Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 l^V stuttar fréttir Sakaruppgjöf samþykkt Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í gær að veita uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu sakaruppgjöf til að stuðla aö frelsi rússneskra stríðs- fanga. Stasi-menn dæmdir Dómstóll í Berlín dæmdi þrjá fyrrum starfsmenn austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi í skil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir tíu mest eft- irlýstu skæruliða Vestur-Þýska- lands. Manley látinn Michael Manley, fyrrum for- sætisráðherra Jamaiku og einn litrikasti stjórn- málamaðurinn á eyjum Karíbahafs- ins, lést í fyrra- kvöld af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann var 72 ára. Svarta ekkjan dæmd Dómstóil í Austurríki hefur j dæmt 66 ára gamla konu, sem í fékk viðurnefnið „svarta ekkjan" 1 í lífstíðarfangelsi fyrir að eitra í fyrir 77 ára gamlan pensjónista. Staða kvenna betri Rúmlega tveir þriðju hlutar Þjóðverja telja að staða kvenna | hafi batnað á þeim áratugum sem Iliðnir eru frá því kvennahreyf- ingin skaut upp kollinum á átt- | unda áratugnum. Hættulegur farmur j Danskt flutningaskip fekk ekki I að koma í höfn í Frakklandi í gær I vegna hættulegra efna um borð. Algjört jarösprengjubann | Nefnd á vegum Evrópuráðsins hvatti aðildarríki þess til að í koma á algjöru banni við fram- ;j leiðslu og notkun jarösprengna. Áhersla á velferö Norsk stjómvöld lögðu fram í J gær efnahagsáætlun sína til næstu fjögurra ára og þar veröur J höfuðáherslan lögð á að styrkja velferðarkerfið. Verkföll hjá Renault Reiðir verkamenn hjá frönsku 5 bílaverksmiðjunum Renault | efndu til skyndiverkfalla í j nokkrum löndum í gær til að mótmæla fyrirhugaðri fækkun | starfsmanna og lokun verksmiðju í Belgíu. Sprengt í Kína I Að minnsta kosti tveir létu líf- J ið og nokkrir særðust þegar sprengja sprakk i strætisvagni á j mesta annatíma 1 Peking, höfúð- \ borg Kína, f gær. Reuter Hlutabréfamarkaðir: Komnir á metslóðir Verð á hlutabréfum í evrópskum kauphöllum rauk upp á fimmtudag og sums staðar voru slegin met. Þetta kemur í kjölfar mikil skriðs upp á við í Wall Street og Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur hækkað aftur, raunar meira en sem nemur því sem hún hafði lækkað á skömm- um tíma. Hækkunin nam 93 punkt- um yfir nóttina. í London og Fran- furt eru menn aftur famir að nálgast metslóöirnar en eitthvað virðist ganga lakar í Asíu. Nokkur lækkkun varð bæöi í Hong Kong og Tokyo. Sykurinn lækkar nokkuö eftir mikla uppsveiflu undanfarið, lækkar um tæpa sex dollara, úr 276,1 dollar tonnið. Kaffið hækkar aftur eftir nið- ursveiflu í síðustu viku, fer úr 1.535 dollurum tonnið í 1.597 dollara. Bensínið er mjög stööugt milli vikna, sveiflur eru um einn til tvo dollara en verðið er það sama, bæði 95 og 98 oktana bensín, 95 á 208 dollara tonn- ið og 98 á 212 dollara tonnið. Tunnan af hráolíu hækkar úr 19,65 dollurum í 19,70 dollara. Reuter Uppreisnarmenn í Albaníu enn vígreifir: Hafna tilboðinu um sakaruppgjöf Vopnaðir uppreisnarmenn á bak við götuvígi í bæjunum Sarande og Vlore í suðurhluta Albaníu neituðu að leggja niður vopn í gær, þrátt fyrir að Sali Berisha forseti hefði boðið þeim sakaruppgjöf. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópu fógnuðu þeirri ákvörðun Berishas að stöðva framsókn hers- ins til suðurs til að binda enda á uppreisnina og hvöttu forsetann, stjórnarflokkinn og stjómarand- stöðuflokka til að komast að póli- tískri lausn á stjómmálakreppunni í landinu. Nefndir uppreisnarmanna í bæði Sarande og Vlore, þar sem óeirðir og gripdeildir hófust um síðustu helgi, sögðu að ekki yrði gefist upp fyrr en Berisha færi frá. „Við látum vopn okkar ekki frá okkur fyrr en Berisha segir af sér,“ sagði Fuat Karali, fyrrum lögreglu- þjónn og nú félagi í uppreisnamáði Sarande, á fjöldafundi á aðaltorgi bæjarins í gær. Götuvígi umhverfis bæinn vom styrkt og íbúamir fimmtán þúsund bjuggu sig undir langt umsátur. Sömu sögu var að segja í Vlore, sem er um 160 kílómetra norður af Sar- ande. „Þeir sögðu að sakamppgjöf nægði ekki. Þeir vilja að Sali Ber- isha segi af sér og þeir vilja fá pen- ingana sína aftur," sagði vestrænn fréttamaður í símaviðtali frá Vlore. Hundmð þúsund Albana töpuðu aleigunni í vafasömum fjárfestinga- sjóöum sem fóm svo á hausinn í janúar. Reuter Major kok- hraustur og segist vinna kosningarnar John Major, forsætisráð- j herra Bretlands, lætur hrika- J legar niðurstöður skoðana- j kannana ekki slá sig út af lag- j; inu, heldur hélt hann því fram í gær að íhaldsflokkur j hans gæti unn- I ið kosningarn- ar sem verða haldnar í síð- ij asta lagi í maí í vor. „Nýju hugmyndimar eru okkar, nýju áætlanimar eru okkar,“ sagði Major á fundi í Huntington-kjördæminu í aust- urhluta Englands, sama dag og tvær skoðanakannanir sýndu að Verkamannaflokkurinn hef- ; ur meira en tuttugu stiga for- J skot á íhaldið. Námsmenn í Serbíu höfðu sigur með af- sögn rektors Háskólanemar í Belgrad bundu í gær enda á mótmæla- i: aðgerðir sínai- sem höfðu staðið ; í 106 daga þegar rektor háskól- ans sagði af sér til að friða þá. ; Tilburðir stjómar sósíalista til 5 að stjórna fjölmiðlunum kunna i hins vegar að verða kveikjan að | nýrri ólgu. Námsmenn buðust til að # mæta aftur í kennslustundir í J gær, fostudag, ef rektor háskól- ? ans segði af sér. Rektor hafði J sagt að hann mundi ekki segja | af sér fyrr en stúdentar mættu j; aftur í tíma. Lagt var að stúdentum að ; láta reyna á loforð rektors. * Stjómvöld höfðu hótað að taka | fyrir fjárveitingar til háskólans j ef námsmenn mættu ekki aftur 1 í fyrirlestra. ísraelsmenn ganga af friðar- ferlinu dauðu Embættismenn í heimastjóm ’ Palestínumanna sögðu í gær að ísraelsmenn væm að ganga af ! friðai-ferlinu dauðu og kröfðust 5 þess að Yasser Arafat, forseti ; Palestínumanna, sliti samn- i ingaviðræöum við ríki gyöinga. Palestínumenn eru reiðir •j vegna þeirrar ákvöröunar ísra- ;; elskra stjómvalda að byggja ; þúsundir íbúða fyrir gyðinga í ;j arabíska hluta Jerúsalem. Þá I jók það á vonbrigði Palestínu- ; manna að Benjamin Netanya- j hu, forsætisráöherra ísraels, ;> ákvað að afhenda aðeins tvö I prósent þeirra 70 prósenta lands sem ísraelsmenn ráða | enn á Vesturbakkanum. Tsjúbaís skipað- i ur aðstoðarfor- sætisráðherra IBorís Jeltsín Rússlandsfor- seti skipaði síðegis í gær Anatolí Tsjúbals í embætti fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra. Tsjúbaís hefur upp á síðkastið verið starfs- mannastjóri forsetans. Tsjúbais mun hafa yfir- umsjón með efhahagsumbótum stjórnarinn- ar en flestir höfðu búist við að hann yrði skipaður í embættið. Tsjúbaís er 41 árs og nýtur hann töluverðrar virðingar á Vesturlöndum sem umbóta- maður. Hann þykir einnig af- burða stjómandi og skipuleggj- andi. Reuter NMNMWMSMMMMMKMMMMMHMMnsnMKKMðnMMMMMMI Mikill hugur er í uppreisnarmönnum í bænum Sarande í suðurhluta Albaníu. Sfmamynd Reuter Ritt Bjerregaard fyrir rétti í Kaupmannahöfn: Gaf aldrei samþykki sitt fýrir birtingu ESB-dagbóka Ritt Bjerregaard, umhverfismála- stjóri Evrópusambandsins, þvertók fyrir það fýrir rétti í Kaupmanna- höfn á dögunum að hún hefði gefið þegjandi samþykki sitt fyrir því að dagblaðiö Politiken birti dagbækur hennar frá fyrstu sex mánuðunum í embætti í Brussel, eins og forráða- menn blaðsins halda fram. „Þaö er rangt. Ég hef aldrei gefið samþykki, þegjandi eða annars kon- ar, fyrir því að dagbókin yrði gefm út,“ sagði Bjerregaard í réttarsaln- um, að því er fram kemur í Politi- ken nýlega. Bjerregaard kemur til íslands um næstu helgi og heldur opinberan fyrirlestur í Reykjavík. Dagbókin olli miklu fjaðrafoki innan Evrópusambandsins þar sem danski kommissarinn fór miður fögrum orðum um marga leiðtoga aðildarþjóðanna, þar á meðal Jacqu- es Chirac Frakklandsforseta og Helmut Kohl Þýskalandskanslara. Bjerregaard ætlaði að gefa dagbæk- umar út í bókarformi en sá sig til- neydda til að hætta við. Ekki var þetta nú í fyrsta sinn sem Ritt Bjerregaard komst í hann krappan. Hún var til dæmis rekin úr embætti menntamálaráðherra Danmerkur árið 1978 þegar í ljós kom að hún hafði eytt 60 þúsimd dönskum krónum af opinberu fé í þrettán daga opinberri ferð til Par- ísar. Féð notaði hún m.a. f límúsín- ur og uppihald á glæsihótelinu Ritz. Hún neitaði að greiða eyri til baka, hvað þá að biðjast aifsökunar á framferðinu. Árið áöur hafði Bjer- regaard látiö Stórabeltisferju dönsku ríkisjámbrautanna bíða eft- ir sér og ráðherrabílnum. Bjerregaard átti ekki alltaf sjö dagana sæla innan jafnaðarmanna- flokksins þar sem mörgum þótti hún hafa uppi einræðistilburði þeg- ar hún gegndi embætti þingflokks- formanns. Þingmenn gerðu upp- reisn og völd hennar vom skorin niður 1991. Sama ár varð allt vit- laust vegna búsetu hennar. Hún fékk sér stóra lúxusíbúð á besta stað í Kaupmannahöfn. Engu að síður hélt hún lögheimili sínu í Óðinsvé- um og fékk af þeim sökum stórfé i styrki sem hún svo neitaði að gefa eftir. Bæjarfélagið stefndi henni fyr- ir vikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.