Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 29
DV LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 Gefur út sólóplötu ellefu ára gamall Ragnar Sólberg Rafnsson hélt á fimmtudagskvöldið útgáfutón- leika í íslensku óperunni þegar hann hitaði upp fyrir hljomsveit- ina Nýdönsk. Ragnar er ellefu ára og er sonur Rafn Jónssonar tónlistarmanns. Platan sem Ragnar er nýbúinn að gefa út heitir Upplifun og eru á henni 8 lög sem öll eru frumsamin auk þess sem hann semur textana Ifka. Platan er tekin upp heima hjá Rafni Jónssyni og spilar Egill, bróðir Ragnars, a trommur á plötunni. DV-mynd Teitur Fálki á gæsaveiðum Vakið hefur athygli skotveiði- manna í næsta nágrenni Blönduóss fálki sem virðist hafa mestan áhuga á að veiða gæsir sér til matar. Þessi fálki hefur sést uppi á Grímstungu- heiði og við Blönduvirkjun í sömu erindagjörðum, að veiða sér gæsir til matar. „Ég er búinn að sjá hann tvisvar sinnum og hann hefur mestan áhuga á gæsunum, en ekki rjúpunum eins og maður skyldi ætla,“ sagði Sig- hvatur Steindórsson og bætti við: „Það voru rjúpur við Blönduvirkjun en fálkinn elti fjórar gæsir þegar ég sá hann en lét rjúpuna vera meðan ég var þama,“ sagði Sighvatur enn fremur. Fálkinn er kannski búinn að sjá að gæsin er matarmeiri en rjúpan. Það hefúr sést óvenjumikið af fálka á þessum slóðum síðustu vikiunar. Áhrif Silfurlax minnka: „Þetta er allt annað" — segir Sigurður G. Steinþórsson „Þetta var ailt annað i sumar hjá okkur, við fengum laxa í Laxá og í lok- in var mikið af flski eftir í ánni. Við veiddum 121 lax núna í sumar en 46 í fyrra,“ sagði Sigurður G. Steinþórsson, einn af leigutökum Laxár á Skógar- strönd í samtali við DV. En betri tíð virðist vera í vændum í Dölunum eftir frekar mögur ár í laxveiðiánum. Ailar laxveiðiámar á svæðinu bæta sig á milli ára núna nema ein. Áhrif Siifur- lax minnka með hverju ári enda nást þar miklu færri laxar. Besta árið gaf þeim 100 þúsund laxa og laxveiðiámar í Dölunum áttu um 10% af þeirri veiði, eða á íslensku, 10 þúsund laxa. En við skulum líta aðeins á blákald- ar staðreyndir frá sumrinu og renna yfír veiðiárnar sem við erum með töl- ur úr. Laxá á Skógarströnd gaf 121 lax í sumar en 46 laxa í fyrra. Hörðudalsá gaf 20 laxa núna en 17 árið áður. Miðá og Tunguá gáfu 110 laxa en 31 í fyrra. Haukadalsá bætti sig langmest milli ára en hún gaf 915 laxa en 331 sumarið áður. Glæsileg viðbót. Laxá í Dölum var í fínu formi í sumar og gaf 1400 laxa en 764 árið áður. Viðbótin þar er mjög góð. Fáskrúð gaf 265 laxa núna en 144 sumarið áður. Flekkudalsá gaf 248 G. Bender laxa en árið áður 148. Krossá gaf 50 laxa en 28 í fyrra. Búðardalsá gaf 42 laxa en 59 sumarið áður. Hún gaf að- eins eftir þetta árið. Hvolsá og Staðar- hólsá gáfu 53 laxa núna í sumar en 25 laxa árið áður. Þetta þýðir svart á hvítu að veiðiám- ar gáfu næstum 3300 á móti 1600 árið áður. Viðbótin á milli ára er næstum helmingi meiri af stangarveiddum laxi eða um 1700 laxar. Plús allir laxamir sem komu í ámar en fengust ekki til að taka agn veiðimanna. Þetta sýnir það svart á hvítu að um leið og veiðin minnkar hjá þeim í Silf- urlaxi batnar veiðin í laxveiðiánum. %ríðsljÓS 29 ILeonardo DiCaprio gefur bókasafni í Los Angeles 2,5 milljónin Þjóðarbókhlaðan þarfnast manna eins og Leonardos Leon- ardo DiCaprio gæti sagt upp öllu al- manna- Itengsla- fólkinu sínu og reitt sig al- gjörlega á móður sína. Hún fékk hann nefnilega til þess að gefa almennings- bókasafni í Los Angeles 2,5 milljónir króna. Leonardo er al- inn upp á slóðum bókasafnsins og móðir hans býr enn í hverf- inu og því skiljanlegt aö Titan- ic-kúturinn vilji styðja við les- glaða nágranna sina. Þegar svona fréttir berast mætti ætla að Einar Sigurðsson landsbóka- vörður sé svekktur yflr því að Leonardo hafi ekki alist upp á Melunum. Helmingur þjódarinnar endurspeglast ekki lýdræðislega á Alþingi Það sem skilur okkur að gerir okkur sterkari sem heild. íslendingar eru heild ólíkra einstaklinga, karla og kvenna, með fjölbreytta reynslu og viðhorf. Alþingi íslendinga hefur það höfuðverkefni að standa vörö um lýðræðið, - rétt og velferð hvers íslendings. Lýðræðið felur í sér jafnrétti - jöfn tækifæri einstaklinga af báðum kynjum, meðal annars til náms, starfa, launa og ábyrgðar. Konur eru helmingur þjóðarinnar. Alþingi íslendinga hefur hingað til ekki náð að endurspegla það hlutfall. Sjónarmið beggja kynja hafa ekki náö lýöræöislegu jafnvægi. Það er þjóðinni I hag að ólíkum sjónarhornum beggja kynja sé gert jafn hátt undir höfði. Þess vegna er aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum hagur íslensku þjóðarinnar. Ráöherraskipuð nefnd til aö auka hlut kvenna í stjórnmálum HÉR t NÚ / SlA / Ijósm. Kriilján Log,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.