Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Blaðsíða 39
DV LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 nmm 51 Fram undan... Maí: 29. Hafnaríjaröarmaraþon (**) Afmælishlaup Sveins K. Bald- urssonar hefst klukkan 9.30. Skráningarfrestur til flmmtu- dagsins 27. maí. Skráningar hjá Sveini í síma 565 2024, eöa tölvupóstfang sveinnk@isholf.is. Öllum þátttakendum er boðið frítt í Suöurbæjarlaug og allir fá verðlaunapening að loknu hlaupi. Merkingar, drykkjar- stöðvar og brautarverðir. 29. Neshlaup TKS (**) (Ath. breytta tímasetnlngu). Hefst kl. 11.00 við sundlaug Seltjarnarness. Vegalengdir: 3,25 km án tímatöku og flokka- skiptingar, 7 km og 14 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri (7 km), 17-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öllum flokkum. Upplýsingar gefa Kristján Jó- hannsson í síma 561 1594 og Svala Guðjónsdóttir í síma 561 1208. 30. Hólmadrangshlaup (**) Hefst kl. 14.00 við hafnarvog- ina á Hólmavík. Vegalengdir: 3 km án tímatöku og flokka- skiptingar, 10 km með tíma- töku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri, 17-39 ára, 40 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki og allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Upplýsingar gef- ur Matthías Lýðsson í síma 451 3393. Júní 3. Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins (***) Hefst kl. 19.00 við hús Krabba- meinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Vegalengdir: 2 km án tíma- töku, 5 km og 10 km með tíma- töku. Hlaupið fer jafnframt fram á fleiri stöðum. Upplýs- ingar á skrifstofu Krabba- meinsfélagsins í síma 562 1414. 3. Bændadagshlaup UMSE (**) Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. 6. Grindavíkurhlaup (**) Hefst kl. 10.00 við Sundmið- stööina. Vegalengdir: 3,5 km án tímatöku og flokkaskipting- ar og 10 km víðavangshlaup með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-29 ára, 30-39ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri konur, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Farandbikar fyrir fyrsta einstakling í karla- og kvenna- flokki og verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Frítt i sund fyrir þá sem greiða þátt- tökugjald. Upplýsingar gefur Ágústa Gísladóttir í síma 426 8206. 8. Mini-maraþon ÍR (**) Hefst kl. 19.00 við ÍR-heimilið við Skógarsel. Vegalengd: 4,2195 km (1/10 maraþon) með tímatöku. Flokkaskipting ákveðin síðar. Upplýsingar gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 9. Víðavangshlaup HSÞ (*) Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í síma 464 3107. 12. Akraneshlaup USK (***) Keppni í hálfmaraþoni með tímatöku hefst kl. 11.30 á Akratorgi. 3,5 km án tímatöku og 10 km með tímatöku hefst á sama stað kl. 12.00. Flokka- skipting bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-39 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, konur 50 ára og eldri (hálfmaraþon), 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Útdráttar- verðlaun. Upplýsingar gefur Ragnheiður Guðjónsdóttir í sima 431 4104. 13. Esjuhlaup (**) Hefst kl. 13.00 og skráning frá kl. 11.00. Upplýsingar hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í síma 892 3305. wmgammsm Tólfta Heilsuhlaup Krabbameinsfálagsins: Meðal fjölmennustu hlaupa landsins Á undanförnum árum hafa margir af snjöllustu hlaupurum landsins verið með í hlaupi Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið efnir nú í tólfta sinn til Heilsuhlaups. Það fer nú fram á fleiri stöðum en nokkru sinni áður, eða á 12 stöðum um land allt. Meðal annars verður hlaupið á Akureyri, 1 Keflavík og víðar. í Reykjavik verður hlaupið frá húsi Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8 og ræst verður í hlaupið klukkan 19.00. Hægt er að velja um tvær vegalengdir, þriggja km skokk frá Skógarhlíð að Hótel Loftleiðum og til baka eða 10 km hlaup um- hverfis Reykjavíkurflugvöll (sjá meðfylgjandi leiðarkort sem sýnir hlaupaleiðina i 10 km). Það er breyt- ing frá fyrri hlaupum en áður voru vegalengdir þrjár (2 km, 5 km og 10 km). Ætla má að fjölmennasta Umsjón fsak Orn Sigurðsson hlaupið verði í Reykjavík og þar muni þátttakendur skipta hundruð- um. Tími verður mældur hjá öllum hlaupurum og úrslit birt eftir ald- ursflokkum en þeir verða sex tals- ins. Yngsti flokkurinn er 14 ára og yngri en síðan koma 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í báðum vega- lengdum fá verðlaunagripi og fyrsti karl og fyrsta kona í hverjum ald- urshópi fá verðlaunapening. Jafn- framt verða vegleg útdráttarverð- laun. Boðið verður upp á sport- drykki. Á undanfömum árum hafa marg- ir af snjöllustu hlaupumm landsins verið með í hlaupi Krabbameinsfé- lagsins. Á síðasta ári var það Ingólf- ur Geir Gissurarson sem kom fyrst- ur í mark í 10 km á tímanum 36.02 mínútum. Daníel Smári Guðmunds- son náði þá frábærum tíma í 5 km (sem þá var keppt í) þegar hann hljóp á tímanum 13.14 mínútum. Búnaðarbankinn er aðalstyrktar- aðili hlaupsins. Skráning er hjá Krabbameinsfélaginu frá þriðjudegi 1. júní til hlaupadagsins 3. júní en skráningu lýkur klukkan 18.00 á hlaupadaginn. Þátttökugjald er 400 krónur fyrir 14 ára og yngri en 600 krónur fyrir 15 ára og eldri, bolur innifalinn í verði. Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur maraþons, skrifaði nýverið undir samning við Friðjón A. Ólason fyrir hönd Sól-Víkings og þeir félagarnir tóku létta hlaupaæfingu á eftir. Samstarfssamningur RM og Gatorade um í tengslum við hlaupin. Frið- jón A. Ólason fyrir hönd Sól-Vík- ings og Ágúst Þorsteinsson frá Reykjavíkur maraþoni undirrit- uðu samninginn á dögunum. -ÍS | Reykjavíkur maraþon og Sól- Víking hf. (Gatorade) hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára fyrir árin 1999, 2000 og 2001. Samningurinn er mikils virði fýrir Reykjavíkur maraþon og mun koma að góðum notum í nokkrum af fjölmennari almenn- ingshlaupum landsins. Sól Víking mun sjá Reykjavíkur maraþoni, Miðnæturhlaupi á Jónsmessu og „Laugaveginum" (milli Land- mannalauga og Þórsmerkur) fyrir Gatorade-drykkjum og öðrum vör- Afmælis- hlaup Sveins K. Baldurs- sonar í dag í dag laugardaginn 29 maí verður haldið Hafnarfjarð- armaraþon og ræst verður í hlaupið klukkan 9.30 um morguninn. Þetta er fyrsta löglega maraþonið sem fram fer í Hafnarfirði. Hinn kunni hlaupagarpur Sighvatur Dýri mældi leiðina og það tryggir nákvæma mælingu. Merk- ingar, drykkjarstöðvar og brautarverðir verða á sínum stöðum. Lögreglan hefur lof- að að mæta á varasöm gatna- mót og mikil vinna hefur ver- ið lögð í að gera hlaupið gott. Tilvalið er fyrir Mývatns- fara að nota þetta sem síðasta langa hlaupið fyrir norður- ferðina. Skráningarfrestur í Hafn- arfj arðarmaraþon er til og með fimmtudeginum 27. maí. Skráningum skal skila til Sveins, sími 565 2024, sveinnk@isholf.is Öllum þátttakendum verður boðið frítt í Suöurbæjarlaug og að loknu hlaupi fá allir verðlaunapening. Hlaupa- og gönguklúbburinn Bláa kannan stendur fyrir þessu maraþonhlaupi sem er í tilefni 50 ára aftnælis Sveins K. Baldurssonar. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.