Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Nafn frumkvöðuls: Jón Ásgeir Jóhannesson. Aldur: 31 árs. Stjörnumerki: Vatnsberi. Menntun: Nokkur ár í Versló. Fyrirtæki: Baugur og Gaumur og fjöldi hluta í mörgum öðrum fyrirtækjum. Áætlað markaðsvirði: 10 miUjarðar kr. Eignarhlutur: Baugur 12,5% og Gaumur 50%. Áætlað virði: Baugur 1,3 milljarðar en enginn veit hvers virði Gaumur er að öðru leyti. Nú er komið að mér, pabbi Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sennilega varið lengri tíma af lífi sínu í verslun en nokkur ann- ar íslendingur. Enda verða menn að byrja snemma ætli þeir sér að bylta verslunarháttum þjóðarinnar. Jón Ásgeir er sannkallaður frumherji þótt hann hafi staðið í skugganum af fóður sínum, Jó- hannesi, þangað til hann varð forstjóri Baugs. Tími til kominn, segja sumir því Jón Ásgeir er sagður kaupmaður fram í fingurgóma og eigi jafnvel enn stærri hlut í velgengninni en pabbi gamli. Bónusævintýrið hófst í Skútuvogi og sér ekki fyrir endann á því enn þá. Sagan um milljónina sem Jón Ásgeir fékk að láni og Óli í Olís var ábyrgðarmaður að og varð að hátt í tveggja millj- arða eign er efni í næstu Disney-teiknimynd. Vondu kallamir voru margir á leið feðganna en þeir sigruðu þá alla og standa nú með pálmann í höndunum. Hagkaupsmenn héldu að þetta væri einhver bóla sem myndi springa og engan óraði fyrir því að einn daginn yrði stórveldið Hagkaup orðið að tveimur deildum undir stjórn Bónus- feðga. Þeir eiga nú sjálfir 25% í Baugi sem fór nýlega á almennan markað. Kvartað var undan háu verði hlutabréfanna en það eru kveinstafir sem Bónusfeðgar eru óvanir að heyra frá viðskipta- vinum. Allir hluthnir runnu þó ljúflega út og fengu færri en vildu og sýnir það trúna sem fjár- festar hafa á feðgunum en þó aðallega hinum unga Jóni Ásgehi sem stendur í brúnni. Nú er Bónus bara hluti af Stór-Baugi. Feðgarnir fjár- festa til hægri og vinstri og lága verðið ekki leng- ur aðalmarkmiðið eins og sést á verðskrá Rex en þar eiga þeh 50%. Þeh feðgar reka eignarhaldsfé- lagið Gaum sem fer með misstóran eignarhlut þehra í öðrum fyrirtækjum eins og Hard Rock, Pizza Hut, Kringlunni, Smáralind og mörgum fleiri samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Það voru þrh íslenskir læknar sem stofnuðu fyrirtækið DeCode Genetics til að stunda erfða- fræðirannsóknir á íslandi; Kári Stefánsson, Krist- leifur Kristjánsson og Ernh Snorrason. Kári varð fljótlega aðallega í forsvari fyrir fyrirtækið á sinni „norðurmýraríslensku". í maí 1996 var fyr- irtækið formlega kynpt og að þeir félagar hefðu fengið 735 milljóna kr. fiármagn frá bandarískum fiárfestum til mannerfða- rannsókna. Kári taldi ísland henta vel til erfðafræðhannsókna vegna fámennis, lítillar blöndunar og gnægð ættfræði- upplýsinga sem lægju fyrh allt frá landnámi. í þessu taldi Kári fólgin mikil verðmæti. í þessu umhverfi tæki mun skemmri tima að finna orsök ýmissa sjúkdóma sem stöfuðu af stökkbreytingu erfðavísa eins og geðklofa, þunglyndi sykursýki, MS-sjúkdóma. Með því að koma hér upp öflugri og nýtisku rannsóknaraðstöðu og greiða góð laun væri hægt að skapa atvinnutækifæri fyrir fiölda hámenntaðra íslendinga sem ella væru í nokkurs konar útlegð erlendis. Það gekk efth sem Kári hafði spáð. Fjöldi sprenglærðra sérfræðinga streymdi til vinnu hjá íslenskri erfðagreiningu, ekki bara frá útlöndum heldur einnig úr ríkisreknu vísindastarfi hér- lendis. Þá tók breskur nóbelsverðlaunahafi i læknisfræði sæti í stjóm fyrirtækisins. Hámarki hins hraða uppgangs þessa fyrsta stóra íslenska líftæknifyrirtækis var svo náð í október 1998. Þá var tilkynnt um risasamning við lyfiatröllið Hoff- mann La Roche upp á 15 milijarða króna á næstu fimm árum. Þjóðin var agndofa. Þetta átti sér enga hliðstæðu í sögunni. Talað var um að samningur- inn væri á við nokkrar loðnuvertíðh og sjálfur forsætisráðherrann var við- staddur undhskrift. Samningurinn þýddi að tvöfalda varð starfsmanna- fiöldann, þrefalda húsnæðið og marg- falda tækjakost fyrirtækisins. íslensk erfðagreining var orðin óskabam þjóð- arinnar. TröUasögur gengu um laun starfsmanna og að Kári vUdi ekki ráða fólk sem fór fram á of lág laun. Innleiddh voru nýh siðh frá USA, m.a kaupréttur á hlutabréfum (stock option) sem hluti af heildarkjörum. Hin mikla hrifning átti efth að minnka. fs- lensk erfðagreining taldi nauðsynlegt fyrh árang- ur í vísindastarfi sínu að komið yrði á fót mið- lægum gagnagranni þar sem safnað væri saman á einn stað heilbrigðisupplýsingum um alla ís- lendinga. Ríkisstjórnin tók vel í þetta og í heU- brigðisráðuneytinu sömdu menn frumvarp í hveUi um miðlægan gagnagrunn. Hörð mótmæli komu fram frá hagsmunaaðilum og miklar rimm- ur urðu á Alþingi. Margir efuðust um að hægt væri að tryggja persónuvernd sjúklinganna og sögðu að hægt væri að misnota þær í vafasömum tilgangi. Og hver átti eiginlega upplýsingarnar? Læknastéttin mótmælti hvað ákafast en var þó ekki einhuga og samtökin Mannvemd vora stofn- uð sem börðust ákaft gegn fyrhætlan stjórnvalda. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega að svo umfangsmiklu frumvarpi ætti að þrýsta í gegnum þingið á vordögum án nægilegrar umræðu. Frumvarpið var dregið til baka, breytingar gerð- ar og loks samþykkt á haustþingi. Enn sér ekki fyrir endann á deilum um mið- lægan gagnagrunn og þúsundir íslendinga hafa sagt sig úr honum. Víst er að seint munu gróa þau sár sem mynduðust í umræðunni. Ekkert lát virðist hins vegar vera á hækkun hlutabréfa í ís- lenskri erfðagreiningu, eða DeCode Genetics, enda fyrirtækið tilkynnt tímamótaárangur í rannsókn á orsökum ýmissa alvarlegra sjúkdóma og slíkar fréttir kynda undir gengi hlutabréfa. Nafn frumkvöðuls: Kári Stefánsson. Aldur: 50 ára. Stjömumerki: Hrútur. Menntun: Læknir frá HÍ. Doktor í taugameinafræði. Fyrirtæki: íslensk erfðagreining/DeCode Genetics. Áætlað virði: 35-45 milljarðar króna. Eignarhlutur: Trúnaðarmál, en að margra mati 25%. Áætlað virði: 8,8-11,3 milljarðar. Brautryðjandi í ólgusjó Er óhætt að fjár- Ifesta í þessum fyrirtækjum? Vegna hinna geysimiklu hækkana sem orðið hafa á verði nokkurra óskráðra há- tæknifyrirtækja fékk Viðskipta- blaðið, sem kom út á miðviku- daginn, 12 verðbréfamiðlara frá jafnmörgum verðbréfafyrir- tækjum til að raða þeim niður | efth gæðum þeirra sem fiárfest- ,i ingarkosts. Mest gat fyrirtæki fengið 48 stig en minnst 12 stig og miðað við að einstaklingur væri að fiárfesta fyrir 500 þús- | und kr. (þaö skal tekið fram, 6 vegna þess að við erum meö | Baug í þessari umfiöllun, að | ekki var lagt mat á gæði fiár- | festingar í því fyrirtæki enda er það nú skráð á Verðbréfaþingi) Niðurstaðan varð þessi: Sæti fyrirtæki stig i 1. DeCode 43 2. Netverk 30 ? 3- Flaga 29 4. OZ 18 Hvað segja ráðgjaf- arnir? < - auk þess að gefa einkunn voru eftirfarandi ummæli höfð eftir sérfræðingunum. „Ég myndi nú ekki ráð- leggja neinum að fiárfesta í þessum fyrirtækjum miðað við það gengi sem boðið er upp á.“ („DeCode er einfaldlega eina fyrhtækið sem augljóslega hefur mikla framtíðarmögu- j leika." „Verð fyrhtækjanna hækk- 4 ' ar og lækkar efth því hvernig 1 fiallað er um þau í fiölmiðlum og þjóðfélaginu. Það fer voða- Ilega lítil gagnrýnin umræða fram um framtíðarmöguleika fyrhtækjanna." „Hvernig stendur á því að fyrhtæki sem enginn hafði heyrt talað um fyrir hálfu ári, eins og Flaga og Netverk, eru allt í einu milljarða króna vhði?“ „Ég myndi ekki ráðleggja 1 neinum að verja öllu spari- fénu i að kaupa bréf i þessum i félögum en eitt eða fleiri þess- | ara fyrhtækja gætu vel átt eft- h að „meika það“. Þeh sem : hafa peninga til umráða ættu * I hins vegar hiklaust að kaupa í einu eða flehi þessara fyrh- tækja.“ Utsala - PELSINN - Utsala Verðdæmi: Minkapels Þvottabjarnarpels Fenjabjórpels Pelsfóóurskópur kr. 695 DÚS. verð nú kr. 399 >ús kr. 385 DÚS. verð nú kr. 199 5ÚS kr. 225 DÚS. verð nú kr. 157 5ÚS kr. 95 DÚS. verð nú kr. 59 3ÚS 50% afslóttur af öllum fatnaði Opið í dag, laugardag, 10-17 VISA mm |E ) RaSgreiSslur í 36 mánuSi Ath. Opið sunnudag, 14-17 PELSINN Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, sími 552 0160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.