Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVtK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Enn eyðist landið Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslan hafa að nýju tekið út jarðvegsrof á íslandi og staðfest það, sem flestir vissu áður, að rofið er mikið á nærri helmingi landsins, að fimmtungur landsins er ekki beit- arhæfur og að stjórna verður beit á þriðjungi þess. Rannsóknirnar staðfesta, að friða ber hálendi landsins og flest afréttalönd fyrir búfé. Helzta undantekningin er norðurhluti borgfirzkra afrétta og vesturhluti húnvetn- skra. Einkar illa famar eru allar afréttir Sunnlendinga, Skagfirðinga, Eyfírðinga og Suður-Þingeyinga. Rannsóknimar staðfesta, að móbergssvæði landsins þola ekki beit. Þetta er belti, sem nær þvert yfir landið, að sunnanverðu einkum Rangárvallasýslu og að norðan- verðu einkum Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta er eldfjalla- beltið, þar sem berg er lint og veðrast hratt. Þótt sauðfé hafi fækkað töluvert á síðustu árum, þarf því að fækka enn verulega, svo að fjöldinn verði í sam- ræmi við beitarþol landsins. Sums staðar þarf ekki að fækka fé, svo sem í Borgarfirði og Húnavatnssýslum, en á sumum stöðum þarf beinlínis að hætta sauðfjárrækt. Dæmi um óhæft sauðfjárland eru beitarlönd Mývetn- inga. Þar hafa bændur árum saman þverskallazt við reglum Landgræðslunnar og sigað sauðfé sínu á nálina í sandinum, sumpart í skjóli nætur til að forðast mynda- tökur fjölmiðla. Sauðfé við Mývatn er glæpur. Til viðbótar við ofbeit af völdum sauðfjár er að koma til sögunnar ofbeit af völdum hrossa. Hin síðartalda er yfirleitt á öðrum stöðum, ekki á hefðbundnum afréttum, heldur í fjallshlíðum í nágrenni heimahaga. Þetta má til dæmis sjá sums staðar í Skagafirði og Eyjafirði. Fjölgun hrossa hefur verið úrræði margra bænda, sem hafa orðið að fækka öðru búfé. Viðbótin kemur að litlu gagni við ræktun góðhrossa, en eykur fjölda slátur- hrossa. Útflutningsmarkaður hrossakjöts hefur hrunið á siðustu árum, svo að þessi hross eru verðlaus. Góðhrossin, sem seljast í vaxandi mæli og dýrum dómum til útlanda, eru afrakstur tiltölulega lítils hluta hrossastofnsins. Þetta eru hross bændanna, sem hafa sérhæft sig í hrossarækt og yfirleitt byggt ræktun sína upp á löngum tíma og safnað dýrmætri sérþekkingu. Hrossum má fækka mikið hér á landi, án þess að það skaði neitt útflutningstekjurnar, jafnvel þótt hliðstæð sprenging verði í sölunni vestan hafs og áður hefur orð- ið austan hafs. Ofbeit af völdum hrossa stuðlar því ekki að auknum tekjum í landbúnaði. Hún er óþörf með öllu. Bændasamtök íslands berja enn höfðinu við steininn og virðast föst í ógæfulegu hlutverki þjóðaróvinar núm- er eitt. Enn einu sinni neita þau að fallast á niðurstöður fræðimanna, jafnvel þótt þær komi að þessu sinni frá rannsóknastofnun landbúnaðarins sjálfs. Því miður eru næstum öll stjórnmálaöfl landsins sem strengbrúður í höndum landbúnaðarins. Þess vegna hef- ur áratugum saman verið reynt að hamla gegn sjálfs- agðri og eðlilegri eyðingu byggða, í stað þess að byrja fyrir löngu að borga mönnum fyrir að bregða búi. Engin ný sannindi eru á ferð í þessum efnum. Gróður- kortagerð var búin að leiða ástandið í ljós fyrir aldar- fjórðungi. í aldarfjórðung hefur rækilega verið rökstutt, meðal annars í blaðaskrifum, að markvisst þurfi að draga úr hefðbundnum landbúnaði, einkum sauðfjár- rækt. Samt eru ráðamenn bænda og þjóðar enn í dag ákveðnir í að þola framhald landeyðingar inn í næstu öld, rétt eins og hér sé þriðja heims ríki í jaðri Sahara. Jónas Kristjánsson Þjóð í ræningjahöndum Albanía, eitt minnsta og fátæk- asta ríki Evrópu, er að hrynja til grunna i beinni útsendingu vest- rænna sjónvarpsstöðva. Neista- flugið úr brennandi rústunum gæti kveikt stærri elda í púður- tunnunni á Balkanskaga. Þess vegna geta stórveldin ekki sett kíkinn fyrir blinda augað. Handan landamæranna búa tvær milljónir Albana í Kosovo, þar sem serbar stjóma með harðri hendi, þótt þeir séu innan við tí- undi hluti íbúanna. Færist átökin þangað magnast eldsmaturinn enn, jafnvel svo að stórveldin hafa af því nokkrar áhyggjur að sjálfir friðarsamningarnir á Balk- anskaga kunni að verða eldinum að bráð. Skilið við landið í rústum Einræðisstjórn kommúnista í Albaníu skildi við landið í rústum eftir hálfrar aldar óstjórn. Ástand- ið var svipað því sem gerist í mörgum Afríkuríkjum. Sjálfs- þurftarbúskapur forðaði íbúum sveitanna frá hungurdauða. Ríkis- rekin iðnaðurinn átti sér engan tilverugrundvöll og hrundi með kommúnismanum. Það þurfti að byrja upp á nýtt, frá granni. Stjóm endurreisnar- starfsins kom í hlut læknis, dr. Sali Berisha, sem hafði getið sér gott orð sem mannvinur meðal ör- eiganna í Tirana. Flokkur hans sópaði til sín fylgi. Læknirinn vin- sæli var borinn á gullstól um göt- ur höfuðborgarinnar. Viðtökum- ar yrðu með öðrum hætti í dag, ef hann þyrði fyrir sitt litla líf að láta sjá sig innan um fólk, án her- Erlend tíðindi Jón Baldvin Hannibalsson verndar. Þessi endalok eru þeim mun dapurlegri sem endurreisnarstarf- ið fór vel af stað. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tóku þetta litla land undir sinn verndarvæng. Meira fjármagni (miðað við höfðatölu íbúa sem era 3,2 milljónir) var varið til aðstoð- ar við Albaniu en nokkurt annað land eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Einkavætt til helvítis Árið 1994 var hagvöxtur sá mesti í A-Evrópu og verðbólgan orðin viðráðanleg (m 6%). Erlend- ir fjárfestar fóru að taka Albaníu alvarlega. Þótt lagagrundvöll og hefðir fyrir rekstri vestrænna markaðsstofnana skorti (t.d. banka- og fjármálastofnanir) settu erlendir braskarar upp búðir sín- ar í landinu. Þeir réðu síðan inn- lenda „gróðapunga" í þjónustu sína. Með atbeina þeirra var land- ið einkavætt til helvítis. Hundruð þúsunda Albana vinna erlendis og senda heim er- lendan gjaldeyri. Braskararnir sáu sér leik á boröi og buðu gufl og græna skóga fyrir þetta ijár- magn i “hlutdeildarsjóöum" sín- um. Menn seldu ofan af fjölskyld- um sínum til að eignast hlut í allsnægtunum. Þessir sjóðir hlóð- ust upp sl. 2 ár. Þar kom að þriðj- ungur þjóðarteknanna var kom- inn í vörslu fjárplógsmanna, sem í leiðinni keyptu hin einkavæddu fyrirtæki og réðu sjálfir fyrir bönkum og sjóðum. Blaðran sprakk Loks sprakk blaðran. Eftir stóð þjóðin með sárt ennið. Hún hafði lent í ræningjahöndum. Læknir- inn vinsæli reiöir sig nú á herinn til að mæta reiði og örvæntingu þjóðar, sem höfð hefur verið að fífli. Yflrlýsingar hans minna orð- ið á forvera hans, einræðisherra kommúnista, Enver Hoxa, en með öfugum formerkjum þó. Hann kallar almenning í landinu „kommúnistaskríl“ og hótar að skjóta allt sem hreyfist. Á því augnabliki dúkkaði upp íslenskur sendiherra í Tirana til að afhenda trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn. Trúnaðarbréf Al- þjóðabankans og Gjaldeyrissjóðs- ins, sem tóku að sér að leiðbeina Albönum á vegferð þeirra inn í vestrænan markaðsbúskap og réttarríki, eru verðlitlir pappírar í dag. ý Frá Albaníu þar sem upplausnarástand hefur ríkt. Símamynd Reuter skoðanir annarra_______________________ Rad-Larsen og fjölmiðlamir „Þegar Terje Rod-Larsen sagði af sér ráðherra- | embætti fræddi hann norska blaðamenn á því að | þeir ættu nú að læra að vera gagnrýnir á heimildir | sínar. Þegar skattalögreglan svo sektar þennan fyrr- S um ráðherra skipulagsmála um 50 þúsund krónur (norskar) fyrir að hafa viljandi veitt rangar upplýs- 1 ingar í skattaskýrslu sinni fyrir árið 1986 bendir það til að fjölmiðlar hafi haft æmar ástæður fyrir I uppslættinum. Það sýnir einnig að Thorbjorn Jag- land forsætisráðherra mat stöðuna rétt þegar hann í ákvað að víkja Rad-Larsen úr embætti.“ Úr forystugrein Aftenposten 5. mars. Norrænt bræðralag á tölvuöld „Þaö er ljóst að norrænu tungumálin verða fyrir * útlendum áhrifum. En síðustu 20 ár hafa í raun ver- ! ið mikið blómaskeið lítifla málsamfélaga í Evrópu, þökk sé stuöningi frá ESB. Gelíska og bretónska pluma sig miklu betur, ekki verr, á tímum McWorlds og ESB. Upplýsingatæknin, sem Norður- landaráð ræðir um sem hugsanlega ógn við nor- 1 rænu tungumálin, býr einnig yfir þveröfugum möguleikum. Hún getur tengt norrænu þjóðimar nánari böndum en nokkru sinni hefur áður gerst. Norrænu þjóðimar eiga met í lestri bóka og blaða og í tölvu- og farsímaeign. Auðvitað bíður afgangur- inn af heiminum á hinum enda línunnar en okkur stafar ekki ógn af því, heldur veitir það okkur ótal tækifæri." Úr forystugrein Politiken 4. mars. Stjórnleysi í Albaníu „Enn ein tálvon Vesturlanda er nú að hverfa í öngþveiti og blóðbaði á Balkanskaga - tálvonin um að hin litla og þjakaða Albanía gæti með eigin kröft- um og vestrænum breyst í efnahagslegt fyrirmynd- arríki. Sumir fullyrtu meira að segja að Albanía væri ekki venjulegt Balkanríki heldur öðruvísi vegna sérstakrar menningar. Það hefur lengi verið ljóst hvernig myndi fara. Strax í maí á síðasta ári, þegar Sali Berisha forseti, tískulæknir fyrrverandi kommúnistaleiðtoga og síðar uppáhald Vestur- landa, falsaði úrslit þingkosninganna hvarf töfra- ljóminn af honum.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 4. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.