Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 37
QfT A
nn a r'Ti a
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997
. v.' -I
Forðast
verkfall
Launþegasamtök ýmissa
I:.- starfstétta hjá þýska flugfélag-
inu Lufthansa hafa hótað verk-
follum ef ekki verður gengið að
: kröfum þeirra um öryggi og
leiðréttingar á launum. Við-
ræður standa yfir við stjóm-
endur og ágætar líkur eru tald-
ar á að forðast megi verkfall.
Engar hömlur
ssawaKSv:*;:;
Bandaríkin og Taívan hafa
| náð samkomulagi um að engar
hömlur verði á flugi milli land-
anna. Miklar takmarkanir hafa
verið í gildi um áratuga skeið.
Styrkja
tengiflug
í lok janúar tók skandin-
tavíska flugfélagið SAS í notkun
fyrstu Saab 200-flugvélina, en
félagið áformar að fjárfesta í
| fjölmörgum þannig flugvélum
til að endumýja flugflota sinn
sem sér um tengiflug milli
I styttri staða. Saab 2000 er ætlað
| að leysa af hólmi eldri Fokker
| 50- flugvélar félagsins.
Samkeppni
Samkeppni er að aukast á
flölda flugleiða í Evrópu. Þýska
flugfélagið Lufthansa er byrjað
að fljúga á flugleiðum milli
Bordeaux, Marseiiles og
Munchen. Samkvæmt núver-
andi samningum má flugfélagið
ekki anna meira en 50% eftir-
spurnar á þessum flugleiðum,
en þegar flug innan álfunnar
verður gefið algerlega frjálst
þann 1. apríl næstkomandi
(samkvæmt ákvæðum Evrópu-
sambandsins) falla þær hömlur
algerlega úr gildi.
Verðlaun
Bandaríska flugfélagið Un-
ited Airlines var kosið besta
flugfélagið í Atlantshafsflugi af
lesendum tímaritsins „Executi-
ve Travel’s Readers”, en United
Airlines eru samstarfsaðilar
SAS. Lesendur ferðatímaritsins
Business Traveler kusu hins
vegar Lufthansa besta flugfélag
heims.
Bjargsýn ehf. hefur nú fest kaup á gamla tollbátnum sem síöast var geröur út frá Akranesi.
Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum:
Kaupir gamla tollbát-
inn til útsýnisferða
- hyggur á útsýnissiglingar fyrir Látrabjarg, sjóstangaveiði, hvala- og selaskoðun
Oddur Guðmundsson á Patreks-
firði og Bjarni Andrésson í Tálkna-
firði hafa stofnað fyrirtækið Bjarg-
sýn ferðaþjónusta ehf. sem hefur
fest kaup á 23 tonna bát til notkun-
cir í ferðaþjónustu. Oddur segir að
þarna sé um gamla tollbátinn úr
Reykjavík að ræða, sem er allur
yfirbyggður og traustur plastbátur
með ganghraða upp á 18 sjómflur og
er hann skráður fyrir 20 farþega.
„Slíka þjónustu hefur alveg vant-
að á sunnanverðum Vestfjörðum.
Mjög spennandi er að gefa fólki kost
á að sigla fyrir eitt mesta fuglabjarg
landsins, Látrabjarg. Þar gefst tæki-
færi á að skoða þetta stórfenglega
bjarg frá öðru sjónarhornu en
venjulega auk möguleika á hvala-
og selaskoðun," sagði Oddur. Oddur
segist sjálfur ætla að vera skipsfjóri
á bátnum fyrst um sinn að minnsta
kosti.
-HKr.
Áforma
stækkun
Fimm árum eftir að alþjóð-
legi flugvöllurinn við Munchen
tók til starfa, er talin nauðsyn á
að bæta viö einni flugálmu til
að anna aukinni eftirspurn. Á
síðasta ári fóru 15,7 milljónir
farþega um völlinn sem gerir
hann að næst afkastamesta
flugvelli Þýskalands, næst á eft-
ir flugvellinum við Frankfurt.
I
Kínverjar lækka
Kínverjar eru að vakna til
I vitundar um hve drjúg gjald-
j eyrisöflun getur verið af feröa-
mönnum. Dagblaöið China
| Daily tilkynnti í síðustu viku
aö yfirvöld landsins hefðu
| lækkað umtalsvert verð á flug-
: miðum innanlands til að örva
ferðamennsku í landinu.
Lækka verð
Samkeppni leiðir af sér
lægra verð til neytenda. Stjóm-
endur hjá franska flugfélaginu
Air France tilkynntu í vikunni
að þau stefndu að því að lækka
| fargjöld á sínum flugleiðum um
j 15% að jafnaði fyrir árið 2000.
Jafnframt stefnir flugfélagið að
því að verða eitt af fjórum
I stærstu flugfélögum álfunnar.
| Flugmenn félagsins þurfa á
næstunni einnig að taka á sig
| fleiri flugstundir. Meðaltals-
flugstundir flugmanna á ári hjá
félaginu em 540 klst., en stefnt
1 er að því að sú tala verði kom-
j in upp í 670 klst. innan nokk-
I urraára.
%
Vinningshafi í sólarpotti DV og Flugleiða:
Fer yfirleitt aldrei í frí
- segir Gunnlaugur P. Sigmundsson
„Ég fer yfirleitt aldrei í fri. Ég
ferðast heilmikið vegna vinmmnar
en þar sem ég á fyrirtækið er mað-
ur í vinnunni öllum stundum. Ég
fagna þessu alveg rosalega og mun
svo sannarlega nýta tækifæriö og
bjóða konunni með mér í sólina,”
segir Gunnlaugur P. Sigmundsson
en hann
var
dreg-
inn úr
sóIeu--
potti DV
og Flug-
leiða og
fær, sem
skuldlaus
áskrifandi rr“"
að blaðinu,
ferð til Flórída með Flug-
leiðum og einnar viku gist-
ingu fyrir tvo.
Gunnlaugur segist hafa
komið til Flórída en það
hafi aðallega verið til
þess að sitja fundi og
sinna viðskiptunum.
Hann hafi aldrei legið í
sólinni en nú þegar hann
sé kominn á áttræðisald-
vu: sé kannski kominn
tími til.
„Ég hef verið áskrifandi frá því
að DV varð til og
þetta er kærkom-
in viðurkenning
fyrir hollust-
una,“ segir
Gunnlaugur.
-sv
Gunnlaugur P. Sigmundsson tekur hér viö gjafa-
bréfi aö ferö meö Flugleiöum til Flórída og gist-
ingu fyrir tvo í viku. Hann er skuldlaus áskrifandi
aö DV og er sá fjóröi af tíu áskrifendum sem
dreginn er úr áskriftarpottinum góöa. Enn eiga
því sex áskrifendur eftir aö detta í sólariukkupott
DV og Flugleiöa.
UTANLANDSFERÐIR
í BODI Á NÆSTUNNI
SKÍÐAFERD TIL SVISS 21.03.
Tíu daga skíðaferð til Crans Montana
núna um páskana.
SKÍÐAFERÐ T1L SVISS 27.03.
Fimm daga skíðaferð til Crans Montana.
BEINT FLUG TIL UVERPOOL 18.04.
Helgarferð til bítlaborgarinnar 18. - 20.04.
BEIIMT FLUG TIL PRAG 17.05 OG 21.08.
Vikudvöl í ævintýraborginni Prag eða flug og bíll
um Austur-Evrópu.
STÓRA EVRÓPUFERÐIN 01.06.
Nítján daga rútuferð um Þýskaland, Tékkland,
Danmörku, Noreg, Færeyjar og ísland.
BEINT FLUG TIL GRAZ 07.06.
Þriggja borga ferð um Graz, Budapest og Vínarborg
eða flug og bíll um Austurríki og Italíu.
BEINT FLUG TIL GENFAR 28.06 - 16.08.
Vikulegt flug til Genfar í sumar. Flug pg bíll til
Sviss, Frakklands, Þýskalands eða Italíu.
GRANNINN í VESTRI
Fjölbreytt úrval Grænlandsferða í sumar,
veiðiferðir, skoðunaferðir og fleira.
Leitið upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar.
Ferdaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hf.
Borgartúni 34 - Reykjavík - Sími 5111515
i