Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997
45
Tae kwon-do, eða kvondó eins og
hún hefur verið kölluð á íslensku,
er kóresk bardagaíþrótt sem hátt í
300 manns stunda reglulega hér á
landi. Vinsældir greinarinnar hafa
farið vaxandi og er boðið upp á
hana í dag að einhverju marki hjá
þremur iþróttafélögum í Reykjavík;
ÍR, Ármanni og Fjölni í Grafarvogi.
Um siðustu helgi var haldið fjöl-
mennt námskeið í ÍR-heimilinu þar
sem leiðheindu þekktur kóreskur
Ólafur William Hand, formaður
kvondódeildar ÍR og einn forvígis-
manna íþróttarinnar hér á landi.
DV-mynd Pjetur
Tae kwon-do-meistari, Park að
nafni, búsettur í Bandaríkjunum, og
David Ellerbee, starfsmaður Flug-
leiða í Baltimore í Bandaríkjunum.
Hann fékk Park til landsins yfir
eina helgi og komu þeir hingað
kvondónefnd ÍSÍ að kostnaðarlausu.
Ólafur William Hand, formaður
kvondódeildar ÍR, sagði í samtali
við DV að námskeiðið hefði heppn-
ast mjög vel, Park hrifist af landi og
þjóð og ætlaði sér örugglega að
«mF
David Ellerbee, starfsmaður Flugleiða í
Baltimore, fékk meistara Park með sér til íslands
til að halda námskeið. Ekki er útilokað að Park
eigi eftir að koma aftur til landsins.
koma aftur. Þátttakendur voru um
80 og komu frá félögunum þremur.
Námskeiðið var mjög strangt og
lauk með prófi á sunnudeginum.
Vörn fátækra bænda í
Kóreu
Tae kwon-do, sem þýðir vegur
handar og fótar á kóresku, er upp-
runnin í Kóreu fyrir um 2000 árum
og varð til þegar fátækir bændur
börðust óvopnaðir með höndum og
fótum við ríka fólkið og hermenn-
ina sem fullum skrúða riðu um á
hestum. Þeir spörkuðu hátt upp af
miklu afli til að ná andstæðingun-
um af baki, jafna leikinn og fá þá til
að berjast á jörðu niðri. Þaðan er
sérkennið fengið sem aðgreinir Tae
kwon-do frá öðrum austurlenskum
bardagaíþróttum auk þess sem
snertingin er meiri en t.d. í karate.
Byrjaði í Hafnarfirði
Upphafið á íþróttinni á íslandi er
rakið aftur til ársins 1989 þegar
maður að nafni Steven Hall stofnaði
félag í Hafnarfirði. Skriður komst
síðan á málin fyrir sjö árum með til-
komu danska blómaskreytinga-
mannsins Mikaels Jörgensens.
Hann kom nokkrum einstaklingum
á bragðið og þar á meðal Kolbeini
Blandon og Ólafi sem starfaði ineð
Jörgensen í Blómavali. Með aðstoð
frá Guðmundi heitnum Þórarins-
syni, þeim mikla íþróttafrömuði og
ÍR-ingi, fékkst íþróttin viðurkennd
hjá íþróttabandalagi Reykjavíkur og
síðan hjá ÍSÍ. Þó með því skilyrði
m.a. að íþróttin héti kvondó á ís-
lensku en ekki Tae kwon-do.
Jörgensen fór af landi brott í
fyrra og segir Ólafur að tími hafi
verið kominn á að fá sterkan
íþróttamann í greininni til lands-
ins tO að aðstoða við frekari upp-
byggingu íþróttarinnar hér á
landi.
Eins
og
áður
sagði 4,
er íþróttin ' 'Si
æfð reglulega
hjá þremur félögum.
Ólafur segir að á undanfom-
um ámm séu rúmlega 1 þús-
und manns búin að kynnast
íþróttinni og uxmið sé að
frekari útbreiðslu hennar.
Hann situr í svokallaðri
kvondónefnd hjá ÍSÍ
sem hefur þetta verk-
efni. Þá kom hann *
kvondódeild Ár-
manns af stað
ásamt
Jörgen-
sen.
ís-
lands-
mót í Tae kwon-do hefur
verið haldið þrisvar
sinnum og í fyrra var
Norðurlandamót haldið
hér á landi. Að sögn
Ólafs hafa ÍR-ingar
mesta reynslu af keppn-
um erlendis og hafa t.d.
reglulega farið á sterkt
alþjóðlegt mót í Noregi,
Norway-Open.
Þess má geta
að Tae
kwon-do verður í
fyrsta sinn keppn-
isgrein á ólympíu-
leikum í Sydney
árið 2000 en hefur
verið sýnisgrein á
síðustu tveimur leik-
um.
Foreldrarnir
með
Áhersla er lögð á það
hjá ÍR-ingum að fá for- pgtK
eldrana til að taka þátt í foano'
íþróttinni með krökkun-
um. Þeir fá kynningu á greininni og
tækifæri til að stunda hana líka á
sama tíma og æfingar em hjá ungu
kynslóðinni. Ólafur segir þetta hafa
komið mjög vel út og gætu fleiri
íþróttagreinar tekið þetta upp hjá
sér.
sex ár að ná svörtu belti. Síðan þeg-
ar svarta beltinu er náð er hægt að
fá það sem kallað er dan eða alls tíu
ið væri mikill agi og virðing borin
fyrir íþróttinni. Hann var mjög hrif-
inn,“ segir Ólafur.
Félagarnir Biynjar
Sumarliðason úr ÍR og
Sigurjón Magnússon úr
Fjölni í léttum stelling-
um á námskeiöinu.
aldri.
Okkar
fremstu
menn í
greininni
eru Ólafur
Bjömsson
ÍR-ingur, sem er íslands-
meistari i þungavigt, Björn Þorleifs-
son úr Fjölni, sem á Norðurlanda-
meistaratitil unglinga aö baki, Sig-
rún Davíðsdóttir úr Ár-
manni, Sig-
Ólafur
segir að sér
vitandi sé eng-
inn í heiminum með
10. dan í Tae kwon-do.
Okkar bestu menn eru
með 1. og 2. dan en meistari
Park sem var hér um síðustu
helgi er með 6. dan og Ellerbee
með 3. dan.
Einbeittir og móttæki-
k\M°n
fae
Pátttakendur á Tae kwon-do námskeiö-
inu í ÍR-heimilinu ásamt leiöbeinendun-
um Park og David Ellerbee, sem eru
fyrir miöju í miöjum hópnum. í
sömu röö eru nokkrir af „svart-
beltamönnunum" og forvígis-
mönnum íþróttarinnar hér á
landi. Ef rööin er tekin frá
vinstri þá eru það Björn Þor-
leifsson, Sigursteinn Snorra-
son, Ellerbee, Park, Sverrir
Tryggvason, Ólafur Björnsson og
Ólafur William Hand. DV-myndir Hari
Námskeiðið hjá Park og Ellerbee
snerist um keppnishliðina á Tae
kwon-do sem Ólafur segir að sé að-
eins hluti af íþróttinni. Hitt snúist
mikið um slökun og líkamsbeitingu
enda sé litið á greinina í Kóreu sem
nokkurs konar lífsstíl frekar en bar-
dagalist. En Park var það hrifinn að
hann ætlaði að gera sitt til að íslend-
ingar myndu vera búnir að eignast
Evrópumeistara fyrir aldamót.
Ólafur segir þetta háleitt mark-
mið sem vissulega sé þess virði
að reyna. Við ramman reip sé
að draga þar sem t.d. Danir
séu einhverjir þeir bestu í
heiminum í greininni á eft-
^ ir Kóreumönnum.
Ólafur segir að fyrir
dyrum standi að koma af
stað skiptinemapró-
grammi næsta vetur þar
sem íslendingar verða
sendir til náms og æfinga í
Baltimore, einn mánuð í senn til að
byrja með, og Bandaríkjamenn síð-
an sendir til íslands í staðinn. -bjb
ursteinn
Snorrason Fjölnismaður
og ÍR-ingurinn Sverrir Tryggvason.
Eftir þvi sem meiri árangri er náð
er hægt að bæta við litum á beltið,
fyrst hvítt og loks svart, alls tíu teg-
undir. Ólafur segir það taka a.m.k.
„Geta íslenskra kvondómanna er
mjög mikil og Park var mjög hrifinn
af þvi sem
hann sá hér.
Hann sagði
að íslendingar
væru einbeitt-
ustu og mest
móttæki-
legustu
menn sem
hann
hefði séð,
fyrir utan
Kóreumenn,
hvað Tae
kwon-do varðar.
Hann hefði að
vísu orðið var
við agaleysi úti i
þjóðfélaginu en
þegar inn
á æfingu Hér sækir Björn Þorleifsson aö Sigursteini Snorrasyni. Þetta er
væri kom- hin dæmigeröa lýsing á Tae kwon-do, hátt og kröftugt spark.
y Kóreskur meistari í Tae kwon-do, kóreskri bardagalist, með fjölmennt námskeið í iR-heimilinu:
Islendingur verði Evrópu-
meistari fyrir aldamót
- er markmið meistarans sem hreifst af aga og virðingu íslendinga í garð íþróttarinnar