Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
fréttir
Fjórir í gæsluvaröhaldi í Jagúar-málinu:
Bensíngjöfin fest og
sjálfskiptingin í „drive“
- viðvaningar, segir vaktmaður hjá NATO
Jagúarinn er framlágur eftir meðferðina. Bíllinn er leðurklæddur og búinn öllum hugsanlegum búnaði - bíll sem
kostar 2-3 milljónir. DV-mynd GVA
„Ég var að drekka morgunkaffið
mitt þegar ég sá Jagúarinn koma á
hægri ferð og staðnæmast við af-
leggjarann út að NATO-bryggjunni.
Stuttu síðar kom Toyota og saman
var bilunum ekið út á bryggjuna,"
segir vaktmaður hjá olíubirgða-
geymslu NATO í Hvalfirði.
Vaktmaðurinn hélt áfram að
drekka kaffið sitt og hélt áfram að
fylgjast með bílunum tveimur sem
höfðu staðnæmst við grjótgarð þar
sem ekið er út á sjálfa NATO-bryggj-
una. Klukkuna vantaði Fimmtán
mínútur i átta og enn var dimmt
þennan síðasta fimmtudag í janúar.
Fjögur ljós sem skinið höfðu í
myrkri voru nú allt í einu orðin tvö
og þá stökk vaktmaðurinn á fætur:
„Ég skildi ekkert i því hvað oröið
hefði að öðrum bílnum og hljóp nið-
ur að sjó. Þar gekk ég fram á tvo
unga menn og spurði þá hvemig
djöf... þeir væru að gera þama. Það
var eins og þeir hefðu séð draug -
stukku upp í Toyotuna og brunuðu
á braut,“ segir vaktmaðurinn.
Þá gekk hann fram á grjótgarðinn
og sá dökkan Jagúar, brotinn og
beyglaðan í flæðcumálinu. Það var
lágsjávað og sjórinn gældi við vélar-
hlífma, en annars stóð bíllinn upp
úr sjó í 45 gráðu halla eins og grjót-
gcirðurinn sjálfur. Það var búið aö
brjóta hliðarrúður í bílnum og
brjóta upp kveikjuna og tengja fram
hjá, til þess að þetta liti út fyrir aö
vera bUþjófnaður. Að framan var
Jagúarinn klesstur og illa farinn.
Mennimir tveir höfðu fest bensín-
gjöfina í botni og skellt sjáifskipt-
ingunni í „drive". Þannig var bíll-
inn látinn rjúka fram af grjótgarðin-
um. Við nánari skoðun kom í ljós að
þama var um að ræða 1990 árgerð
af dökkum Jagúar, leðurklæddum
að innan og búnum öllum þægind-
um - bíl sem kostar 2-3 milljónir á
góðum degi. Á honum hvíldu veð-
bönd upp á eina milljón króna
vegna bílaláns.
„Ég skil ekkert í mönnunum að
reyna þetta. Hér er vakt allan sólar-
hringinn og við fylgjumst með eign-
um hersins eins og þær væru okkar.
Ég sá mennina ekki greinilega í
myrkrinu en þetta hljóta að vera
viðvaningar," segir vaktmaðurinn í
Hvalfirði. „Það er ekki hægt að
komast út á NATO-bryggjuna sjálfa
því þar er stálhlið fyrir þannig að
þeir létu sér grjótgarðinn nægja
með þessum árangri. Ætli dýpið
hafi ekki verið í mitt læri.“
Vaktmaðurinn segist vera vanur
þvi að fólk sem eigi leið um Hval-
fjörð aki niður að NATO-bryggjunni
og þá helst til að kasta af sér vatni.
En ekki heilu bílimum! Jagúarinn
var kaskó-tryggður og leikur grun-
ur á að um tryggingasvik sé að
ræða og rannsakar lögreglan málið
á þeim forsendum. Skrásettur eig-
andi bílsins er búsettur í Reykjavík
og hann var ekki staddur í Hvalfirði
umræddan morgun. Hann hefur
verið úrskurðaður i gæsluvarðhald,
svo og mennimir tveir sem voru að
verki í Hvalfirði. Fjórði maðurinn
var svo í yfirheyrslum hjá lögregl-
unni í gær og var krafist gæsluvarð-
halds yfir honum í gærkvöldi.
“Málið er í rannsókn," segir
Ómar Smári Ármannsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn. -EIR
Jökull hf. á Raufarhöfn sendir pólskum hjónum „útburöarbréf‘:
Eiginmaðurinn handar-
brotnaði og var rekinn
- fékk „útburöarbréf ‘ og má ekki heimsækja eiginkonu sína í verbúðirnar
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk-
iö Jökull hf. á Raufarhöfn hefur
sent pólskum hjónum, sem búa í
verbúð fyrirtækisins, „útburðar-
bréf ‘ og er þeim gert að vera farin
úr verbúðinni fyrir 15. febrúar.
Þetta var gert þótt konan starfi hjá
fyrirtækinu og að í samningi henn-
ar og Jökuls sé skýrt tekið fram að
Jökli beri að sjá henni fyrir endur-
gjaldslausu húsnæði.
„Þetta er bara enn eitt málið hjá
þessu fyrirtæki en konan er með
samning sem gildir fram í maí, þeg-
ar atvinnuleyfi hennar rennur út,
en þá eiga hún og eiginmaður henn-
ar kost á að fá opið atvinnuleyfi hér
á landi og geta ráðið sig i vinnu
hvar sem er. Vilji fyrirtækið losna
við hana þá, þarf að segja henni upp
störfum," segir Kristján Snædal,
formaður verkalýðsfélagsins á Rauf-
arhöfh. Hann segir upphaf málsins
hafa verið það að maðurinn handar-
brotnaði i desember og þá hafi hon-
um verið sagt upp, þrátt fyrir að í
nóvember hafi verið skrifað undir
framlengingu á atvinnuleyfi manns-
ins. Hann réði sig síðan í vinnu hjá
SR-mjöli um síðustu mánaðmót og í
kjölfar þess kom „útburðarbréfið“.
Kristján vildi ekki fullyrða að ein-
hver tengsl væru þar á milli, en litl-
ir kærleikar munu milli Jökuls-
Nýtt bréf á leiðinni
Kristján segir að á
ýmsu hafi gengið í sam-
skiptum við Jökul og
framkoma fyrirtækisins
við starfsmenn hafi ekki
alltaf veriðtil fyrirmynd-
ar. Samningar hafi ekki
verið virtir, t.d. ekki lof-
orð um 10 klst. vinnu á
hverjum degi og einhverja
helgarvinnu. „Ég er marg-
búinn að reyna að tala við
forráðamenn fyrirtækis-
ins en maður fær bara
skítkast til baka,“ segir
Kristján.
Verbúðin sem fólkið
hefur búið í er langt frá
því að vera fullmönnuð að
sögn Kristjáns og segir
hann skort á húsnæði
ekki ástæðu þess að hjón-
unum hafi veriö gert að
flytja út. „Ég hef að vísu
heyrt að fyrirtækið hygg-
ist sækja um atvinnuleyfi
fyrir 4-5 útlendinga, en það verður
ekki samþykkt nema fyrirtækið
gjörbreyti stefnu sinni hvað varðar
málefni útlendinganna," segir Krist-
ján. Hann segir „útburðarbréfið“ fá-
VBtxifiwbdiMðl þið iem jskuil ht i ofi hefcf Wyfl eflendu veriuíóllri. rtðnu hji IðkH
hf, ifi dveiji I endurijildiUusl «eUJstl*ðtil fltmriðwbúieui.
Ná hefift þifi hjdnk dnUit I búeue* Jðk-uU h£ eodurijildiUuii I þrþl *r. >iðb«fléní
þua fcoel *fi fl opifi itvinnuleyfl *em gefcr Jiftun rtu í vW »8ri borgw» þe»« lendi lil
vlnnu og telioni vlð þvl *kl lengur •ðlilejl tð vifi «áum ykkur lyrir húm»>fii.
>v lem uppiðfin Jinuar btfur nd lekið (ildi Of hus koœiim I viiuu mnuuUöw cr oú
(onnlec* bcnt í mi búmsði þ»ð mot bmn tafcr dvilið I er.durxjildtUu* eiðjetu þrjá
árji er iðeini «1*3 iterfifólkl JðtaJi ht
Ykkur tr þvi |«0n trwtnr tfl 15. febrttr 1999 dl þeti *fi rýmt hfitnsfilfi.
Ilo homini (hti JðkuU bf. bu illowtd it’i forri*n employeti louttui tnnporuy
lodginfi for &«• ii not iOToded u »p«n«nenl hcmc.
You b»v» nnw been in Jðkal’i honee for thns ycm wilhout cherjc. Younowhlve íie
optíon ol tn opon work p«mltf*reen twT) which fiiv»« you eqoil righu to oiher
crtixeni oí thu country to work. W* therefor do oot conrider it ippcopriele lo mpply
you with lodginfi.
Y*« aow kin »»tll Che 15* of Febr«»ry 1» tmpty yvu room nd flad othw
ránlegt, fyrirtækið geti auðvitað
ekki sent neitt sem heitir útburðar-
bréf, það þurfi yfirvöld til slíks
verknaðar. Þá segist hann í gær
hafa heyrt af nýju bréfi sem væri
væntanlegt frá Jökli, en í því væri
konunni heimilað að dvelja áfram í
verbúðinni, en eiginmanninum
harðbannað að heimsækja hana.
„Þeir geta ekki gert sig að fiflum
með því að ætla að banna mannin-
um að heimsækja konuna sína,“
segir formaður verkalýðsfélagsins.
Persónuleg vandamál
Jóhann M. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Jökuls hf., segir að
manninum hafi verið sagt upp
vegna persónulegrá vandamála sem
hann hafi ekki viljað taka á. Síðan
hafi það gerst að annað fólk í ver-
búðinni hafi orðið fyrir áreiti af
hálfu mannsins og það hafi ekki
verið hægt að una við. „Maðurinn
fékk uppsögn eftir tvær aðvaranir
og þar sem hann hefur áreitt fólk
sem starfar hjá okkur og býr í ver-
búðinni var ekki um neitt annað að
ræða en fá hann þaðan út. Við gerð-
um þau mistök að gera konu hans
einnig að yfirgefa verbúðina, en þau
mistök hafa verið leiðrétt," segir Jó-
hann. En er það rétt að maöurinn
megi ekki heimsækja eiginkonu
sína í verbúðinni?
„Já það er rétt. Annað heimilis-
fólk þama hefur orðið fyrir áreiti af
hálfu mannsins og ég ber hagsmuni
þess fólks meira fyrir brjósti en
aöra hagsmuni í þessu máli,“ segir
Jóhann. -gk
DV, Akureyri:
manna og SR-manna eftir
að SR féll frá sameiningu
fyrirtækjanna á dögunum.
Rj.Ierhðfn 01. ftbrtir 1999
Bréfið sem pólsku hjónin fengu frá Jökli hf.
stuttar fréttir
Námsgagnastofnun
Menntamálaráðherra hefur
skipað Árna
Sigfússon
framkvæmda-
stjóra stjórn-
arformann
Námsgagna-
stofnunar í
stað Guðna
Níelsar Aðal-
steinssonar sem lætur af for-
mennsku. Vísir greindi frá
Risplástur bannaður
Lyfjaeftirlit rikisins hefur
lagt bann við kynningum á ris-
plástrinum svokallaða sem apó-
tekari í Reykjavík ætlaði að
hefja sölu á. RÚV greindi frá.
Bráðabirgöaleyfi
Læknir sem sýknaður var í
Hæstarétti af ákæru um mis-
neytingu eftir að hann hafði
samfarir við sjúkling, hefur nú
fengið lækningaleyfi til bráða-
birgða. Heilbrigðisráðherra
svipti hann lækningaleyfi í
mars sl. Bylgjan greindi frá.
Broddi bestur
Broddi Kristjánsson, badmint-
onmaður og landshðsþjálfari í
greininni, var
í dag útnefnd-
ur íþrótta-
maður
Reykjavikur
fyrir árið
1998. Þetta er
í annað sinn
sem Broddi
hlýtur þennan eftirsótta titil.
Broddi, sem er 38 ára, hefur spil-
að og æft badminton með TBR frá
7 ára aldri og hefur á glæsilegum
ferli unnið samtals 37 íslands-
meistaratitla.
Engir vísindastyrkir
íslendingar eru nú úti í kuld-
anum í fimmtu rammaáætlun
Evrópusambandsins um vísindi-
og tæknirannsóknir sem tók gildi
í lok síðasta mánaðar. Þetta kom
fram í kvöldfréttum Rikisút-
varpsins. Þróunarsjóðsdeilan
svokallaða veldur því að Spán-
verjar tefja ákvarðanir á Evr-
ópska efnahagssvæðinu og koma
í veg fyrir að ísland geti orðið að-
ili að áætluninni.
Formaður Samtaka hugbúnað-
arframleiðenda segir brýnt aö
máliö leysist sem allra fyrst enda
milljarðar króna í rannsóknar-
og þróunarfé í húfi.
Páli er saklaus
Páll Axel Vilbergsson, körfu-
knattleiksmaður úr Grindavík, var
í gær lýstur saklaus af neyslu ólög-
legra lyfja. Hann mældist fyrr í
vetur með ótrúlega hátt hlutfall af
karlhormóninu testósteróni í lík-
amanum og þaö gat bent til lyfja-
neyslu. Rannsókn leiddi hins veg-
ar í ljós að svo var ekki, Páli Axeli
er bara eðlilegt að hafa hátt hlut-
fall efnisins í likama sínum.
Fýlkir aftur með
Fylkismenn, sem hættu í 1. deild
karla í körfuknattleik síðasta
mánudag, eru komnir í deildina á
ný. Körfuknattleikssambandið hef-
ur lánað Fylki landsliðsþjálfarann,
Jón Kr. Gíslason, sem stýrir þeim
í fyrsta skipti gegn ÍS á morgun kl.
14 í Fylkishöll.
Arnar með í dag?
Arnar Gunnlaugsson knatt-
spymumaður gekk í gær frá
samningi við enska A-deildarlið-
ið Leicester og
skrifaði hann
undir þriggja
og hálfs árs
samning við fé-
lagið. Hann
verður því í
leikmannahópi
Leicester sem
mætir Sheffi-
eld Wednesday í dag og búist er
viö því að hann verði í fremstu
víglínu með Tony Cottee.
-VS/ÍBK