Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Page 34
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JLj>"V Kristín, dóttir Leifs og Elsu Pétursson, sá um sölu á ýmsu íslensku gúmrnilaöí. Opalið var nauðsynlegt. Línudansinn stiginn. Allt í einu voru allir á staðnum farnir að stíga dans f takt við kántríblandna íslenska dægurtónlist. Fremst f flokki fóru pólsk hjón, vinafólk íslenskra hjóna, sem láta sig ekki vanta á neina samkomu íslendingafélagsins. DV-myndir E.ÓI Undirbúningur ballsins á fullu. Helgarblað DV á íslensku sveitaballi íWashington: Óbilandi íslandssást Þegar skemmtuninni lauk stóðfólk áfœtur, lagöi hönd á brjóst sér og söng íslenska þjóðsönginn. Þau voru öll ís- lendingar þrátt fyrir að hafa verið búsett i Bandarikjunum i áratugi, börnin þeirra voru ís- lendingar og barnabörnin. Aldrei hafði ég fundið svo sterka ást á landi minu áður. Hátíðin var haldin af íslendinga- félaginu í tilefni af degi Leifs Ei- ríkssonar. Félagið heldur skemmt- anir nokkrum sinnum á ári, með- al annars jólaskemmtun og sautj- ándajúniskemmtun. Leifshátíðin er ný af nálinni og ekki komin hefð fyrir henni og því ekki jafn- margir á staðnum og á hefðbundn- ari skemmtunum. Salurinn sem sveitabállið var haldið í gat allt eins verið í Bárð- ardal eins og Arlington, þetta var alvöru íslenskt félagsheimili. And- rúmsloftið var líka íslenskt þótt fólkið væri kannski ánægðara með ræturnar á þessari litlu eyju í Atl- antshafi en margir sem þar búa. -sm Dansinn stiginn undir dynjandi stuðtónlist að hætti Björgvins Halldórssonar. Fólk spjallaði saman milli þess sem það dansaði við íslenska stuðtónlist. í bakgrunni eru myndir sem ungur norskur kennari, Arthur Scott, tók á ferð sinni um ísland. Ritari íslendingafélagsins, Jóhanna Hreinsdóttir Johnston, á fullu í eldhúsinu. <* Þórhildur Ellertsson vígði dansgólfið og dreif Bruce, son ívars Guðmunds- sonar, f dansinn. Þvílík tilviljun! Þær voru saman í ellefu ára bekk í Austurbæjarskóla. Lengst til hægri er Sesselja Siggeirsdóttir, formaður ís- lendingafélagsins í Norfolk, en í miðjunni er Elsa Péturs- son, formaður félagsins í nágrannabyggðum Was- hington. Úr fullum kassa af fslenskri tónlist varð að velja viðeigandi stuðtónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.