Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 18
L AU GARDAGUR 8. MARS 1997 DV 18 •k tónlist Sigríður Eila Magnúsdóttir komin frá London tii að syngja á tónleikum og halda námskeið: Bréf Einsteins vakti mig til umhugsunar - segir Sigríður sem syngur lög við Ijóð „úr hjörtum kvenna" í Leikhúskjallaranum á mánudaginn Sigríöur Ella Magnúsdóttir söngkona er komin frá London til aö syngja einsöngstónleika og halda námskeið hér á landi. Næst- komandi mánudag syngur hún hjá Listaklúbbi Leikhúskjallarans við undirleik Ólafs Vignis Alhertsson- ar. Á söngskránni eru lög frá ýms- um tímum þar sem konur og kven- hetjur túlka tilfinningar sínar. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Ljóð úr hjörtum kvenna". All- mörg ár eru liðin síðan hún hélt síðast einsöngstónleika í Reykja- vík en sl. haust kom hún fram viö miklar vinsældir í „Spænskum kvöldum" Kaffileikhússins. „Lögin eru eftir jafn ólíka höf- unda og Monteverdi, Schumann, Brahms, Schubert, Bemstein og Verdi. Ég stikla á stóru og fer víða, syng einnig íslensk lög,“ sagði Sig- ríður Ella í samtali við DV í gær, nýkomin til landsins. Upphafið rakið til greinar í bresku blaði Um tilurð tónleikanna sagði Sig- ríður að hún hafi sl. haust rekist á grein i bresku blaði um uppboð á bréfi í eigu Alberts Einsteins. „í bréfinu kom m.a. fram að hann hafði sett konunni sinni óg- urlegustu skilyrði sem nokkur kona þarf að þola. Var þá kominn í ástarsamband við aðra konu. Þetta vakti mig til umhugsunar um sönglög um konur og kvenhetj- ur og fór að safna þeim saman. Síð- an hélt ég tvenna tónleika í Bret- landi í þessum dúr, reyndar í langt um stærri húsum en Leikhúskjall- aranum." Hún hlakkar til tónleikanna á mánudaginn. Smæð Þjóðleikhús- kjallarans geri það að verkum að hún veröi í meiri nálægð við áhorfendur. Einnig finnst henni ánægjulegt að hafa Ólaf Vigni á pí- anóinu. Þau hafi áður starfað mik- ið saman, bæði á tónleikum vítt um landið og leikið inn á plötur. Hugmyndin um að halda syona tónleika á íslandi kviknaði sl. haust þegar Sigríður Ella vann með Þórunni Sigurðardóttur leik- stjóra við „Spænsku kvöldin“. Þór- unn hvatti hana til að halda tón- leika í Leikhúskjallaranum því ís- landsför á þessum tíma var þá hvort eð var ákveðin. Á næstunni verður Sigríður nefnilega með söngnámskeið á Akureyri og í Vestmannayjum. Viðverustaður á íslandi íslandsdvölin stendur í þrjár vikur að þessu sinni og ætlar hún að nota tímann m.a. til að undir- búa byggingarframkvæmdir næsta sumar hjá sér en hún og breski eiginmaður hennar, Simon Vaugh- an bassasöngvari, ætla að koma sér upp viðverustað á íslandi. Hún segist þó ekki vera alfarið á heim- leið. Nóg sé að gera í söngnum ytra. Sigríður hefur verið búsett er- lendis meira og minna siðustu ára- tugina og í London frá 1980. Hún hefur starfað m.a. við Skosku óper- una, Opera North og Konunglegu óperuna i Covent Garden, komið fram i Royal Albert Hall og Barbic- an Hall. Um þessar mundir undir- býr hún Durufle Requiem með „The Collegite Singers“ og Schu- bert-tónleika fyrir Ashwell listahá- tiðina ásamt Simon Vaughan, en hvort tveggja verður nú í maí. -bjb Ljóð úr hjörtum kvenna nefnast einsöngstónleikar sem Sigríður Eiia Magnúsdóttir verður með í Leikhúskjallar- anum nk. mánudagskvöld. DV-mynd E.ÓI. Finnur þú fimm breytingar? 401 Að sjálfsögöu mun ég breyta rétt þegar ég losna, séra minn. Fram- vegis mun ég alltaf vinna með hanska. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og níundu getraun reyndust vera: Sigrlður Böðvarsdóttir Ragnar Heiðar Hauksson Kirkjulæk I Smáratúni 34 861 Hvolsvöllur 230 Keflavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP-vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, aö verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 401 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.