Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Page 55
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
63
&mæli
Guðjón Bjamason
Guðjón Bjamason, arkitekt og
myndlistarmaður, Klapparstíg 26,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Guðjón fæddist í Hafnarfirði en
ólst upp við Ægisíðuna í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1979, las lögfræði við HÍ 1979-81,
stundaði nám í þýsku í Svartaskógi
í Þýskalandi, lauk B.FA-prófi í
byggingarlist og myndlist við
Rhode Island School of Design,
Providence 1983 og B. ARCH-prófl
við sama skóla 1984, lauk MA-prófl
í myndlist og skúlptúr frá School of
Visual Arts í New York 1987, stund-
aði nám við Columbia University í
New York og lauk þaðan M.Sc. II-
prófum í byggingarlist og hönnun
1989 með hæstu einkunn skólans.
í námshléum vann Guðjón hjá
Flugleiðum, Arnarflugi og Jordani-
an Airlines við pílagrímsflug í Afr-
íku og Asturlöndum nær.
Hann var aðstoðarkennari í flar-
víddarteikningu við Rhode Island
School of Design 1982-84, var kenn-
ari í byggingarlist við USA Insti-
tute í Verona á Italíu og gestakenn-
ari við Pratt University I Brooklyn
í Bandaríkjunum 1991 og gestapró-
fessor við New Jersey Institute of
Technology i Newark í Bandaríkj-
unum 1992.
Guðjón starfaði á Teiknistofu
Magnúsar Skúlasonar og Sigurðar
Harðarsonar 1989. Hann stofnaði
teiknistofuna Hugsmíð 1990 sem
m.a. hefur hannað Kaffl List, Græn-
an Kost og verslun Sævars Karls í
Bankastræti.
Guðjón sat í undirbúningsnefnd
og stjórn ÍSAKK, íslenska arki-
tektaskólans, 1993-96, var annar
framkvæmdastjóra skólans 1994-96
og hefur frá upphafi verið kennari
á sumarnámskeiðutr, skólans. Hann
hefur unnið fyrir Listskreytinga-
sjóð ríkisins, hefur setið í ritstjórn
AVS frá 1992 og hefur ritað flöl-
margar greinar um byggingarlist
og listir í íslensk og er-
lend tímarit og dagblöð.
Samhliða störfum í
arkitektúr hefur Guð-
jón haldið yflr flörutíu
sýningar, hér á landi og
erlendis, á sviði mynd-
listar, þ. á m. einkasýn-
ingar á Kjarvalsstöðum,
1990, og í Hafnarborg,
1993 og 1995, auk alþjóð-
legra samsýninga í
Bandaríkjunum, Bret-
landi, Noregi, Frakk-
landi, Spáni og í Brasil-
íu.
Guðjón Bjarnason.
stöðum á
Verk Guðjóns voru valin til sýn-
ingarinnar Hið forboðna landslag,
af Henie Onstad-safninu í Ósló.
Hann var valinn sumarlistamaður
Norræna hússins í Reykjavík 1997
og fulltrúi Reykjavíkur 1997 á sýn-
ingu menningarborganna 2000 í
Avignon í Frakklandi.
Guðjón sat í dómnefnd DV fyrir
byggingarlist 1993 og var tilnefnd-
ur til Mennningarverðlauna DV í
byggingarlist 1994. Hann hefur
unnið til nokkurra verðlauna og
viðurkenninga í samkeppnum auk
þess sem hann hefur hlotið um
fimmtán opinbera og alþjóðlega
styrki fyrir störf sín.
Verk Guðjóns eru að öllu jöfnu
til sýninga í Central Fine Arts
Gallery og Hvgo de Pagona Gallery
í New York en Guðjón vinnur nú
að sýningarhaldi í Kaupmanna-
höfn, Peking og New York á þessu
ári.
Fjölskylda
Dóttir Guðjóns er Gígja Isis Guð-
jónsdóttir, f. 11.6. 1990, en móðir
hennar er Guðrún Helga Svansdótt-
ir, f. 30.8. 1962, heilsufræðingur.
Systkini Guðjóns eru Gróa Reyk-
dal Bjarnadóttir, f. 11.8.1947, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík; Guð-
rún Valgerður Bjarnadóttir, f. 29.8.
1949, flugfreyja í Reykjavík; Jón
Þorvaldur Bjarnason, f. 13.2. 1957,
bifvélavirki og sölu-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Guðjóns
eru Bjarni Guðjónsson,
f. 17.8. 1927, fram-
reiðslumaður í Reykja-
vík, og Diljá Esther Þor-
valdsdóttir, f. 17.10.
1929, verslunarmaður
og húsmóðir.
Bjarni er sonur Guð-
jóns, útvegsb. á Bjarna-
Grímsstaðaholti, Bjarna-
sonar, b. á Grímsstaðaholtinu,
bróður Jóns í Heiðabæ, langafa
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Annar bróðir Bjarna var Eiríkur,
langafi Kristjóns, föður Braga bók-
sala og Jóhönnu blaðamanns, móð-
ur Illuga og Hrafns Jökulssona.
Systir Bjarna var Katrín, amma Ar-
inbjarnar Kolbeinssonar læknis.
Bjarni var sonur Gríms, b. og
skyttu á Nesjavöllum, bróður Ey-
dísar, langömmu Guðrúnar, ömmu
Guttorms Þorvarðssonar, fyrrv. yf-
irverkfræðings Reykjavikurborgar.
Grímur var sonur Þorleifs, ættfóð-
ur Nesjavallaættarinnar, Guð-
mundssonar, b. í Norðurkoti í
Grímsnesi, Brandssonar, b. á
Krossi Eysteinssonar, bróður Jóns,
fóður Guðna, ættfoður Reykjakots-
ættarinnar, langafa Halldórs, afa
Halldórs Laxness. Guðni var einnig
langafi Guðna, langafa Vigdísar
Finnbogadóttur. Móðir Guðjóns var
Þorbjörg Guðrún Jónsdóttir, pr. á
Ólafsvöllum, Þorleifssonar, pr. í
Hvammi i Hvammssveit, Jónsson-
ar. Móðir Jóns var Þorbjörg Hálf-
dánardóttir, pr. að Mosfelli í Gríms-
nesi, Oddssonar. Móðir Þorbjargar
Guðrúnar var Ingunn Ámadóttir,
b. að Núpi í Fljótshlíð, Vigfússonar.
Móðir Bjama var Guðrún Val-
gerður, hálfsystir Áslaugar, móður
Guðjóns Oddssonar, fyrrv. for-
manns Kaupmannasamtakanna.
Hálfbróðir Guðrúnar Valgerðar var
Sigurgestur, faðir Harðar, forstjóra
Eimskips. Guðrún Valgerður var
dóttir Guðjóns, verkamanns í
Reykjavík, Jónssonar, b. í Hafliða-
koti, Jónssonar, b. á Ormsvelli í
Hvolhreppi, Erlendssonar, bróður
Valgerðar, langömmu Gretars Fells
rithöfundar. Móðir Erlends var
Halldóra Halldórsdóttir, b. á Rauð-
nefsstöðum, Bjamasonar Halldórs-
sonar, ættföður Víkingslækjarættar
þeirra Davíðs forsætisráðherra,
Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráð-
herra og Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar hagfræðings. Móðir Guðjóns
var Hólmfríður Sveinsdóttir sem
reri tólf vertíðir frá Landeyjasandi.
Móðir Guðrúnar Valgerðar var
Katrín Sveinbjörnsdóttir frá Kluft-
um.
Diljá Esther er dóttir Þorvalds,
skipstjóra á Grand í Ytri-Njarðvík,
Jóhannessonar, vinnumanns í
Þjórsárdal, Eggertssonar. Móðir Jó-
hannesar var Kristín, systir Guð-
ríðar, langömmu Guðmundar, foð-
ur Leós Löve lögfræðings. Kristín
var dóttir Þorvalds, b. á Vilmundar-
stöðum, bróður Jóns, langafa Jóns
Björnssonar, fóður Selmu, fyrrv.
forstjóra Listasafns íslands, og Hall-
dórs, arkitekts og stjómarfor-
manns, Jónssonar, fóður Garðars,
arkitekts og húsameistara ríkisins.
Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður
Deildartunguættar, Þorvaldssonar.
Móðir Kristínar var Guðrún Finns-
dóttir, hreppstjóra í Miðvogi, Narfa-
sonar. Móðir Finns var Guðlaug
Sigurðardóttir. Móðir Guðlaugar
var Guðríður, systir Snorra Björns-
sonar á Húsafelli. Móðir Þorvalds
skipstjóra var Margrét Jónsdóttir,
b. á Álfstöðum á Skeiðum, Magnús-
sonar og Margrétar Einarsdóttur.
Móðir Diljár er Stefanía
Guðmundsdóttir, b. í Ánanaustum,
Guðmundssonar og Stefaníu
Reykdal Stefánssonar.
Guðjón er í New York. Vinum er
vilja óska honum heilla er bent á
aðsetur hans þar, sími: 001-212-366-
0319, fax: 001-212-627-6142.
tiikynningar
Fríkirkjan í Reykjavík
Fundur í Bræðrafélaginu kl. 12
laugardaginn 6. febr. í Safnaðar-
heimilinu. Ræðumaður verður Þór-
ir S. Guðbergsson, rithöfundur og
fyrrv. ellimálafulltrúi Reykjavíkur-
borgar. Umflöllunarefni Hvernig
bætum við lífi við árin?“ Umræður
og léttur hádegisverður. Félagar eru
hvattir til að taka með sér gesti.
Slysavarnadeild kvenna
í Reykjavík
Aðalfundur Slysavarnadeildar
kvenna í Reykjavík verður 11. febr-
úar kl. 19.30 í Höllubúð. Þorramat-
ur. Mætum vel.
Lionsklúbburinn Ýr, Kópavogi
Við verðum með sölubás í Kolaport-
inu laugardaginn 6. febrúar. Margt
góðra muna á boðstólum. Öllum
ágóða er varið til líknarmála.
Kvenfélag Grensássóknar
Kvenfélag Grensássóknar heldur að-
alfund mánudaginn 8. febrúar kl.
19.30 í safnaðarheimilinu. Fundurinn
hefst með kvöldverði. Venjuleg aðal-
fundastörf. Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku til Kristínar í síma 568-7596
eða Brynhildar í síma 553-7057.
Ball fyrir fatlaða
Furðufataball verður haldið í Árseli
laugardagskvöldið 6. febrúar kl.
20-23. Þeir sem mæta í furðufótum
borga 300 kf. hinir borga 400 kr.
Aldurstakmark 16 ára. Sjáumst
hress og kát í Árseli.
Jiu-Jitsufélögin á íslandi kynna
Sensei Allan Campell national
coach of United kingdom verður á
íslandi dagana 6. og 7. mars. Nám-
skeiðið er opið öllum unnendum
góðrar sjálfsvarnarlistar. Þátttaka
tilkynnist fyrir 20. febr., mán. og
þri. milli 18 og 21 í síma 565-3453, og
mid. og fid. milli 18 og 21 í síma
5655199.
Húnvetningafélagið
Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11,
laugardag kl. 13. Allir velkomnir.
Athugið breyttan tíma.
andlát
Guðmundur Pálsson frá Höskulds-
ey, Varmahlíð 2, Hveragerði, lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni
fimmtudagsins 4. febrúar.
Valborg Jónasdóttir, Miklubraut
62, Reykjavík, lést á Landspítalan-
um 28. janúar. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Þórhalla Kristbjörg Sigurðar-
dóttir, Iðavöllum 10, Húsavík, and-
aðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga,
Húsavík, að kvöldi fimmtudagsins
4. febrúar.
Gunnlaugur Eyjólfsson lést á
heimili sínu Lindargötu 22A,
fimmtudaginn 4. febrúar.
Valgerður Árnadóttir, Lönguhlið
3, áður Ásgarði 29, lést i Sjúkrahúsi
Reykjavíkur aðfaranótt fimmtu-
dagsins 4. febrúar.
jarðarfarír
Sigurjón Vídalín Guðmundsson,
Vestmannabraut 53, Vestmannaeyj-
um, verður jarðsunginn frá Landa-
kirkju laugardaginn 6. febrúar kl.
14.00.
Jóhann Benediktsson, Melhaga 7,
Reykjavík, sem lést í Landakotsspít-
ala sunnudaginn 31. janúar, verður
jarðsunginn frá Neskirkju mánu-
daginn 8. febrúar kl. 15.00.
Hjörvar Vestdal Jóhannsson Hofi,
Lýtingsstaðahreppi, sem lést af slys-
foram miðvikudaginn 27. janúar,
Þorrakaffi
Söngsveitin Drangey heldur sitt árlega þorrakaffi í félagsheimilinu Drang-
ey, Stakkahlíð 7, sunnudaginn 7. febrúar. Húsið verður opnað kl. 14.30. Eins
og alltaf áður verður veisluhlaðborð að skagfirskum sið og að sjálfsögðu
mun söngsveitin taka lagið undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur.
Söngsveitin Drangey vonar að sem flestir geti komið að hlýða á sönginn og
fá sér af veisluborðinu í leiðinni.
verður jarðsunginn frá Goðdala-
kirkju laugardaginri 6. febrúar kl.
14.00.
Einar Hannessson, Brekku, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsunginn
frá Landakirkju laugardaginn 6.
febrúar kl. 10.30.
Ágústa Jónsdóttir frá Þuríðarstöð-
um i Fljótsdal, sem lést í Landspítal-
anum 31. janúar, verður jarðsungin
frá Valþjófsstaðarkirkju laguardag-
inn 6. febrúar kl. 14.00.
Gestur Jónsson, Hrafnistu, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 8. febrúar
kl. 13.30.
Ægir Breiðfjörð Friðleifsson,
Tjarnarlundi, Stokkseyri, verður
jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju
laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00.
Til hamingju
með afmæ ið
7. febrúar
85 ára
Sigurlaug Siggeirsdóttir,
Eyjaseli 5, Stokkseyri.
75 ára
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir,
Austurbyggð 17, Akureyri.
Guðrún Jónasdóttir,
Gerði, Akureyri.
Stefán Þormóðsson,
Reykjabyggð 35, Mosfellsbæ.
70 ára
Bjöm E. Pétursson,
Byggðarenda 11, Reykjavík.
60 ára
Björn Jónsson,
Ránargötu 1A, Reykjavík.
Bjöm Magnús Egilsson,
Fjarðarstræti 57, ísafirði.
Gunnar Þór Gunnarsson,
Austurgötu 21, Hafnarflrði.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Staðarbakka 22, Reykjavík.
Sigrún Elíasdóttir,
Barmahlíð, Reykhólum.
50 ára
Finnur
Eiríksson
prentsmiður,
Vesturbergi 15,
Reykjavik.
Eiginkona hans
er
Gunnhildur Hrólfsdóttir
rithöfundur
Þau verða að heiman.
Haukur Margeirsson
verkfræðingur,
Þinghólsbraut 7,
Kópavogi.
Valur Margeirsson
verkstjóri,
Sólvallagötu 20, Keflavík.
Bjarki Árnason,
Vallartröð 7, Akureyri.
Hjalti Hjaltason,
Huldulandi 9, Reykjavík.
Mignon Hazelie
Lára Davenp,
Öldugötu 54, Reykjavík.
Sigriður Ágústsdóttir,
Hringbraut 48, Hafnarfirði.
Sverrir Jensson,
Kötlufelli 7, Reykjavík.
40 ára
Anna Ólafía Sigurðardóttir,
Brautarlandi 12, Reykjavík.
Ásbjörn Jónsson,
Bollagöröum 97,
Seltjarnarnesi.
Emil Emilsson,
Kirkjulundi 8, Garðabæ.
Guðfinnur Jón Birgisson,
Norðurvör 11, Grindavík.
Lovísa Sigurðardóttir,
Egilsgötu 26, Reykjavik.
Margrét Jósepsdóttir,
Amarsíðu 8A, Akureyri.
Páll Gunnar Guðmundsson,
Hólagötu 5, Njarðyík.
Sigurður Pálmi Ásbergsson,
Lokastíg 28A, Reykjavík.
Snorri Þórisson,
Vesturholti 7, Hafnarfirði.
1 Þjónustusími 55D 5DDD
w w wv NÝR HEIMUR Á isi NETINU írJs