Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 * * 14 hártíska ------ Hártískan í vor og sumar: Allar síddir og strípur áberandi - segir Elsa Haraldsdóttir á Saloon Veh „Það verða allar síddir í tísku hjá dömunum í sumar og mikið um liti og strípur. Litimir eru svolítið öfga- kenndir, t.d. með miklum andstæð- um eins og svörtu og hvítu, og svo- kallaður kampavínslitur úr ljósu í reyklitaða skyggingu verður áber- andi,” sagði Elsa Haraldsdóttir, sem rekur Saloon Veh-stofumar og er jafnframt listráðunautur alþjóðlegu Intercoiffure-samtakanna í Paris. Elsa sagði að klipping yrði að vera þægileg og meðfærileg því kon- ur væm svo uppteknar í dag. „Lit- urinn gefur hárinu loft og kemur í raun í stað permaments áður. Hann gefur hárinu stuðning við rótina og klippingunni karakter. Hvaða litur er valinn fer m.a. eftir hár-, húð- og augnlit viðkomandi og hvaða ímynd hann eða hún vill gefa af sér. Það er í raun allt í tísku, spurningin er bara hvað viltu vera?” Hún sagði að nú væri meiri sídd í hárinu en áður og að nú væm hannaðar línur fyrir allar síddir. „Sítt hár er ekki með eins mikla palla klippta inn í hárið og áður eða þunnar tjásur heldur væri þykktin látin halda sér út í endana. „Það má segja að það sé samnefnari fyrir tískuna í sumar að klippt sé þykkt í hárið en að allir endar séu svo unnir í þynningu, t.d. sett í þá vax og snúið upp á til að búa til þynningu og tjásulegra út lit. Það verður líka mikið lagt upp úr glansáferð á hárið.” Herratískan í sumar „Herrar eiga alltaf að vera vel klipptir, hvort sem þeir eru með stutt eða sítt hár. Það er ekkert eins glæsilegt og karlmaður með fallega herraklipp- ingu. í sumar verður meiri sídd í hártísk- unni fyrir herra þó þær verði áfram hefð- bundn- ar og herra- legar. Hárið verður örlítið loðið yfir eyr- un og í hnakkann og toppurinn verður létt- ur, síður og stuttur til skiptis, eins konar rifinn toppur og því mjög lifandi,” sagði Elsa. „Það verður mikið um brúna liti og strípur, þó ekki áberandi heldur frekar aðeins ljósari eða dekkri tónn en hárið sjálft. Þó verður meira um að litir séu dýpkaðir en lýstir. búum við til loft og lyftingu með styttum og þynn- ingu.” Elsa sagðist hvorki mæla með gljáa né vaxi einu sér fyrir herrana. „En ef þessu tvennu er bland- að saman er hægt að ná skemmti- legri áferð. Hárið klýfur sig en er hvorki vax- kennt né feitt.” Hún sagði djúpnæringu og hreinsun ekki síður vera fyrir herrana. Ung- lingatískan „Stelpurnar und- ir tvítugu vilja kröftugar strípur, t.d. appelsínugular í brúnt hár og brúnar i ljóst hár. Þær eiga að vera fáar en breiðar og áberandi, t.d. í toppnum. Hvað klippingu snertir er annars vegar mikið um mjúka milli- sídd með síðum styttum og hins vegar mjög stutt hár sem er dregið saman í endana með vaxi og stend- ur því út i loftið. Skiptingarnar eiga ekki að vera reglulegar, ef toppur- inn er t.d. síður má vera hreyfing í skiptingunni, og þó að hárið sé í einni sídd eru endarnir ýmist beygðir út eða inn,” sagði Elsa. Hún sagði ekki vera mikið um blástur hjá yngri stelpunum, frekar létta þurrkun, en því meiri vinna væri lögð í lokaútlitið. „Strákarnir á íslandi eru mikið fyrir stutt hár en erlendis verður meiri sídd í því í sumar og hárið ör- lítið loðið, þ.e. mjúkar tjásur eða útþynntar styttur. Heillitun verður áberandi i milli- brúnu og brúnu og tónar almennt dökkir. Strípurnar verða líka áber- andi hja strákun- um,” sagði Elsa að lokum. -ingo Ericsson GH 388 er einn minnsti GSM handsiminn á markaðnum og vegur aðeins 170 9 með rafhlöðunni sem fylgir. Rafhlaða endist í 1 klst. og 55 mín. í stöðugu tali eða 33 klst. í biðstöðu. Sendistyrkur er 2 W 99 nöfn í skammvalsminni 1 10 númera endurvalsminni - Innbyggð klukka, vekjari og reiknivél 4 — Möguleiki á tengingu við | tölvu og faxtæki en til þess þarf I aukabúnað (PCMCIA kort). Ericsson 388 er einnig til með flipa Þetta er raunstærð! Hann er ekki stærrien þetta. Ericsson GH 388 POSTUR OG SIMI HF Einn nettur Mótið hárið heima Sjálfar geta dömurnar náð réttu útliti fyrir klippinguna, aö sögn Elsu, með því að setja blástursvökva eða froðu í hárið og þurrka rótina sérstaklega vel (endarnir skipta minna máli) til að ná upp lofti í hárið. Þegar því er lokið eru endarnir látnir falla eins og þeir vilja fara og eingöngu glansefni (Shine Design) notað á endana til að móta þá. „Svo þarf að fara nokkuð oft í klippingu, þó ekki sé klippt mikið í hvert skipti, til að halda Ungu stúlkurnar í sumar. línunum í klippingunni. Það er mjög erfitt að eiga við hárið ef klippingin er úr sér vaxin. Svo finnst mér vanta hér á landi að fólk komi aftur u.þ.b. viku eftir að það hefur verið klippt til að fá kennslustund nr. 2, þ.e. að læra að blása og móta hárið svo klippingin njóti sín.” Upplagt er að nota vax eða gljáa tO aö móta hárið, en að sögn Elsu er það unga fólkið sem helst notar vaxið. „Það er fljótandi og hlaupkennt og fæst i túbum í styrkleikum 5, 8 og 12. Vaxið er nuddað í lófann og svo sett í hárið. Ég mæli með að setja lítið í einu hér og þar og nota mesta styrkleika ef sett er í blautt hár því vatnið þynnir vaxið út. Vaxið er ekki greitt í hárið en oft notað með geli og þá sett í á eftir gelinu. Gljáinn er hins vegar í fljótandi formi á litlum flöskum og um að gera að nota nógu litið. Það á að vinna góma áður en það er sett í blá- endana og þeir mótaöir. Best er | að snúa upp á endana um leið og | gljáinn er borinn i því þannig tolla þeir best. Oft er gljáinn not- j aður með froðu, blástursvökva | og jafnvel hárlakki en hann er alltaf settur í síðastur.” Djúpnæring nauðsynleg „Stærstu vandamálin í dag er I þurrkur í hársverði, hárlos og flasa. Oft er lausnin t.d. við hár- | losi margþætt. Fyrst þarf að nota ákveðinn næringarvökva : sem hefur áhrif á kalsíummynd- un í hársekknum, svo þarf hár- ið djúpnæringu og viðkomandi þarf e.t.v. höfuðnudd til að koma blóðrásinni af stað, svo ; þarf að klippa; viðkomandi og 1 bera í hann hárvökva við hár- !losi og loks þarf hún eða hann að taka vítamín,” sagði Elsa. Hún sagði djúpnæringu og hreinsun á hárinu og hársverð- | inum einnig laga flösu. „Slík | meðferð er sérstaklega mikilvæg : eftir áramótin til að hreinsa hár- * ið af mengun eftir notkun alls ’ kyns efna og mengun úr um- * hverfinu og svita í hársverði og einnig eftir sumarið þegar mikið er um sundferðir.” -ingo Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 ■ Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 og á póst- og símstöðvum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.