Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Page 34
> 46 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 I>V mðtal Judith Ingólfsson segist eigin- lega alveg vera búin að fá nóg af fjölmiölaumfjöllun sem hin fræga Stradivariusarfiðla hefur ^fengið. Fiðlan sem hún hefur að láni er metin á u.þ.b. 144 milljón- ir íslenskra króna. Þegar hún er spurð hvort hún sé ekki hrædd um að missa þennan dýrgrip eða skadda hann með einum eða öðr- um hætti þá segir hún að það eina sem hún óttast sé að einhver steli fiðlunni vegna þess hvers virði hún er og jafnvel skaði hana sjálfa til þess að hremma fiðluna. „Ef umfjöllunin verður mikið meiri er eins víst að ég verði að fá mér lífvörð," segir hún hlæjandi. Ég hitti Judith á fimmtudegi. . J'iðlan er geymd í tösku sem hef- ur hitamæla innanstokks og ábreiðu fyrir hljóðfærið til þess að allt sé þetta nú með réttum hætti og verðmætur þrjú hundruð ára gamall viðurinn bíði ekki skaða. Hljómurinn er að sögn þeirra sem hafa vit á alveg ólýs- anlega dýrðlegur og það má ekki breytast. Verk þrungið tilfinningu Judith byrjaði að læra á fiðlu þegar hún var þriggja ára gömul. Það var vegna tónlistaráhuga for- eldra hennar, Ketils Ingólfssonar eðlisfræðings og Úrsúlu Ingólfs- son píanóleikara. Judith fluttist siðan með foreldrum sinum til Bandaríkjanna þar sem hún býr enn. Hún tók ástfóstri við fiðluna þegar í upphafi og hefur haldið sig við hana síðan. Hingað til föð- urlandsins kom hún á mánudag og hefur varið tima sínum í að heimsækja ættingja sem hún hef- Judith Ingólfsson konsertfiðlari átti heima á Islandi fyrstu sjö ár ævinnar. Nú heimsækir hún gamia landið sitt til þess að spila með Sinfóníuhijómsveitinni. Meðferðis hefur hún sérdeilis merkilega fiðlu. DV-myndir ÞÖK ur ekki séð langalengi. Og auðvit- ana i Sinfóníunni á fimmtudags- að til þess að æfa sig fyrir tónleik- kvöldið þar sem hún spilaði íslenski fiðluleikarinn Judith Ingólfsson: Gleðilegt sumar í orlofshúsum og tjaldvögnum VR VR auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum félagsins sumarið 1999. VR hefur tekið á ieigu nokkur hús yfir hásumarið og hefur nú yfir að ráða 46 húsum auk þess sem 28 tjaldvagnar eru til útleigu. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: * Einarsstöðum á Völlum, S-Múlasýslu • Flúðum, Hrunamannahreppi • Akureyri • Bakka í Vatnsdal Húsafelli í Borgarfirði • Ölfusborgum við Hveragerði • lllugastöðum í Fnjóskadal • Miðhúsaskógi í Biskupstungum • Stykkishólmi • Kirkjubæjarklaustri • Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi Tjaldvagnar Einnig geta félagsmenn leigt tjaldvagna til 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigðir frá miðvikudegi til þriðjudags. Leigugjald Vikan í Miðhúsaskógi og á Flúðum kr. 11.000,- Vikan annars staóar kr. 9.500,- Tjaldvagn 6 dagar kr. 7.500,- Tjaldvagn 13 dagar kr. 15.000,- > Úthlutunarreglur Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur eru á skrifstofu VR, í VR blaðinu og á vefnum, www.vr.is. Umsóknareyðublöð Hægt er að sækja um á þar til gerðum eyóublöðum sem fást á skrifstofu félagsins í Húsi verslunarinnar, 1. hæð eða senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eóa í myndrita, 510 17 27. Einnig er hægt að sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis. Fiðlukonsert númer eitt eftir Sergei Prokoflev. Judith segist þekkja Sinfóníu- hljómsveitina mjög vel þar sem hún hafi tvisvar áður troðið upp með henni og að auki lék móðir hennar með hljómsveitinni þegar hún bjó á íslandi. En hvernig verk er Fiðlukonsert númer eitt? „Það er fremur stutt af fiðlu- konsert að vera og mun styttra en annar fiðlukonsert Prokofievs, að- eins 22 mínútur að lengd. En ann- ars er verkið mjög lýrískt og óvenjulegt og myndar andstæðu við húmorísk og lýsandi verk hans líkt og Pétur og úifinn. And- rúmsloftið í verkinu er þrungið tilfinningu og í því eru mjög ólik- ir efnisþættir en það er einmitt það sem mér líkar best,“ segir Judith. Hún segir jafnframt að verkið sé mikil áskorun þótt hún hafi leikið erfiðari verk og séð það mun svartara. Hún hafi haft dágóðan tima til þess að undirbúa sig og það geri gæfumuninn. Þarf að þekkia rátta fólkið Umsóknarfrestur er til föstudagsins 23. apríl. nk. *. Svör verða send umsækjendum bréfleiöis 4. maí. Starf okkar eflir þitt starf £ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Judith hefur unnið til margra verðlauna fyrir fiðluleik. Dæmi af því má nefna að árið 1997 vann hún þriðju verðlaun í Paganini- keppninni í Genúa og í fyrra vann hún verðlaun í The Concert Art- ist Guild Competition í Bandaríkj- unum. Fýrst skaut henni þó ræki- lega upp á stjörnuhimininn þegar hún sigraði á siðasta ári í einni virtustu keppni fiðluleikara í heimi, Alþjóðlegu fiðlukeppninni í Indianapolis. En hvers vegna er keppni í hljóðfæraleik eins og iþróttum? Judith segist eiga erfitt með að útskýra það. Þeir sem langi að skapa sér nafn sem einleikarar taki þátt í keppnum vegna þess að það sé erfitt að koma sér á fram- færi með öðrum hætti. Það þarf að eiga mikið undir sér, þekkja rétta fólkið og koma sér upp eins konar öryggisneti sem síðan styð- ur við bakið á manni. „Að vinna keppni er ein leiðin til þess að öðlast þetta þvi í gegnum keppn- irnar kynnist maður fullt af fólki og verðlaunaféð kemur sér vel fyrir fiðluleikara eins og mig sem ekki eiga mikla peninga," segir Judith. „í bransanum þarf nefni- lega að gera margt sem ekkert kemur fiðluleik við. Það þarf að borga morð fjár fyrir kynningar, kjóla og ýmislegt annað sem er markaðssetning á listamannin- um. Þetta er langt ferli og pening- arnir nauðsynlegt tæki til þess að koma sér fyrir og öðlast öryggi." Judith gengur vel 1 glímunni við listheiminn. Eftir keppnina í Indianapolis varð hún þess heið- urs aðnjótandi að fá Stradivarius- arfiðluna umtöluðu að láni en hana átti m.a. fiðlusnillingurinn Josef Gingold. Hún hlaut einnig verðlaunafé sem nam 30.000 döl- um og rétt til þess að halda tón- leika í glæsihöllinni Carnegie Hall i Lundúnum. Hún hefur öðl- ast þau sambönd sem hvern fiðlu- leikara dreymir um og nú er hún bókuð á tónleika víðs vegar um heiminn. Framtíðin er sannarlega björt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.