Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 U"V Friðrik R. Jónsson, fyrrverandi eigandi Silfurtúns: Yfirtekur Silfurtún - neitar að borga launaskuldir. Norðmenn og Nýsköpunarsjóður yfirgefa skútuna fé Silfurtúns á tæpum þremur árum og er það fé allt tapað auk þess sem hlutur Friðriks sjálfs, sem metinn var til jafns við upphaflegan 260 milljóna króna hlut Norðmann- anna, er tapaður. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur verið afar slök og töpuöust ríflega 290 milljónir króna frá því í árs- byrjun 1997 fram til miðs árs í ár og staðan hefur örugglega enn versnað á síðari hluta ársins. Til viðbótar má nefna að um það leyti sem hin- ir norsku fjárfestar komu að Silfutúni fór fyrirtækið í gegn- um nauðasamninga við þáverandi lán- ardrottna sína og þá voru um 230 milljóna króna skuldir afskrifaðar og lánardrottnum Silfurtúns þar með tapaðar. Saga Siif- urtúns hefur þann- ig verið þymum stráð og hefur ná- lega milljarður króna tapast á fáum árum. Starfsemi er í al- gjöm lágmarki í Silfurtúni í augna- blikinu, engin framleiðsla er í gangi en aðeins nokkrir starfsmenn á skrifstofu. Flestir hafa þegar ráð- ið sig í vinnu annars staðar. -GAR Borgar ef vel gengur „Það er róinn lífróður til bjargar Silfurtúni,“ segir Friðrik R. Jóns- son, sem hefur yfirtekið öll hluta- bréf fyrirtækisins og þar með tekið yfir skuldir félagsins. Á fundi sem Friðrik hélt í vik- unni með starfsmönnum Silfurtúns lýsti hann því yfir að hann mundi ekki greiða þeim laun sem þeir eiga inn hjá fyrirtækinu en starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun fyrir októbermánuð. „Menn bara göptu. Það er bara eitt ráð og það er að innheimta launin með öllum ráðum. Okkur líst ekki vel á þróunina,“ segir einn starfsmanna Silfurtúns, sem ekki vildi koma fram undir nafni vegna málsins fremur en aðrir starfsmenn fyrirtækisins sem leitað var til. Húsnæði Silfurtúns í Garðabæ. Starfsmenn á flótta. Friðrik, sem nú er að reyna afla fjár til áfram- haldandi rekstrar Silfur- túns, neitar að tjá sig frekar um málið þar sem það sé á „viðkvæmu stigi“. Hann segist þó hafa trú á Silfurtúni og starfsmönnum þess sem hafl unnið frábært starf. Eins og komið hefur fram í DV hafa stórsölur Silfurtúns upp á um 800 milljónir króna á vélum til Mexíkó og Kína farið út um þúfur og staðan í sölumálunum er sögð vera afar slæm. eigu en DV er ekki kunnugt um hvort verksmiðjan er seld. Botnlaust tap Friðrik var aðaleigandi Silfur- túns þar til fyrir rúmlega tveimur sem Nýsköpunarsjóður og norskur fjárfestir bættust í hópinn í 130 milljóna króna hlutafjáraukningu síðastliðið haust. Samtals hefur því nærri hálfum milljarði króna verið bætt við hluta- Samkvæmt samningi Friðriks við meðeigendur sínar í Silverton ASA, móðurfélagi Silfurtúns, ber þeim að fá greiðslu frá Silfurtúni í framtíð- inni fyrir hlutabréf sín, fari svo að Friðriki takist að snúa rekstri eggjabakkavélaverksmiðjunnar á betri veg. Friðrik hefur að undanfomu þreifað fyrir sér um sölu á Þakpappaverksmiðj- unni ehf., sem er fyrirtæki í hans og hálfu ári en þá komu norskir fjárfestar að fyrirtækinu með nýtt hlutafé, alls 360 miUjónir í tveimur hlutum, og eignuðust meirihluta fé- lagsins auk þess Karlmaður á fertugsaldri og 17 ára stúlka: Fangelsi fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi DV, Akureyri: Karlmaður á fertugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til sektargreiðslu fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi ungrar stúlku sl. sumar, en stúlkan var þá 17 ára. Maðurinn og stúlkan þekktust og var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa í nokkrum tilfellum keypt áfengan bjór fyrir stúlkuna. Þegar sá atburður varð er dæmt var fyrir kom stúlkan á heimili mannsins, sem þá hafði keypt fyrir hana bjór. Stúlkan kallaði einnig aö heimili mannsins tvo unga menn. Húsbónd- inn fór á skemmtistað um nóttina en þegar hann kom heim svaf stúlk- an alklædd í rúmi á heimili hans og var ein í húsinu. Maðurinn færði föt hennar frá brjóstum hennar og saug nakið brjóst hennar. Maðurinn bar ekki af sér sakir en kvaðst ekki muna sökum ölvunar hvað gerst hafði. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en refs- ingu var frestað um þrjú ár haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 125 þúsund króna miska- bætur og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. -gk Slysagildra í Vík í Mýrdal: Sveitarstjóri þvær hendur sínar af sundlaug - segir hreppinn eiga hana en ekki sjá um rekstur DV, Vík: Á tjaldstæðinu í Vík í Mýrdal stendur sundlaug sem var sett upp síðastliðið sumar til að koma tU móts við sundlaugarleysi Mýrdæl- inga. Upphaflega var áætlað að hún yrði aðeins uppsett á meðan hún yrði í notkun og að henni lokinni yrði laugin tekin niður og fjarlægð af staðnum. Laugin stendur þó enn á tjaldstæðinu full af vatni og 1 kringum hana er ekkert sem vamar því að í hana komist böm eða aðrir óboðnir gestir. Hafsteirin Jóhannsson, sveitar- stjóri í Vik, sagði málið hafa verið rætt fyrir nokkm og hann þurfi að komast á tjaldsvæðiö til að kanna hvort laugin sé þar enn. Samkvæmt heimildum DV var hún þar enn í gærdag. „Það er líka spuming hvort það sé hreppsins að fjarlægja hana eða leigutaka tjaldstæðisins. Við kom- um ekki nálægt rekstri laugarinnar. Við eigum sundlaugina og aðstoðuð- um við að koma henni upp,“ sagði Hafsteinn. Þegar hann var spurður hvort ekki væri á ábyrgð eiganda laugarinnar að taka hana niður kvaðst hann ekki vita það en hins vegar sé laugin enn uppi og það eigi ekki að vera, það sé alveg klárt og vonandi verði hún tekin niður sem fyrst. -NH Fíkniefnum er víða smyglað og margar leiðir notaðar. Síðastliðinn þriðjudag fannst kíló af hassi við Sundahöfn en myndin er tekin þaðan. DV-myndGVA Sundahöfn: Kíló af hassi á glámbekk Lagt var hald á kíló af hassi við Sundahöfn síðastliðinn þriðjudag- inn. Starfsmaður við Sundahöfn fann hassið en talið er að það hafi dottið undan gafli á gámi á höfn- inni. Málið er í rannsókn en rann- sóknardeiid lögreglunnar gat ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. -hól Frá tjaldsvæðinu í Vík, þar er þessi sundlaug óvarin fyrir mönnum og skepn- um. KÁERR Tökur á áramótaskaupi Sjón- varpsins eru hafiiar. Af nógu er að taka fyrir umsjónarmenn þess, þá Egil Eðvarösson og Öm Ámason þar sem kosningar, virkjunarmál, dópmál, ástamál, vín- veitingaleyfamál og fleiri átakamál hafa mjög sett svip sinn á árið sem er að líða. Sandkorn hefur fregnað aö KR-ing- ar verði teknir fyr- ir í skaupinu í ár enda langþráður íslandsmeistara- titill í höfn eftir áratuga biö og um- deild sigurhátíð haldin á Eiðistorgi í kjölfarið. Voru skaupsmenn staðn- ir að verki við Eiðistorg í bítið einn morguninn 1 vikunni og fóru mik- inn. VG í Háskólann Nú, þegar Vinstri-grænir eru 1 orðnir stærri en Samfylkingin, hef- ur Steingrímur J. Sigfússon áhyggjur af því að eiga ekki ung- liðahreyfingu. Horfa Vinstri-grænir til Háskólans í því sambandi en þar hefur Röskva ráðið ríkjum undanfarin misseri. Röskva er uppeldisstöð Sam- fylkingarinnar og hafa Vinstri- grænir áhyggjur af að þeir séu að verða út undan. Hafa þeir hug á því að bjóða fram lista vinstrimanna í vor til þess að komast í oddastöðu en Vaka og Röskva hafa barist um völdin i gegnum tíðina. Er málið mun lengra komið heldur en stríðandi fylkingar, Vaka og Röskva, halda. Ekki hafa nein nöfn á nýja vinstri- hreyfingu í Háskólanum enn verið nefhd. Langeygir Kjúklingabændur hafa átt í vök að verjast vegna campylobacter-sýk- inga og þrýstingur frá stjómvöldum í þá veru að hlutum verði komið í viðunandi horf hefur vaxið. Bíður kjúklingabænda því mikið og vandasamt verkefni. Forsvars- menn þeirra ættu að vera orönir mál- kunnugir í meira lagi og því varla í vandræðum með að finna lausnir vand- ans. Sama stjóm, með Bjama Ás- geir Jónsson Reykjagarðsmann í forsæti, hefur setið í félaginu í fjög- ur ár. Eftir því sem Sandkorn kemst næst hefur ekki verið haldinn aðal- fundur í félaginu síðastliðin þrjú ár og þvi sjálfgefið að óbreytt stjóm sæti áfram. Hins vegar munu nokkr- ir félagsmenn vera orðnir langeygir eftir aðalfundarboði. Ekkert mál Fíkniefnamál hafa mjög sett svip sinn á fréttir síðustu mánuða. Frétta- og blaðamenn hafa haft í nógu að snúast og keppst við að ná í sem bestar og ítar- legastar upplýsing- ar um þessi mál, ekki síst frá lög- reglu. Eitthvað virðist það þó hafa gengið misjafri- lega því Eggert Skúlason, vaskur fréttamaður á Stöð 2, skaut undir rós á lögregluna í fréttum á fimmtu- dag. 1 frétt um nýjasta hassmálið, sem teygir anga sína til Spánar, lét hann þess getið, þar sem hann stóð framan við lögreglustöðina í Reykjavík, að það hafi ekki verið neinum vandkvæðum bundið að fá allar upplýsingar um málið hjá spænsku lögreglunni. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @£F. is ......
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.