Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 18
L AU GARDAGUR 8. MARS 1997 DV
18
•k
tónlist
Sigríður Eila Magnúsdóttir komin frá London tii að syngja á tónleikum og halda námskeið:
Bréf Einsteins vakti mig til umhugsunar
- segir Sigríður sem syngur lög við Ijóð „úr hjörtum kvenna" í Leikhúskjallaranum á mánudaginn
Sigríöur Ella Magnúsdóttir
söngkona er komin frá London til
aö syngja einsöngstónleika og
halda námskeið hér á landi. Næst-
komandi mánudag syngur hún hjá
Listaklúbbi Leikhúskjallarans við
undirleik Ólafs Vignis Alhertsson-
ar. Á söngskránni eru lög frá ýms-
um tímum þar sem konur og kven-
hetjur túlka tilfinningar sínar.
Tónleikarnir bera yfirskriftina
„Ljóð úr hjörtum kvenna". All-
mörg ár eru liðin síðan hún hélt
síðast einsöngstónleika í Reykja-
vík en sl. haust kom hún fram viö
miklar vinsældir í „Spænskum
kvöldum" Kaffileikhússins.
„Lögin eru eftir jafn ólíka höf-
unda og Monteverdi, Schumann,
Brahms, Schubert, Bemstein og
Verdi. Ég stikla á stóru og fer víða,
syng einnig íslensk lög,“ sagði Sig-
ríður Ella í samtali við DV í gær,
nýkomin til landsins.
Upphafið rakið til
greinar í bresku blaði
Um tilurð tónleikanna sagði Sig-
ríður að hún hafi sl. haust rekist á
grein i bresku blaði um uppboð á
bréfi í eigu Alberts Einsteins.
„í bréfinu kom m.a. fram að
hann hafði sett konunni sinni óg-
urlegustu skilyrði sem nokkur
kona þarf að þola. Var þá kominn
í ástarsamband við aðra konu.
Þetta vakti mig til umhugsunar
um sönglög um konur og kvenhetj-
ur og fór að safna þeim saman. Síð-
an hélt ég tvenna tónleika í Bret-
landi í þessum dúr, reyndar í langt
um stærri húsum en Leikhúskjall-
aranum."
Hún hlakkar til tónleikanna á
mánudaginn. Smæð Þjóðleikhús-
kjallarans geri það að verkum að
hún veröi í meiri nálægð við
áhorfendur. Einnig finnst henni
ánægjulegt að hafa Ólaf Vigni á pí-
anóinu. Þau hafi áður starfað mik-
ið saman, bæði á tónleikum vítt
um landið og leikið inn á plötur.
Hugmyndin um að halda syona
tónleika á íslandi kviknaði sl.
haust þegar Sigríður Ella vann
með Þórunni Sigurðardóttur leik-
stjóra við „Spænsku kvöldin“. Þór-
unn hvatti hana til að halda tón-
leika í Leikhúskjallaranum því ís-
landsför á þessum tíma var þá
hvort eð var ákveðin. Á næstunni
verður Sigríður nefnilega með
söngnámskeið á Akureyri og í
Vestmannayjum.
Viðverustaður
á íslandi
íslandsdvölin stendur í þrjár
vikur að þessu sinni og ætlar hún
að nota tímann m.a. til að undir-
búa byggingarframkvæmdir næsta
sumar hjá sér en hún og breski
eiginmaður hennar, Simon Vaugh-
an bassasöngvari, ætla að koma
sér upp viðverustað á íslandi. Hún
segist þó ekki vera alfarið á heim-
leið. Nóg sé að gera í söngnum
ytra.
Sigríður hefur verið búsett er-
lendis meira og minna siðustu ára-
tugina og í London frá 1980. Hún
hefur starfað m.a. við Skosku óper-
una, Opera North og Konunglegu
óperuna i Covent Garden, komið
fram i Royal Albert Hall og Barbic-
an Hall. Um þessar mundir undir-
býr hún Durufle Requiem með
„The Collegite Singers“ og Schu-
bert-tónleika fyrir Ashwell listahá-
tiðina ásamt Simon Vaughan, en
hvort tveggja verður nú í maí.
-bjb
Ljóð úr hjörtum kvenna nefnast einsöngstónleikar sem Sigríður Eiia Magnúsdóttir verður með í Leikhúskjallar-
anum nk. mánudagskvöld. DV-mynd E.ÓI.
Finnur þú fimm breytingar? 401
Að sjálfsögöu mun ég breyta rétt þegar ég losna, séra minn. Fram-
vegis mun ég alltaf vinna með hanska.
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og
níundu getraun reyndust vera:
Sigrlður Böðvarsdóttir Ragnar Heiðar Hauksson
Kirkjulæk I Smáratúni 34
861 Hvolsvöllur 230 Keflavík
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP-vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, aö verðmæti kr.
1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall
Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu
Kay Carpenter.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 401
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík