Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Page 26
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 DV 26 fölgt fÓlk Fólk velur sér mismunandi starfsvettvang. Ekki hefði ég áhuga á að sitja inni á skrifstofu og pikka á tölvu allan daginn. Ég gæti það ekki. Ég myndi hlaupa grenjandi heim fyrsta daginn. DV-myndir E.ÓI Við álkatlana. Fyrst þegar ég kom inn í kerskálann hugsaöi ég hvern fjandann ég œtti aö gera hér. Þaö er allt svo stórt. Þetta er ólíkt öllu ööru. Einhvern veginn fmnst manni að álver sé vinnustaður karla. Jafnvel þótt því sé stjómað af konu losnar maður ekki við þessa meinloku. í kerskálanum í álverinu í Straums- vík vinna níu konur og níutiu og einn karl. Ein af þessum níu konum er Sig- ríður Theodóra Eiríksdóttir sem er 24 ára og hefur unniö í álverinu í tæp fimm ár og er með lengsta starfsaldur þeirra kvenna sem nú vinna í kerskála álversins. í álverinu? I alvöru? Frændi Sigríðar benti henni á að sækja um vinnu í álverinu vorið 1994 þegar hún var í atvinnuleit. Hún sótti um og fékk starfiö. Hún vann það sumar og valdi það sem sumarstarf árið eftir. Hún hætti hins vegar ekki um haustið heldur hélt áfram og er þar enn. „Þegar ég byrjaði fannst körlun- um að það væri ekki hægt fyrir kon- ur að vinna héma. Svo hrúgaðist inn kvenfólk árið 1995 og þá hættu þeir að tala um þetta. Það er auðvitað fullt af konum og körlum sem kemur inn i skálann og hugsar með sér: „Nei, hér vinn ég ekki!“ En það er bara eins og með aðra vinnustaði." Fólk bregst undrandi við þegar Sigríður segir hvar hún vinnur: „í álverinu? 1 alvöru? I mötuneytinu?" Þetta er ekki alveg það sem fólk býst við. „Þetta er ekki pirrandi, ég er orð- in svo vön þessu. Þegar ég er spurð hvað ég sé að gera í álverinu, spyr ég: „Viltu virkilega vita það?“ Starf- ið er svo fjölþætt að fólk er engu nær þótt ég lýsi því.“ Að vinna á lyftara - ekkert mál Sigríður hefur m.a. unnið við að saga ál, merkja það og vinna á lyft- ara. „Ég er búin að sanna það sem Grýlumar sögðu.“ Þegar Sigríður byrjaði að vinna í álverinu var Rannveig Rist steypu- skálastjóri og yfirmaður hennar. Síðan er hún, eins og allir vita, orð- in hæstráðandi í fyrirtækinu. Skyldi eitthvað hafa breyst varð- andi konumar í fyrirtækinu eftir að I hita leiksins. Rannveig varð forstjóri? „Nei, það held ég ekki. Hún hefur þá stefnu að fjölga konum, án þess að það verði þó óréttlátt. Konunum er, líkt og körlunum, sagt upp ef þær standa sig ekki. Þetta er ekki verndaður vinnustaður kvenna." Eru konumar í álverinu meiri karlmenn í sér en aðrar konur? „Nei. Þetta er bara eins og meö önnur störf. Fólk velur sér mismun- andi starfsvettvang. Ekki hefði ég áhuga á að sitja inni á skrifstofu og pikka á tölyu allan daginn. Ég gæti það ekki. Ég myndi hlaupa grenj- andi heim fyrsta daginn.“ ... í prófíl Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, laga- nemi og pólitíkus Fullt nafn: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson. Fæðingardagur og ár: 20. októ- ber 1971. Maki: Það mál er í nefnd. Böm: Ég er hluthafi í litilli Láru. Starf: Laganemi. Skemmtilegast: Það sem mér finnst ekki leiðinlegt. Leiðinlegast: Fundir sem drag- ast úr hófi þvi þeim hefði ytirleitt verið hægt að ljúka á mun styttri tíma með sama árangri. Uppáhaldsmatur: Ora-saxbauti i dós, borinn fram með grænum Ora-baunum úr dós og rauðkáli í dós. Uppáhaldsdrykkur: Bloody Mary. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Saumaklúbburinn. Fallegasta röddin: Hún tilheyrir Brynhildi Þórarins á Þjóðbraut- inni. Uppáhaldslíkamshluti: Pass. Hlynntur eða andvlgur ríkis- stjóminni: ANDVÍGUR. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt? Ég myndi glaður blanda mér í baráttu Andrésar og Há- bems um hylli Andrésínu. Uppáhaldsleikari: Gummi Ben. Uppáhaldstónlistarmaður: Meg- as. Sætasti stjórnmálamaðurinn: Össur Skarphéöinsson. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fót- bolti. Leiðinlegasta auglýsingin: Sel- ect-samlokuauglýsingar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Am- erískar stórslysamyndir. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Sú sem speglast i skjánum hveiju sinni. Uppáhaldsskemmtistaður: Allir sem enda á bar: Mímisbar, Kaffi- bar, Skuggabar og Leið-angur- bar. Besta „pikköpp“-llnan: Hér er tíkall, hringdu í mömmu þina og láttu vita að þú sofir ekki heima i nótt. Hver hefur haft mest áhrif á lff þitt? Ég. Hvað ætiar þú að verða þegar þú verður stór? Sumir hafa sagt viö mig að ég verði aldrei stór en ég er engu að síður 10 cm stærri en Kristján Guy Burgess þannig að ég er full- komlega sáttur. Eitthvað að lokum? Lifi Þróttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.