Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 13 "'V
Ifréttir
•”& .... ... ' ------- " 1 -------------------------------------------------
Sjópróf haldin í gær vegna strands Vikartinds:
Utgerðin vildi semja
við Gæsluna um björgun
- skipstjórinn sagðist aldrei hafa látið akkeri falla við hliðstæðar aðstæður
Ingimar Ingason, lögfræðingur
tjónadeildar Eimskips, sagði við sjó-
próf vegna strands Vikartinds í gær
að fulltrúi Peters Döhler, útgerðar
skipsins, hetði staðið í þeirri mein-
ingu að Eimskipafélag íslands væri
rikisfyrirtæki - því hefði útgerðin, á
meðan skipið lá við akkeri, viljað
nota „tengsl“ til að semja við Land-
helgisgæsluna á „viðskiptalegum
grunni“ um aðstoð eða björgun varð-
skips - ekki samkvæmt stöðlum Ll-
oyds sem yfirleitt er farið eftir þegar
björgunarlaun eru ákvöröuð.
Einnig kom fram í gær að á meðan
forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar
reyndu að gera skipstjóranum á Vi-
kartindi ljósa þá hættu sem skipið
var í hefðu viðræður um björgun
staðið yfir. Bragi Guðmmidsson, for-
stöðumaður tjónadeildar Eimskips,
sagöist hafa haft samband viö for-
stjóra Landhelgisgæslunnar vegna
björgunar en forstjórinn heföi þá tjáð
í dómsalnum
Óttar Sveinsson
honum að „bannað“ væri að semja
um björgun eða aðstoð fyrirfram
enda hefði slíku verið hrundið með
dómum. Bragi kvað sig reka minni
tO að forstjórinn hefði vísað í sigl-
ingalög.
Þegar Michael Barz, skipstjóri á
Vikartindi, var spurður að því hve
oft um daginn hefði verið lagt að hon-
um að þiggja aðstoð staðfesti hann að
það hefði gerst „nokkrum sinnum“.
Þegar Kristján Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sjóslysanefndar,
spurði Miehael Barz skipstjóra um
reynslu hans við hliðstæðar aðstæð-
ur kvaðst hann aldrei hafa komið til
íslands á Vikartindi. Hann hefði ver-
ið tvo og hálfan mánuð á skipinu á
Michael Barz, skipstjóri á Vikartindi, til vinstri, ræðir viö Hjörleif Jakobsson, forstööumann rekstrarsviös Eimskips,
fyrir utan réttarsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
síðasta ári en hin örlagaríka ferð,
sem endaði uppi í ijöru við Þjórsár-
ósa á miðvikudagskvöld, hefði verið
fyrsta ferð sín með skipinu á þessu
ári.
Kristján var búinn að spyrja skip-
stjórann nákvæmlega út í hve marg-
ir liðir hefðu verið látnir falla í sjó af
akkeriskeðjum skipsins þegar hann
vék spumingum sínum að því hvort
skipstjórinn hefði nokkru sinni, fyrr
eða síðar, látið akkeri falla við hlið-
stæðar aðstæöur - í 6-8 metra háum
öldum uppi við strönd. Svar
Michaels Barz við þeirri spurningu
var einfalt: „Nei.“
Samband viö útgerö
Michael sagði að vindur hefði far-
ið upp í 11 vindstig í verstu hviðun-
um þegar skipið lá við akkeri. Hann
kvaðst hefðu verið undir það búinn
að þurfa að þiggja aðstoð en sagðist í
raun hafa veriö sannfærður um að
skipið væri ekki í hættu.
Þrautspurður um framangreind at-
riði varðandi aðstoð sagðist Michael
síðan ekki hafa talið ástæðu til að
þiggja slíkt. Skipstjórinn sagðist hafa
verið á um 30 mínútna fresti i sam-
bandi við fúlltrúa útgerðar sinnar.
Hvað varðaði ákvarðanatöku um
að þiggja aðstoð eða ekki sagði skip-
stjórinn að endanleg ákvörðun hefði
alfarið verið í sínum höndum. Hann
vísaði hins vegar til þess að viðræð-
ur um slíkt stæðu yfir á milli hinnar
þýsku útgerðar með milligöngu Eim-
skips við björgimaraðila - hann yrði
látinn vita. Hann sagðist ekki hafa
tekið þátt í þeim viðræðum sjálfur.
Hvað varðaði eigið mat sagðist Mic-
hael hafa metið það svo að skipið
væri ekki í slæmri stöðu.
Túlkur hans hafði síðan eftirfar-
andi eftir honum: „Mér var sagt að
þar sem staða okkar væri í lagi að
gera þá ekki samning við varðskip-
ið.“ í kjölfar þess kom spuming frá
Mjög góð aðsókn var að Framadögum Háskóla fslands í gær en þá kynntu
37 framsækin fyrirtæki háskólanemum starfsemi sína. Þær Sigrfður Sigurö-
ardóttir og Anna María Urbancic, á markaðsdeild Frjálsrar fjölmiölunar,
leiddu námsmenn í allan sannieika um hvaöa kröfur væru geröar um nám og
starfsreynslu hjá félaginu og þá fjölbreyttu flóru starfa sem þaö heföi upp á
að bjóöa á ýmsum sviöum. DV-mynd BG
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji g| Nel jjgg
j rödd
FÖLKSINS
904 1600
Á Landhelgisgæslan að geta
tekið völdin af skipstjóra?
Kjarasamningarnir í hörðum hnút:
Nær öruggt að
fyrstu verkföllin
skella yfir
- VSÍ óskaði gleðilegra páska
Um tima í gær héngu kjarasamn-
ingaviðræðumar á slíkum bláþræði
aö eiginlega mátti segja að viðræðu-
slit væru orðin. Einn af lykilmönn-
um Vinnuveitendasambandsins
virtist þá svo öruggur um að þetta
væri búið að hann óskaði samninga-
mönnum Verkamannasambandsins
gleðilegra páska um leið og hann yf-
irgaf herbergi þeirra. Þetta gerðist
eftir að Verkamannasambandið
hafði svarað tilboði VSÍ. Svar VMSÍ
var að ítreka fyrri kröfur óbreyttar.
Samningamenn vilja ekki láta
hafa neitt eftir sér undir nafni. Einn
þeirra sem DV ræddi við í gær sagði
að það væri alveg ljóst að fyrstu
boðuðu verkföllin nk. mánudag
muni koma til framkvæmda.
„Það ber svo mikið í mUli að þess-
ir tveir dagar duga ekki til að ná
samningum og forða verkföllum,“
sagði þessi verkalýðsforingi.
Síðdegis í gær róuðust menn
nokkuð og vinnuveitendur ákváðu
að gera Verkamannasambandinu
gagntilboð. Það var ekki komið
fram þegar DV fór í prentun.
Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur er mjög óánægt með tilboð
vinnuveitenda og var taliö víst að
félagið hafni tilboðinu eins og raf-
iðnaðarmenn gerðu. Ákvörðun þar
um verður tekin fyrri hluta dags í
dag.
„Ég tel þetta tilboð vinnuveitenda
hreina sýndarmennsku og útspil
VSÍ og ríkisstjómarinnar. Þetta er
löngu ákveðið. Þeir setja fram
svona öfgakennt tilboð en svo þegar
slitnar upp úr vegna tilboðsins ætla
þeir að búa til miðlunartillögu út
frá því og tillögu landssambandsfor-
mannanna frá því um daginn,"
sagði Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins, i
samtali við DV.
Hann segir að það verði engin
verkföll. Takist ekki samningar
muni miðlunartillaga koma fram en
hún frestar verkfóllum. Það mun
taka tvær til þrjár vikur að afgreiða
slika tillögu með póstkosningu hjá
landsfélögunum. -S.dór
fulltrúa sjóslysanefndar: Var þér
bannað að semja um björgun?
„Ég get ekki sagt að mér hafi verið
bannað það en samningar voru í
gangi og menn vildu láta mig vita
hvemig það gengi. En auðvitað var
það mín ákvörðun að þiggja aðstoð ef
nauðsyn krefði.“
Aðspurður sagðist skipstjórinn
síðan hafa ákveðið að kalla eftir að-
stoð þegar skipið var að reka upp í
fjöm, rétt eftir klukkan 19.00.
Taldir þú ekki á fyrri stigum að
ástæða væri til björgunar?" var þá
spurt.
„Nei, mér fannst það ekki nauð-
synlegt. Ég stóð í þeirri meiningu að
við værum í góðri stöðu.“
Gaf flugstjóranum gott orö
Aðspurður hvort hann hefði aldrei
talið skipið í hættu, með hliðsjón af
því að það lá við akkeri skammt frá
grunnbrotum á ströndinni, sagði
Michael að engir brotsjóir hefðu rið-
ið yfir skipið, hann hefði hins vegar
verið hræddur um að það gerðist. Á
hinn bóginn kvaðst hann aldrei hafa
haft á tilfmningunni „að okkur væri
hætta búin“.
Hann sagðist hafa bundið veruleg-
ar vonir við að viðgerð tækist á aðal-
vél til að geta siglt skipinu út úr
brimgarðinum.
Eftir yfirheyrsluna spurði blaða-
maður DV Michael út í björgunina -
þegar TF-LÍF hífði hina 19 manna
áhöfn hans um borð.
„Ég er hamingjusamur og ánægð-
ur með að við skulum allir vera heil-
ir. En auðvitað höfum við orðið fyrir
áfalli. Hvað varðar björgunina tel ég
að flugstjórinn (Benóný Ásgrímsson),
með fullri virðingu fyrir öðrum í
áhöfn þyrlunnar, hafi sýnt sérstak-
lega góða frammistöðu.“
Michael sagði síðan að útgerð sín
hefði lagt að sér að ræða ekki við fjöl-
miðla.
\ stuttar fréttir
Nýr útgerðarrisi
Stjómir Utgerðarfélagsins
í Sæbergs hf. í Ólafsfirði og Þor-
móðs ramma á Siglufirði hafa
| gert með sér samkomulag um
I samruna félaganna. Engar upp-
| sagnir á starfsfólki eru fyrir-
\ hugaðar, að sögn stjómar-
| manna. Skipaeign hins nýja út-
j gerðarrisa verður 8 skip.
; Gæsluvarðhald lengt
íslenskur karlmaður og hol-
| lenskt par hafa verið úrskurð-
uð í áframhaldandi gæsluvarð-
; hald til 18. apríl vegna aðildar
* að stóra hassmálinu. Rann-
| sóknin er vel á veg komin, að
s sögn fikniefnalögreglunnar.
| Líklegt er talið að þau fjögur
| sem sitja inni vegna málsins
| muni gera það þar til dómur
j verður kveðinn upp. -RR/sv
Guðrún í fjórða sæti
DV, París
Guðrún Amardóttir keppti í
gær í 400 metra hlaupi á heims-
meistaramótinu í frjálsum iþrótt-
um innanhúss.
Guðrún hafnaði í 4. sæti í sín-
um riðli og hljóp á 53,41 sekúndu.
Þessi árangur Guðrúnar dugði
henni ekki til áframhaldandi
keppni og hún er úr leik. -BH