Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Qupperneq 36
44
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 JL>V
mðtal
hef aldrei verið nasisti
“Þegar þú ferö í herinn þá
feröu einn - til þess aö deyja
fyrir foringjann og föður-
landiö. Ef þú ert á fjöllum í
fárviðri og sofnar þá vakn-
aröu ekki aftur. Ef þú finnur
þér ekki eitthvaö aö éta þá
deyröu. Þaö eina sem getur
bjargaö þér er lífsviljinn og
byssan. Ég var staöráöinn í
því aö lifa stríöiö af. “
Þetta segir Reinhold Greve
sem þekkir það sem hann tal-
ar um af eigin raun þar sem
hann barðist í hersveit nas-
ista í seinni heimsstyrjöld-
inni.
Nafniö AdolfHitler er hlaö-
iö merkingu í eyrum allra
sem komnir eru af barnsaldri
en hvað dettur Reinhold fyrst
í hug þegar hann heyrir þaö?
„Þaö snertir mig ekki. Hitler
var ein slœm tilvera fyrir
alla Evrópu. Hann var einn
sá mesti lygameistari sem
uppi hefur verið á jörðinni. “
Reinhold Greve er fæddur í
Lúbeck árið 1926. Hann var því að-
eins þrettán ára þegar styrjöldin
mikla hófst. Man hann eftir því?
„Fólk var farið að búa sig undir
stríð því það fann óróann í loftinu.
Kvíði var ríkjandi yfir því sem
koma skyldi. Ég man vel eftir fyrsta
september 1939 en mikið hafði líka
gengið á á undan þeim degi. Þegar
Hitler komst til valda voru pening-
ar ekki til í Þýskalandi.
Heimskreppan hafði lagst þungt á
Þjóðverja og hungur og atvinnu-
leysi ríkti. Árið eftir að Hitler varð
ríkiskanslari var atvinnuleysi nær
óþekkt. Þá hófst hemaðaruppbygg-
ing og fólk hafði nóg að starfa.
En óróinn í loftinu fólst í gyðinga-
ofsóknum. Það var svo sem ekkert
nýtt; gyðingar höfðu alltaf verið
nefndir sem blórabögglar fyrir ým-
islegt áður en Hitler upphóf sín ösk-
ur. Verslanir gyðinga voru kerfis-
bundið eyðilagðar eða merktar með
gulri stjömu og áletrunum „Þjóð-
verjar versla ekki við gyðinga." All-
ir vissu að gyðingarnir áttu að fara
burt. Þeir vora ekki æskilegir í
Þýskalandi. Við vorum hin hrein-
ræktaða herraþjóð og betri en aðr-
ir.“
Trúðu því allir?
„í einræðisríkjum getur verið
banvænt að mótmæla ríkjandi
stefnu. Engum var hægt að treysta,
Reinhold var vart kominn af barnsaldri þegar hann var sendur á vesturvígstöðvarnar. Hér er sautján ára kvíðinn her-
maður.
„Frostið og vosbúðin gerði út af við okkur,“ segir
Reinhold um veru sína á vesturvígstöðvunum. Hér er
þreyttur þýskur hermaður.
ekki einu sinni vinum og nánustu
fjölskyldu. En ég var auðvitað bara
krakki og áttaði mig ekki á því sem
þama var að gerast. Mín fjölskylda
þekkti enga gyðinga og við vissum
ekkert hvað varð af þessu fólki. Það
bara hvarf einhvem
veginn. Að lokum
höfðu allar verslanir
verið mölvaðar,
synagógur eyðilagð-
ar og brúnstakkar
voru úti um allt,
syngjandi áróðurs-
söngva. Það var eitt-
hvað að gerast. Fólk
hafði verið heila-
þvegið.“
Manstu eftir út-
varpsræðum
Hitlers?
„Ég hlustaði
aldrei á þær vegna
þess að faðir minn
hlustaði aldrei á
þær. Hann var
vinnumaður og sósí-
aiisti og þar var
slagorðið Öreigar
allra landa samein-
ist. í byrjun Hitlers-
tímans lenti hann
illa út úr þvi að segja
skoðanir sínar og
hélt sig tO baka eftir
það. Þeir kenndu honum að þegja.
Lubeck, Kiel og Hamhorg voru
kommúnistabæli sem Hitler vildi
helst aldrei heimsækja. Hann ætlaði
að halda ræðu þar 1932-33 en það
samkomuhús var brennt til granna
áður en hann kom þar við. Hann
var ekki mjög velkominn í Norður-
Þýskalandi."
Þú hefur þó væntanlega verið í
Hitlersæskunni?
„Já, vitaskuld var ég í henni. Ef
þú varst ekki eins og jafnaldrar þin-
ir varstu bara útskúfaður. En
Hitlersæskan var bara félagsskapur
fyrir unga menn. Rétt eins og skát-
arnir. Þarna voru krakkar frá sex
ára aldri upp í herskyldualdur og
þeim voru kynntar hugmyndir nas-
ismans en meiri áhersla var þó lögð
á hreysti og heilbrigði. Aginn var
mikili og hvers kyns óheilbrigði
ekki liðið."
Sá á eftir möraum
vinum í dauðann
Aðeins 17 ára var Reinholt skyld-
aður til þess að fara í herinn.
Hvernig skyldi honum hafa liðið
þegar hann þurfti að kveðja fjöl-
skyldu sína til þess að taka þátt í
miskunnarlausu stríði sem enginn
vissi hvemig endaði?
„Fyrst var herþjónustan bara þjálf-
un og leikur en þegar maður var sett-
ur á flutningavagn og sagt að leiðin
lægi austur þá byrjaði kvíðinn. Og
þegar við fórum að heyra gnýinn frá
vígvöllunum varð óttinn yfir því að
vita ekki hvað væri að fara að gerast
öllu yfirsterkari. Auðvitað var ég
hræddur. Það er eðli mannsins að
hjartað slær hraðar en vanalega þegar
skotum rignir yfir mann.“
Reinholt var sendur til Kiev í Úkra-
ínu, rétt við pólsku landamærin, en
þá var undanhald Þjóðverja þegar haf-
ið. Hann barðist í víglínunni og tók
þátt í átökum með fallbyssum og
skriðdrekum. Það var ekki maður á
móti manni heldur tæki á móti tæki
svo lengi sem Þjóðverjar höfðu skrið-
dreka en þegar Rússar gerðu gagnárás
í ársbyrjun 1945 fór að siga á ógæfu-
hliðina. Þetta segir Reinholt að hafi
verið erfiðasti tíminn í stríðinu.
„Frostið gerði út af við okkur.
1942-1943 hafði verið einn harðasti
vetur í manna minnum og þá höfðu
menn misst útlimi og dáið úr kulda.
Þeir vorum ekki klæddh- fyrir þennan
harða vetur, voru bara í frakka og leð-
urstígvélum. Við vorum líka varnar-
lausir þarna í kuldanum og á daginn
komu rússneskar flugvélar og skutu á
okkur. Þarna dó mikið af fólki.“
Eignaðistu vini við þessar aðstæð-
ur?
„Já, ég eignaðist marga vini og að
sama skapi sá ég á eftir mörgum vin-
um í dauðann. Ég kvaddi þá marga en
maður kom í manns stað. Einhvern
veginn höfðum við það af að komast
tii Póllands og þeir sem verst voru
staddir komust á risastórt þýskt far-
þegaskip. Það var skotið niðm- af rúss-
neskum kafbátum og allir fórust."
Enginn komst út úr umsátrinu
nema hann særðist og Reinhold var
einn af þeim. Hann fékk skot í fótinn.
Reinhold segir að hann hafi þurft að
bíða svo lengi eftir því að komast i
burtu að sárið hafi eiginlega verið
gróið þegar hann fékk aðstoð. Fljót-
lega var hann lika sendur aftur í bar-
dagann þar sem innrás hafði verið
gerð á vesturvígstöðvunum og þar
barðist hann þar til hann var tekinn
til fanga af Bandaríkjamönnum í
mars 1945.
„Vaninn af"
nasismanum
„Við voram settir í opna flutn-
ingabíla og keyrðir langa leið. Við
Árið 1945. Bugaður þýskur iiðsforingi sér fram á að stríðið er tapað.