Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Side 59
67 1 "lV LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 Sló í gegn með Blazing Saddles Hann vUdi komast í kvikmynd- imar og stýrði hræódýrri mynd, The Producers, árið 1968. Myndin komst síðar í hóp „cult“-mynda en hlaut nánast enga aðsókn á sínum tíma og Mel Brooks var í vandræð- um. Eftir mörg mögur ár tókst hon- um að fá Warner-kvikmyndaverið til að fjármagna Blazing Saddles og sló heldur betur í gegn með henni. Næsta hálfan annan áratuginn sendi hann frá sér hvern grínsmell- inn á fætur öðrum þar til svo var komið að hann var eitt af alira stærstu nöfnunum í faginu. Hins vegar hefur hann dalað síðustu ár og ekki gert verulega góða mynd siðan Spaceballs 1987. Life Stinks, Robin Hood: Men in Tights og Dracula: Dead and Loving It voru allar í slappara lagi. Hann er þó enn að, 72 ára gamall, og stefnir að því að leika í Svitati, mynd eftir leik- stjórann Ezio Greggio, á næsta ári. -PJ Mel Brooks-myndir Life Stinks (1991) > Milljónamær- ingur lendir á götunni vegna veðmáls og kemst ekki aftur í ríkidæmið. Greinileg elli- merki hjá Mel Brooks. The Producers (1968) Hundleiðinleg og algjörlega ófyndin endaleysa að mínu mati en hefur verið hyllt sem fyndnasta mynd aldarinnar af mörgum. Óskiljanlegt. Blazing Saddles (1974) ★ Annað meistaraverk skv. sér- fræðingunum og varð einnig mjög vinsæl, öfugt við The Producers. Góðir brandarar inn á milli í þessu vestraháði en er alltof hæg- geng og þreytandi. The History of the World Part One (i98i) Nokkrar farsakenndar sögulegar stuttmyndir splæstar saman í eina. Ágæt heildarútkoma og besti brandarinn sá að það stóð aldrei til að gera Part Two. To Be or Notto Be (1983) ★★★•ÍSegir frá viðskiptum gyð- ings sem stjórnar pólsku leikhúsi við innrásarher nasista. Topp- mynd en ekki eiginleg Mel Brooks mynd í þeim skilningi að hann hvorki leikstýrir né skrifar hand- ritið. Space- balls (1987) ★★★ Brooks gerir grín að Star Wars. Rick Moranis er alveg hreint yndisleg- ur Svarthöfði og ekki hægt að horfa á hinn upprunalega Svarthöfða í Stjörnustríðs- myndunum leng- ur án þess að brosa í kamp- inn. The Producers. Young Frankenstein (1974) Mel Brooks kominn á skrið og lætur brandarana fljóta vel. Gene Wilder frábær í aðal- hlutverkinu. High Anxiety (1977) ★★Tf Mel Brooks gerir grín að Hitchcock og er sjálfur í aðalhlut- verkinu. Er nú farinn að fram- leiða líka sem hann gerir hér eft- ir. Frábær sálfræðiráðstefna í lok myndarinnar. Robin Hood: Men in Tights (1993) i Nú er það ífrói höttur sem á að fá á baukinn en það er Mel Brooks sem fer verst út úr þessu. Dracula: Dead and Loving It (1995) ★Leikstjórinn er búinn að missa sjarmann og fmnur leikara sem búinn er að missa sjarmann til að leika Drakúla greifa. Hann upp- sker auðvitað eins og hann sáir. -PJ ★( - ★ ★ ★ |yndbönd SÆTI Í FYRRI > VIKA Wmm vikur ; fl LISTA ] j TITILL { ÚTGEF. i jsÉfyiiiiiiii ;teg. jmm 1 í 1 j 3 J I i The Wedding Singer J Myndfoim j Gaman 2 f Ný i 1 i ) J Deep Impact j J CIC Myndbönd .J: ..' J Spenna J 3 T 2 j 2 J j. L „4 Sphere ! WamerMyndir | Spenna 4 10 j j í 2 í OutToSea Skífan j 1 Gaman j 5 7™* ' m 1 3 í 3 i Scream2 1 Skífan J j Spenna 6 1 Hoodlum J Wamermyndir yHMHn Spenna 7 F® ■■■■■■■*■■■■* J 4 j 3 J Flubber J ‘ J SamMyndbönd J Gaman 8 1 9 i: 2 í Gingerbread Man i Háskólabíó j Spenna j 9 ; Ný J i i U-Tum ; Skífan Spenna 10 { 5 } 5 í J 1 Hard Rain J Skífan J Spenna 11 6 í 5 ^ J The Big Lebowski j Háskólabíó j Gaman 12 8 )' 6 j Fallen j Wamer Myndir J 1 Spenna 13 i 7 j 5 J TheMan inthe Iron Mask j WamerMyndir Spenna 14 j 12 j, 'sSRBUR | 7 The Rainmaker i CIC Myndbönd ; Spenna : j . 15 11 i 4 J MadCRy J WamerMyndir J Spenna .1...... 16 i 14 J J j 10 i i ] As Good As It Gets j Skrfan lé c. J í Gaman 9HHB 17 ! 13 i 6 i Mouse Hunt j CIC Myndbönd j Gaman 18 15 i 4 ! i J DarkCity ].. ■ Myndform i J Spenna i 19 \ 17 j 0 J Titanic i Skrfan j Drama 20 16 I j J 8 ; Switchback : j - - JKsaaw J SamMyndbönd JMM j Spenna Myndband vikunnar | Oraumadísir ^ ** Draumur, martröð eða veruleiki Steina (Silja Hauksdóttir) býr við heldur bágbomar fjöl- skylduaðstæður. Móðir hennar (Margrét Ákadóttir) er ein- hleyp dagdrykkjukona með lit- il tök á heimilishaldinu. Þá á Steina yngri systur (Bergþóra Aradóttir) sem mætir sjaldan í skóla og á það til að láta sig hverfa annað slagið. Þá slitnar í byrjun myndarinnar upp úr sambandi Steinu og kærasta hennar (Þorvarður Goði Valdi- marsson). Hún lætur sig því dreyma um mann er geti bjarg- að henni úr þvi ölduróti sem líf hennar er orðið. Drauma- prins myndarinnar (Baltasar Kormákur) ríður ekki hvítum hesti heldur klýfur öldurnar á skjannahvítum hraðbát og bjargar Steinu um borð. Prins- inn er þó ekki allur þar sem hann er séður. Þegar sam- starfsmaður hans (Magnús sjlj Ólafsson) fellur frá falsar hann erfðaskrá hans í von um að bjarga fyrirtæki sínu. Þá heillast besta vinkona Steinu, Styrja (Ragn- heiður Axel), ekki síður af prinsin- um en það gæti heldur betur orðiö til þess að slettist upp á vinskap þeirra. Draumadísir reynir að blanda raunasögu úr íslensku hversdagslífi saman við þekkt mótíf spennu- mynda. Þessi samblöndun gengur því miður ekki upp. Baráttan um folsuðu/raunverulegu erfðaskrána er hvorki spennandi né áhugaverð. (Spennuþátturinn í Inguló er aftur á móti betur heppnaður þar sem hann tengist hversdagsdramanu sterkari böndum). Það eru fyrst og fremst raunir mæðgnanna sem fanga at- Hauksdóttir of Ragnheiður Axel leika draumadisirnar. hyglina og halda áhorfandanum við efnið. Enda eru þær persónurnar sem mest er í spunnið (meðan aðrar eru æði flatar) og þvi ekki að ástæðulausu að Margrét Ákadóttir skuli stela senunni ffá öðrum leik- urum. Ekki ber að skilja það svo að leikur annarra sé slæmur en hlut- verk þeirra bjóða upp á takmörkuð tilþrif. Á myndbandskápu segir að um vafasama gamanmynd sé að ræða. Þetta þykir mér vafasöm fyllyrðing og dæmigerð fyrir vafasama kynn- ingu myndarinnar. Draumadísir er hvorki gamanmynd né „flippaður" kynlífskitlir á borð við Veggfóður (en veggspjöld beggja mynda eru æði áþekk) þótt Ásdís Thoroddsen blandi vissulega saman í mynd sinni ólíkum kvikmyndaþem- um. Er það vissulega aðdáunarverð viðleitni þótt mig gruni að sterkari áhersla/úrvinnsla á grunnþema myndarinnar, drama hversdagsins, hefði skilað sér í betri mynd. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. Aðalhlutverk: Silja Hauksdóttir og Baltasar Kor- mákur. íslensk, 1995. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. Björn Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.