Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Síða 39
1UÞ~%? LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
47
Bárður Örn Bárðarson, plötusafnari og tónlistaráhugamaður. Það hefur ver-
ið sagt að hann viti meira um feril Bubba Morthens en Bubbi sjálfur.
Sérfræðingur í Bubba Morthens:
r
Ifótspor
kóngsins
- veit meira um Bubba en Bubbi sjálfur
„Ég á allar plötur sem hafa kom-
iö út með Bubba, bæði sólóplötur og
plötur þar sem hann kemur fram
með öðrum. Ég á talsvert af upptök-
um úr útvarpinu gegnum árin,
myndbandsupptökur úr sjónvarps-
þáttum þar sem hann hefur komið
fram. Að auki á ég ágætt úrklippu-
safn sem annar aðdáandi arfleiddi
mig að, en ég hef reyndar hirt lítið
um að undanfomu.
Bubbi er meðal fremstu tónlistar-
manna okkar, að mínu viti einn af
fimm bestu á öldinni.“
Þannig lýsir Bárður Öm Bárðar-
son Scheving þeim hluta af safni
sinu sem lýtur að Bubha Morthens.
Bárður segist hafa hrifist af Bubba
fyrst í kringum 1983 þegar platan
Fingraför kom út en hún var fyrsta
Bubbaplatan sem hann eignaðist.
„Ég held að þessi söfnunarárátta
sé í genunum. Ömmubróðir minn á
Akureyri, Jóhann Scheving, fyrrum
kennari, var frægur bókasafnari."
Með listann í höfðinu
Þekking Bárðar á ferli Bubba
þykir með eindæmum og er hægt að
segja sögur af því. Þegar Silja Aðal-
steinsdóttir ritaði bók um Buhba
árið 1990 setti hún sig í samband við
Bárð og bað hann að taka saman
plötuskrá. Þá var plötusafn Bárðar
norður á Akureyri en hann í vinnu
í Reykjavik. Bárður settist niður og
skrifaði niður eftir minni lög sem
komið höfðu út eftir Bubba eftir
plötum og lög á hverri plötuhlið tal-
in í réttri röð. Þegar hann hringdi
norður til að staðfesta listann
reyndist hann vUlulaus.
Þessi þekking hans leiddi einnig
til þess að þegar Skífan ákvað að
gefa út safhdisk með lögrnn Bubba
frá 1980-1990, sem heitir Sögur og er
á toppi metsölulista um þessar
mundir, þá var Bárður fenginn til
aðstoðar við að hlusta á upptökur
úr safni Skífunnar og ráöleggja um
val á lögmn. Hann gekk einnig frá
plötuskránni sem fylgir diskinum.
„Þetta var geysilega skemmtilegt
verkefni. Við sátum löngum stund-
um, við Diddi, starfsmaður Skífunn-
ar, og hlustuðum og hlustuðum.
Þegar listinn var kominn niður í 50
lög var mjög erfitt að stytta hcurn
frekar en það hafðist að lokum.“
Bubbi Morthens hefur verið einn
afkastamesti tónlistarmaður vmdan-
farinna ára á íslandi. Það sést best á
því að á 20 árum hefur hann gefið út
27 sólóplötur. Sé aUt talið saman
hafa komið út 483 lög eða hljóðritan-
ir með Bubba á 20 árum á 127 plöt-
um. Þá eru talin lög á safndiskum
og lög á plötum annarra listamanna
og litlar plötur eru einnig taldar
með. En hver skyldi að mati Bárðar
vera besta platan sem Bubbi hefur
gert?
„Það fer nú mikið eftir því í
hvemig skapi ég er. Sennilega er
samt Sögur af landi hans heil-
steyptasta og besta plata en Dögun
er ákaflega vel gerð líka.“
En á Bárður sér eitthvert uppá-
haldslag með Bubba?
„Það má segja að það sé það lag
sem ég heyrði síðast með honum
hveiju sinni. Ég er fíkinn í nýtt efhi
frá honum og fer alltaf á tónleika
hans þegar ég get í þeirri von að
heyra nýtt efni.“
Skráði allar íslenskar
plötur
Áhugi Bárðar á tónlist einskorð-
ast ekki við Bubba Morthens því
hann á risavaxið plötusafn sem tel-
ur tæplega 5000 plötur og safnar
plötum með einstökum listamönn-
um og á t.d. rúmlega 100 plötur með
David Bowie. Hann hefur ekki látið
þar við sitja heldur hefur dundað
við það um hríð að taka saman skrá
yfir aUar islenskar plötur sem hafa
verið gefnar út frá 1907 til 1999.
Skráin er mikil að vöxtum og Bárð-
ur heldur að hún sé heildstæð.
„Ég held að þama séu skráðar all-
ar íslenskar plötur en ég er álltaf að
endurbæta hana. Þetta hefur verið
feiknalega skemmtilegt grúsk og
gaman að kynnast ýmsum lista-
mönnum sem þvi tengjast. Senni-
lega á enginn safnari heildstætt
safn af íslenskum titlum frá upphafi
þó Sigurjón bóndi á Hrafnabjörgum
vestur í Djúpi fari einna næst því.
Ég fer stundum í kaupbindindi en
ég er alls ekki hættur að kaupa plöt-
ur.“
-PÁA
Valentino, áklæði úr bómull. 3+2.
138.949 stgr.
Miianó, áklæði úr tefloni. 3+2
138.226 stgr.
Oporto-áklæði úrleðri. 3+1 + 1
188.611 stgr.
3+2+1, 208.322 stgr.
Síðumúla 13, sími 588 5108
HUSGÖGN
INNRETTINGAR
/ ••
Allur hagnaður rennur til líknarmála.