Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1999, Síða 43
Þröng á þingl á náttstað. Okkur leist nú ekki á blikuna þeg- ar við keyrðum inn í Öræfasveitina. 10-11 vindstiga hliðarvindur hnykkti bílnum til og frá á veginum og við lögðumst á bæn og báðum fyrir því að bíllinn héldist heill alla leiðina. Sú von okkar gekk eftir og vindurinn var dottinn niður þegar við tjölduð- um við eyðibýlið Sandfell en þaðan er oft lagt á Öræfajökul. Venjan er sú að leggja mjög snemma af stað en við byrjuðum á því að sofa yfir okkur og komumst ekki af stað fýrr en um há- degi. Venjulega tekur ganga á Hvannadalshnúk 12-13 tíma og því þarf aö leggja snemma af stað. Jök- ullinn hefur tilhneigingu til að draga til sín ský seinnipart dags og þvi skemmtilegra að vera snemma uppi. Leið okkar félaganna lá upp Sand- fellið sem er nokkuð bratt og göngu- færi leiðinlegt þegar byrðar eru þungar. Þegar um 1000 metra hæð er náð tekur snjór og jökull við og hægt er að spenna á sig gönguskíðin. Þá léttist gangan til muna, auk þess sem minni hætta er á að falla í sprungur þegar gengið er á skíðum. Jökul- brekkan sem tekur við þama er ein sú lengsta sem við þekkjum en hún er ekki brött. Veðrið var nokkuð gott og þegar viö gengum upp úr skýjun- um í um 1500 metra hæð blasti við einstakt útsýni og samspil skýja og fjallstinda. Sofið og skitið úti Þegar jökulbrúninni var náð í um 1800 metra hæð var stefnan tekin á Rótarfjallshnúk (1848 m). Rótarfjalls- hnúkur stendur beint suður úr Ör- æfajökli og útsýni þaðan er einstakt niður í Öræfasveit. Frá Rótarfjallshnúk héldum við á Hnappana eystri (1851 m) og vestari (1750 m). Þegar sá áfangi var að baki var liðið á kvöld og við þurftum að finna okkur náttstað. Venjulega gröfum við okkur sjóhús og oft er vist í þeim ágæt. Nú stóðum við aft- ur á móti frammi fyrir þeim vanda að mikið harðfenni var á jöklinum og við áttum enga möguleika á að búa til snjóhús. Nú voru góð ráð dýr. Við vorum svo heppnir að sjá hóp manna á ferð nokkra kílómetra frá okkur. Við gengum til þeirra og okk- ur til óvæntrar ánægju voru þama á ferð félagar okkar sem voru að slá upp tjaldbúðum. Þeir voru svo vin- samlegir að leyfa okkur að sofa úti undir skjólvegg hjá þeim en ekki var pláss í tjöldunum. Við hlökkuðum ekki til næturinnar því það er margt þægilegra en að sofa úti i 1900 metra hæð. Þær áhyggjur voru óþarfar því við sváfum enn yfir okkur. Eftir 9 tíma svefn skriðum við úr pokunum og hófumst handa við að ljúka verk- efni okkar, eftir að hafa fullnægt þörfum náttúrunnar á köldum ískamri. Maður er ótrúlega fljótur að ganga frá þegar sofið er úti því ekki er um það að ræða að halda lengi kyrru fyrir á ísköldum jöklin- um. Atli Þór glaðbeittur. Dyrhamar í baksýn. Viö skildum við félaga okkar og héldum nú á Sveinsgnípu (1950 m) og þaðan á Sveinstind (2044 m) sem lengi var talinn hæsti tindur lands- ins. Hann er á austanverðum ör- æfgjökli og þaðan er skemmtilegt út- sýni yfir Esjufjöll. í góðu skyggni má líka sjá allan Vatnajökul og Austfirði þaöan. Frá Sveinstindi gengum við á Snæbreið (2041 m) sem er bunga norðan við Hvanna- dalshnúk. Þar brast á mikill vindur og skafrenningur og þurftum við að grípa til staðsetningartækja til að áÉ Bjarni Már á Hvannadalshnúk. fullvissa okkur um að við værum á tindinum því að ekki sást neitt. Eins og hendi væri veifað birti þó til yfir jöklinum og lokatakmarkið var í augsýn. Við renndum okkur að Hvannadalshnúk (2119 m), gengum upp á hann og hittum þar félaga okkar aftur. Við fórum frá Hvanna- dalshnúk með þeim yfir á Dyrham- ar (1920 m), sem er þar skammt frá, og þegar þangað var komið höfðum við á tveimur dögum gengið upp Ör- æfajökul og lagt að baki sjö af 10 hæstu tindum landsins. Ánægðir með okkur gengum við aftur í átt að brekkunni sem við komum upp og hlökkuðum til að renna okkur niður þessa frábæru skíðabrekku. Hins vegar er ekkert gamanmál að fara niður harðfrosna skíðabrekku á gönguskíðum með 20 kg á bakinu. Þar að auki var ekkert skyggni lengur og himinn og jörð runnu saman. Skíðaferðin þarna niður var því æði skrautleg og bylt- umar voru óteljandi. Á niðurleið mættum við hópi manna á uppleiö og skemmtum þeim með einstökum skíðatilþrifum og byltum. Við losuðum skíðin af okkur með ánægju og tilhugsunin um kalt kók og hrein fot flýtti for okkar. Það voru því sveittir og skítugir félagar sem komu niður í bíl eftir einstak- lega vel heppnaða ferð. Viö höfðum lagt sjö af hæstu tindum landsins að fótum okkar. -BMG Með leiðsögn á Það er ekki nema fyrir vana fjallamenn að ganga án leiðsagnar á hæsta tind landsins, Hvannadals- hnúk. Fyrir þá sem vilja ganga með leiðsögn eru tvær ferðaskrifstofur sem bjóða ferðir á Hvannadals- hnúk. Það eru Öræfaferðir, sem gerðar eru út frá Hofsnesi í Öræfasveit, og Hvannadalshnúk íslenskir fj allaleiðsögumenn, Stór- höföa 20. Þá hafa bæði Feröafélag íslands og Útivist efnt til hvíta- sunnuferða á hnúkinn. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar gönguferðir geta litiö á slóð Öræfa- ferða, www.simnet.is/coast- mountains, og íslenskra fjallaleið- sögumanna, www.solver.is/guide á Netinu. Stærðir 3B-H6 Litir: Hvítur 1 Verðkr 13.900- CELLORRTOR GCI “ Litir: Hvítur Verðkr. 13.900. PHRNTOM TOP Stærðir 3B-90 Verðkr. 3,690. Stærðlr3846 Verðkr. 3.390,- PHRNTOM TOP JR. 7«* Verð kr. 8.990. ■ Maraþon, Kringlunni Útilíf, Glaesibse • Sparta, Laugavegi • Markið, Ármúla • Ozone, Akranesi Akraaport, Akranesi Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi • PJótur, (safirði Kaupfél. V-Húnvetninga Hvammstanga • Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðérkróki Siglosport, Siglufirði Sportver, Akureyri • Tékn, Húsavík • Austfiraku alparnir, Egilsstöðum SÚMbúðin, Neskaupstað Skóbúð SelfoBB, Selfossi Axel Ó, Vestm.eyjum Sportvörur Flúðum Skóbúð Óskars, Keflavík CELLORRTOR pro mmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.