Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 54
66
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 ! J>\7‘
Breski
„óskarinn"
Það fer alltaf minna fyrir því
þegar breska akademían set-
ur fram tilnefningar heldur
en sú ameríska, en þær litu
dagsins ljós í síðustu viku.
Bretar tilnefna fjórar myndir
og menn í stað fimm og í öll-
um aðalflokkum er um að
ræða sömu nöfn og í Banda-
ríkjunum. Bestu myndir eru
The English Patient, Fargo,
Secret and Lies og Shine.
Leikstjórar þessara mynda fá
tilnefningu, leikkonur einnig,
en smá breyting er hjá körl-
um þar sem auk Ralph
Fiennes og Geoffrey Rush,
Ian McKellan (Richard III og
Timothy Spall (Secret and
Lies) fá tilnefningu. Afhend-
ing verður 29. apríl í London.
Ridicule fékk
flesta „Cesara"
Frakkar eru búnir að afgreiða
sín „óskarsverðlaun" og sigur-
vegarinn þar var Ridicule,
sem er satíra á líf hirðmanna
við hirð Lúðvíks XVI. Ridicule
var valin besta myndin, Pat-
rice Leconde besti leikstjórinn
(þurfti að vísu að deila þeim
verðlaunum með Bertrand
Tavemier). Bestu leikarar voru
valin Philippe Torreton (Capta-
in Conan) og Fanny Ardant
(Ridicule, Padale Douce). Besta
erlenda myndin var valin
Breaking the Waves.
Tónlist ór öðru
herbergi
Brenda Blethyn, sem hefur
vakið aðdáun allra sem séð
hafa Secret and Lies, hefur
samþykkt að leika í róman-
tískri gamanmynd, Music
From Another Room, sem
fjallar um ungan mann sem
hefur frá fimm ára aldri ver-
ið að leita að stúlku sem
hann sá nýfædda. Aðrir leik-
arcir í myndinni eru Jennifer
Tilly, Jon Tenney og Martha
Plimpton. Leikstjóri er
Charlie Peters.
Rauða fiðlan
Kanadíski leikstjórinn
Francois Girard, sem gerði
hina eftirtektarverðu heim-
ildamynd Thirty Two Short
Films about Glenn Gould, er
byrjaður á leikinni kvikmynd
eftir eigin handriti, The Red
Violin. Girard er enn í tónlist-
inni því myndin íjallar um
tvær persónur sem komast yfir
fjögurra alda gamla fiðlu sem
mikil örlagasaga liggur á bak
við. Samuel L. Jackson og
Greta Scacchi leika aðalhlut-
verkin.
Framhalds-
myndasumar
framundan
Á síðasta ári var ekki mikið
um framhaldsmyndir en það
verður öðruvísi í ár því hver
framhaldsmyndin rekur aðra
eftir því sem líður á sumarið.
Má þar nefha Batman and
Robin, Speed 2, Free Willy 3,
Mortal Kombat 2, Home Alone
3, Alien Resurrection og The
Lost World: Jurassic Park.
Einkaviðtal DV við leikstjóra Rómeó og Júlíu, Baz Luhrmann:
Lagði megináherslu á
textann, ekki söguþráðinn
Með myndinni sinni um Rómeó og Júlíu vill
Baz Luhrmann færa Shakespeare nær almenn-
ingi og þar með þeim hópi sem verkið var upp-
haflega skrifað fyrir. Áður en Luhrmann sneri
sér að kvikmyndagerð hafði hann vakið á sér
verulega athygli fyrir uppsetningar sínar á leik-
ritum og óperum. Þetta er önnur kvikmynd
Luhrmanns, en fyrsta mynd hans var „Strictly
Ballroom".
Hvernig heldur þú að Shakespeare hefði
tekið þessari mynd um Rómeó og Júlíu?
BL: Það fyrsta sem ég spurði mig að var hvern-
ig kvikmynd Shakespeare myndi gera í dag. Ég
lagði megin áherslu á textann en ekki söguþráð-
inn. Shakespeare samdi heldur ekki upphaflegu
söguna því henni stal hann úr ítalskri skáldsögu.
Ég er sannfærður um það að ef Shakespeare hefði
gert kvikmynd um þetta efni þá hefði hann ör-
ugglega gert svipaða mynd. En hann hefði einnig
getað gert mynd eins og Pulp Fiction. Með Rómeó
og Júlíu er ég að gera það sama og Shakespeare
með verkum sínum, þ.e.a.s. ég er að reyna að ná
til áhorfenda. Shakespeare hefði gert hvað sem er
til þess að fá fleiri áhorfendur en þessar u.þ.b.
3000 fyllibyttur sem sátu undir verkum hans á
sínum tíma. Ég er viss um að hann hefði orðið
yfir sig hrifinn af því að myndin er t.d. efst á vin-
sældarlistanum f Ástralíu, á undan nýjustu
myndinni með Silvester Stallone og í Bandaríkj-
unum eru hópar af unglingum sem nú þegar eru
búnir að fara mörgum sinnum á myndina.
Hvaðan kom hugmyndin að myndinni og
hvernig gekk að sannfæra kvikmyndafram-
leiðendur um að það væri eitthvert vit í
henni?
BL: Mig hafði lengi langað að gera Rómeó og
Júlíu fyrir alla, en það var ekki auðvelt að koma
mönnum í skilning um að þetta væri eitthvað
sem borgaði sig að taka þátt í. Ég gerði því fyrst
myndbönd á eigin kostnað til að leggja fyrir fram-
leiðandann og Leonardo DiCaprio var einnig með
í þeim fyrir ekki neitt. Þannig að fullyrðingar um
að Hollywood sé að uppgötva Shakespeare eru al-
rangar, hugmyndin þótti lengi vel fáránleg og
menn vildu ekkert af henni vita.
Erfitt að finna Júlíu
Nú hefur myndin fengið mikið lof, en það
hefur einnig verið sagt að þú sért að nauðga
einu virtasta verki bókmenntasögunnar?
BL: Þeir sem hafa haldið fram að Shakespeare
hljóti að snúa sér við í gröfinni eru í flestum til-
vikum fólk sem hefur takmarkaða þekkingu á
honum. Ég hef aftur á móti fengið mjög jákvæðar
undirtektir hjá prófessorum í enskum bókmennt-
um og fólki sem virkilega þekkir Shakespeare.
Rómeó og Júlía er mjög íhurðamukil kvik-
mynd, var framleiðsla hennar mjög kostnað-
arsöm?
BL: Með tilliti til þess hvað kvikmyndir eru
famar að kosta, 30-40 milljónir dollara eru ekki
lengur nein undantekning, má segja að Rómeo og
Júlía hafi verið tiltölulega ódýr, en hún kostaði
um 17 milljónir dollara. Það er svo aftur annað
mál að margar myndir kosta 30-40 milljónir doll-
ara einungis vegna þess að ein eða tvær stjömur
ganga út með 10 milljónir dollara í laun.
Leonardo DiCaprio og Claire Danes sem
leika Rómeó og Júlíu eru bæði mjög ung og
höfðu aldrei fengist við neitt þessu líkt. Hvað
sannfærði þig um að þau væru réttu leikar-
amir?
BL: Hvað Rómeó varðar þá
var ég með mjög ákveðna
mynd af honum í huga.
Fyrir tilviljun sá ég
svo mynd af Leon-
ardo DiCaprio í
tímariti án þess að
vita neitt meira
um hann. Ég vissi
strax að þetta væri
nákvæmlega sá
Rómeó sem ég var
búinn að ímynda mér
allan tímann og hugs-
aði með mér; ætli hann
geti kannski leikið? Ég
vissi um leið og ég hitti
Leonardo í fyrsta skipti að
hann ætti eftir að verða stór-
kostlegur Rómeó. Það var aft-
ur erfiðara að finna Júlíu,
en ég leitaði hennar út
um allan heim. Ég
skoðaði leikkonur í
Ástralíu, Bret-
landi og Banda-
ríkjunum og
fann að lokum
Claire Danes í
New York. Það
sem hún hafði
fram yfir aðrar
leikkonur, var að
hún passaði ein-
faldlega lang best
við Leonardo. Hún
hafði nákvæmlega
réttu tilfinninguna
fyrir Júlíu og það sá ég
strax, t.d. á því hvemig
hún horfði beint í aug-
un á Rómeó.
Hollywood er að-
eins staður til að
myndaver. Það er stórkostlegt því það þýðir að ég
get farið að vera oftar heima. Það sem er annars
mikilvægast fyrir mig er að ég hafi ávallt minn
fasta samstarfshóp. Ég vinn alltaf með sama fólk-
inu, mest Áströlum, og ég set það hverju sinni
sem skilyrði að allur hópurinn sé ráðinn með
mér. Ég myndi ekki þola að hanga einhvers
staðar vikum saman með fólki sem ég
þekki ekki neitt.
Talandi imi Ástralíu. Þú tilheyrir
þeim hópi Ástrala sem vilja ganga
úr breska samveldinu?
Já, því fyrr því betra. Ég tek
virkan þátt í baráttunni fyrir því
að Ástralía verði sjálfstætt lýð-
veldi. Ég hef ekkert persónulega á
móti Englandsdrottningu. Hún er
áreiðanlega yndisleg kona en hún
hefur engan áhuga á því sem
fram fer í Ástralíu og ætti að
halda sig fyrir utan það sem þar er
að gerast.
Svo við komum aftur að
í lokin. í
Hollywood er gjarnan
gert framhald af
vinsælum
kvik-
Baz Luhrmann: „Ef Shakespeare heföi fengist við kvikmyndagerö í dag heföi
hann örugglega gert svipaöa mynd.“
skemmta sér
Þú leggur áherslu á
að rætur þínar séu í
Ástralíu. En nú er farið að tefja þig til svo-
nefndra A-leikstjóra í Hollywood, er þá ekki
komið að því að þú gerir næstu mynd þar?
BL: Örugglega ekki. Ég skemmti mér alltaf vel
í Hollywood en það er enginn staður til þess að
skapa eitthvað, hvað þá til þess að fá nýjar hug-
myndir. Hvað varðar Rómeó og Júlíu, þá er hún
gerð í Mexíkó. Ég kem til með að gera mínar
myndir áfram annars staðar, t.d. f Ástralíu en
þar er 20. Century Fox nú að byggja stórt kvik-
myndum. Er hugsanlegt að gera svipaða mynd
eftir öðru leikriti Shakespeares?
BL: Já að sjálfsögðu, það er hægt að taka hvaða
Shakespeareleikrit sem er. Hamlet 20. aldarinnar
hefði örugglega komið vel út. En ég sé enga
ástæðu til þess að gera aðra svona mynd, nei ég
tel það alveg útilokað.
Kristín Jóhannsdóttir
Regnboginn - Rómeo og Júlía:
Klassíkin og MTV-kynslóðin...
Það er ekki svo vitlaus samlíking sem heyrst hef-
ur, að kvikmynd Baz Luhrmann, Rómeo og Júlía, sé
Shakespeare fyrir MTV-kynslóðina. Á mjög svo vel
heppnaðan máta notar Luhrmann nánast óbreyttan
texta (styttan aö vísu) Shakespeares með sinu mið-
aldamáli og rími og setur hann við sögu sem gerist í
Miami nútímans og ef eitthvað er þá eykur
Luhrmann á þau áhrif í myndinni sem nútímatækn-
in með öllum sínum hraða hefur að bjóða. Þessi að-
ferð virkar ótrúlega vel ef hlustað er á enska text-
ann, en því miður hafa aðstandendur Regnbogans
ekki nýtt sér snilldarþýðingar á leikritinu sem tU
eru og fært textann upp á hvíta tjaldið i samræmi
við enska textann og því er stundum eins og tvö
handrit séu í gangi.
Enginn sem sá Strickly Ballroom, þá kvikmynd
sem færði Baz Luhrmann frægð, þarf að undrast það
þor sem kemur fram í gerð Rómeó og Júlíu. i
Strickly Ballroom, sem hann gerði í heimalandi
sínu, Ástralíu, náði hann með sérstakri sviðsetn-
ingu, lýsingu og klippingum að gera keppni i sam-
kvæmisdönsum að listaverki og hann notar sömu
aðferðir í Rómeó og Júlíu. Myndin er mikið stUverk,
ýkt þar sem við á, má þar nefna notkun á byssum,
sem koma í staðinn fyrir sverð, snöggar klippingar
og geysiflotta og sterka kvikmyndatöku sem, eins og
lagt er upp með, á rætur sínar að rekja til tónlistar-
myndbanda. ÖU þessi sérstaka blanda tekst nánast
fullkomlega og úr verður kvUrmyndaverk sem höfð-
ar tU fólks á þeim aldri sem Rómeó og Júlía eru,
auk þess sem unnendur Shakespeares fá sitthvað tU
að dást að.
Það reynir mikið á Leonardo DiCaprio og Clare
Danes í hlutverkum Rómeó og Júlíu, þetta eru erfið
hlutverk, sérstaklega þar sem þau þurfa í raun að
leika gegn þeirri ímynd sem gildir í nútímaþjóðfé-
lagi, en þau komast vel frá þeim, sérstaklega
DiCaprio, sem áður hefúr sýnt að í honum er mikið
leikaraefni.
Leikstjóri: Baz Luhrmann. Handrit: Craig Pearce
og Baz Luhrmann. Kvikmyndataka: Donald M.
Alpine. Tónlist Nellee Hooper.
Aðalleikarar: Leonardo DiCaprio, Claire Danes,
Brian Dennehy, John Leguizamo, Pete Post-
lewaite, Paul Sorvino og Diane Verona.
Hilmar Karlsson