Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 30
30 helgaryiðtalið LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 DV Borgarstjórahjónin Ingibjörg Sólrón Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson heimsótt í vesturbæinn: Skafrenningur og slæmt skyggni var þegar blaðamaður DV renndi sér í vesturbæinn eitt kvöldið í vikunni og heimsótti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og hennar íjölskyldu á Hagamelnum. Baráttan fyrir næstu borgarstjómarkosningar er að hefjast og yfir einhverja skafla verður að fara á leið Reykjavíkur- listans að markmiðunum; að halda völdum í borginni og sjálfstæðis- mönnum úti í kuldanum. Skyggnið er hins vegar ekki slæmt framundan því Ingibjörg hefur mikið persónu- fylgi og fylkingarnar eru nær hnífjafnar samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun DV, D-listinn þó aðeins yfir 50 prósentunum, en munurinn ekki marktækur. Eiginmaður Ingibjargar, Hjörleif- ur Sveinbjörnsson, er rétt ókominn úr kennslu í Endurmenntunardeild Háskólans og synir þeirra, Svein- björn 14 ára og Hrafnkell 11 ára, komnir á kaf í heimalærdóminn. Um íbúðina læðist kötturinn Keli. Annasamt en ögrandi Við byrjum á að spyrja Ingibjörgu hvemig árin í borgarstjórastólnum hafa verið: „Þetta hefur verið mjög annasam- ur tími en um leið mjög ögrandi og lærdómsríkur. Ég var enginn ný- græðingur í pólitík þegar ég hóf störf í Ráðhúsinu þannig að pólitískt séð hefur ekki margt komið mér á óvart. En mér hefur frmdist spenn- andi viðfangsefni að fást við stjórn- sýsluna. Það var nýr heimur fyrir mér því ég hafði aldrei unnið á því sviði. Þótt hlutverk mitt sé pólitískt þá er ég yfirmaður stjómsýslunnar um leiö og framkvæmdastjóri sveit- arfélagsins. Mér hefur þótt gaman að kynna mér nýjar hugmyndir um stjórnsýslu, ekki síst í löndunum í kringum okkur.“ Ingibjörg hefur þurft að eiga sam- skipti við embættismenn með öðrum hætti en þegar hún var t.d. þingkona Kvennalistans. Hún segist hafa þurft að bregða sér í hlutverk brúarsmiðs- ins til að tengja saman pólitikina og embættismannakerfíð. Það hafi komið henni mest á óvart hvað stjórnkerfi borgarinnar var gamal- dags. Hún hafi ekki skynjað það sem borgarfulltrúi í minnihluta áður. Enda ekki haft tækifæri til að kynn- ast innviðum þess á sama hátt. Tregðulögmálin „Tregðulögmál og fastheldni á gamlar venjur virðast víða vera inn- byggð í kerfið. Ég hef oft heyrt menn segja „svona höfum við aldrei gert“. En ég skynja það sterkt núna að mikill áhugi er á að breyta þessu kerfi og hugsa hlutina upp á nýtt. Ég hef stundum líkt þessu við stórt skip. Átta þúsund manns starfa hjá Reykjavíkurborg og að breyta stefn- unni er eins og að breyta um kúrs á stóru skipi. Enda þótt maður snúi stýrinu gerist ekkert strax. Það tek- ur langan tíma að ná réttri stefnu. Tregðulögmálið er mjög lífseigt." En hvað hefur verið skemmtileg- Borgarmálin og pólitíkin almennt er oft til umræ&u yfir kaffibolla í eldhúsinu á Hagamelnum. Ingibjörg segist oft fá snjallar hugmyndir á síðkvöldum sem hún prófi gjarnan á Hjörleifi. Hann segist sjaldan hafa þurft að skjóta þær í kaf. DV-myndir Þorvaldur Örn Kristmundsson ast? Jú, borgarstjórinn er ekki lengi aö svara því og nefnir öll þau tæk- ifæri sem hún hafi fengið til að hitta áhugavert fólk; borgarbúa, starfs- menn og kollega, innlenda sem er- lenda. „Maður kynnist öllu litrófi mann- lifsins. Ég hef t.d. mjög gaman af því að fara á hverfafundi, taka á móti starfsmannahópum og sinna viðtöl- um við borgarbúa. Allt hefur þetta gefið mér mikið og verið mér mikil- vægt.“ Hattlaus með drottningu Vitanlega hefur margt komið upp í borgarstjórastarf- inu, jafnvel spaugi- leg at- vik, og björg oft hafa náð að redda sér fyrir horn á erfið- um augna- blikum. Nú er Hjörleifur kominn heim og sesiur hjá okkur og hann hjálpar Ingibjörgu við að rifia upp þegar þau tóku á móti Beatrix Hollandsdrottningu og manni hennar se<" ” Kláusi þegar þau voru hér í opinberri heimsókn. Ingibjörg kveikir strax og skellir upp úr. „Eins og vera ber voru drottning- in, Vigdís forseti og fleiri þama með hatta en ég hafði ekki spáð neitt í það. Skömmu seinna hitti ég mann sem hafði tekið þátt í umræðum í heitu pottunum í Vesturbæjarlaug- inni. Þar var kona nokkur mjög upp- tekin af því að ég hefði verið hatt- laus að taka á móti drottningunni. Þá varð einhverjum að orði að það skipti meira máli hvaö væri í höfð- inu en á því. Þetta fannst mér virki- lega skemmtilegt," segir Ingibjörg og upplýsir að hún hafi ekki orðið neitt meiri hattakona upp frá þessu. Talandi um hatta þá var útlit og fatnaður nokkuð sem Ingibjörg þurfti ? 00** að endurskoða og hún viðurkennir fús- lega að það hafi hún gert nauðug viljug. „Fatakaup hafa aldrei heillað mig en ég hef átt ágætar vinkonur sem hafa séð um að fylgjast með þessum hlutum fyrir mig. Vinna mín er þess eðlis að ég verð að vera undirbúin fyrir mismunandi aðstæður og uppá- kornur." Stundum á maður enga úrlausn Líf borgarstjórans sem annarra er ekki bara dans á rósum. Ingibjörg segir mörg erfið mál hafa komið upp, ekki kannski leiðinleg, en oft á tíðum taki hún þau mikið inn á sig. Kjaradeilur séu t.d. mjög erfiðar við- fangs. Hún hafi fullan skilning á kröfum um mannsæmandi laun, en um leið þurfi að passa upp á að ofbjóða ekki borgarsjóðnum. „Tilfinningalega verður þetta erfitt, og maður verð- ur svolítið klofinn. Það er taugaspenna í kjaradeil- um og mikilvægt að all- ir haldi haus í þeim efnum. Eins eru mál þeirra sem koma í viðtöl til mín oft mjög erfið. Ég finn fyrir samúð með þeim en oft er lit- ið hægt að gera. Stundum á mað- ur enga úr- lausn, það er bara þannig," segir Ingibjörg og viðurkennir að þessu þurfi stjórnmálamenn ætíð að standa frammi fyrir. „Sem betur fer er maður ekki ónæmur fyr- ir vandamálum annarra." Eftir að Ingibjörg varð borgar- stjóri hefur heimilislífið raskast meir en fjölskyldan hafði kynnst í þingmanns- og borgarfulltrúatíð hennar. Hún segir aö Hjörleifur hafi í raun tekið yfir verkstjóm og ábyrgð á heimilishaldinu. „Þessu geng ég út frá enda getur það ekki öðruvísi verið. Áður var verkaskiptingin jafnari. Ef ég þarf að vinna fram á kvöld þá geri ég það og veit að allt er í lagi heima fyrir.“ Maturinn tekinn af borð- um Hjörleifur er hógvær maður og vill ekki líta á sig sem verkstjóra heimilisins. Hann segist reyna að rúlla þessu frá degi til dags, Ingi- björg sé oft að vinna að kvöldi til og fram á nætur og við því sé ekkert að segja. Hún skýtur því inn að oftast reyni hún að komast heim í mat en verði oft að rjúka aftur. En skyldi það ekki koma fyrir að hún komi ekkert og maturinn kólni á borðinu? „Jú, jú, þá er maturinn bara tek- inn af borðum eins og tiðkaðist til sjós. Ég er nefnilega gamall blöðra- bátskokkur,“ svarar Hjörleifur og Ingibjörg hlær við þessa athugasemd bóndans. „Mér dettur ekki í hug að kvarta og segi ekki orð. Bara tek því sem að mér er rétt.“ Aðspurður hvort Ingibjörg haií tekið einhverjum breytingum í borg- arstjórastólnum, eða sýnt á sér óvæntar og nýjar hliðar, segir Hjör- leifur að hliðunum sem að honum snúi hafi frekar fækkað vegna mik- illa fjarvista. Strákarnir fastheldnir á tvennt Þau segja strákana hafa tekið borgarstjóraönnum móðurinnar með jafnaðargeði. Þeir séu þó fastheldnir á tvennt, að þeir fái fóstudagskvöld og annan hvorn daginn um helgar með foreldrum sínum. „Og svo er þeim afskaplega mikið í nöp við fjöl- miðlamenn,“ segir Ingibjörg og skaut pínulítið á saklausan blaða- manninn sem þó hafði tekið eftir því að drengirnir flúðu inn í herbergi er hann bar að garöi! En það var ekki illa meint, af nógu var áreiðanlega að taka af heimalærdómnum. Þau segjast ekki halda að þeir hafi orðið fyrir ónæði í skóla sem rekja megi til þess að þeir eru synir borg- arstjórans. Þeir hafi alltaf verið í sama skólanum og krakkamir þekkt þá áður en Ingibjörg varð borgar- stjóri. Fyrst og fremst líti þeir á borgarstjórastarfið eins og hverja aðra vinnu, sem það auðvitað er. Þau segja vinahópinn lítið hafa breyst, verst sé að lítill tími sé til að sinna þeim. „Eftir situr hins vegar sú tilfinn- ing að maður sinni fjölskyldu og vinahópi ekki nægjanlega vel. Við eigum nokkra mjög góöa vini sem við umgöngumst töluvert," segir Ingibjörg og Hjörleifur bætir við: „Vinir þurfa ekki að hittast, eins og þar stendur. Þeir eru þarna ef á þarf að halda.“ Ekki borgarstjórafrúin! Hjörleifur er næst spurður hvern- ig það sé að vera „kona“ borgarstjór- ans. „Þetta er óttalega klént," segir hann og bætir við að sér finnist ekki ástæða til að hafa húmor fyrir svona viðhorfum. „Mín sjálfsímynd er ekki að vera JjV LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 helgarviðtalið maður borgarstjóra eða borgarstjór- afrúin. Ég er það sem ég er vegna eigin verðleika, ekki annarra." Hjörleifur segir það vissulega hafa breytt nokkru fyrir sig þegar Ingi- björg varð borgarstjóri. Þannig hafi hann nýverið skipt um vinnu, en til síðustu áramóta vann hann hjá BSRB. „Þegar forysta BSRB hóf áróðurs- stríð vegna meintra frjálshyggjutil- burða í launamálum ákvað ég að hætta vegna þeirrar hollustukreppu sem ég var þar með kominn i. Ég sá að ég gat ekki verið að halda utan um einhver áróðursmál hjá BSRB og haft atvinnu af því að skamma kon- una mína,“ segir Hjörleifur og hugs- ar sig um í smá stund, „þótt ein- hverjir myndu kjósa að vera á fullu kaupi við það!“ Hjörleifur segist fylgja - konu sinni í móttökur og yopinberar athafnir þeg- ar þau telji ástæðu til, sem Ástæðulaust að ön/ænta I nýlegri skoðanakönnun DV kom fram lægsta fylgi frá síðustu kosn- ingum við Kvennalistann, „gamla" flokk Ingibjargar. í kjölfarið spratt upp umræða um hvort flokkurinn myndi lifa eða ekki. Ingibjörgu finnst umræðan hafa verið of þung- lyndisleg og ástæðulaust að ör- vænta. Hvort Kvennalistinn sé úrelt- ur vill hún ekki fjölyrða um, stokka þurfi flokkakerfið upp í heild sinni. „í mínum huga er það ekki spurn- ing um hvort heldur hvenær einhver uppstokkun fer fram. Slík umræða á ekkert endilega meira við um Kvennalistann en aðra flokka. Ég hef aldrei skilið að það þurfi að vera eitthvert reiðarslag þótt flokkar eða aðrar stofnanir hætti að vera til. Það tekur bara eitthvað annað við. Aðalatriðið er að sú hætti en Ingibjörg. „Við sitjum oft við eldhúsborðið á kvöldin og ræðum pólitík fram og aftur, reyndar gerðum við meira af því þegar hún var á þingi. Enda finnst mér áhugaverðara að tala um pólitík á hugmyndafræðilegum grunni frekar en að taka afstöðu til einhverra framkvæmda sem á að ráðast í hér i borginni," segir Hjör- leifur. Ingibjörg tekur undir þetta og segist oft fá góðar hug- myndir heima í eldhúsinu seint á kvöldin. Þá prófi ,a hún þær á Hjörleifi til að leita viðbragða. Oftast hafi IB viðbrögðin verið góð og 1 | Hjörleifur játar því. Hann hafi sjaldan þurft að skjóta einhverjar hugmyndir í kaf í fæðingu hjá borgar- .$p< stjóranum. hverfi og aðstöðu, og að færri væru á atvinnuleysisskrá. En það sem snúi að atvinnumálum sé ávallt erf- iðasta viðfangsefni allra sveitarfé- laga. Oft væri erfitt að ráða við þró- unina í þeim efnum. Á hverju ári þurfi þúsund störf að bætast við í Reykjavík ef skapa eigi öllum at- sínu eru þeir ekki sjálfstæðismenn. Málefnastaða okkar er góð og eftir því sem líður á kjörtímabilið kemur betur í ljós hverju við höfum áorkað. Ef við berum gæfu til þess hér eftir sem hingað til að standa saman þá er ég óhrædd um framhaldið." um Aðspurð hvort hún vilji sjá ný andlit á R-listanum fyrir næstu kosningar segist hún vilja líkja þessu viö fót- boltalið. Gott lið þurfi að hafa góðan þjálf- ara og fyrirliða og leikmenn með mikla reynslu og jafnframt nýja og ferska einstak- linga. Liðið skipti ekki bara um menn til að skipta heldur ein- göngu ef eitthvað efnilegt og betra kemur í staðinn. „Síðan skiptir stuðningsmannaliðið ekki síður máli,“ segir Ingibjörg og er greini- lega nokkuð ánægð með þessa líkingafræði. I forsetaframboð? Yfir í allt annað. Ingi- björg Sólrún segist ekki vera á leiðinni í land- spólitik en skyldi hana langa til að verða forseti? Hún segir það af og frá. Henni sé margt bet- ur gefið en að reyndar sé þó ekki nema endrum og sinnum. Ekki þæg húsmóðir í vesturbænum En skyldi hann aldrei hafa hvíslað því að konunni hvort hún ætli ekki að fara að hætta þessu stússi? Hjör- leifur segir að það hafi aldrei hvarfl- að að sér, henni gangi vel í starfinu og engin ástæða til annars en að halda áfram því verkefni sem Reykjavíkurlistinn hafi lagt af stað með. „Ef hún hætti þá fyndi hún sér bara eitthvað annað að takast á við. Ég sé hana að minnsta kosti ekki fyrir mér sem einhverja þæga hús- móður í vesturbænum," segir Hjör- leifur með striðnissvip. Ráðherrastóll freistar ekki En yfir i pólitíkina aftur. Ingi- björg hefur verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegt foringjaefni í sam- einuðu framboði vinstri flokka á landsvísu í ljósi góðrar reynslu af Reykjavíkurlistanum. Hún gefur lít- ið færi á umræðu af þessu tagi þar sem hún segir að það sem eigi við í sveitarstjómarmálum eigi ekkert endilega við á landsvísu. Þetta sé tvennt ólíkt. Hún segist ekki vera með hugann við landsmálapólitíkina núna og ráð- herrastóll freisti sín ekki. Vissulega sakni hún stundum umræðna á Al- þingi þar sem farið er um víðan völl, umræða í borgarstjórn sé t.d. oft miklu þrengri. En fyrst og fremst taki hún hvert verkefni fyrir í einu. Hafi aldrei lagt nein sérstök framtíð- arplön. „Ég hef aldrei sagt: þangað stefni ég. Þetta er meira og minna tilviljun- um háð hvemig hlutimir hafa æxl- ast,“ segir Ingibjörg um leið og bónd- inn horfir á hana vantrúaður. „Þetta er nú samt svona," bætir hún við. hugmyndafræði sem Kvennalistinn hefur staðið fyrir eigi sér sterkan málsvara, ekki að Kvennalistinn sem pólitískur flokkur verði til um aldur og ævi.“ Baráttusæti heillar Ingibjörg segist vera tilbúin í slag- inn fyrir komandi kosningar. Hins vegar er hún ekki búin að gera það upp við sig hvort heppilegra sé að hún stefni á efsta sætið eða það átt- unda, baráttusætið. „Persónulega finnst mér það heillandi hugmynd að vera aftur í 8. sætinu og standa þá og falla með þessum meirihluta." En taki hún 8. sætið og svo fari að Sjálfstæðisflokkurinn vinni kosningarnar þá er hún úti í kuldanum. Hún segist að sjálfsögðu verða að taka þeim afleiðingum, þá komi einfaldlega upp ný staða í hennar lífi. Aðspuröur um ráð- leggingar henni til handa segir Hjörleif- ur að hann myndi byrja á að fá hana með sér í bakpoka- ferðalag um norð- vesturhérað Kína og yfir háslétt- una til Tíbet. Á meðan gæti , hún hugsað um hvað tæki við hér heima. þetta sagði hann an pess ao brosa út í annað! Þetta væri drauma- ferðin enda hefur Kína ætíð heillað Hjörleif eftir að hann stundaði þar nám. Drengirnir yrðu bara teknir með. Guðjón bak við tjöldin í framhaldi af þessu er Hjörleifur spurður hvort aldrei hafi hvarflað að honum að fara út í pólitík. Hann seg- ist vera í sinni pólitík, Guðjón bak viö tjöldin, eins og hann orðcir það. Tilheyri fótgönguliðinu og sé þátt- takandi í pólitík, bara með öðrum Daavistarmál minnis- varðinn Þegar Ingibjörg horfir til baka yfir borgarstjóraferilinn segist hún vera stoltust af átakinu í dagvistunarmál- unum. Það sé merkilegur minnis- varði Reykjavíkurlistans. Hún leitist ekki við að safna steinsteyptum minnisvörðum hér og þar um borg- ina heldur hafi hún áhuga á þarfari úrlausnarefnum. Búið sé að bæta við 800 heilsdagsplássum á leikskólunum og 300 Ekkert klikka vinnu sem kæmu nýir út á vinnu- markaðinn. Þetta hafi reyndar tek- ist. Hverfafundir krefjandi Ingibjörg tók upp þá nýbreytni að halda fundi úti í hverfunum með borgarbúum. Hún er nú í 2. umferð með slíka fundi og segir þá hafa komið mjög vel út. Segist ætla að ná einni yfirreið til viðbótar fyrir kosn- ingar. „Þetta er krefjandi verkefni og þýðir að maður þarf að fara vel yfir málefni hverfisins fyrir hvern fund. Það er mjög hollt. Þarna heyrir mað- ur sjónarmið og þarfir borgarbúa. Það kemur á daginn að þeir málaflokkar sem standa upp úr eru um- ferðar- og skólamál. Þetta brennur mjög á fólki. Umræðan snýst um stóru málin þótt vit- anlega koma upp smærri mál á þessum fund- um.“ ’ Ser/e9a?era e/tth ist við á þessu ári. rasfhe/ nu9ð Sömuleiðis sé búið að gera /QW a merkilega hluti í skólamálum, eins og með átakinu að einsetja skólana. Þetta var um plúsana en hvar skyldu mínusarnir liggja? Ingibjörg svarar því strax til að hún vildi að öll verkefnin væru lengra komin. Hún hefði t.d. gjaman kosið að búið væri að gera meira fyrir miðbæ Reykjavíkur, bæði hvað varðar um- Ný skoðanakönnun DV sýndi að ekki er marktækur munur á fylgi R- og D-lista í borginni og allt stefnir því í æsispenn- andi kosningabaráttu. Ingi- björg segir sitt fólk verða að halda mjög vel á spöðunum næstu mánuði, ekkert megi klikka. „Hins vegar tel ég að við eigum mikla möguleika á sigri. Við höfum alla burði til þess. Ég veit það fyrir víst að helmingur borgarbúa tilheyr- ir ekki Sjálfstæðisflokknum, í hjarta ástunda eitthvert uppúrstandandi samkvæmislíf og þrátt fyrir allt vilji hún sem minnst vera einhver mið- depill. Sér líði best við óformlegar aðstæður innan um venjulegt fólk þótt allir séu auðvitað venjulegir og sérstæðir í senn. Aðspurð segist hún ekki hafa kos- ið Ólaf Ragnar í fyrra en finnst þau Guðrún Katrín hafa staðið sig mjög vel í embætti. Náð aö skapa sinn per- sónulega stíl og verið fundvís á það sem getur komið Islandi á framfæri erlendis. Hjörleifur er hér kominn aftur í umræðuna og tekur undir þetta með Ingibjörgu um forseta- hjónin. En forsetaembætti er nokkuð sem hann hefur engan áhuga á fyrir hönd konu sinnar. Margt vilji hann fyrir hana gera en ekki þetta. Frekar skilji hann við Ingibjörgu, en þetta segir hann meira í gamni en alvöru! „Sköruleg" og „skarpur" Fyrst við erum komin út í hjóna- bandsmál eru þau hjónin beöin að lýsa hvort öðru. Hjörleifur byrjar og er snöggur til. Vísar til fornbók- menntanna og segir Ingibjörgu vera „væna og sköralega“. Hún gefur í skyn að hún geti varla verið svo stuttorð um Hjörleif en eftir smá um- hugsun segir hún: „Skarpur, um- burðarlyndur og hollur." Svo mörg eru þau orð og greini- legt að á milli þeirra ríkir gagn- kvæm ást og virðing. En blaðamaður getur að lokum ekki á sér setið og ber undir þau sterkan orðróm sem gengið hefur um bæinn að Ingibjörg sé kona eigi einsömul um þessar mundir. Þau fara að skellihlæja og eiga ekki til orð. „Þetta fór fyrst á kreik skömmu eftir kosningar. Ég ætti að vera kom- in með steinbarn eftir allan þennan tima,“ segir borgarstjórinn og bætir við: „og þó svo væri þá kemur það engum við.“ -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.