Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 'kvikmyndir Myrkraverk yndin Myrkraverk eða Darklands sem Stjömubíó hefur tekið til sýninga er dökk saga um mannfómir og heiðinn sið. Myndin gerist í gömlu iðnaðarhverfi í Wales og er það Craig Fairbass (Frazier Truck) sem leiðir áhorfendur inn í þennan heim niður- níddra stálsmiðja. Hann leikur blaðamann sem er í sambandi með ungri konu, Rachel Morris, leikinni af Rowena King sem hægt verður að sjá fljótlega í Hamlet, mynd Kenn- eth Branagh. Bróðir Rachel, sem vinnur í stálsmiðju, deyr í undarlegu iðnaðarslysi en Craig er staðráðinn í að rannsaka málið og komast til botns í því. Böndin berast að valdamiklum viðskiptajöfri sem leikinn er af Jon Finch en hann lék í Macbeth, mynd Polanskis, og var stjaman í Frenzy, síðustu mynd meistarans Hitchcock. Hann er að reyna fyrir sér á stjóm- Myndin fjallar um baráttu gegn heiöingjum sem málasviðinum og virðist á einhvern hátt vera tengdur dauða stálverkamannsins. Með hjálp gamals prests, sem leikinn er af Roger Nott, kemst Craig að hinu sanna og kemur þá I ljós að málið snertir arfleifð hans sjálfs, hann á að taka þátt í endurvakinni heiðinni athöfn sem kölluð er Samain þar sem mannvera er fórn- að. Myndin hefur hlotið nokkur verðlaun, með- al annars fyrir frumleika, besta handrit, besta mynd að mati gagnrýnenda og besta evrópska myndin á Fantasporto kvikmyndahátíðinni í Porto. Leikstjórinn Julian Richards, sem reyndar skrifaði myndina líka, fæddist árið 1965 í stál- bænum Newport sem er reyndar frekar ná- lægt Port Talbot þar sem myndin var tekin. Hann byrjaði að búa til kvikmyndir 13 ára að aldri með 8 millímetra myndavél föður síns. Árið 1983 var ein af þess- um myndum, The Girl that Cried Wolf, valin til sýninga í samkeppni. í kjölfar þess vann hann verðlaun hjá BBC 2 sem veitt eru ungum kvik- myndagerðarmönnum. Julian varð svo þekktur í kvikmyndaheiminum þegar hann kom sögu, sem heitir Calling All Monsters, á framfæri við Steven Spielberg og var snarlega ráðinn til að skrifa kvikmyndahandrit- ið. Hann skrifaði Myrkra- verk á svipuðum tíma en stunda mannfórnir. tók það af hillunni þegar Paul Brooks, framleiðandi myndarinnar, óskaði eftir því. Að sögn Brooks skoð ar myndin ýmis um- ræðuefni og spurningar sem bryddað var upp á í myndunum The Wicker Man og Ros emary’s Baby sem hann segist reglulega dusta rykið af og horfa á en í þetta skiptiö hafi hann getað gengið einu skrefi lengra. -sf Unga konan er leikin af Rowenu King sem hefur hlot- iö lof fyrir leik sinn í Hamlet, mynd Kenneth Branagh. í 1 ! í SVARTKLÆDDU MENNIRNIR ERU VÆNTANLEGIR SVARABU KSSUM FIMM SPURNIHGUM OG MJ GÆTIR KVHNST KIM BETUR! 1. spurning Hvað gætu þeir XA/ill Smith og Tommy Lee Jones verið að segja á myndinni? Hvað ætti þessi kynjavera að heita? 2. spurning Hvað er á jakka Wills Smiths? T 3. spurning Kaffitíminn hjá Tommy Lee Jones er skrautlegur. Vill hann mjólk í kaffið eða drekkur hann það bara svart? Á hvað eru Tommy Lee Jones og Will Smith að skjóta? Svaraðu þessum spurningum og sendu tll DV SVAR 1 Þverholti 11,105 Reykjavík, fyrir klukkan 12 á há- SVAR 2 degi miðvikudaginn 2. júlí. Frumlegustu svörin verða verðlaunuð. SVAR 3 Vinningar: 30 miðar á frumsýningu MEN IN BLACK föstudaginn 4. júlí í Stjörnubíói • 18 MEN IN BLACK bolir • 15 MEN IN BLACK derhúfur • 5 SVar 5 MEN IN BLACK úr • 2 MEN IN BLACK bakpokar. NAFN... Nöfn vinningshafa verða birt í DV fimmtudaginn 3. júlí. heimilisfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.