Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Útlönd I Mótmæli í París Ökumenn kranabíla hindruöu í gær umferö um París til aö leggja áherslu á kröfur sínar. Bensínlaus helgi fram undan í Frakklandi Félagar í stéttarfélögum vörubíl- stjóra, sem hvöttu til að mótmælum gegn háu verði á eldsneyti yrði hætt, neituðu í gær að verða við beiðni forystumanna sinna. Margir félagsmenn kröfðust meira að segja afsagnar forystunnar. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hélt seint í gær neyðar- fund með nokkrum ráðherra sinna. Fjórar af hverjum flmm bensín- stöðvum höfðu lokað eða skömmt- uðu bensín. Víða varð að aflýsa flugi. Vörubílstjórar krefjast 20 pró- senta lækkunar á eldsneytisverði. Yfirvöld hafa ekki viljað verða við þeim kröfum. Talið er að frekari eft- irgjöf Jospins geti leitt til þess að einn stjómarflokkanna, Græningj- ar, yfirgefi stjómina. Það gæti orðið örlagaríkt fyrir forsætisráðherrann. Vörubílstjórar í Englandi efndu til mótmæla í gær og í Danmörku halda vörubílstjórar stórfund á morgun til að ræða kröfur sínar um lækkun á eldsneyti. Lögreglan lagði hald á kókaínkaf- bát í Kólumbíu Lögreglan í Kólumbíu hefur lagt hald á rússneskan kafbát sem nota átti til að smygla flkniefnum úr landinu. Þegar lögreglan gerði skyndileit í birgðageymslu utan við höfuðborgina fann hún 30 metra langan kafbát sem var hannaður af Rússum en ekki fullsmíðaður. Lög- reglan telur að rússneska mafían eða rússneskir verkfræðingar teng- ist smíðinni því hún fann verklýs- ingar á rússnesku við hlið bátsins. Kafbáturinn hefði getað flutt aö minnsta kosti 150 tonn af kókaíni. Clinton og Jiang Zemin Bandaríkjaforseti og Kínaforseti á ár- þúsundamótaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna í New York í gær. Clinton ræddi mannréttindamál við Kínaforseta Bill Clinton BandaríkjEiforseti og Jiang Zemin, forseti Kina, ræddu í gær mannréttindamál á árþúsunda- mótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Clinton tjáði frétta- mönnum að hann teldi málið ekki eiga aö koma í veg fyrir eölileg við- skipti Bandaríkjanna og Kína. Við- skiptin gætu orðið jákvæð fyrir þró- un lýðræöis og mannréttindamála í Kína. Clinton hvatti einnig til friðarvið- ræðna milli Kína og Taívans. Milosevic útbýr neðanjarðarbyrgi Slobodan Milosevic Júgóslaviu- forseti er sagður ætla að vera við öllu búinn tapi hann i forsetakosn- ingunum 24. september næstkom- andi. Fréttir hafa borist af því að hann sé að láta smíða neðanjarðar- byrgi handa sér undir húsi í austur- hluta Serbíu sem Tito, fyrrverandi Júgóslavíuleiðtogi, bjó eitt sinn í. Fréttimar af umbótunum á húsi Titos á fíallinu Crni Vrh nálægt bænum Bor berast samtímis því sem Belgradbúar velta því fyrir sér hver næstu viðbrögð Milosevics verði. Myndun nýrrar hersveitar, sem á að snúa aftur til Kosovo, þykir gefa til kynna að Milosevic sé reiðubú- inn til frekari árása en framkvæmd- imar á Cmi Vrh þykja hins vegar benda til að forsetinn geri ráð fyrir að hann þurfi að vera í felum sem eftirlýstur striðsglæpamaður. Hann er einnig talinn ætla að vera viðbú- inn árásum landa sinna. Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti er viöbúinn ósigri í forsetakosningunum og útbýr sér nú byrgi undir húsi Titos. Fréttirnar af framkvæmdunum undir húsi Titos bárust út eftir að sonur Milosevics, Marko, kom úr heimsókn þaðan. Hann greindi starfsfólki sínu í Madonna diskótek- inu í Pozarevac, heimabæ fjölskyld- unnar, frá að faðir sinn óttaðist hið versta. Menn Milosevics hafa undanfam- ar vikur beitt opinbera starfsmenn gífurlegum þrýstingi til að mæla með framboði Milosevic. Voru þeir beittir hótunum í vinnunni, að þvi er fregnir herma. Hótanirnar nægðu þó ekki til að safna þeim 1,5 milljónum undirskrifta sem nauð- synlegar voru. Stjórnarandstaðan segir að mörg nafnanna hafl einfaldlega verið tek- in úr símaskrám. Einnig hafl listum með þúsund- um nafna frá Kosovo úr fyrri kosn- ingum verið skilað inn. Listamir eru frá svæðum þar sem enginn Serbi er nú búsettur. jr J j/ff 1 II t|ii Eggjasali á Vestur-Timor Litli eggjasalinn á myndinni viröir hér fyrir sér flak bifreiöar starfsmanna Sameinuöu þjóöanna. Samtökin greindu frá því í gær aö 20 manns heföu falliö í nýjum átökum á Vestur-Tímor, tveimur dögum eftir moröin á þremur hjálparstarfs- mönnum. Fulltrúar indónesiska hersins vísuðu fréttinni á bug. Friöarviðræður á ný ísraelskir og palestínskir samn- ingamenn munu hittast innan tíðar til að reyna að koma á friðarsamn- ingi áður en frestur rennur út 13. sept- ember. Háttsettur embættismaður Yassers Arafats Palestínuleiðtoga greindi frá þessu í gær. Aukin olíuframleiðsla OPEC, samtök olíuframleiðslu- ríkja, gáfu í skyn í gær að þau hygð- ust auka enn frekar framleiðslu sína. Lá við flugvélaárekstri Flugstjóra Boeing 757 farþegaþotu með 173 menn um borð tókst að koma í veg fyrir árekstur við her- flugvél yflr alþjóðaflugvellinum í Los Angeles á fimmtudaginn. Mannréttindi í lagi Vitringarnir þrír, sem Evrópu- sambandið sendi til Austurríkis til að kanna mannréttindamál þar, mæla með því að refsiaðgerðum gegn landinu verði aflétt. Austur- ríki kallaði yflr sig reiði sambands- ins þegar Frelsisflokkur Jörgs Haiders komst til valda. Vitringarn- ir segja minnihlutahópa, flóttamenn og innflytjendur í Austurríki njóta sömu réttinda, ef ekki meiri, en annars staðar ríkja í Evrópusam- bandinu. Bróðir Straws áreitti William Straw, bróðir Jacks Straws, innanríkis- ráðherra Bretlands, var 1 gær fundinn sekur um að hafa áreitt 16 ára stúlku kynferðislega. Straw neitar að hafa áreitt stúlkuna, sem er fjöl- skylduvinur, á heimili hennar í apr- il síðastliðnum. Átti barn með Onassis Óperusöngkonan Maria Callas eignaðist dreng með skipakóngin- um Aristoteles Onassis árið 1960. Barnið lést nokkrum klukkustund- um eftir fæðinguna, að því er kem- ur fram í nýrri ævisögu um Callas. Hún hafði haldiö því fram að Onass- is hefði neytt hana til að eyða fóstri árið 1966. Neita að flugskeyti hafi grandað Kúrsk Aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, Ilja Klebanov, vísaði í gær á bug frétt þýska blaðsins Berliner Zeitung um að flugskeyti frá Pétri mikla, flaggskipi Norðurhafaflota Rússa, hefði sökkt kafbátnum Kúrsk. Vitnaði blaðið í skýrslu rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Áður hafa komið fram fréttir um að rússnesku flugskeyti kynni að hafa verið skotið að Kúrsk. Vla- dimir Jegorov aðmíráll, yfirmaður Eystrasaltsflotans, sem hvorki tók þátt i æfingum sjóhersins í Barents- hafi né björgun Kúrsk, sagði i sjón- varpsviðtali síðastliðinn sunnudag að þetta væri möguleiki sem verið væri að rannsaka. Berliner Zeitung var hins vegar fyrst til að greina frá því að rúss- neska leyniþjónustan sjálf hefði staöfest að flugskeyti hefði verið skotið að kafbátnum. Vladimir Aðstoðarforsætisráöherra Rússa llja Klebanov vísar frétt Berliner Zeitung á bug. Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa fengið skýrslu leyniþjónust- unnar í hendur 31. ágúst síðastlið- inn. Samkvæmt frásögn Berliner Zeit- ung voru tveir yflrmenn Norður- hafaflotans um borð í Pétri mikla 12. ágúst síðastliðinn, daginn sem slysið varð. Rússum og Bandaríkjamönnum ber nú saman um að Kúrsk hafi sokkið eftir að tvær sprengingar hafi orðið. Rússar hafa gefið í skyn að Kúrsk kunni að hafa rekist á er- lent skip eða jafnvel tundurdufl úr seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Vesturlanda hafa vísað því á bug að skip þeirra hafi lent i árekstri við Kúrsk. BlaðafuUtrúar rússnesku leyni- þjónustunnar vildu í gær ekki tjá sig um frétt þýska blaðsins Berliner Zeitung. Heimilislaus í forsetaíbúð Heimilislaus maður braust ný- lega inn í bústað Thabo Mbekis, for- seta S-Afríku, í Höfðaborg þegar forsetinn var er- lendis. Gesturinn drakk koníak for- setans, baðaði sig og svaf í nýju rúmi á hverri nóttu. Hann dvaldi í forsetabústaðnum í nokkra sólar- hringa. Það var kokkur forsetans sem fann óboðna gestinn. Búist er við að gesturinn fái ekki jafn þægi- legan bústað á næstunni. Bandarísk blöð á Kúbu Yfirvöld á Kúbu hafa heimilað bandarísku blöðunum Chicago Tri- bune og Dallas Moming News að opna fréttastofur í Havana. Utanrík- isráðherra Kúbu, Perez Roque, greindi frá þessu í gær. Mynd óviðkomandi frétt Vegna mistaka birtist mynd með stuttfrétt um Hells Angels í Finn- landi í DV, laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn, sem var óviðkomandi efni fréttarinnar. Beðist er velvirð- ingar á þvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.