Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 49
57 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Tilvera Schumacher eru einu núverandi ökumennirnir í Formúlu 1 sem unn- ið hafa i Monakó-kappakstrinum en kóngur Mónakós er Arton Senna sem sigraði fimm ár i röð á þessari kröfuhörðu og erfíðu braut. Tímataka og ræsing mikílvæg Tímatakan er alltaf þýðingarmik- il en fyrir Monakó-kappaksturinn á morgim er góð rásstaða lykillinn að góðri útkomu í keppninni vegna þess hversu erfiður framúrakstur er á þröngum strætunum. „Sennilega er timatakan og ræsingin mikilvæg- ustu stundir keppnishelgarinnar í Monakó," segir Michael Schumacher sem nú hefur 18 stiga forskot á Mika Hákkinen í stiga- keppninni." Ef þú ert ekki í fremstu röð fyrir fyrstu beygjuna getur þú eytt keppninni í að reyna að komast fram úr næsta bíl á meðan maður- inn sem þú vilt keppa við hverfur út í buskann," sagði Schumacher sem lenti í þessari stöðu árið 1998 þegar hann klúðraði tímatöku og ræsingu og kláraði án stiga. Nokkrir enn án stiga Þegar keppnin á morgun hefst eiga nokkur lið enn eftir að næla sér í fyrsta stigið fyrir þetta keppn- istímabil. Þar ber helst að nefna Jagúar, sem er með aflmestu vélam- ar, en vandræðin með kúplingima hafa skemmt fyrir og kostað dýr- mætan tíma. Prost virðist vera að gefast upp á þessu erfiða verkefni sem Formúla 1 er og Minardi verð- ur að teljast mun liklegri en Prost til að vinna sér inn sitt fyrsta stig á árinu. f keppninni um það hver sé bestur á eftir Ferrari og McLaren verða Ralf Schumacher hjá Willi- ams og Fisichella hjá Benetton að teljast langlíklegastir. Jordan hefur ekki enn náð að setja sitt mark á tímabilið og er árangurinn talsverð vonbrigði og því verður Frentzen ekki sterkur á svelli Monte-Carlo- brautar. Baráttan verður sem fyrr á milli tveggja bestu mannanna í For- múlu 1 undanfarin ár, Mika Hákkinens og Michaels Schuma- hcers. Nú er hins vegar pressan geysileg á Hákkinen sem verður að vinna tO að missa ekki Ferrari-öku- manninn enn lengra á undan sér í stigabaráttunni. Hákkinen hefur tit- il að verja og ætlar sér að verða fyrsti ökumaðurinn til að vinna þrjá titla i röð. Coulthard gæti aftur á móti komið á óvart því hann er af- slappaðari en félagi hans og hefur fengið aukinn kraft eftir flugslysið hræðilega sem hann segist hafa náð sér fullkomlega af. -ÓSG Areiðanleiki í keppni (Tíu efstu) Hringir kláraðir % 1 Michael Schumacher 383 100.00 2 Giancarlo Fisichella 379 98.95 3 Gaston Mazzacane 356 92.95 4 Ricardo Zonta 339 88.51 5 Ralf Schumacher 327 85.37 6 Rubens Barrichello 313 81.72 7 Alexander Wurz 309 80.67 8 Jenson Button 304 79.37 9 Mika Hakkinen 302 78.85 10 Johnny Herbert 297 77.54 (Fjöldi hringja á tímabilinu: 383) prósenta kláraðra hringja miðað við fjöida hringja á tímabilinu HM-Keppnin Ökumaður Lið 1 M Schumacher 46 Ferrari 62 2 Hakkinen 28 McLaren 52 3 Coulthard 24 Williams 15 4 Barrichello 16 Benetton 10 5 R Schumacher 12 Jordan 96 6 Fisichella 10 BAR 6 7 Villeneuve 5 Sauber 1 8 Frentzen 5 Arrows 1 9 Trulli 4 Jaguar 0 10 Button 3 Prost 0 11 Zonta 1 Minardi 0 12 De la Rosa 1 1 13 Salo 1 •Ferð fyrir tvo á Formúlu 1 keppnina í Malasíu í boði kostunaraðila Formúlu 1 á Vísi.is •Tag Heuer-úr að verðmæti kr. 122.900, í boði Leonard Fallegt umhverfi í kringum Mónakókeppnina Michael Schumacher á fullri ferð við höfnina í Mónakó á æfingum á fimmtudaginn en hann var með besta tímann eftir fyrri hluta þeirra. Íslandssími -á hraða Ijóssins visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.