Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 18
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 . i8 frygarðshornið *★ V: --------- Löstum ekki snobbarana einmitt þau verömæti sem mölur og ryð fá grandað. Allt er þetta vissulega hvimleitt. En mætti ekki kannski halda því fram að þessi dæmi séu öll fyrst og fremst til marks um fúsk í snobbi? Vankunnáttu i snobbi? Sérhver mannlegur eiginleiki á sér tvær hliðar, + og - hlið. Og allir menn eru snobbaðir, vandinn er bara að velja hverju snobbað skuli fyrir - þvi til eru þeir hlutir sem auðga líf viðkomandi, takist henni/honum að tileinka sér smekk fyrir þeim. Til dæmis úr. Sá sem snobbar fyr- ir úrum á í vændum stóra stimd þegar hann fær 1 hendur á sextugs- afmælinu sínu eitthvert heims- frægt úr gert af virðulegu fjöl- skyldufirma sem rannsakað hefur launhelgar tímans frá mið- öldum. Eða djass: fyrir Snobb er stórlega vanmetinn eiginleiki hér á landi. Eða öllu heldur: hér hefur löngum verið landlægur sá ósiður að kenna við snobb sérhverja viðleitni tO að til- einka sér eitt og annað sem ekki fylgdi móðurmjólkinni og silfur- skeiðinni frægu. Þetta verður þægilegt skálkaskjól letingjans sem getur þannig afgreitt allt sem honum er ofviða að botna í en hann langar innst inni að vita meira um: sinfóníur eru bara snobb; þeir sem lesa bækur gera það af tómu snobbi; það er bara snobb að læra spænsku, snobb að elda góðan mat, snobb að rækta blóm, læra jarðfræði, drekka vín... Viðhorf heitir dálkur í Moggan- um þar sem blaðamenn geta látið gamminn geisa um eitt og annað sem fellur utan við römmustu dægurmál. Oft eru þetta skemmti- legir pistlar. Til dæmis þegar Skapti Hallgrímsson skrifaði í sumar um vínmennt á íslandi og brýndi okkur til að umgangast vín með gát og virðingu - en jafnframt nokkurri nautn. Síðastliðinn fimmtudag skrifaði hann annan pistil, og nú um snobb. Þar tiltek- ur hann ýms dæmi um leiðar birt- ingarmyndir þessa eiginleika - kona fékk ekki kurteislegar mót- tökur í tískubúð fyrr en hún klæddi sig í pels; fólk hrúgar á sig merkjafotum og merkja- skrani og fer í óþarft mann- greinarálit. Og svo framvegis. Við þetta mætti auðvitað bæta jeppafarganinu: þjóðin er að eyða þorskauðnum gjörvöll- um í jeppakaup sem eru djass-snobbara hlýtur það að vera undursamleg kennd að handleika ségjum frumútgáfuna á Potato head blues með Louis Armstrong. Eða vin... ****** í pistli sínum vitnar Skapti Hall- grímsson í Gérard Lemarquis sem um árabil hefúr verið glögga gests- augaö í íslensku samfélagi - og iðulega býsna glöggur á fáfengi- legri hliðar hinnar nýriku borgar, þótt stundum hafi umvandanir hans pirrað mann eins og eðlilegt er: þá finnst manni eins og hann kunni miklu betur að vera íslend- ingur en við, sé eins og einhvers konar dr. Livingstone eða Gauguin sem tekið hcifi upp siði „hinna inn- fæddu“ og gremjist sérhver spill- ingarvottur að utan, líti á sér- hverja viðleitni til evrópskrar menningar sem mengun á hinni „frumstæðu þjóð“ sem dró hann til sín. Ummæli Markgreifans sem hrifu Skapta blaðamann voru þau að íslendingar snobbuðu miklu meira fyrir léttvínum en Frakkar: „íslendingum finnst það finast sem þykir fint annars staðar". í Frakk- landi - þar sem fólk kann að snobba - sé snobbinu þannig hátt- að að finast sé að „þekkja bónda einhvers staðar sem framleiðir vín sem enginn hefúr heyrt um. Láta vini sína drekka það en það er ekkert merki á flöskunni. Og í matarmenningu Frakka er það fin- asta ekki það sem er að finna í dýrasta veitingahúsinu, heldur það sem er „ekta“; það sem fæst hjá bóndanum „ það snobbaðasta er í raim og veru sveitamenning". Þessu er aldeilis ekki að heilsa hér á landi, að sögn gestsaugans: „Ef ég kaupi gott álegg á íslandi stend- ur alltaf lúxus á því, en ef ég kaupi hráskinku í Frakklandi stendur al- veg eins og hjá ömmu í sveitinni. í sveitinni þykir púkó á íslandi." Nú er það sennilega alveg rétt að íslending- ar séu asnar. En dæmið sem Lemarquis tekur er óheppilegt. Hér ríkir lítil skinkuhefð að suður-evrópskum hætti í sveitum iandsins og fárán- legt að fara að selja skinku hér undir einhverj- um ömmu-í-sveit- inni-merkjum. Amma í sveitinni býr ekkert til svínaskinku, og raunar er svína- kjötsát útlenskur ósiður að mati venjulegra Is- bakstur líka. Og það er ek blessað hangikjötið sem vic um blygðunarlaust fyrir sé sveitinni, heldur líka hák fúglaegg, selshreifar og el silungur. Öllu varðar hv; landinu þessi varningur allra fi að á va um sé merki“ gildir u hjá mönnur sé „ekta Guðmundur Andri Thorsson lendinga. íslenska skinkan heitir hangikjöt. Og hér í bænum þykir alira finast að koma sér „í sam- bönd“ eins og það heitir; fá hangi- kjöt frá einhverjum bónda sem reykir sjálfúr eftir að hafa slátrað sjáifur, og reykir eftir aðferð sem notuð hefúr verið á bænum mann fram af manni. Og skiljanlegt er að franskur fagurkeri sé ekki mikið gefinn fyrir flatkökur - en þær bestu á markaðnum heita einmitt Ömmubakstur, og gott ef kom ekki samkeppnisaðili fram með afa- Og sé í farið: 1: að þ' snobba léttvínu Gérard Lemarq í Grjc inu og £ af leiða vera þai ugur öi lenskra á götu notað sem einmitt hafa þorpið sem allsherjar Hvað er að því að þjóð se hefur kunnað með vín i reyni að taka sig á í þeim reyni að njóta áfengis í st að nota það sem uppsöli Það er ekkert að því. Þ; meira er: það er brýnt veg að drykkjuskapur hefur ver arböl hér á landi og lagt líf efnismanna í rúst og ailra : um þá. Því segi ég: lifi snobbið! (dagurílífi Dagur í lífi Eriu Ruthar Harðardóttur leikkonu. Klukkan hringir. I svefnrofan- um rifja ég upp orð eldri sonar míns, þar sem hann í heimspeki- legum umræðum við föður sinn kvöldinu áður, hafði látið þau orð falla að það ætti að setja lög í land- inu sem banna mömmum að vinna svona mikið! Umræðan hafði reyndar sprottið út frá því að ég hafði hrotið svo hátt! Ástæðan? Jú, að sjáifsögðu var mamma svo þreytt! Vinnuálagið á mér þessa dagana er reyndar alveg gífurlegt. Ég er mjög ánægð með það og alls ekki að kvarta, en það er alltaf þannig með lausráðna leikara, að annað hvort er ekkert í gangi eða allt! Vinnan mætti alveg dreifast jafnar yfir árið. Eftir hin hefð- bundnu morgunverk, kveð ég drengina mína Elfar Elí (8) og ívar Elí (3). Amma Maja, bjargvættur- inn á neðri hæðinni, er komin upp og sinnir þeim fram að hádegi en þá tekur skólinn við. Ég ákveð, þar sem ég renni úr hlaði að ég ætli að verða svona bjargvættara- mma þegar ég verð stór! Fyrsti við- komustaður er Hafnarfjarðarleik- húsið Hermóður og Háðvör, þar sem ég er að æfa leikritið „Vírus“ eftir þá þremenninga Ármann, Sævar og Þorgeir. Fyrir 10 árrnn kenndi ég þessum kempum leiklist í MA og finnst ég því eiga pínulít- ið í þeim. Ég held jafnvel að það sé gagnkvæmt! „Vírus“ er samstarfs- æfinga á ólöglegum hraða Erla Ruth Harðardóttir, Spaugstofuleikkona með meiru, segir okkur frá annasömum degi í lífi sínu. verkefni STOP-leikhópsins og HHH. Þetta æfingartímabil hefur verið það skemmtilegasta og já- kvæðasta sem ég hef upplifað og orðið samvinna hefur þama svo sannarlega sina merkingu. Æfingu lauk kl. 14.00 og ég brunaði, næstum því á lög- legum hraða, niður á hárgreiðslu- stofuna SPACE á Rauðarárstíg. Gera átti breytingar á háralit mín- um, þar sem Stella, persónan mín í Vírus, er meira „blond" og alls ekki með gráa rót! Á móti mér tók fólk úr sjónvarpsþættinum Kol- krabbanum. Þau hafa verið að fylgjast með æfingunum á Vírusi og þótti tilvalið að fylgjast líka með þeirri breytingu sem gera átti á hári mínu. Mér dauðbrá, þvi ein- hvem veginn hafði láðst að segja mér frá þessu. Bíðið, var ég ekki rétt áðan að tala um gífúrlega sam- vinnu? Ég verð þó að viðurkenna að þar sem ég sat í stólnum, með TVÆR hárgreiðslu- stúlkur í höfðinu, í flenniljósum, með hljóðnema á svimtunni og stúlku að taka við mig viðtal, þá upplifði ég mig allt í einu sem rosalega merkilega manneskju, þó svo að ég væri með álpappír í hausnum. Það var ansi góð tilfinn- ing! Eftir stakkaskiptin bmnaði ég (aftur næstiun því á löglegum hraða) í Hafnarfjörðinn til að ná í yngri strákinn minn á leikskól- ann. Um leið og ég mæti dettur litla skinnið á svelli, fær opið sár á kinnina og náttúrulega fullt af blóði. Mamman höndlar þetta náttúrlega ekki, en það gera hins vegar fóstr- urnar frábæru á Hjalla, setja klemmiplástur á meiddið og redda málunum. Svo er farið heim þar sem maðurinn minn Jakob tekur við litla sjúklingnum og ég rétt næ að kyssa aftur á bágtið áður en ég bruna (ekki á löglegum hraða) til Reykjavíkur, því nú er ég að verða of sein á fund með Spaugstofunni. Það var mér mikill heiður (hljóm- ar væmið en er satt) þegar n boðið að vera með í Spaugst og ég nýt þess í botn! Á fun er farið yfir tökuplan morgu ins og hlutverkaskipting mæting ákveðin kl.8.00 í sö: tökur. Fundi slitið og ég n Engjateig, að sjáifsögðu að( sein í kennslu hjá Sönglist. Ragnheiður I ég stofnuðum þennan söi leiklistarskóla í haust við fé góðar undirtektir. Hún sc sönginn og ég um leikl Fyrsti tíminn er hópur 10-11 standa þær sig mjög vel. Kl 18.00 var hópur 20 ára og el nú þurfti ég að biðja hópi Röggu um frí því ég átti að r kvöldæfmgu á Vírusi kl. 18 mútaði þeim með boði á alprufu verksins og þær vo: elskulegar að þiggja mútum brunaði því enn eina feri Fjörðinn (ég held bara á lög hraða) og rennslið á leikriti: bara nokkuð gott. Ég held a ið hafi gert gæfumuninn. K1 1.30 skreið ég svo inn í dyi mína sem ég deili með körlunum mínum þremui sem ég lá og hlustaði á þýða ardrátt mannana minna, ai líka eina og eina hrotu frá stærsta, varð mér hugsað t: sem beið mín daginn eftir: T Spaugstofunni frá 8-19. Eri skemmtilegt. Ég hlakkaði tii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.