Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Side 21
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Sópran og tenór af ungu kynslóðinni saman á tónleikum: Stefnum á toppinn - segja Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson Ástardúettar „Við erum í þessu af lífi og sál og því er óeðlilegt að taka stefnuna á annað en toppinn. Við hellum okk- ur út í þetta af alvöru og síðan verð- ur bara að koma í Ijós hvert vinnan skilar okkur þegar upp er staðið,“ segja söngvararnir Hulda Björk Garðarsóttir sópran og Jóhann Frið- I geir Valdimarsson tenór. Þau eru ' bæði söngvarar af yngri kynslóð- I inni og í námi en ætla engu að síð- i ur að halda saman tónleika í Lang- holtskirkju næstkomandi fimmtu- dag klukkan 20.30. Hulda hefur þegar sannað hvers hún er megnug og vegna frammi- stöðu sinnar á burtfararprófí frá Söngskólanum í Reykjavík fyrir rúmu ári hefur henni boðist að nema við Royal Academy of Music í London næstu tvö árin. Hulda lærði I í Berlín liðinn vetur en hér á landi i hefur hún lært hjá Þuríði Baldurs- dóttur, Dóru Reyndal og Þuríði Pálsdóttur. Nýr Kristján Af Jóhanni er það að segja að hann hefur aðeins verið í söngnámi í um þrjú ár. Hann hóf nám hjá Garðari Cortes, fór þá til Magnúsar Jónssonar, Bergþórs Pálssonar og I að síðustu Þuríðar Pálsdóttur. Hann lauk 7. stigi í vor sem leið og hefur honum verið ráðlagt að drífa sig utan þrátt fyrir að hafa ekki lokið skólanum hér heima. Jóhann hefur vakið mikla athygli og hafa sumir haft á orði að Kristján Jóhannsson megi nú fara að vara sig! „Ég hef tekið þá ákvörðun að fara út til Ítalíu í haust, syngja fyrir og kynna mér nokkra kennara. Ég ætla að gefa þessu einhvem tíma og sjá hvað kemur út úr því. Samanburð- ur við Kristján eða einhvern annan skiptir mig engu máli en það sam- ræmist alveg tenórgorgeirnum að ég stefni að því verða á meðal þeirra bestu," segir Jóhann. Tónleikar á eigin vegum Tónleikarnir á fimmtudaginn verða fyrstu tónleikar Jóhanns en Hulda hélt burtfarartónleika fyrir rúmu ári. „Það er samt allt önnur tilfmning sem fylgir því að gera þetta svona á eigin vegum. Á tónleikum á vegum skólans er fólk alveg undir verndar- væng kennara og skólans. Hér stöndum við ein en fáum vitaskuld stuðning hvort af öðru,“ segir Hulda og bætir við að hún sé ekki sam- mála því sem sumir segi, að fólk eigi ekki að standa í tónleikahaldi fyrr en það hafi lokið öllu sem heit- ir nám. Þau líti bæði á þessa tón- leika sem hluta af þeirri vinnu að verða góðir söngvarar. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að þau skuli halda tónleika saman segjast þau bæði hafa verið nemar Þuríðar Pálsdóttur. Á tónleikunum ætla þau að syngja marga fallega ástardúetta, ís- lensk og erlend ljóð, aríur úr óper- um og margt fleira skemmtilegt. Þau leggja áherslu á létta og skemmtilega dagskrá sem flestir ættu að þekkja. Ólafur Vignir Al- bertsson er meðleikari þeirra á pí- anó og síðan mun Freyja Gunn- laugsdóttir, ungur klarínettleikari, leika með Huldu og Ólafi í einu verki. Hulda og Jóhann eru bæði fjöl- skyldufólk og viðurkenna fúslega að söngnám sé dýrt ævintýri. Þau segja þó að þegar bakterían blundi í þeim verði þau bara að gera svo vel að hlýða kalli hennar. Óhætt er að segja að tónlistin sé a.m.k. Jóhanni í blóð borin því móðir hans er Gígja Jóhannsdóttir, tónlistarkennari og fiðluleikari í Sinfóníunni til margra ára. „Ef heppnin verður með okkur gætum við endað með góðan samn- ing upp á vasann á erlendri grund. Annars komum við bara heim og þá ríður á að skapa sér sín eigin tæki- færi,“ segja söngvararnir. -sv Jóhann Friðgeir og Hulda Björk æfðu í Langholtskirkju í vikunni. Þar verða tónleikarnir haldnir nk. fimmtudag klukkan 20.30. DV-mynd Pjetur I á einu gevsiðflug tölva. samnetssími og margfaldur hraði á netinu Póstur og sími, Tölvukjör og Nýherji kynna einstakt tilboö sem erfitt er að hafna. Nú býöst þér öflug margmiðlunartölva frá Trust, meö samnetskorti, samnetssíma og samnetstengingu, á stórlækkuöu veröi. Auk Internetþjónustu Pósts og síma ókeypis í heilan mánuð. Trust tölvan er geysiöflug margmiölunartölva sem uppfyllir kröfur hörðustu tölvunotenda. Stór harður diskur og mikið vinnsluminni ásamt mjög vönduðum margmiölunarbúnaöi gerir þessa vél fremsta meöal jafningja. Meö samnetskorti er mögulegt að auka hraðann margfalt í Internetsamskiptum sem gerir vefskoðun og gagnaflutning á netinu mun þægilegri og skemmtilegri. Auk þess er hægt aö hafa fleirl en eitt símanúmer á sömu samnetstengingu og þannig haft bæöi Internet- og símasamband opiö í einu. NÝHERJI éTöl^ versLun 'ZZl heimilanna OPIÐ TIL 22 A KVÖLDIN . Trusf turnvél 16G MHz Intel Pentium örgjörvi 32 Mb EDO vinnsiuminni 24 hraöa Panasonic geisladrif 4,3 Gb Quantum harður diskur 2 Mb S3 Trio V2 skjákort Soundblaster AWE 64 hljóökort 15” Precision Viewer skjár 3ja hnappa mús Windows 95 lyklaborö 300 W hátalarar Windows 95 stýrikerfi Fyrir 9.900 krónur í viöbót er hægt aö uppfæra tölvuna f : Pakkarnir eru seldir hjá Tölvukjörum, Faxafeni Nýherja og Pósti og síma, Ármúla 27. yflÉMlHÉJÉHÉÍÉÍHÍÉÍnttflhíriíÉIÍfl Trust tölva Samnetskort Samnetssími Uppsetning á samnetskorti Samnetsgrunntenging Internetþjónusta Pósts og síma 149.995 Samnetskort Samnetssími Uppsetning á samnetskorti Samnetsgrunntenging Internetþjónusta Pósts og síma 29.995 Ji Meö báöum pökkunum býöst enn fullkomnari samnetssími fyrir aöeins 3.500 kr. í viöbót. 5,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.