Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 48
-~~*56 Tilvera LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Mónakó-kappaksturinn í Monte-Carlo: - í keppnisröð Formúlu 1 „Þaö er eins gott ab þú standir þig karllnn“ - gæti Ron Dennis, yfirmaöur McLaren-liösins veriö aö segja hér viö Hákkinen, á meöa á æfíngum stóö á fímmtudaginn. Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó á sér enga hliöstæðu á keppnisdagatali Formúlu 1. Enginn keppnisstaður á sér meiri sögu, hefðir og ljóma. Fræga og ríka fólk- ið þyrpist að til að sýna sig og sjá aðra í þessari skattaparadís þar sem hver fermetri er nýttur til hins ýtrasta þessa einstöku keppnishelgi. Hvergi annars staðar er hægt að horfa á keppnina af lúxusbátum eins og gert er á Mónakó-“braut- inni“ eða horfa á keppni þar sem ökumenn aka fram hjá bönkum og spilavitum í tímatökum og keppni. Á morgun verður háð sjöunda keppni ársins þar sem keppt er um sigurinn i þessum frægasta og sér- kennilegasta kappakstri heimsins. Stutt og hœg braut Mónakó-kappaksturinn hefur ver- ið á keppnisröð Formúlu 1 síðan 1950 og hefur leiðin um borgina nærri því ekkert breyst síöan 1929 er kappakstur var háður þar í fyrsta skiptið. Hringurinn, sem er ekki nema 3,367 km, er sá stysti sem ek- inn er í Formúlu 1 og jafnframt er meðalhraðinn sá allra minnsti, 147 km/klst. í keppninni í fyrra. Ekki eru eknir nema 262 km sem er einnig stysta vegalengd sem ekin er á Grand Prix-móti. Vegna legu borg- arinnar, sem er svo til greypt inn í hamrabelti, er plássið afskaplega lít- ið og eru það aðeins flmm efstu lið- in sem fá sæmilega aðstöðu fyrir viðgerðarmenn sína. Önnur lið verða að láta sér duga að fá aðstöðu sem er í fimmtán mínútna göngu- færi. Engir bílskúrar til viðgerða eru á þjónustusvæðinu og hámarks- hraðinn þar er ekki nema 60 km af öryggisástæðum. Þrátt fyrir alla þessa annmarka er ekki hægt að hugsa sér Formúlu 1 kappakstur án þess að keppt sé í Mónakó og þannig verður það áfram því þetta er perl- an í festi Formúlu 1 tímabilsins. Hákkinen í varnarstöðu Að aka um Mónakó á 800 hestafla tryllitæki, sem er ekki nema 600 kg bíll, innan um vegriðin sem um- lykja brautina er nokkuð sem er að- f Mónakó : 4. júní 2000 " Lengd brautar: 3.370 km Eknir hringir: 78 hringir Svona er lesið... Hraði ----1 r- Gír Mirabeau Vangaveltur um keppnisáætlun Portier Loews Þyngdarafl ---1 Tímasvæði -0 isr —m SamanHaauj^jji 'Byggt á tímatökum '99 mpl Beau ^ Rivage Casino Massanet 46-49 Sainte Dévote Tabac Nouvelle Chicane Piscine Gögn fengin frá: Benetton Formu/ah Anthony Noghés Grafík: © Russell Lewis Yfirborð brautar Crowned Veggrip Meöal Dekkjaval Mjúk Dekkjaslit Lítið Álag á bremsur Meðal Full eldsneytisgjöf 41% (úrhring) Eldsneytiseyösla lítil IViðgerdaráætlun 2-StOpp 3-stopp : (1) 28-30 (1) 20-23 (2) 52-54 (2) 36-38 Li ú tið til baka ''•J rslit 99 1 Michael Schumacher (2) E 2 Eddie Irvine (4) 3 Mika Hakkinen (1) 4 Heinz-Harald Frentzen (6) | 5 Giancarlo Fisichella (9) l 6 Alexander Wurz (10) f (Rásröð keppenda) —1 | Hraðasti hringur Mika Hákkinen (hringur 67) I 1:22.259/147.354km/klst 1 Mika Hákkinen i-on c / I “1 _ 1 1 • L_ /_l • _J “1 l b | ~2 Michael Schumacher 3^ David Coulthard 4 Eddie Irvine JL Rubens Barrichello 6 Heinz-Harald Frentzen COMPAQ. yfirburdir Ta&knival eins á fárra færi, hvergi er pláss fyr- ir mistök og að sigra í Mónakó er eitt af stærri afrekum hvers öku- manns. „Ég vann keppnina árið 1998 og var það eitt af mínum mestu afrekum á ferlinum," segir Mika Hákkinen sem er núna kominn í vamarstöðu gagnvart Michael Schumacher sem hefur unnið Mónakó-kappaksturinn í fjögur skipti. „Það þarf að hafa fulla ein- beitingu þegar ekið er um brautina og það er frábær áskorun," bætir Hakkinen við, „brautin gefur ekkert eftir, jafnvel minnstu mistök geta tekið mann út.“ Heimsmeistarinn Mika Hákkinen og Michael

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.