Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVtK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Enn eyðist landið Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslan hafa að nýju tekið út jarðvegsrof á íslandi og staðfest það, sem flestir vissu áður, að rofið er mikið á nærri helmingi landsins, að fimmtungur landsins er ekki beit- arhæfur og að stjórna verður beit á þriðjungi þess. Rannsóknirnar staðfesta, að friða ber hálendi landsins og flest afréttalönd fyrir búfé. Helzta undantekningin er norðurhluti borgfirzkra afrétta og vesturhluti húnvetn- skra. Einkar illa famar eru allar afréttir Sunnlendinga, Skagfirðinga, Eyfírðinga og Suður-Þingeyinga. Rannsóknimar staðfesta, að móbergssvæði landsins þola ekki beit. Þetta er belti, sem nær þvert yfir landið, að sunnanverðu einkum Rangárvallasýslu og að norðan- verðu einkum Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta er eldfjalla- beltið, þar sem berg er lint og veðrast hratt. Þótt sauðfé hafi fækkað töluvert á síðustu árum, þarf því að fækka enn verulega, svo að fjöldinn verði í sam- ræmi við beitarþol landsins. Sums staðar þarf ekki að fækka fé, svo sem í Borgarfirði og Húnavatnssýslum, en á sumum stöðum þarf beinlínis að hætta sauðfjárrækt. Dæmi um óhæft sauðfjárland eru beitarlönd Mývetn- inga. Þar hafa bændur árum saman þverskallazt við reglum Landgræðslunnar og sigað sauðfé sínu á nálina í sandinum, sumpart í skjóli nætur til að forðast mynda- tökur fjölmiðla. Sauðfé við Mývatn er glæpur. Til viðbótar við ofbeit af völdum sauðfjár er að koma til sögunnar ofbeit af völdum hrossa. Hin síðartalda er yfirleitt á öðrum stöðum, ekki á hefðbundnum afréttum, heldur í fjallshlíðum í nágrenni heimahaga. Þetta má til dæmis sjá sums staðar í Skagafirði og Eyjafirði. Fjölgun hrossa hefur verið úrræði margra bænda, sem hafa orðið að fækka öðru búfé. Viðbótin kemur að litlu gagni við ræktun góðhrossa, en eykur fjölda slátur- hrossa. Útflutningsmarkaður hrossakjöts hefur hrunið á siðustu árum, svo að þessi hross eru verðlaus. Góðhrossin, sem seljast í vaxandi mæli og dýrum dómum til útlanda, eru afrakstur tiltölulega lítils hluta hrossastofnsins. Þetta eru hross bændanna, sem hafa sérhæft sig í hrossarækt og yfirleitt byggt ræktun sína upp á löngum tíma og safnað dýrmætri sérþekkingu. Hrossum má fækka mikið hér á landi, án þess að það skaði neitt útflutningstekjurnar, jafnvel þótt hliðstæð sprenging verði í sölunni vestan hafs og áður hefur orð- ið austan hafs. Ofbeit af völdum hrossa stuðlar því ekki að auknum tekjum í landbúnaði. Hún er óþörf með öllu. Bændasamtök íslands berja enn höfðinu við steininn og virðast föst í ógæfulegu hlutverki þjóðaróvinar núm- er eitt. Enn einu sinni neita þau að fallast á niðurstöður fræðimanna, jafnvel þótt þær komi að þessu sinni frá rannsóknastofnun landbúnaðarins sjálfs. Því miður eru næstum öll stjórnmálaöfl landsins sem strengbrúður í höndum landbúnaðarins. Þess vegna hef- ur áratugum saman verið reynt að hamla gegn sjálfs- agðri og eðlilegri eyðingu byggða, í stað þess að byrja fyrir löngu að borga mönnum fyrir að bregða búi. Engin ný sannindi eru á ferð í þessum efnum. Gróður- kortagerð var búin að leiða ástandið í ljós fyrir aldar- fjórðungi. í aldarfjórðung hefur rækilega verið rökstutt, meðal annars í blaðaskrifum, að markvisst þurfi að draga úr hefðbundnum landbúnaði, einkum sauðfjár- rækt. Samt eru ráðamenn bænda og þjóðar enn í dag ákveðnir í að þola framhald landeyðingar inn í næstu öld, rétt eins og hér sé þriðja heims ríki í jaðri Sahara. Jónas Kristjánsson Þjóð í ræningjahöndum Albanía, eitt minnsta og fátæk- asta ríki Evrópu, er að hrynja til grunna i beinni útsendingu vest- rænna sjónvarpsstöðva. Neista- flugið úr brennandi rústunum gæti kveikt stærri elda í púður- tunnunni á Balkanskaga. Þess vegna geta stórveldin ekki sett kíkinn fyrir blinda augað. Handan landamæranna búa tvær milljónir Albana í Kosovo, þar sem serbar stjóma með harðri hendi, þótt þeir séu innan við tí- undi hluti íbúanna. Færist átökin þangað magnast eldsmaturinn enn, jafnvel svo að stórveldin hafa af því nokkrar áhyggjur að sjálfir friðarsamningarnir á Balk- anskaga kunni að verða eldinum að bráð. Skilið við landið í rústum Einræðisstjórn kommúnista í Albaníu skildi við landið í rústum eftir hálfrar aldar óstjórn. Ástand- ið var svipað því sem gerist í mörgum Afríkuríkjum. Sjálfs- þurftarbúskapur forðaði íbúum sveitanna frá hungurdauða. Ríkis- rekin iðnaðurinn átti sér engan tilverugrundvöll og hrundi með kommúnismanum. Það þurfti að byrja upp á nýtt, frá granni. Stjóm endurreisnar- starfsins kom í hlut læknis, dr. Sali Berisha, sem hafði getið sér gott orð sem mannvinur meðal ör- eiganna í Tirana. Flokkur hans sópaði til sín fylgi. Læknirinn vin- sæli var borinn á gullstól um göt- ur höfuðborgarinnar. Viðtökum- ar yrðu með öðrum hætti í dag, ef hann þyrði fyrir sitt litla líf að láta sjá sig innan um fólk, án her- Erlend tíðindi Jón Baldvin Hannibalsson verndar. Þessi endalok eru þeim mun dapurlegri sem endurreisnarstarf- ið fór vel af stað. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tóku þetta litla land undir sinn verndarvæng. Meira fjármagni (miðað við höfðatölu íbúa sem era 3,2 milljónir) var varið til aðstoð- ar við Albaniu en nokkurt annað land eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Einkavætt til helvítis Árið 1994 var hagvöxtur sá mesti í A-Evrópu og verðbólgan orðin viðráðanleg (m 6%). Erlend- ir fjárfestar fóru að taka Albaníu alvarlega. Þótt lagagrundvöll og hefðir fyrir rekstri vestrænna markaðsstofnana skorti (t.d. banka- og fjármálastofnanir) settu erlendir braskarar upp búðir sín- ar í landinu. Þeir réðu síðan inn- lenda „gróðapunga" í þjónustu sína. Með atbeina þeirra var land- ið einkavætt til helvítis. Hundruð þúsunda Albana vinna erlendis og senda heim er- lendan gjaldeyri. Braskararnir sáu sér leik á boröi og buðu gufl og græna skóga fyrir þetta ijár- magn i “hlutdeildarsjóöum" sín- um. Menn seldu ofan af fjölskyld- um sínum til að eignast hlut í allsnægtunum. Þessir sjóðir hlóð- ust upp sl. 2 ár. Þar kom að þriðj- ungur þjóðarteknanna var kom- inn í vörslu fjárplógsmanna, sem í leiðinni keyptu hin einkavæddu fyrirtæki og réðu sjálfir fyrir bönkum og sjóðum. Blaðran sprakk Loks sprakk blaðran. Eftir stóð þjóðin með sárt ennið. Hún hafði lent í ræningjahöndum. Læknir- inn vinsæli reiöir sig nú á herinn til að mæta reiði og örvæntingu þjóðar, sem höfð hefur verið að fífli. Yflrlýsingar hans minna orð- ið á forvera hans, einræðisherra kommúnista, Enver Hoxa, en með öfugum formerkjum þó. Hann kallar almenning í landinu „kommúnistaskríl“ og hótar að skjóta allt sem hreyfist. Á því augnabliki dúkkaði upp íslenskur sendiherra í Tirana til að afhenda trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn. Trúnaðarbréf Al- þjóðabankans og Gjaldeyrissjóðs- ins, sem tóku að sér að leiðbeina Albönum á vegferð þeirra inn í vestrænan markaðsbúskap og réttarríki, eru verðlitlir pappírar í dag. ý Frá Albaníu þar sem upplausnarástand hefur ríkt. Símamynd Reuter skoðanir annarra_______________________ Rad-Larsen og fjölmiðlamir „Þegar Terje Rod-Larsen sagði af sér ráðherra- | embætti fræddi hann norska blaðamenn á því að | þeir ættu nú að læra að vera gagnrýnir á heimildir | sínar. Þegar skattalögreglan svo sektar þennan fyrr- S um ráðherra skipulagsmála um 50 þúsund krónur (norskar) fyrir að hafa viljandi veitt rangar upplýs- 1 ingar í skattaskýrslu sinni fyrir árið 1986 bendir það til að fjölmiðlar hafi haft æmar ástæður fyrir I uppslættinum. Það sýnir einnig að Thorbjorn Jag- land forsætisráðherra mat stöðuna rétt þegar hann í ákvað að víkja Rad-Larsen úr embætti.“ Úr forystugrein Aftenposten 5. mars. Norrænt bræðralag á tölvuöld „Þaö er ljóst að norrænu tungumálin verða fyrir * útlendum áhrifum. En síðustu 20 ár hafa í raun ver- ! ið mikið blómaskeið lítifla málsamfélaga í Evrópu, þökk sé stuöningi frá ESB. Gelíska og bretónska pluma sig miklu betur, ekki verr, á tímum McWorlds og ESB. Upplýsingatæknin, sem Norður- landaráð ræðir um sem hugsanlega ógn við nor- 1 rænu tungumálin, býr einnig yfir þveröfugum möguleikum. Hún getur tengt norrænu þjóðimar nánari böndum en nokkru sinni hefur áður gerst. Norrænu þjóðimar eiga met í lestri bóka og blaða og í tölvu- og farsímaeign. Auðvitað bíður afgangur- inn af heiminum á hinum enda línunnar en okkur stafar ekki ógn af því, heldur veitir það okkur ótal tækifæri." Úr forystugrein Politiken 4. mars. Stjórnleysi í Albaníu „Enn ein tálvon Vesturlanda er nú að hverfa í öngþveiti og blóðbaði á Balkanskaga - tálvonin um að hin litla og þjakaða Albanía gæti með eigin kröft- um og vestrænum breyst í efnahagslegt fyrirmynd- arríki. Sumir fullyrtu meira að segja að Albanía væri ekki venjulegt Balkanríki heldur öðruvísi vegna sérstakrar menningar. Það hefur lengi verið ljóst hvernig myndi fara. Strax í maí á síðasta ári, þegar Sali Berisha forseti, tískulæknir fyrrverandi kommúnistaleiðtoga og síðar uppáhald Vestur- landa, falsaði úrslit þingkosninganna hvarf töfra- ljóminn af honum.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 4. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.