Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Margitta Fiedler hafði fengið nóg af sveinbörnum: Unga nornin drap nýfædd börn sín Wemigerode er aöeins í aðeins nokkurra kilómetra fjarlægð frá Harzfjöllum þangað sem nomir hafa verið sendar samkvæmt þjóðsögun- um. I Wernigerode býr einnig al- vömnorn að mati bæjarbúa. Hún heitir Margitta Fiedler og hún framdi síðasta glæp sinn þegar hún var tæplega fertug. Þá myrti hún nýfætt barn sitt og lét eiginmann sinn fleygja líkinu í miðstöðvarofn. Nýfædda barnið var að vísu stúlka eins og Margitta Fiedler hafði óskað sér svo heitt. En faðir barnsins var 18 ára sonur Margittu, Mirko. Þess vegna varð litla bamið að deyja. Móðirin tróð samanrúll- aðri bleyju upp í barnið til þess að kæfa það og bað Mirko um að leggja það í vögguna. Sonurinn horfði á allt saman. Hann hafði aðstoðað móður sína við fæðinguna og hann sá litlu dóttur sína deyja en sagði engum neitt. Fleygði barninu í logana Það var ekki fyrr en faðir Mirkos, Manfred Fiedler, kom heim sem sonurinn sagði frá því sem gerst hafði. Faðirinn kinkaði bara kolli. Hann vissi hvað hann þurfti að gera. Morguninn eftir setti hann barnslíkið í plastpoka og hafði það með sér í vinnuna þar sem hann var kyndari. Hann setti mesta hita á miðstöðvarofninn og fleygði barn- inu í logana. Slíkt hafði hann gert oft áður. Samtals fimm sinnum hafði hann fleygt litlum bamslíkum i ofninn. Konan hans hafði myrt bömin eftir að hafa fætt þau og hann hafði brennt líkin. Þegar málið komst upp vakti það skelfingu um allt Þýska- land. Margitta og Manfred Fiedler gengu í hjónaband 15. maí 1971 í ráðhúsinu i Wernigerode. Hann var 21 árs og hún var 18 ára. Þau voru bæði í góðri vinnu. Hann var kynd- Kyndarinn Manfred hlýddi fyrirskipunum konu sinnar. ari og hún var gengilbeina. Sama ár fæddi hún fyrsta son þeirra, Mirko. Síðan komu drengirnir hver á eftir öðrum, Majk, Holger, Jens og Stef- an. Margittu Fiedler var farið að langa óskaplega mikið til að eignast dóttur. Missti vitiö af sorg Talið er að ógæfan hafi dunið yf- ir þegar Margitta fæddi barn í sjötta sinn. Hún eignaðist dóttur eins og hún hafði óskað sér. En hamingjan varði stutta stund. Nokkrum klukkustundum eftir fæðinguna lést bamið á sjúkrahúsinu. Andlát barnsins breytti lífi Margittu Fiedler. Hún fór að drekka og hélt sig að mestu innandyra. Hún sinnti ekki starfi sínu og sinnti ekki drengjunum sínum fimm. Veikgeðja eiginmaður hennar horfði bara að- gerðarlaus á. Ári seinna varð Margitta barns- hafandi á ný. Hún hélt þungun sinni leyndri fyrir eiginmanninum þar til hún var komin að því að fæða barnið. Dauöadómur kveðinn upp „Ef þetta verður ekki stelpa vil ég ekki eiga barnið. Þú verður að sætta þig við það,“ sagði hún við mann sinn. Nótt eina í júní fékk hún hríðir. í þetta sinn vildi hún ekki fara á sjúkrahúsið. Hún vildi fæða heima og Manfred átti að að- stoða hana. „Hvort varð það?“ spurði hún þegar bamið var komið í heiminn. „Drengur," svaraði Man- fred. Þar með hafði hann kveðið upp dauðadóm yfir barninu. Til þess að nágrannarnir heyrðu ekki barnsgrát krafðist Margitta þess að Manfred setti þvottakefli upp í munninn á barninu og legði það í þvottakörfu. Þremur dögum seinna litu þau til barnsins. Það var þá látið og Manfred Fiedler fleygði því daginn eftir í miðstöðvarofninn á vinnustað sínum. Næstu morð voru framin á sama óhugnanlega hátt og fjölskyldan var „Enginn skilur hvers vegna barnamorðin í Albert Bartels Strasse númer 34 uppgötvuð- ust ekki. Ölium var ijóst að Margitta Fiedler var stöðugt barnshafandi. „Við ná- grannarnir ræddum þetta en við vorum vissir um að frú Fiedler gæfi börnin strax eftir fæðingu..." í upplausn. Drykkjan jókst og skuld- irnar jafnframt. Að lokum áttu þau ekki lengur fyrir húsaleigunni. Margitta Fiedler seldi hluta af inn- búinu. Flest húsgögnin voru seld þannig að það fékkst fé fyrir meira áfengi. Bömin urðu hins vegar að liggja á dýnum á gólfinu. Tók á móti elskhugum í hjónarúminu Það eina sem ekki var selt var hjónarúmið. Þar tók Margitta Fiedler fús á móti elskhugum sin- um. Hún hafði mök við bræður mannsins síns og elsta son sinn, Mirko. Hún hélt áfram að fæða börn sem voru myrt um leið og þau fædd- ust af því að þau voru ekki stúlku- börn. Enginn skilur hvers vegna barna- morðin í ibúðinni við Albert Bartels Strasse númer 34 uppgötvuðust ekki. Öllum var ljóst að Margitta Fiedler var stöðugt barnshafandi. „Við nágrannarnir ræddum þetta en við vorum vissir um að frú Fiedler gæfi börnin strax eftir fæð- inguna þar sem hún fengi 500 mörk fyrir það. Viö gerðum ráð fyrir að hún hefði not fyrir peningana vegna þess að hún drakk rosalega," sagði einn nágrannanna. Synirnir fimm þorðu ekkert að segja frá voðaverkunum sem framin Heimili morðingjanna Nágrannarnir héldu aö börnin heföu veriö gefin til ættleiðingar. Manfred og Margitta á brúðkaupsdaginn Á ellefu árum fæddi hún honum fimm syni. Eftir þaö dundi ógæfan yfir. Margitta í réttarsalnum Samviskuiaus móöir sem fékk vægan dóm. voru á hverju ári. Þeir vissu að ef það fréttist yrði móður þeirra stung- ið í fangelsi. Þeir myndu þá verða látnir á barnaheimili. Upp komst um glæpina af algerri tilviljun. Vinnuveitendur Margittu grennsluðust fyrir um hvers vegna hún hefði ekki komið til vinnu. Yf- irmaður hennar, sem var kona, spurði hvernig henni liði eftir barnsburðinn. Margitta Fiedler svaraði vandræðalega að hún hefði misst fóstrið. Það þótti konunni undarlegt þar sem hún vissi að Margitta hafði gengið níu mánuði með bamið. Læknir, sem kallaður var á vettvang, staðfesti að Margitta hefði ekki misst fóstur heldur hefði hún fætt barn á eðlilegan hátt. Það var því eðlilegt að menn spyrðu sig hvar barnið væri og Margitta Fiedler játaði allt. Ólæti í réttarsalnum Hún og maður hennar voru dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þegar dómurinn hafði ver- ið kveðinn upp urðu róstur í réttar- salnum. Áheyrendur voru æfir yfir því hvað refsingin var væg. Dómar- inn varð hvað eftir annað að berja með hamri sínum í borðið og biðja menn að halda ró sinni. Hann rökstuddi dóminn með því að segja að það væri ekki rétta fólk- ið sem sæti á sakamannabekknum. Margitta og Manfred Fiedler hefðu lent í ógöngum vegna lélegs uppeld- is í bernsku. Foreldrar þeirra hefðu átt að sitja á sakamannabekknum. Hann vildi heldur ekki dæma þau í óskilorðsbundið fangelsi þar sem synir þeirra fimm þyrftu á þeim að halda. Hjónin, sem viðurkennt höfðu morð á fimm nýfæddum börnum sín- um, gátu þess vegna gengið út úr dómhúsinu sem frjálsar manneskjur. Móðir afhjúpaði son sinn Frank Ginstmann var djöfull í mannslíki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.