Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Side 51
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 'kvikmyndir Myrkraverk yndin Myrkraverk eða Darklands sem Stjömubíó hefur tekið til sýninga er dökk saga um mannfómir og heiðinn sið. Myndin gerist í gömlu iðnaðarhverfi í Wales og er það Craig Fairbass (Frazier Truck) sem leiðir áhorfendur inn í þennan heim niður- níddra stálsmiðja. Hann leikur blaðamann sem er í sambandi með ungri konu, Rachel Morris, leikinni af Rowena King sem hægt verður að sjá fljótlega í Hamlet, mynd Kenn- eth Branagh. Bróðir Rachel, sem vinnur í stálsmiðju, deyr í undarlegu iðnaðarslysi en Craig er staðráðinn í að rannsaka málið og komast til botns í því. Böndin berast að valdamiklum viðskiptajöfri sem leikinn er af Jon Finch en hann lék í Macbeth, mynd Polanskis, og var stjaman í Frenzy, síðustu mynd meistarans Hitchcock. Hann er að reyna fyrir sér á stjóm- Myndin fjallar um baráttu gegn heiöingjum sem málasviðinum og virðist á einhvern hátt vera tengdur dauða stálverkamannsins. Með hjálp gamals prests, sem leikinn er af Roger Nott, kemst Craig að hinu sanna og kemur þá I ljós að málið snertir arfleifð hans sjálfs, hann á að taka þátt í endurvakinni heiðinni athöfn sem kölluð er Samain þar sem mannvera er fórn- að. Myndin hefur hlotið nokkur verðlaun, með- al annars fyrir frumleika, besta handrit, besta mynd að mati gagnrýnenda og besta evrópska myndin á Fantasporto kvikmyndahátíðinni í Porto. Leikstjórinn Julian Richards, sem reyndar skrifaði myndina líka, fæddist árið 1965 í stál- bænum Newport sem er reyndar frekar ná- lægt Port Talbot þar sem myndin var tekin. Hann byrjaði að búa til kvikmyndir 13 ára að aldri með 8 millímetra myndavél föður síns. Árið 1983 var ein af þess- um myndum, The Girl that Cried Wolf, valin til sýninga í samkeppni. í kjölfar þess vann hann verðlaun hjá BBC 2 sem veitt eru ungum kvik- myndagerðarmönnum. Julian varð svo þekktur í kvikmyndaheiminum þegar hann kom sögu, sem heitir Calling All Monsters, á framfæri við Steven Spielberg og var snarlega ráðinn til að skrifa kvikmyndahandrit- ið. Hann skrifaði Myrkra- verk á svipuðum tíma en stunda mannfórnir. tók það af hillunni þegar Paul Brooks, framleiðandi myndarinnar, óskaði eftir því. Að sögn Brooks skoð ar myndin ýmis um- ræðuefni og spurningar sem bryddað var upp á í myndunum The Wicker Man og Ros emary’s Baby sem hann segist reglulega dusta rykið af og horfa á en í þetta skiptiö hafi hann getað gengið einu skrefi lengra. -sf Unga konan er leikin af Rowenu King sem hefur hlot- iö lof fyrir leik sinn í Hamlet, mynd Kenneth Branagh. í 1 ! í SVARTKLÆDDU MENNIRNIR ERU VÆNTANLEGIR SVARABU KSSUM FIMM SPURNIHGUM OG MJ GÆTIR KVHNST KIM BETUR! 1. spurning Hvað gætu þeir XA/ill Smith og Tommy Lee Jones verið að segja á myndinni? Hvað ætti þessi kynjavera að heita? 2. spurning Hvað er á jakka Wills Smiths? T 3. spurning Kaffitíminn hjá Tommy Lee Jones er skrautlegur. Vill hann mjólk í kaffið eða drekkur hann það bara svart? Á hvað eru Tommy Lee Jones og Will Smith að skjóta? Svaraðu þessum spurningum og sendu tll DV SVAR 1 Þverholti 11,105 Reykjavík, fyrir klukkan 12 á há- SVAR 2 degi miðvikudaginn 2. júlí. Frumlegustu svörin verða verðlaunuð. SVAR 3 Vinningar: 30 miðar á frumsýningu MEN IN BLACK föstudaginn 4. júlí í Stjörnubíói • 18 MEN IN BLACK bolir • 15 MEN IN BLACK derhúfur • 5 SVar 5 MEN IN BLACK úr • 2 MEN IN BLACK bakpokar. NAFN... Nöfn vinningshafa verða birt í DV fimmtudaginn 3. júlí. heimilisfang

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.