Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 47 Sumarbúðir í Svíþjóð: Kynnast sérstæðri náttúru Feröamynstur það sem í boði er fyrir íslendinga hefur orðið æ f]öl- breyttara á síðustu árum. Þó er víða óplægður akurinn og enn hægt að bæta við. Framboð hefur ekki verið mikið af sumarbúðum fyrir ung- linga en þess konar ferðir njóta mikilla vinsælda hjá öðrum þjóð- um. Eitthvað virðist þó vera að ræt- ast úr þeim málum og í sumar gefst unglingum tækifæri til að fara í sumarbúðir til Svíþjóðar. Sigrún Grímsdóttir, sem starfað hefúr sem skíðakennari í aldarfjórðung, stend- ur fyrir þessum sumarbúðum. „Sumarbúðirnar eru við Munk- bynsjön í miðhluta Svíþjóðar, um 70 km frá Sundsvall. Sundsvall er um 100.000 manna borg og náttúran í nágrenni hennar er mjög fjölbreytt. í næsta nágrenni eru veiðisvæði, skíðasvæði, gönguleiðir, golfvellir og hestaleigur, svo fátt eitt sé nefnt. Boðið er upp á fimm hús, um 30 m2 hvert og í þeim eru eldhús, bað og svefhherbergi. í hverju húsi er svefnaðstaða fyrir fjóra og þau eru fullbúin með sjónvarpi og grilli fyr- ir utan. Heitt og kalt vatn er í hús- unum og öll húsin hituð með raf- magni. Sána-bað er við vatnið," sagði Sigrún. Ólík viðfangsefni Sumarbúöirnar eru við Munkbynsjön í miðhluta Svíþjóðar, um 70 km frá Sundsvall. Sigrún hefur starfað sem skíða- þjálfari á íslandi, í Austurríki og Bandaríkjunum síöastliðin 25 ár. Hún hefur langa reynslu af að starfa með bömum og unglingum. „Markmið sumarbústaðaferð- anna til Svíþjóðar er að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast þeim friði og ró sem óspillt náttúra hefur á að bjóða ásamt því að takast á við ólík viðfangsefni þannig að hver einstaklingur fái að njóta sfn. Sum- arbústaðaferðimar verða skipulagð- ar í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval- Útsýn. Þetta er einstakt tæki- færi fyrir unglinga að komast í kynni við sérstæða náttúra Svíþjóð- ar og stunda þar heilbrigða útivera. Skipulögð dagskrá verður allan tím- ann. Fyrsta ferðin verður farin dagana 6.-20. júní. Flogið verður frá Kefla- vík til Stokkhólms og þaðan til Sundsvall. Þangað verður hópurinn sóttur á rútu og 35 mínútna akstur á áfangastað. í hverri ferð verða 30 unglingar í þremur hópum, hver með sinn leiðbeinanda. Reglur verða sniðnar að þörfum og þroska unglinga og auðvelt verður að fram- fylgja þeim. Meðferð áfengis verður ekki liðin. Fullt fæði verður á staðnum, hlaðborð á morgnana, í hádeginu léttur málsverður eða nestispakkar fyrir dagsferðir og kvöldverður mið- aður við þarfir ungs fólks,“ sagði Sigrún. -ÍS Boöiö er upp á fimm hús, um 30 m2 hvert og í þeim eru eldhús, baö og svefnherbergi. í hverju húsi er svefnaöstaöa fyrir fjóra og þau eru fullbúin meö sjónvarpi og grilli fyrir utan. Minnkandi aðsókn Pantanir erlendra ferða- l manna á hótelrými á svissneks- \ um hótelum á þessu ári hafa ? ekki yerið færri frá því árið i 1965. Ástæöumar fyrir þvi era S nokkrar. Svissneski frankinn stendur sterkt gagnvart öðimn gjaldmiðlum þrátt fyrir að í stöðnunar gæti í efnahagslífi J landsins. Við þetta bætist að | vaxandi eftirspum er eftir ferð- í um til fjarlægari landa, en flest- | ir ferðamenn sem koma til | Sviss, eru frá Evrópulöndum. Hætta við flug ítalska flugfélagið Alitalia j hefur ákveðið að hætta að i fljúga á flugleiöinni Toulouse- \ Lyon-Mílanó. Ákvörðunin var tekin i samráði við franska ! flugfélagið Air France, sem hef- ur einnig haldið uppi flugi á | þessari flugleið. Rekstraraðilar | Alitalia leita nú ákaft leiða til | hagræðingar í rekstri félagsins, : því flugfélagið hefur átt í mikl- Í um kröggum á síöustu áram. Ólöglegt verkfall ! Dómstóll í Grikklandi úr- J skurðaði að verkfall fararstjóra | í.Grikklandi, sem meöal annars heftir aðgang feröamanna að « Akrópólishæð, sé ólöglegt. | Verkfallssinnar kæra sig koll- | ótta um úrskurð dómstólsins og | ætla að halda áfram verkfalls- ^ l aðgerðum. Engin vegabréfsáritun Eistlendingar og Firrnar geta ferðast á milli landanna án þess að fá vegabréfsáritun frá og með 1. maí næstkomandi. Helmingur vegabréfsáritana Eistlendinga á síðasta ári, var útgefinn af sendiráði landsins í Helsinki. Við minnum á bráskemmtilega vorferð Úrvals-fólks til Adríahafsperlunnar Portoroz 20.-25. maí. Verð aðeins B luígmúla 4: sími 569 9300, #ramt númer: 800 6300. HafnarfirÓi: sfmi 565 2366, Keflavfh: sfmi 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: simi 462 5000 ■ og bjá umboðsmönnum um land allt. BOKUNARSTAÐA í SÓLINA Opið á söluskrifstofum okkar laugardag og sunnudag kl. 13-16 MALLORCA 26. mars páskaferð uppselt PORTUGAL 26. mars Páskaferð 12 sæti laus 18. júní uppselt/biðlisti 2. júli 16. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 13 sæti laus 9. júlí 22 sæti laus 6. ágúst 19 sæti laus 13. ágúst 20 sæti laus 20. ágúst 14 sæti laus Laus sæti í aðrar ferðir uppselt 28 sæti laus 33 sæti laus 25 sæti laus - ef þú vilt tryggja þér og þinum oskaferðina i sólina til Portúgals og Mallorca á lægstu mögulegu kjörum Þú bókar i RAUÐA eða ELDRAUÐA DAGSETNINGU, fullgreiðir með korti eða peningum og lækkar ferðakostnað um 5 - 10.000 krónur á mann. 19. april 21 sæti laus 4. júni 18 sæti laus 18. júni 17 sæti laus 25. júní uppselt/biðlisti 16. júlí 27 sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.