Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Page 37
Qslgarviðtal LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DV JjH' LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Qalgarviðtal Foreldrar pilts sem hefur verið hótað lífláti vegna „skuldar" við fíkniefnasala: Viltu að sonur ykkar verði drepinn? - sagði handrukkarinn þegar hann stóð á hlaðinu fyrir utan sveitabæ þeirra í síðustu viku DV, Sauðárkróki:__________________ „Þetta hefur verið skelfilegur tími - alveg frá því í ágúst. Líf okkar hefur verið þaulskipulagt og allir á varð- bergi. Hér í sveitinni var allt ólæst áður. Nú er allt lokað og harðlæst," segir Björn Hansen, bóndi í Skaga- firði, skammt sunnan Sauðárkróks - faðir 18 ára pilts sem handrukkari frá höfuðborgarsvæðinu hótaði lífláti í siðustu viku. Björn og kona hans, Edda Haralds- dóttir, hafa failist á að segja sögu sína - hvemig það er að eiga bam sem er rukkað og hótað lífláti vegna fikni- efnainnheimtu, hvernig það er að vera hótað því að vera ekki ömggur með híbýli sín og bíl - að þurfa að lifa í eilífum ótta. Þau era bara ein af ótrúlega mörgum foreldrum sem lent hafa í handrukkuram og hótunum þeirra. Björn og Edda eru í nánu samstarfi við lögregluna á Sauðárkróki sem er i viðbragðsstöðu allan sólarhringinn. Hringingar hófust í sumar Þetta byrjaði allt um verslunar- mannahelgina þegar sonur hjón- anna tók að sér aö flytja 200 grömm af hassi frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Lögreglan stöðvaði pilt í Varmahlíð og fékk hann úrskurðað- an í gæsluvarðhald. Áður en langt um leið viður- kenndi pilturinn og mál hans var sent sina leið. En málið var ekki svo einfalt: Edda hafði litla rifu á bílglugganum þegar handrukkarinn sagði að mað- ur yrði fenginn til að drepa son hennar. „Nokkru síðar var hringt í systur hans og sagt að sonur okkar skuld- aði hundruð þúsunda króna - fyrir efnið sem hann var tekinn með. Þetta kom frá eiganda efnisins,“ segir Edda. „Síðan kom önnur rukk- un í gegnum síma en í þriðja skipt- ið var sagt að „maður kæmi norður um helgina". Við gerðum allt í sam- ráði við lögregluna sem vaktaði svo bíl viðkomandi manns þegar hann kom,“ segir Bjöm. „Við vöktuðum strákinn okkar og okkar nánustu voru látnir vita hvað væri að ger- ast.“ Viltu þá að... „Eftir þetta komu hótanir í gegn- um síma. Ef hann borgaði ekki kæmi einhver og rukkaði hann. í síðustu viku fékk hann SMS-skila- boð um að maður væri á leiðinni norður," segir Edda. „Ég var í vinnunni og hraðaði mér heim með stráknum. Þegar við vorum að aka heimreiðina blikkaði bUl ljósunum. Við héldum áfram. Þegar við stöðvuðum, töluðum við við mann og settum litla rifu á gluggann en læstum bílnum. Ég sagði manninum að við ættum eng- an pening og myndum ekkert borga," segir móöirin. „Viltu þá að sonur þinn verði drepinn?" spurði maðurinn. „Ætlar þú að gera það,“ spurði ég. „Nei, en ég hef mann til þess,“ sagði hann þá og sagði að við fengjum frest til klukkan íjögur daginn eftir. Sagðist vinna við rukkanir Þegar Bjöm kom akandi heim á jeppa sínum vissi hann hvað var á seyði, ók bíl sínum alveg að stuðara „rukkarabílsins", fór út og opnaöi dymar á bílnum þar sem rukkarinn Vcir sestur inn: „Ég spurði hvem fjandann þeir væru að gera þama. Hann sagðist vera að mkka - innheimta 600 þús- und króna skuld. Reyndar sagðist hann ekki vita fyrir hvað - það væri ekki sitt vandamál. Maðurinn sagð- ist vera í atvinnurekstri, þetta væri vinnan hans og hann greiddi af henni skatta. Ég sagði að það kæmi ekki til greina að við borguðum nokkum skapaðan hlut. Hann sagði þá að eigur mínar væru ekkert óhultar," segir Bjöm. Stuttu síðar kom lögreglan á Sauðárkróki og handtók rukkarann. 200 þúsund í handrukkaralaun? Að sögn Björns Mikaelssonar, yf- irlögregluþjóns á Sauðárkróki, er talið að „skuld“ piltsins fyrir efnin sem hann glataði fyrir öðrum með því að vera tekinn - þannig séu reglur flkniefnaheimsins gjaman - hafi verið um 400 þúsund krónur í sumar. Nú sé hún orðin 600 þúsund krónur. En í hverju felst þá þessi 200 þús- und króna hækkun? Jú - lögreglan telur að hún felist i launum handrukkarans. Rukkarinn viðurkenndi við yfír- heyrslur hjá lögreglu um helgina að hafa hótað Eddu, Bimi og syni þeirra. Mál hans telst í raun upp- lýst og verður bráðlega sent ákæru- valdi og það tekið til dómsmeðferð- ar. Hver hins vegar eigandi efn- anna var, og sá sem sendi rukkar- ann af stað, er i rannsókn. Lögreglan í Reykjavík segir ljóst að málum af þessu tagi fari fjölg- andi og leggur áherslu á að þau séu kærð eins Bjöm og Edda gerðu - einungis þannig að hægt sé aö ná lausn með því að koma höndum yfir þá sem beita ofbeldi og hótun- um um slíkt eða skemmdarverk. Bjöm og Edda hvetja þá sem standa í hliðstæðum sporum og þau að kæra til lögreglunnar og vera i samstarfi við hana frekar en að taka upp veskið og þegja þunnu hljóði. -Ótt Hjónin Björn Hansen og Edda Haraldsdóttir eru ein af ótrúlega mörgum for- eldrum hér á landi sem hafa lent í því að menn tengdir fíkniefnaheiminum rjúfi heimilisfrið þeirra með hótunum um ofbeldi, líflát barns þeirra og skemmdarverk. DV-mynd GVA Björn ók jeppanum upp að stuðara handrukkarans, svipti hurðinni upp hjá honum og spurði hver fjandinn væri á seyði. Björn og kona hans, Edda Haraldsdóttir, hafa fallist á að segja sögu sína - hvernig það er að eiga barn sem er rukkað og hótað lífláti vegna fíkniefnainnheimtu, hvernig það er að vera hótað því að vera ekki öruggur með híbýli sín og bíl - að þurfa að lifa í eilíf- um ótta. Þau eru bara ein af ótrúlega mörgum foreldrum sem lent hafa í handrukkurum og hótunum þeirra. Ýmis dæmi liggja fyrir um að fórnarlömb handrukkara hafi verið sett í skott á bfl, því lokað og ekið af stað með þau á tiltekna staði þar sem hótanir og ofbeldi heldur áfram. Stöðugt fleiri fjölskyldur verða fyrir barðinu á handrukkurum: Sjúklingum SÁÁ ekki vært - koma sumir í meðferð með mikla áverka mm „Fólki í meðferð hjá okkur er oft hótað. Hótanimar koma oft mjög illa við sjúklingana. Handrakkararnir era þá ekki aö hóta sjúklingunum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra - börnum, foreldrum eða mökum og kærastum. Fólk sem er að reyna að vera hér í meðferð eirir ekki lengi inni þegar svona hótanir berast. Mörg dæmi era um að fólk hlaupi út úr meðferð vegna þessa,“ segir Einar Axelsson, læknir i sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Einar segir að ástand sumra sem koma í meðferð sé skelfilegt: „Stundum koma sjúklingar okkar beint frá Borgarspítalanum - eftir að hafa lent í handrukkurum. Þeir koma þá illa leiknir eftir ofbeldis- menn og era oftar en ekki með mikla líkamlega áverka. Yfirleitt hafa þeir ekki sagt lögreglunni frá árásunum. Síðan berst þessu fólki hótanir hingað og sumir hlaupa út vegna hótana. Þetta er orðið svo mikið vandamál að við höfum rætt um að loka fyrir simtöl til sjúklinga hérna. Við erum t.a.m. hætt að taka skila- boð til sjúklinga um að hringja í fólk nema þá bara heim til sín. Við höf- um gjarnan vitað hvað klukkan slær þegar sumir era beðnir um að hringja í vin sinn hér eða þar. Það er bannað að vera með farsíma héma,“ segir Einar. inni á Vogi Einar segir að otbeldi virðist hafa aukist inni á Vogi. „Við höfum verið að rejma að stemma stigu við ofbeldi hér inni - reyna að taka fastar á því. Ofbeldi hér skapast að miklu leyti vegna neyslu harðari flkniefna, eins og am- fetamíns og kókains. Fólk kemur inn á stofnunina stútfullt af þessum efn- um. Það verður dýrótt og tryllt. Sjálf- sagt á fólk einhverja sök á enn gróf- ara ofbeldi úti,“ segir Einar Axels- son. Stöðug ógn við börn Ljóst er að fjölmargar fjölskyldur á landinu standa eða hafa staðið í sömu sporum og hjónin í Skagaflrði gagnvart vinnubrögðum handrakk- ara og þeirra sem senda þá af stað. Hér er um að ræða ógnvænlegt ástand þar sem öll fjölskyldan er stöðugt á vaktinni gagnvart eigin heilsu, húsnæði og bilum. Fullyrt er að fjölmargir foreldrar hafi hreinlega borgað börn sín út úr fikniefnaskuldum og þeim hótimum sem fikniefnasalar hafa í frammi, ekki aðeins við bömin, heldur for- eldrana líka. Ef þið borgið ekki mun... og svo framvegis. Fólk sér með öðram orðum sitt óvænna - sér fyrir sér að barnið þeirra verði bar- ið til óbóta, það sjálft eða skemmdir unnar á eignum. Einar Axelsson, læknir hjá SÁÁ, segir að sumir meðferðarsjúklingar hafi komið beint af spítala eftir að hafa lent í limlestingum af hálfu handrukkara. DV-mynd Hilmar Þór Þú berð ábyrgð á efnunum! Lögreglumaður sem DV ræddi við tekur eitt dæmi í þessu sambandi: „Það er alveg sama hvort lögregl- an tæki krakkann þinn með 10-20 grömm af hassi eða hann væri búinn að eyða því sjálfur einhvem veginn. Hann verður alltaf að standa í skil- um við seljandann. Sá sem er með efnin ber alltaf ábyrgð á þeim. Þannig era reglumar bara í þessum heimi. Það þýðir ekkert að segja: „Fíknó tók mig.“ Menn svífast einskis við að inn- heimta. Einn góðan veðurdag átt þú von á að þessir menn banki bara upp á hjá þér ef krakkinn þinn stendur ekki i skilum,“ sagði lögreglumaður- inn, sem hefur langa reynslu af af- skiptum af unglingum. „Þá hefur það gerst að foreldrar þori ekki annað en að borga börnin út úr vitleysunni." Fæstir leggja út í það að kæra hót- animar en þó virðist það vera að aukast. Beinbrot og kæra Eins og fram kom í DV í gær seg- ir lögreglufulltrúi í Reykjavík, sem hefur með mál sem snúa að hand- rukkunum að gera, að kærur vegna frelsissviptinga, líflátshótana og öðru tengdu handrukkunum hafi aukist. Talsmenn ýmissa lögreglu- embætta úti á landi, s.s. Sauðár- króki, Selfossi og víðar, hafa einnig fengið svona mál til meðferðar. En í hverju felast hótanimar og hvað gera svo þessir handrakkarar þegar látið er til skarar skríða? Á þessu ári var ungur maður á höfuðborgarsvæðinu beinbrotinn eft- ir að handrukkarar höfðu gengið í skrokk á honum vegna fikniefna- mála. Það mál var kært og er nú til meðferðar hjá lögreglunni. Annað mál átti sér stað í haust þegar sérsveit lögreglunnar var send til Þorlákshafnar. Þá hafði maður fengið hótanir um að gengið yrði í skrokk á honum við innheimtu. Við- komandi varð viti sínu fjær af hræðslu og óskaði eftir aðstoð lög- reglunnar, sem tókst i það skiptið að koma í veg fyrir að handrukkararn- ir kæmust í tæri við skuldunautinn. Einn lokaður inni í skotti bíls Þriðja málið átti sér stað annars staðar á Suðurlandi þegar handrukk- arar rufu heimilisfrið með húsbroti og ruddust inn í hús. Þar gripu menn í tómt þar sem um blásaklaust fólk var að ræða sem hvergi hafði komið nærri fíkniefnaskuldum. Fjórða málið átti sér stað snemma á árinu þegar ungur maður hafði verið í slagtogi með brotafólki. Hann hafði neitað að taka þátt í sölu- mennsku þegar nokkrir menn tóku hann og settu í farangursgeymslu bíls og óku með hann á brott. Piltur- inn náði að láta vita í GSM-síma þannig að lögreglan skarst í leikinn. Var þá fórnarlambið komið inn í hús þar sem því var ógnað. Síðast nefnda málið var kært til lögreglu. Einn forsprakkanna í því máli var í vikunni hnepptur í gæslu- varðhald vegna annarra afbrota Flestir fíklar lenda í handrukkun Handrukkarar virðast ná hvert sem þeim sýnist. SMS-skilaboðin era algengur hótunarmáti. Yfirmaður lögreglu tengdur fikniefnamálum sagði við DV að hann teldi ekki ólík- legt að langflestir fíklar hafi lent í handrukkunum eða i útistöðum við slíkt fólk einhvem tíma á sínum ferli. Þar sem fíkniefnaneysla er annars vegar verða neytendumir sjálfir, börnin og aðrir verst úti. En samkvæmt framantöldu, sögu fólksins frá Sauðárkróki, SÁÁ og ný- legum tíðindum um það hve fikni- efnaheimurinn á hinu litla íslandi er orðinn ótrúlega stór, skipulagður og útbreiddur er ljóst að mikill fjöldi fólks hefur lent í þeim hörmungum aö þurfa ekki einungis að eiga börn sem hafa gengið í snöru seljenda fikniefna - heldur hefur það líka þurft að óttast stöðugt um Uf sitt og eigur vegna skulda sem skapast af neyslu þess sjálfs, bama þeirra eða annarri aðild að fikniefnum. Sem dæmi um það hve markaður- inn er orðinn stór hefur lögreglan hér heima upplýst risastór metfikni- efnamál á hérlendan mælikvarða að undanfómu. Samt er fullyrt að lög- reglan leggi aðeins hald á 5 og í hæsta lagi 10 prósent efna sem berist eða eigi að berast til landsins. Hugsi menn þá hve mikið af efnum sé raunverulega í umferð, hve neytend- umir eru margir og síðan aðstand- endur þeirra er Ijóst að fjöldi þeirra sem lendir í handrukkurum er mik- ill. Látum orð handrukkarans sem fór norður á Sauðárkrók í síðustu viku verða lokaorðin hér: Hann sagðist einfaldlega vera í at- vinnurekstri. -Ótt 45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.