Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Side 33
^>V LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 nmm 41, Sigurður Gunnsteinsson er stórtækur í maraþonhlaupum: Tíu maraþonhlaup á þremur árum Fjögurra stiga frost kom ekki í veg fyrir góða þátttöku í haustmara- þonhlaupinu þann 24. október síð- astliðinn. Þrátt fyrir töluverðan kulda mættu 24 hlauparar til leiks í þetta hlaup sem skipulagt var af Fé- lagi maraþonhlaupara. Hlaupaleið- in var sú sama og farin var í vor- maraþoni og keppendur af svipuð- um fjölda. Sigurður Pétur Sigmundsson, ís- landsmethafi í maraþonhlaupi, var meðal þátttakenda í haustmEU'aþon- inu eftir sjö ára fjarveru. Hann sýndi það og sannaði að hann hefur engu gleymt því hann hafði rúmlega 10 minútna forskot á næsta mann þegar hann kom í markið. Flestir þeirra tuttugu og fjögurra hlaupara sem þreyttu haustmaraþon höfðu áður lagt þessa vegalengd að baki en þó voru tveir nýliðar meðal þátt- takenda. Það voru Ingólfur Örn Amarson og Karl J. Hirst en þeir náðu prýðisárangri í sínu fyrsta maraþonhlaupi. Ingólfur endaði í 18. sæti á tímanum 4:09.00 klst. og Karl var næstur á eftir honum í markið með tímann 4:11.16 klst. Eft- irtaldir hlauparar komu fyrstir í mark: 1. Sigurður Pétur Sigmundsson 3:06.01 2. Pétur Helgason 3:16.22 3. Svanur Bragason 3:28.02 4. Þórhallur Jóhannesson 3:30.32 5. Halldór Guðmundsson 3:32.36 6. Trausti Valdimarsson 3:33.20 7. Magnús Guðmundsson 3:33.28 8. Stefán Friðgeirsson 3:38.04 Tveir þeirra sem þreyttu hlaup- ið náðu þeim merka áfanga að hlaupa sitt tíunda maraþonhlaup. Það voru Halldór Guðmundsson og Sigurður Gunnsteinsson (4:06.22) en þeir hafa með afreki sínu unnið tU þess réttar að íklæð- ast rauða bolnum sem áletraður er „ÉG HEF HLAUPIÐ 10 MARA- ÞONHLAUP". Sigurður, sem er fæddur árið 1941, hefur verið iðinn við kolann á síðustu árum og hefur lagt þessi 10 hlaup að baki á aðeins 4 árum. „Fyrsta maraþonhlaup sem ég fór í var Mývatnsmaraþonið árið 1995. Ég þorði ekki í Reykjavíkurmara- þonið því ég var svo hræddur um að ég næði ekki að klára hlaupið. Ég taldi vænlegra að reyna við þetta hlaup við Mývatn því það var auðvelt að láta sig hverfa ein- hvers staðar út í móa ef maður gæfist upp,“ sagði Sigurður. „Til þess kom þó ekki og nú er ég búinn að leggja 10 maraþon- hlaup að baki. Ég er þó hvergi nærri hættur því í næsta mánuði ætla ég að taka þátt i Memphis- maraþoninu í heimabæ Elvisar. Það er alveg sérstaklega skemmti- legt hlaup, í miklu flatlendi og stór hluti leiðarinnar er meðfram Missisippi-ánni. Ég var i leyfi í Bandaríkjunum í sumar og frétti þá af þessu hlaupi sem fer fram þann 6. desember næstkomandi. Ég er svo heppinn að þurfa að vera á þessum slóðum sviðsljós Jim Carrey og Lauren Holly: Sundur, saman, sundur, saman, sundur... Þau eru óþreytandi við______________________________________ að byrja saman og hætta I saman skötuhjúin Jim Carrey og Lauren Holly. Margir héldu að þau væru á leiðinni upp að altarinu ^—Æ þegar þau mættu saman á frumsýningu The Truman Show en svo reyndist ekki vera. Jim sagði vini sínum (sem var svo elskulegur að kjafta því í all- an heiminn) að Lauren hefði viljað giftast aftur og eignast böm en það hafl hann ekki verið reiðubúinn að gera. Hún hafi því farið ... aftur! „Við erum hætt saman og í þetta skiptið veit ég að það er til frambúðar," sagði Jim. Svo er bara hvort frambúðin verður skemmri en sambúðin. vmnu minnar vegna a þessum tíma og sé mér fært að taka einn frídag í hlaupið. Ég ætla að klæðast skærblá- um skóm i hlaupinu til heið- urs Elvis Presley en ég er mik- ill aðdáandi hans.“ Ultra-maraþon Memphis-maraþonhlaupið haldið á hverju ári og hefur á sér orð fyrir að vera geysilega vel skipulagt. Þátttakendur voru 900 í fyrra en starfsliðið var mun fjölmennara. „Sjálfboðaliðar í hlaupinu voru 1200 manns þar af um 800 lögregluþjón- ar,“ sagði Sigurður. Sigurður Gunnsteins son hefur verið ansi stórtækur í lengri vegalengdunum á síð- ustu árum. Til viðbót- ar við 10 maraþonhlaup hefur hann lokið 8 „ultra“-maraþonhlaupum á þessum tíma en það eru hlaup sem eru lengri en 50 km. „Hið lengsta af þeim er Þingvallavatnshlaupið mikla sem ég fór með nokkrum þekktum hlaupurum í vor. Það mælist vera um 65 km.“ Sigurður var að sjálfsögðu meðal þátttak- enda í báðum Laugavegshlaupun- um á milli Landmannalauga og Þórsmerkur árin 1997 (7:13 klst.) og 1998 (6:42 klst.). Sigurður segist ekki fara í þessi hlaup með það að markmiði að keppa við einhver tímatakmörk. en „Eg á best tím- ann 3:44 klst. í maraþoni það er ekk- ert keppikefli hjá mér að slá þeim tíma við. Ég vil fyrst og fremst njóta þess að kom- ast út undir bert loft, losa mig við streitu og njóta samverustunda með félögum mín- um. Það er mér mik- ils virði,“ sagði Sig- urður. -ÍS Siguröur Gunn- steinsson, sem er fæddur áriö 1941, hefur veriö iöinn , viö kolann á síö- • ustu árum og hef- r ur lagt 10 mara- þonhlaup að baki á aðeins 4 árum. Fram undan 14. nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Iþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfírði. Vegalengdir. Tima- taka á öllum vegalengdum og flokkaskipting bæði kyn. 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá verðlaun. Upplýsing- ar gefur Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 31. desember:, Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst kfukkan 13.00 og skráning er frá klukkan 11.00. Vegalengd. 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn; 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefur Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup Hlaupið hefst I . UFA Hlaupið hefst klukkan 12.00 við Dynheima og skráning er frá kl. 11.00-11.45. Vegalengdir. 4 km og 10 km með tlmatöku. Flokkaskipting bæði kyn; 13-15 ára (4 km), 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar hjá UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Akratorg, Akranesi. Vega- lengdir. 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar gefur Kristinn Reimarsson i síma 431 2643. SÍmmtikyw ófýamwam Clio heillar alla. Hann ertraustur, Ijúfurog lipur, meó línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábíls, en þægindi og öryggi stærri bíla. RENAULT Helstu öryggisþættir: - ABS bremsukerfi - Loftpúðar - Fjarstýró hljómtæki úrstýri og margt fleira Ármúli 13 Sími, söludeitd S75 1220 Skiptiborá 575 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.