Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Page 58
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 1
® fyifyndbönd
ic ir
MHOWM
GAGNRYNI
Bambi:
Sígilt meistarastykki ★★★★
Walt Disney sagði einhverju sinni að Bambi væri uppáhalds myndin
hans. Og mér segir svo hugur að verði hann nokkru sinni lífgaður úr
frystinum muni sú skoðun hans ekki breytast. Því þrátt fyrir ágæti
mynda á borð við The Lion King, Aladdin og Mulan, búa þær ekki yfir
þessum töfrandi galdri sem umlykur Bambi. Sú mynd sameinar ein-
falda og fallega sögu, margvíslegar myndrænar útfærslur og úrvalstón-
list. Þá er einnig sem aldurinn veiti henni einstakan þokka (en Bambi
er gerð 1942), sem nýju myndirnar búa eðlilega ekki yfir.
Þótt það megi að mörgi leyti greina grunnmynstur Bamba í nýjum
Disney-myndum er hún um margt frábrugðin þeim. Mig grunar að
stálpuðum krökkum, sem vanir eru hraðanum, kröftugum óvinum og
nýjustu teiknimyndabrellum, þyki Bambi fuil hæg (og gamaldags).
Yngstu bömin munu aftur á móti falla fyrir hugljúfri frásögninni, rétt
eins og fullorðna fólkið sem mun einnig njóta magnaðs samspils mynd-
ar og tónlistar á öðmm nótum en bömin. Enn og aftur hefur íslensk tal-
setning tekist vel og full ástæða til að hrósa aðstandendum hennar.
Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: David Hand. Framleiðandi: Walt
Disney. Bandarísk, 1942. Lengd: 70 mín. Öllum leyfð. -bæn
Cousin Bette: ___
Hefndarfarsi * #
Des McAnuff er hér að leikstýra sinni fyrstu kvik-
mynd, en hann hefur látið að sér kveða í leikhúslífínu
og m.a. unnið Tony-verðlaun fyrir leikstjóm. Myndin
er byggð á klassískri skáldsögu eftir Honore de Balzac,
meinfýsinni háðsádeilu á franskt samfélag um miðja
19. öld, þar sem aðallinn, listamenn og hin nýja borg-
arastétt fá á baukinn.
Hulot barón og böm hans líta niður á frænku sína,
fátæku piparjúnkuna Cousin Bette, sem á sér leyndarmál í óendurgoldinni
ást á fátækum listamanni. Þegar dóttir barónsins giftist listamanninum
brýst hatur frænkunnar út og hún leggur fjölskylduna smám saman í rúst
með klækjabrögðum og nýtur þar aðstoðar leikkonu nokkurrar, sem er við-
hald barónsins.
Hér er nægur efniviður í prýðisgóða og svolítið kvikindislega kómedíu,
en því miður virðist Des McAnuff hafa týnt broddinum í háðinu. Þótt brosa
megi að ófómm persónanna gefst sjaldan tilefni til hláturs og myndin verð-
ur því langdregin og fremur leiðinleg. Af leikhúsbakgrunni leikstjórans
myndi maður ætla að hann ætti að geta náð einhverju út úr stjörnum prýdd-
um leikhópnum, en það er engu líkara en engin leikstjórn hafi farið fram -
leikararnir virka gjörsamlega utangátta, fyrir utan Hugh Laurie sem fer
nokkuð vel með hlutverk barónsins.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Des McAnuff. Aðalhlutverk: Jessica Lange,
Geraldine Chaplin, Hugh Laurie, Elisabeth Shue og Bob Hoskins.
Bresk/bandarísk, 1998. Lengd: 107 mín. Ekki við hæfi ungra barna. -PJ
Yesterday's Target:
Helber hörmung #
Söguþráður myndarinnar er á þá leið að þrjár mann-
eskjur hafa verið sendar frá árinu 2025 til samtímans í
von um að bjarga heiminum. Eina vonin er fólgin í því
að ungur drengur taki við samtökum sem reyna að
bjarga fólki með yfímáttúrulega hæfileika, en það er of-
sótt af leynilegri bandarískri rikisstofnun. Stjómandi
hennar er hinn illi Holden (Malcolm McDowell) og
stefnir allt í að honum takist ætlunarverk sitt, því hetjurnar þrjár þjást af
minnisleysi. Þegar þær loks ranka við sér nýtast yfimátturulegir kraftar
þeirra. Ein sér fram í tímann, önnur „spýr“ eldi og sú þriðja hefur yfir að
ráða fjarhreyfiskyni!
Hljómar all hrikalega, ekki satt. En myndin er enn verri en söguþráður-
inn gefur til kynna því allt annað er svo ógurlega lélegt að sagan verður að
teljast það skásta við hana. Það er t.d. erfltt að dæma um hver leikaranna
sýni verst tilþrif. Daniel Baldwin kann að hafa vinninginn, en hann sýnir
hér ömurlegasta Baldwin-ieik allra tíma og þá er mikið sagt! Þessi mynd fær
0 á skalanum 1-10, G á mælikvarðanum A-F og öfgaviðbjóð á Tvíhöfða-skal-
anum - og svo sannarlega enga stjömu í þessari stjömugjöf.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Barry Samson. Aðalhlutverk: Daniel
Baldwin, Malcolm McDowell og LeVar Burton. Lengd: 98 mín. Bandarísk,
1996. Bönnuð innan 16. -bæn
Mafial:
Ófyndni * #
Nú er nóg komið! ZAZ-gengið (Zucker/Abra-
hams/Zucker) og samtíðarmenn þeirra komu með
nýja og ferska tegund grínmynda fram á sjónarsvið-
ið, með myndum eins og Airplane og Top Secret.
Naked Gun myndirnar mörkuðu síðan gullaldar-
skeið þessa grínforms, sem nú virðist algjörlega
heillum horfið. Það er Jim Abrahams, miðjumaður-
inn úr ZAZ-genginu, sem leikstýrir nýjustu hörm-
unginni, þar sem maflumyndir á borð við Guðfoðurmyndir Coppola og
Scorsese-myndimar Goodfellas og Casino, eru teknar fyrir. Söguþráður-
inn sækir mest í Guðfóðurmyndirnar og Casino. Leslie Nielsen klóninn,
Lloyd Bridges, leikur guðfóðurinn Vincenzo Cortino, sem verður að
gera upp við sig hvorum sona sinna hann eigi að fela stjómartaumana,
geðsjúklingnum Joey eða yngri bróður hans, stríöshetjunni Anthony
Jay. Annars er varla um söguþráð að ræða, heldur röð atriða þar sem
reynt er að gera grín að atriöum úr öðmm myndum. Myndin er hins
vegar nánast ófyndin með öllu og það er helst þegar hún fer út fyrir
mafluófyndnina sem hún nær að laða fram einhverjar brosviprur.
Scarface, Jurassic Park og Jaws fá skot sem lyfta munnvikunum aðeins,
og skásta atriðið sækir i Forrest Gump (Run, florist, run!). Vonandi fer
þetta kvikmyndaform að deyja drottni sínum fljótlega.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Jim Abrahams. Aöalhlutverk: Jay
Mohr, Lloyd Bridges, Olympia Dukakis og Christina Applegate. Banda-
rísk, 1998. Lengd: 84 mín. Öllum leyfð.
PJ
Innrásarmyndir:
jr
Ogn utan úr geimnum
Independence Day var vinsælasta
mynd ársins 1996 en rekja má upp-
runa hennar langt aftur í timann.
Hún tilheyrir kvikmyndategund
sem sækir jafht í brunn vísinda-
skáldskapcir-, hryllings- og spennu-
mynda. Þetta eru kvikmyndir sem
vinna úr innrás geimvera i líf jarð-
arbúa (þótt þær séu nú reyndar
ekki allar í stríðshugleiðingum) og
því eðlilegt að nefna þær innrásar-
myndir. Líkt og allar kvikmynda-
tegundir á þessi sér upphaf sem
jafnan er rakið til 6. áratugarins.
Frumkvöðlar
Ólíkt rándýrum myndum á borð
við Independence Day og Starship
Troopers (1997) tilheyrðu flestar
innrásarmyndir 6. áratugarins
svokölluðum B-myndum. Þær voru
jafnan ódýrar í framleiðslu og
áhorfendahópar þeirra smærri í
sniðum. Engu að síður voru að-
standendur þeirra jafnákafir og
kollegar þeirra í samtímanum að
beita tækninni til hins ýtrasta í
sköpun „raunsæislegrar" umgjarð-
ar. Hvað það varðar eru War of the
Worlds (1953) og Earth Vs. the
Flying Saucers (1956) eftirminnileg-
astar. Þær velta sér einnig upp úr
hvers konar eyðileggingu en geim-
verur myndanna heimsækja okkur
í allt annað en friðsamlegum til-
gangi. í lokaatriði síðarnefndu
myndarinnar leggja geimskipin
Washington i rúst og nostrar mynd-
in við eyðileggingu frægra lýðræð-
istákna borgarinnar. Ljóslega fylgir
Independence Day þessu mynstri
nokkuð ítarlega eftir. Innrásaraðil-
ar gömlu myndanna voru þó ekki
ávallt ófriðsamir. Geimskipið í It
Came from Outer Space (1953) lend-
ir fyrir slysni á jörðinni og það eru
einungis ofsóknir mannsins sem
neyða farþega þess til illinda. The
Day the Earth Stood Still (1951)
gengur aftur á móti enn lengra og
býr yfir hreinræktuðum friðarboð-
skap enda óttuðust aðstandendur
hennar að hún yrði bönnuð þegar
Kóreustríðið braust út.
Inntak
Á sjötta áratugnum náði McCart-
hyisminn hámarki í Bandaríkjun-
um. Kommúnistar sem áttu að
stofna ríkinu í mikla hættu voru af-
hjúpaðir með látum. Þá náðu Sovét-
ríkin forystu í geimkapphlaupinu
og sumir Bandaríkjamenn óttuðust
jafnvel kjamorkuárásir. Innrásar-
myndirnar eru að mörgu leyti afurð
þessa ótta og má í mörgum mynd-
um greina sterka samsvömn milli
Independence Day (1996).
Klassísk myndbönd Invasion of the Body Snatchers @ ****
Geimverumar em á meðal vor
Þegar læknirinn Miles Bennell
(Kevin McCarthy) kemur í heima-
bæ sinn, Santa Mim í Kaliforníu,
eftir nokkra fjarveru virðist allt
með felldu við fyrstu sýn. Hann
verður þó furðu sleginn er fjöldi
sjúklinga sækir hann heim með
furðulegar athugasemdir um fjöl-
skyldumeðlimi eða vini. Einn
þeirra heldur því t.d. fram að fað-
ir hans sé ekki faðir hans. Er
Miles fer á stúfana og heimsækir
fóðurinn virðist honum hcrnn sjálf-
um sér líkur og getur þvi lítið ann-
að gert en að senda sjúklinginn til
geðlæknis.
Þegar vinur Miles sýnir honum
siðan ófullkláraða eftirmynd af
sjálfum sér sem hann fann í kjall-
aranum sínum áttar Miles sig á
því að eitthvað er gruggugt undir
saklausu yfirborði bæjarins. Með
fúlltingi vinkonu sinnar, Becky
(Dana Wynter), kemst hann að því
að úr ákveðnum fræbelgjum vaxa
mannaeftirlíkingar sem taka yfir
hlutverk frummynda sinna. Þeir
þorpsmeðlimir sem hafa þegar
verið endurskapaðir vinna síðan
hörðum höndum að því að breyta
öðrum en umskiptin eiga sér stað
meðan persónan er í svefni. Miles
og Becky komast að því að nær all-
ir íbúar þorpsins hafa breyst og
vinna nú hörðum höndum að því
að dreifa sér. Eina von þeirra er
að flýja Santa Miru en þó það tak-
ist er óvíst að nokkur muni trúa
þeim.
Invasion of the Body Snatchers
er fyrir margar sakir merkileg
mynd. Markverðust er hún þó fyr-
ir ögrandi boðskap sinn gegn
hvers kyns samfélagssamræmi.
Eftirmyndirnar era allar eins og
búa ekki yfír persónulegum til-
fmningum (þær eru jú grænmeti)
á borð við ást þeirra Miles og
Becky. Eftirmyndirnar þola ekki
að einstaklingar geti verið öðru-
vísi en þær sjálfar. Slík samfélags-
hneigð er fjarri því að vera bund-
in ríkjum fasista og kommúnista.
Hérlendis er texti fjölmiðla á
stundum litaður kynþátta-, kyn-
hneigðar- og kynferðisfordómum,
reykingamönnum er úthýst úr op-
inberum byggingum, mótmælend-
ur geymdir í Ijósmyndasafni lög-
reglunnar o.s.frv., o.s.frv. Invasion
of the Body Snatchers var endur-
gerð árið 1978 og kannski kominn
timi til að íslendingar endurtaki
þann leik. Boðskapur myndarinn-
ar er ómissandi á öllum tímum,
líkt og mannkynssagan hefur leitt
í ljós hvað eftir annað.
Leikstjóri: Don Siegel. Framleið-
andi: Walter Wanger. Handrit:
Daniel Mainwaring. Aðalhlutverk:
Kevin McCarthy, Dana Wynter og
Caralyn Jones. Bandarfsk, 1956.
Lengd: 80 mín.
Bjöm Æ. Norðfjörð