Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Side 18
I8 dagur í lífi LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Tíundi Reykjavíkurmaraþonsdagur í lífi Gísla Ragnarssonar læknis: Kallaður á sviðið kéLllaði hann til min að vanda: „Þetta gengur vel hjá þér!“ Og ekki veitti af hvatningunni því að ég var orðinn þreyttur. Dagsform- ið skiptir miklu máli í maraþoni og ég fann að ég mundi ekki slá met í dag. Síðasti kaflinn var erf- iður en markinu náði ég eftir 3 klst. og 36 mín. Besta tíma náði ég í Reykjavíkurmaraþoninu 1994, 3 klst. og 23 mín. Spjallað í pottunum Að venju fórum við hlaupafélag- amir í Vesturbæjarlaugina eftir maraþonið. Þar var spjaflað um hlaupið og sérstaklega hlaupatím- ana. Sigurður Ingvarsson, hlaupa- félagi minn og aðalleiðheinandi í meistaranámi sem ég stunda í vet- ur, náði sínum langbesta maraþon- tíma og gladdi það okkur mjög. Eftir góða stund í heita pottinum fór ég heim og lagði mig upp í sófa með sætindi og slappaði af. Ég gerði kvöldmatnum góð skil og eft- ir fréttir í sjónvarpinu fórum við hjónin upp á Hótel ísland til að vera viðstödd verðlaunaafhend- ingu. Óttar Guðmundsson, læknir og maraþonhlaupari, var kynnir og stóð sig með miklum ágætum. Til að kóróna góðan dag var ég kallaður upp á svið í lok verð- launaafhendingar og Knútur Ósk- arson, formaður Reykjavikur- maraþons, afhenti mér skjöld sem á er grafið: „GÍSU RAGNARSSON 10. RVK. MARAÞON HLAUPIÐ 1997“. Ég fór í rúmið hæstánægður með daginn. Hlaupið var samt óvenjuerfitt og út frá þeirri hugs- un leið ég inn í draumalandið þar sem hlaup minnir á flug og áreynslan er engin.“ fyrsta maraþoni. Ári áður varð ég móður og másandi þegar ég gekk upp stiga en þama hafði ég lokið við heilt maraþon. Ekki varð aft- ur snúið og síðan hef ég hlaupið heilt maraþon i Reykjavík á hverju ári og það tíunda var að hefjast. Klappað tvisvar Við hjónin fórum niður í miðbæ um hálfellefúleytið. Konan mín hleypur yfirleitt í Reykjavíkur- maraþoni og ætlaði í þetta sinn að hlaupa 3 km. Stemningin var mik- il við marklínuna. Tvívegis var klappað fyrir mér þegar tilkynnt var að Gísli Ragnarsson væri að leggja af stað í sitt tíunda Reykja- víkurmaraþon. Skotið reið af og hlaupið var hafið. Það er stóri kosturinn við maraþonhlaup hve hlaupið er létt framan af. Meðan hlauparar í styttri vegalengdum eru másandi og blásandi af erfiði getum við maraþonhlauparamir slappað af og horft i kringum okk- ur. Hvatning á Kleppsvegi Það var stórkostleg upplifun að hlaupa Lækjargötuna eftir hálft maraþon þegar þulurinn bað fólk- ið að klappa fyrir hlaupara núm- er 28, sem var undirritaður. Á . þessum 200 metra kafla fékk ég þá hyllingu sem sigurvegarar í íþróttakeppni fá að launum eftir vel unnið afrek. Á Kleppsvegin- um stóð gamall kxmningi úr fyrri maraþonhlaupum. Þetta er mað- ur á efri árum sem hefúr staðið við hlaupabrautina öll mín tíu Reykjavíkurmaraþon og hvatt hlauparana. Þegar ég hljóp fram hjá honum aftur á seinni hring „Vekjaraklukkan kallaði mig úr draumalandinu þar sem hægt er að hlaupa endalaust án áreynslu. Raunveruleikinn tók við og ég var strax glaðvakandi. Tíunda Reykja- víkurmaraþonið var í dag. Ég hlustaði eftir veðrinu og merkti engan vind. Klæddi mig í snatri og fór út í garð. Veðrið var eins og best getur verið, norðaustan andvari og hit- inn um 10 gráður. Það var glamp- andi sól, sem kaflaði fram hros. Að vísu getur mikil sól verið til trafala fyrir þá sem hlaupa heilt maraþon en það er miklu skemmtilegra að hlaupa í sólskini. Ég fékk mér banana, ristað brauð og kaffi sem er hefðbundinn maraþonmorgunmatur. Á meðan ég bjó mig undir hlaupið renndi ég huganum yfir maraþon liðinna Bjartsýni í fyrstu Ég fór í mitt fyrsta maraþon í Reykjavík árið 1988. Ég byrjaði að skokka 1987 fyrir áeggjan góðs skólafelaga, Ólafs Þor- steinssonar, formanns Hlaupa- felags vesturbæjar. Fyrsta Reykjavíkimnaraþonið var mikil bjartsýni af minni hálfu því ég hafði ekki hlaupið meira en 10 km í keppni áður. Enda var ég mjög aðframkominn þegar ég skjögraði yfir marklínuna eft- ir 4 klst. og 17 min. En þessi reynsla var stór- kostleg. Það er fátt sem jafnast Gísli Ragnarsson læknir hljóp sitt 10. Reykjavíkurmaraþon sl. sunnudag og lýsir fyrir okkur á við það að þeim degi í lífi sínu. DV-mynd Pjetur ljúka sínu Finnur þú fimm breytingar? 426 Finnst þér ekki vera kominn tími til aö viö fáum okkur stærri btl! Nafn:_____________________________________________________________ Heimili:__________________________ Vinningshafar fyrir getraun nr. 424 eru: Daníel G. Guðmundsson, Sjávargötu 25. 260 Njarðvík. Lyngholti 15. 603 Akureyri. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 426 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.