið víða og kynnt sér íþróttahús
og reynt að setja sig sem allra best
inn í málið. Skýrsla nefndarinnar
var lögð fyrir hreppsnefnd, sam-
þykkt og nefndinni þakkað fyrir
hversu vel skýrsla hennar var unn-
in. Hönnuðir hússins hafa einnig
sérstaklega tekið það fram hversu
vel málið var undirbúið með tilliti
til þess hvaða starfsemi á að fara
fram í húsinu. Þannig hefur þetta
mál verið unnið, reynt hefur verið
að læra af mistökum annarra,
sveitastjómin studdi nefndina og
hældi henni fyrir gott starf.
Á einhveiju stigi síðar kom allt í
einu fram það sjónarmið frá einum
hreppsnefndarfulltrúa að húsið
væri allt of stórt sem er af og frá.
Hér hefur verið stefnt að því að
byggja hús miðað við þær þarfir
sem menn sjá í þeirri framtíð sem
horft er til. Það er metnaður í okk-
ur í þessu byggðarlagi, það er metn-
aöur í nefndinni fyrir þetta byggð-
arlag, en það er ekki neinn metnað-
ur í því að byggja hér hús sem hefði
passaö fyrir áratug síðan. Við erum
að horfa til framtíðar og byggja upp
atvinnulíf, íþróttahús og fleira mið-
að við þær forsendur að sveitarfé-
lagið muni eflast á komandi árum.“
Fari þeir sem fara vilja
- Það hefúr beinlínis verið fullyrt
að fólk sé á flótta frá Þórshöfn
vegna einræðistilburða þinna, og 20
íbúðarhús séu á söluskrá.
„Auðvitað á hver og einn ein-
staklingur að horfa til þess hvar
hann heldur að best sé að búa og
vera ánægður þar. Við höfum aldrei
beitt neinu einræði til að skipa
mönnum að vera hér. Ég segi bara,
fari þeir strax sem vilja fara. Hér
hefur verið viðvarandi húsnæðis-
skortur en ekki offramboð á hús-
næði og það hefur háð þessu byggð-
arlagi þegar atvinnulifið hefur ver-
ið komið í ofvöxt miðað við stærð
byggðarlagsins að við höfum ekki
getað tekið fólk inn á svæðið vegna
húsnæðisskorts. Það liggur ekki á
borðinu hér að 20 íbúðir séu lausar.
Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir
því að fólk vffl færa sig á milli
staða, en það er eitthvað annað sem
veldur þvi ef fólk vill flytja en ein-
hveijir einræðistilburðir mínir.
Þeir mega eiga það heima hjá sér,
trillukarlamir, þetta einræðiskjaft-
æði sem þeir eru alltaf með á vörun-
um.“
Enginn yfirgangur
- Það hefur einnig heyrst um óá-
nægju í dreifbýlinu, m.a. vegna fjall-
skilamála, og þar heyrðust líka
raddir um einræðistilhneigingu
þína og að menn á mölinni væru að
taka völdin af bændum sem hafa
séð um þessi mál í áratugi.
„Þegar Sauöaneshreppur kom inn
í sameiningu við Þórshafnarhrepp
fylgdi með ágreiningur sem verið
hafði þar í langan tíma. Þegar sam-
einingin átti sér stað var að nýju
blásið í þessa lúðra og að nú væru
íbúamir á mölinni að taka yfir eitt
og allt í sveitinni. Staðreyndin er
hins vegar sú að í landbúnaðar-
nefnd sitja 4 fulltrúar dreifbýlisins,
þar af eru tveir sem einnig sitja í
hreppsnefnd og ég á þar sæti og
þetta fólk er að starfa saman.
Ágreiningurinn er gamall og á ræt-
ur að rekja tff þess tíma áður en
sveitarfélögin hér voru sameinuð.
Það er langt frá því að þéttbýlið hér
sé með einhvem yfirgang gagnvart
dreifbýlinu, ég vísa því algjörlega á
bug.“
Hefur gengið á ýmsu
- Framan af síðasta áratug var
ástandið á Þórshöfn vægast sagt
bágborið og menn ræddu um að
staðurinn væri að leggjast í eyði.
Eini togari staðarins og atvinnu-
reksturinn voru í gjörgæslu ef svo
má segja og allt eins langt niðri eins
og hægt var. Hvernig var hægt að
rífa þetta pláss upp og koma því á
þann stað sem það er á í dag?
„Hér hefur gengið á ýmsu í at-
vinnulífinu og þessi staður var um
tíma tekinn sem dæmi um það
versta sem væri að gerast í byggða-
stefnu þjóðarinnar. Hraðfrystistöð-
in var stofnuð árið 1969 út úr gjald-
þroti Fiskiðjusamlags Þórshafnar
þar sem verkafólk vann kauplaust
1-3 daga og borgaði sitt hlutafé og
sveitarfélagið lagði inn vinnslukerfi
seir. hlutafé. Þetta er nú sá grunnur
sem fyrirtækið var byggt á. Ég man
vel eftir því þegar ég tók við starfi
framkvæmdastjóra HÞ árið 1978 að
ógreidd vinnulaun voru á annan
mánuð, orlofið ógreitt á annað ár og
ailt eftir því. Það tókst að snúa þess-
um hlutum tff betri vegar, en því
miður er það nú orðið svo að marg-
ir hverjir hafa ekki samvisku til að
þola aðra í þessu samfélagi.“
Götuumræðan ræður
ekki hár
- Þarf að beita óvinsælum aðferð-
um til að ná svona árangri?
„Málið snýst ekki um það að
beita óvinsælum aðferðum, það
verður hins vegar að beita þeim að-
ferðum við rekstur sem stjómendur
fyrirtækisins telja réttar. Það er
ekki hægt að samþykkja allt sem
einhver trillukarl sem kemur inn af
götunni heimtar. Þannig reka menn
ekki fyrirtæki. Það verður að meta
hvað fyrirtækið getur gert og þora
að taka rökréttar ákvarðanir sam-
kvæmt því. Götuumræðan getur
ekki stýrt ákvarðanatöku í fyrir-
tækinu og verður ekki gert á meðan
ég sit hér í sæti framkvæmda-
stjóra."
Ofund og óánægja
- Hvemig hefur þessi umræða
komiö viö þig persónulega, að þú
sért einræðisherra sem látir alla
dansa eftir þínu höfði og valtir yfir
fólk?
„Hún er ekki skemmtileg. Ég er
hins vegar gamalreyndur, búinn að
vera framkvæmdastjóri í 20 ár, í
sveitarstjórn í 16 ár og oddviti í 12
ár og ég er ekkert óvanur öfund. Ég
er í forsvari fyrir úthafsveiðar og ég
verð var við það að ákveðnu fólki
hér líður alls ekki vel yfir því að sjá
mig í sjónvarpinu með jákvæð mál.
Þessi öftmd og óánægja hleðst upp í
fólki eins og stress og að lokum
springur hún út. En ég get ekki gert
að því þótt þessu fólki líði illa, það
verður bara að finna sér sinn rétta
starfsvettvang og vera ánægt með
lífið. Ef það gengur ekki hér, þá
verður fólk að færa sig þangað sem
það getur verið ánægt með lífið og
tilveruna."
-gk