Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 42
>4 fólk LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 DV Jón Ársæll rifjar upp eftirminnilegustu atriði íslands í dag: Úr kafbát í einangrun ofan í Skaftárgljúfur Hann hefur setið inni, ferðast með kafbát, flogið niður Skaftárgijúfur, faríð í meðferð og þrætt undirheim- ana. Allt með myndavél. Hann hefur tekið tæplega annan hvern íslending tali og er það heimili varla tO í land- inu þar sem hann er ekki velkominn í kaffi. Hann var kosinn vinsælasti sjónvarpsmaðurinn í skoðanakönnun sem birtist í Fókusi fyrir skemmstu. Jón Ársæll Þórðarson hefur verið um- sjónarmaður íslands í dag í fimm ár en segir tímabundið skilið við þáttinn tU þess að snúa sér að annars konar dagskrárgerð. Hann settist niður með blaðamanni og valdi nokkur af eftir- minnilegustu atvikunum við gerð þáttanna undanfarin ár. „Þetta hefur verið mjög viðburða- ríkur tími og manni er auðvitað minnisstæðast allt fólkið sem maður hefur kynnst um land aUt og frábært samstarfsfólk á Stöð 2. Hugmynd mín hefur verið sú að spegla í gegnum þessa þætti lífið eins og það gengur fyrir sig og að hið smáa segir oft jafn- mikla og jafnvel meiri sögu en það stóra. Það voru einkunnarorðin," seg- ir Jón ÁrsæU Þórðarson. í fljúgandi spreng „Ætli eftirminnilegasta atvikið sé ekki þegar ég og Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, flugum til að mynda Vatnajökulsgosið ‘96. Við vor- Jón og samfangi hans á Kvíabryggju ræða um kvöldmatinn. Áhöfnin á Skolpen að viðra sig. Hérna svifu þeir félagar, Jón og Reynir, með hjartað í buxunum. Skari „skakki" mundar pípuna. um á lítiUi reUu sem Reynir á og flaug. Við komumst að gosinu klakk- laust og náðum að mynda það en þeg- ar við snerum við urðu fyrir okkur mikiir skýjabólstrar og við sáum ekki neitt. Reynir náði vélinni ekki upp fyrir skýin þannig að við flugum blint í 10 mínútur og rammviUtumst. Þegar við sjáum loks út skýst flugvél hárs- breidd fyrir framan nefið á okkur milli skýja. Þá náum við að komast niður um gat í skýjahulunni og sjáum glitta í Skaftá. Það var svo lágskýjað að við neyddumst til að fara ofan í níðþröng Gljúfrin og fljúga eftir þeim tU sjávar til að villast ekki aftur. Þeg- ar við komumst síðan fagnandi út úr Gljúfrunum tók ekki betra við því að vélin drap á sér. Þá vorum við enn i staddir yfir hrauni og hvergi lending- arhæft. Reyni tókst ekki að ræsa vél- ina aftur en hún tók við sér annað slagið þegar hann reyndi það. Þannig gátum við pústað okkur áfram í átt til byggða. Þegar við vorum loksins komnir að efstu bæjunum ákváðum við að reyna nauðlendingu. í aðsvif- inu sjáum við himinháa háspennu- línu kyssa skýin beint fyrir framan okkur. Ég hrópa á Reyni að svífa und- ir hana en hann ákveður að reyna að ræsa og pústa vélinni yfir vírinn. Það tókst. Þá var maður farinn að svitna i lófunum. Við svifum áfram og ákveð- um að reyna að ná flugvellinum á Kirkjubæjarklaustri. Við rétt sleikt- um Skaftá í aöfluginu og lentum loks heilir á húfi. Þar beið bíll frá Stöð 2 til að taka okkur í beina fréttaútsend- ingu sem var á Kirkjubæjarklaustri. En öllu var ekki lokið enn. í þessum miklu þrengingum hafði mér orðið al- veg svakalega mikið mál að pissa. Ég hef aldrei uppiifað annað eins. Það var jafnvel verra heldur en flugið með Reyni. En ég náði að losa svokallað hálft piss á flugvellinum. Nóg til að létta á þvagblöðrunni þannig að ég gat staulast upp í bíl og ekið í beina út- sendingu tfl að lýsa gosinu. En þeir sem vel þekktu tfl mín og fylgdust með útsendingunni sáu að það var eitthvað meiri háttar að. Ég var hvít- ur sem nár eftir útsýnisflugið með Reyni og spreng frá helvíti. Ég er enn að jafna mig. Verð trúlega aldrei samur." Menn götunnar „Einhvern veginn hefur það atvikast þannig að viðmælendur mínir hafa gjaman verið fólk sem hnýtir bagga sína öðrum hnútum en samferðarmennimir. Ekki það að ég hafi neitt á móti venjulegum rembihnútum. En svona er þetta. Einn þessara manna er í fótgönguliði Reykjavikurborgar. Hann heitir Óskar, oft kaUaður Skari „skakki". Ég settist einn vordag niður með honum og spjaUaði við hann á AusturveUi. Hann var ekkert feiminn við að kveikja sér í pípunni sinni en það hef- ur hann nú gert ósjaldan. Hann sagði mér frá því hvernig hassið getur farið með mann og hann talar af eigin reynslu. Það er ekki eins saklaust og margir vilja halda. Ef þú vilt kynnast lífmu eins og það er og heyra sögur sem eitthvert púður er í þá er vísast að tala við menn götunnar. Fólk viU ekki aUtaf sjá vandann. Ég man líka eftir því þegar ég ræddi við sprautu- sjúkling um svipað leyti. Við voram í yfirgefnu húsi aðeins nokkur hundruð metra frá Alþingi. Á ná- kvæmlega sama tíma og hann spraut- aði sig í handlegginn í miðju viðtali fór fram lærð umræða um eiturlyfja- vandann á þingi." Bak við lás og slá „Fangar hafa alltaf átt samúð mína. Það er varla hægt að beita nokkum mann jafnmiklu ofbeldi og að læsa hann inni. Ég hef komið við í flestum fangelsum landsins og meðal annars vann ég með fóngum á Kvíabryggju. Hugmyndin var sú að upplifa mismun- andi aðstæður sem fólk er í og reyna það á eigin skinni. Á Kviabryggju eru fyrirmyndarfangarnir. Þar vora aflir mjög hressir og tóku okkur vel. Strák- amir unnu í fiskverkun, við beitn- ingu, og sungu í fangelsiskórnum þess á mflli. Lengst kom ég þó við á Litla-Hrauni en þar létum við Jón Haukur Jensson myndatökumaður læsa okkur inni í einangranarklefa til að upplifa helsið. Þetta var einkennileg tiífinning en náttúrlega ekkert miðað við að sitja inni fyrir afbrot. Ég vissi auðvitað all- an timann að ef ég bankaði nógu fast á hurðina þá yrði mér hleypt út. Þetta gátu samfangar okkar ekki.“ Tveggja tonna raki „Fyrir tæpum tveim árum fengum við Dúi Landmark myndatökumaður leyfi tU að fara með norska kafbátn- um Skolpen í vikutúr frá Bergen tU Reykjavíkur. Þetta fengum við í gegn eftir langar samningaviðræður við norsk yfirvöld. Þetta var þegar æfmg- ar NATO stóðu yfir á Norður- Atlantshafi. Skolpen þjónaði hlut- verki óvinakafbáts sem herinn átti að finna. Skolpen er einn af elstu kafbát- um Norðmanna og hann míglak. Að vísu lærðum við það af skipverjum að allur leki undir tveimur tonnum kall- ast raki. Það var rakt um borð. Stemningin hjá áhöfninni var mjög góð en þröngt þurftu sáttir að sitja. Til að mynda þurftu menn að skiptast á að sofa í kojunum af því að þær voru svo fáar. Siglingatækin um borð voru afleit en að lokum römbuðum við þó á Sexbaujuna og komumst heil- ir í land.“ „Þetta vora nokkrar sögur úr dag- lega lífinu eins og maður segir. Allt voru þetta nú tilraunir til að sýna fólki hvernig raunveruleikinn er. Það besta er að maður hefur iðulega getað rétt úr bakinu og sagt: Svona er ís- land í dag,“ segir Jón Ársæll Þórðar- son fréttamaður. -hvs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.