Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Side 6
■iútlönd
PPPj ffATTfrffRV ‘A CTTjrhÉflft/WÍfcT
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 JLÞ \T .
Jórdanska þjóð-
in harmi slegin
stuttar fréttir
Vara viö vatnsskorti
Hætta er á að 1 milljaröur
manns búi við vatnsskort árið
2025 verði ekki gerðar ráðstaf-
anir, að því er segir í viðvörun
frá Sameinuðu þjóðunum.
Castro gegn vændi
Fidel Castro Kúbuforseti er
nú kominn í herferð gegn
vændi. Segir
hann að þeir
sem hagnist á
þjónustu
vændiskvenna
eigi á hættu
allt að 20 ára
fangelsi.
Vændiskonur
vill Kúbuforseti senda í endur-
hæfingu. I fyrra greip lögreglan
nær 7 þúsund vændiskonur.
Eldur í skýjakljúf
400 manns var bjargað er eld-
ur kom upp i 28 hæða skýjakljúf
í Baltimore i gær. Braust eldur-
inn út á 14. hæð.
Fleiri fórnarlömb
17 létu lífið og 100 særðust
þegar tveimur flugskeytum var
skotið af misgáningi á íbúða-
svæði í írak fyrir tveimur vik-
um, að því er kemur fram í
skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
írakar sögðu 11 hafa farist og 59
særst.
Síðasta stefnuræðan
Nelson Mandela, forseti S-Afr-
íku, sem er orðinn 80 ára, flutti
í gær siðustu stefnuræðu sína.
Stefnt er að því að halda kosn-
ingar í maí. Mandela ætlar ekki
að bjóða sig fram.
Vill fresta sjálfstæði
Carlos Belo, biskup og friðar-
verðlaunahafi, varar við þjóðar-
atkvæðagreiðslu um sjáifstæði
A-Timor. Belo vill 10 ára aðlög-
unartíma til að tryggja sættir
milli stríðandi fylkinga.
Fær ekki einkaleyfi
Minningarsjóðurinn um
Díönu prinsessu fær ekki einka-
leyfi á myndum
af henni. Sjóður-
inn reyndi að
vernda 52 af vin-
sælustu mynd-
unum þar sem
menn vildu ekki
sjá þær á eldhús-
áhöldum og jóla-
skrauti. Tónlist-
armenn og
íþróttastjömur, sem vildu fá
myndir af sér flokkaðar sem
vörumerki, fylgdust grannt með
umsókn sjóðsins.
Sprunga í Etnu
Vísindamenn hafa uppgötvað
sprungu í suðausturhluta eld-
fjallsins Etnu sem í gær spúði
hrauni annan daginn í röð. Er
talið að sprungan bendi til þess
að eldfjallið sé að breyta um
lögun.
Bakslag í bankakaup
Eftir að það spurðist út á fimmtu-
dag að Deutsche Bank AG fjármagn-
aði byggingu útrýmingcU'búða nas-
ista í Auschwitz í síðari heimsstyrj-
öldinni kom bakslag í fyrirhuguð
kaup þýska bankans á bandaríska
fjármálafyrirtækinu Bankers Trust
fyrir 10,1 milljarð dollara. Um það
bil 1,5 milljónir manna, flestir
þeirra gyðingar, létu lífíð í
Auschwitz. Fréttaskýrendur telja að
af kaupunum verði. Þau muni þó
tefjast um nokkra mánuði. Búist er
við að fulltrúar Deutsche Bank,
fómarlamba helfarar nasista gegn
gyðingum og þýskra stjórnvalda
muni hittast innan skamms til að
ræða skaðabótakröfur. í frétt frá
Reuter er greint frá því að fulltrúar
bankans sæki það fast að ganga frá
kaupunum og í þeim tilgangi vilji
þeir upplýsa fortíö bankans og
ganga endanlega frá hugsanlegum
kröfum vegna helfararinnar hiö
fyrsta. -SÁ
Háttsettir jórdanskir stjórnmála-
menn og yfirmenn öryggismála
komu saman í Amman í Jórdaníu í
gær til að undirbúa útfór Husseins
konungs og gera auknar öryggisráð-
stafanir. Ammanbúar söfnuðust
saman við sjúkrahúsið, sem hann
var fluttur á eftir komuna frá
Bandaríkjunum í gærmorgun, og
báðu fyrir dauðvona konungi sín-
um. Samtímis ræddi fjölskylda kon-
ungs um það hvenær taka ætti önd-
unarvélina, sem hann var í, úr sam-
bandi. Jórdanska þjóðin var harmi
slegin vegna veikinda konungs. Þeg-
ar DV fór í prentun í gær var ekki
búið að tilkynna um andlát hans.
Við brottfaU Husseins Jórdaníu-
konungs verður fyrsta verk nýút-
nefnds ríkisarfa, Abdullahs prins,
sem er 37 ára, að bera smyrsl á sárin
innan konungsfjölskyldunnar sem
mynduðust þegar konungur svipti
Hassan bróður sinn krónprinstitlin-
um í síðustu viku. Við blasa einnig
efnahagsleg og pólítísk vandamál.
Abdullah þarf auk þess að kljást við
slæga valdhafa í nágrannalöndunum,
Sádi-Arabíu, Sýrlandi og írak. Ýmsir
óttast að vegna reynsluleysis síns
geti Abduilah orðið auðveld bráð
Saddams Husseins í írak og Hafez
Assad í Sýrlandi. Abullah hafði ekki
áhuga á að verða konungur.
Það eru ekki nema tveir mánuðir
síðan Abdullah, sem er vel mennt-
aður herforingi, lýsti því yfir að
hann hefði ekki áhuga á að verða
konungur. Hann var reyndar krón-
prins um skeið í bernsku en vegna
óróleika í Miðausturlöndum taldi
Hussein Jórdaníukonungur það
skynsamlegra að útnefna Hassan
bróður sinn krónprins. Það var fyr-
ir 34 árum.
En konungurinn var ósáttur við
framferði bróðurins að undanfomu.
Fullyrt er að Hassan hafi verið far-
inn að haga sér eins og konungur-
inn myndi ekki snúa aftur frá
Bandaríkjunum þar sem hann hafði
verið í meðferð vegna krabbameins.
Hassan var sagður hafa útnefnt eig-
in menn í lykilstöður í hemum og
vikið mönnum konungs úr mikil-
vægum sendihemastöðum. Orðróm-
ur var á kreiki um að eiginkona
Serbneska lögreglan kom í gær í
veg fyrir að fimm manna sendi-
nefnd Frelsishers Kosovo, KLA,
kæmist til flugvallarins í Pristina
til að fljúga þaðan til friðarviðræðn-
anna í Frakklandi. Sagði lögreglan
að fulltrúar frelsishersins hefðu
ekki gild vegabréf. Hinir fulltrúam-
ir ellefu frá Kosovo, sem safnast
höfðu saman á flugvellinum til að
fljúga með Herkúlesvélinni sem
Hassans, Sarvath prinsessa, hafi
verið farin að hegða sér eins og
drottning og breyta innréttingum í
konungshöllinni.
Sjáffir hafa Jórdanir, einkum þeir
sem eru af palestínskum uppnrna,
verið hrifnari af Ali prins, syni
Husseins konungs og þriðju eigin-
konu hans, Aliu, sem er palestínsk-
ur múslími, heldur en Abdullah.
Abdullah er sonur annarrar eigin-
konu konungs, Toni Gardener, sem
er ensk. Reyndar er Abdullah
kvæntur palestínskri konu.
Að undanfömu hafði konungur-
inn virst vera að undirbúa Hamza
prins, sem er 18 ára og elsti sonur
Qórðu eiginkonunnar, Noor drottn-
ingar, undir konungsembættið.
Embættismenn segja hins vegar að
konungi hafi þótt of áhættusamt að
láta óreyndan ungling taka við.
frönsk yfirvöld höfðu sent eftir
þeim, sögðu að þeir myndu ekki
fara án fulltrúa frelsishersins. Var
ákveðið að fresta brottfórinni þar til
í dag. Friðarviðræðurnar um
Kosovo eiga að hefjast í Rambouillet
i Frakklandi í dag.
Sérlegur sendimaður Bandaríkj-
anna í Kosovo, Chris Hill, sagði á
fundi með fréttamönnum í gær að
það væri mjög mikilvægt að sendi-
Hussein konungur, sem fæddist
árið 1935, var sjálfur aðeins 17 ára
þegar hann tók við konungs-emb-
ættinu af foður sínum sem var geð-
veikur.
Hussein lagði alltaf mikla áherslu
á að vera í góðu sambandi við þjóð
sína til að tryggja stöðugleika. Hann
hefur einnig verið ákaflega vinsæll
af þjóðinni en meirihluti hennar er
af palestínskum uppruna.
ísraelsk yfirvöld hafa haft nán-
ara samband við Jórdaníu en nokk-
urt annað arabaland. Hafa ísraelsk
yfirvöld litið á stöðugleikann í
Jórdaníu sem tryggingu fyrir því að
friöarferliö í Miðausturlöndum
haldi áfram. Hussein konungur hef-
ur einnig lengi verið milliliður
íraka og annarra arabaþjóða. Fjöldi
þjóðarleiðtoga lofaði i gær friðar-
starf Jórdaníukonungs.
nefnd Frelsishers Kosovo tæki þátt.
Mennimir gætu lagt af stað þegar
einn fulltrúa frelsishersins, Jakup
Krasniqi, hafði áður lýst því yfir að
ekki væri áhugavert að ræða annað
en fullt sjálfstæði Kosovo á friðar-
fundinum i Frakklandi. Hann var
vantrúaður á að hægt væri að semja
um slíkt. Hann kvaðst ekki heldur
trúa að unnt væri að binda enda á
stríðið.
!! Gjaldeyrisforði
Rússlands
geymdur
á Jersey
Fimmtíu milljarðar dollara,
allur gjaldeyrisforði Rússlands,
var lagður inn á reikning á eyj-
unni Jersey í Ermarsundi á ár-
unum 1993 til 1998. Fyrrverandi
ríkissaksóknari Rússlands,
Juríj Skuratov, greindi frá
j þessu í bréfi 1. febrúar síðast-
liðinn. Daginn eftir neyddi Bor-
Íís Jeltsin Rússlandsforseti
Skuratov til að segja af sér.
i Samtímis því sem komið hef-
j ur veriö upp um Seðlabanka
Rússlands fylgjast Rússar nú
| spenntir með því hvað gert
Sí verður við stjóm flugfélagsins
Aeroflot. Á fimmtudaginn
gerðu lögreglumenn skyndileit
í fjölmörgum dótturfyrirtækj-
um flugfélagsins. Er flugfélagið
grunað um að hafa geymt
hundruð milljóna dollara er-
lendis. Líklegt þykir að fjár-
málafurstinn Borís Berezovskíj
tengist málinu. Forstjóri Aero-
flots, Valeríj Okulov, er tengda-
sonur Jeltsíns Rússlandsfor-
seta.
Tilfmningarnar
í garð Clintons
blendnar
Monica Lewinsky, fyrrver-
andi lærlingur í Hvíta húsinu,
sagði við yfirheyrslumar á hót-
elinu í Was-
hington í vik-
unni að til-
fmningar sín-
ar í garð Bills
Clintons
Bandaríkja-
forseta væm
blendnar.
Þetta kom fram á myndbands-
upptökunni sem Bandaríkja-
þing gerði opinbera í gær.
Monica neitaði að tjá sig um
hvort hún teldi að Clinton hefði
logið þegar hann neitaði að
hafa snert hana á kynferðisleg-
an hátt. Hún kvaðst ekki muna
hvort forsetinn hefði sagt henni
að skila gjöfunum sem hún
hafði fengið. Clinton hafði sjálf-
ur sagt eiðsvarinn i vitnastúku
að hann hefði tjáð henni að hún
kynni að þurfa að skila gjöfun-
um hefðu þau þurft að bera
vitni í máli Paulu Jones. Hlé
var á réttarhöldunum yfir
Clinton í gær. ínæstu viku
verða greidd atkvæði um hvort
Clinton veröi vikið úr embætti.
Svíþjóð:
Jesús með
hommum á
þinginu
Myndir af Jesúm, umkringd-
um hommum í hlutverki læri-
sveinanna og Jesúm sem al-
næmissjúklingi verða sýndar í
sænska þinginu. Ákvörðunin
hefur vakið harðar deilur með-
al sænskra stjómmálamanna.
Ecce Homo, sýning Elisabeth
ar Ohlson, hefur verið mjög
umdeild frá því að hún var
fyrst sett upp í Svíþjóð í fyrra-
sumar í dómkirkjunni í Uppsöl-
um. Sprengjuhótanir hafa
borist sölum þar sem sýningin
hefur verið. Forseti sænska
þingsins, Birgitta Dahl, ákvað
að myndimar skyldu sýndar í
þinghúsinu. Sýningin er sett
upp í þinginu til að stjómmála-
mennimir geti sjálfir myndað
sér skoðun um hana. Kristileg-
ir demókratar og Hægriflokkur-
inn era andvígir sýningunni.
Carl Bildt, leiðtogi Hægri-
| flokksins, segir þingið ekki op-
inberan sýningarsal. Mona
; Sahlin í Jafnaöarmannaflokkn-
f um segir að Bildt og fleiri eigi
s að skammast sín. „Þingið er
hús lýðræðisins," segir hún
meðal annars.
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
400
219
Lorulon
6000 ::
5500
\ A
5000 Vf
FT-SE 1(
4000 '
5939,9
Frankfurt
6000 5077,85
4000
DAX-40
2000
5 0 N D
170
160
150
140
130
120 g
íio
100
$/t s
133
160;
150 "
140
130
120
14086,85
NihKol
0
Bensín 95 okt. 'H9 Bcnsin 98 okt.
Hong Kong
9438,65
20000:;'
15000 I
10000“
5000
Hang Seng
S 0 N D
Hríiolia
25
20
15
10
5
0
$/
tunnaS
10,82
D
Sendinefnd KLA stöðvuð
Hussein Jórdaníukonungur og Noor drottning á góðri stundu.
Símamynd Reuter