Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
27
Að taka Ijóðið niður úr efstu hillunni
Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir eru Ijóðskáld en hafa nú samið leikverkið Hótel Hekla sem frumsýnt
verður í Kaffileikhúsinu annað kvöld. Þar gera þau tilraun til að tengja saman þessi tvö listform.
DV-mynd ÞÖK
þau fulltingis annarra skálda, svo
sem Braga Ólafssonar, Diddu, Geir-
laugs Magnússonar og Steinunnar
Sigurðardóttur. En um hvað fjallar
verkið?
„Það fjallar um flugfreyju sem
þarf að kljást við farþega á leið til
útlanda. Strax þegar við fórum að
leggja drög að verkinu fannst okkur
áhugavert að láta fólk mætast á
ferðalagi, af því að þá kynnist það á
allt annan hátt en venjulega. Flug-
freyjur eru líka ansi formfastar og
stífar, að minnsta kosti utan frá séð,
og það var ögrandi fyrir okkur að
brjótast inn í þann hugarheim. í
verkinu kemur líka fyrir tiltölulega
stífur bissnessmaður á viðskipta-
ferðalagi og þetta par er kannski
ekki það fyrsta sem maður tengir
við ljóðaflutning. Það er absúrd að
hugsa sér flugfreyju sem fer með
ljóð fyrir farþega."
Linda segir að leikurinn sé gam-
anleikur og það gangi svo langt að í
uppsetningunni sé notað nef með
gleraugum og skeggi. Verkið hafi
líka að sumu leyti verið orðið mjög
absúrd þegar ljóðin voru komin inn
í það.
„Eftir sýningarnar í Norræna
húsinu kom mörgum á óvart að það
gæti verið svo gaman að ljóðalestri.
Sumir greindu heldur ekki í sundur
texta og ljóð vegna þess að það
vannst enginn tími til þess að setja
sig í þær upphöfnu stellingar sem
menn eru vanalega í þegar þeir lesa
Ijóð. Ljóðin eru sett í hversdagslegt
samhengi, ekki ósvipað því sem
Þórey gerir í Ljóði vikunnar í Sjón-
varpinu."
Linda og Anton eru sammála um
að KafFileikhúsið sé góður staður til
þess að sýna verk af þessu tagi, þar
sem eiginlega væri ómögulegt að
fLytja það í stórum sal á stóru sviði.
Óskastaðurinn fyrir utan Kafíileik-
húsið væri ef til vill Flugleiðavél.
Sýningin gæti þá orðið farandsýn-
ing.
Er þetta ef til vill framtíð ljóðs-
ins?
„Framtíð ljóðsins er að vera hvar
sem er og hvenær sem er,“ segir
Anton Helgi. „Það sem hefur verið
að gerast undanfarin ár er að ljóð-
skáld og aðrir hafa verið að reyna
að setja ljóðið fram á nýstárlegan
hátt. Ná því ofan úr efstu hillunni
þar sem það hefur verið svo lengi,“
segir Linda. Það er seinagangi
menntakerfisins að kenna. Þegar ég
var í skóla var Steinn Steinarr það
nýjasta í skólaljóðunum. Það er sem
betur fer að breytast núna og við
erum að leggja okkar lóð á vogar-
skálarnar.“ -þhs
Linda Vilhjálmsdóttir og Anton
Helgi Jónsson eru betur þekkt sem
ljóðskáld en á morgun verður frum-
sýnt í KaffOeikhúsinu leikverkið Hót-
el Hekla sem þau sömdu í sameiningu.
Hótel Hekla var áður sýnt á sænsku í
Norræna húsinu sumarið 1997.
„Þórey Sigþórsdóttir leikkona
hefur bryddað upp á mörgu nýju í
ljóðaflutningi, eins og landinn hefur
fengið að sjá í Ljóði vikunnar í Sjón-
varpinu í vetur,“ segir Anton. „Hún
fékk styrk úr norræna menningar-
sjóðnum, þar sem hún hafði ráðgert
að setja upp ljóðadagskrá fyrir er-
lenda ferðamenn. Hún bað okkur að
hjálpa sér að velja ljóð og siðan vatt
þetta upp á sig en ég held að Þórey
hafi alltaf verið með það í huga að
tengja saman leik og ljóð.“
Linda og Anton voru saman í höf-
undarsmiðjunni í Borgarleikhúsinu
þar sem Hlín Agnarsdóttir leik-
stýrði verki þeirra. Þau segja Hótel
Heklu mjög eðlilegt framhald af því
sem þau voru að gera þar.
„Við erum öll þrjú á þeirri línu
að það sé gaman að vinna út frá
spuna með leikurum. Fá hugmynd,
kalla saman leikara sem spinna út
frá henni og skrifa svo út frá því.
Eina reglan í höfundarsmiðjunni
var sú að allt væri leyfilegt og allan
tímEinn vorum við því að gera ná-
kvæmlega það sem okkur langaði til
að gera,“ segir Anton Helgi.
„Við erum bæði ljóðskáld. Hótel
Hekla er þó fyrst og fremst leikverk
og ljóðin eru þama til þess að styðja
við leiktextann. Auðvitað standa
þau fyrir sínu en þetta er fyrst og
fremst leikrit. Við ætluðum fyrst að
velja ljóðin og búa til leikritið í
kringum þau á eftir en komumst
fljótlega að því að það var ekki
hægt. Á endanum var leikritið til-
búið en vissum ekki hvemig í dauð-
anum við áttum að koma ljóðunum
inn í það líka. Það endaði með því
að við ákváðum að hafa verkið eins
og söngleik og völdum ljóðin með
hliðsjón af söguþræðinum eða í
beinu framhaldi af honum," segir
Linda.
Ljóðin í verkinu era ekki einung-
is eftir Lindu og Anton heldur njóta
Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafsson sem flugfreyja og farþegi í Hótel
Heklu.
VERSLUNIN HÆTTIR
2 SIÐUSTU DAGARNIR
Iþróttabuxur 2 stk.
Puma skór
Snjóbrettaúlpur
Snjóbuxur
Verð áður 3^8tT
Verð áður
Verð áður
Verð áður 4*990
*
Verð nú 2.490
Verð nú 3.990
Verð nú 6.990
Verð nú 990
SPORTHUS
REYKJAVÍKUR
Laugavegi 44
Laugardag opið 10-17
Sunnudag opið 12-18