Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Fréttir Slakur árangur á lokaprófi eftir endurskipulagningu Flugskóla íslands: Allir féllu nema einn - heföi sjálfur náö prófinu, segir yfirkennarinn Af þrjátíu flugnemum sem þreyttu lokapróf í Flugskóla íslands í lok síöasta mánaðar náði aðeins einn. Gerist þetta þrátt fyrir gagn- gera endurskipulagningu á skólan- um eftir fjöldafall flugnema fyrr á árinu en þá var skipt um skóla- stjóra, yfirkennara og stjóm skól- ans stokkuð upp. „Eftir að JA- flugnámið tók gildi 1. júlí á síðasta ári breyttist námið frá gmnni. Prófið er gríðarlega þungt og íslendingar eru ekki einir um að falla á þvi. Svipaðar fréttir berast frá öðrum Evrópulöndum þar sem flugnemar þreyta sams konar próf,“ sagði Ómar Guönason, nýr yfirkennari við Flugskóla ís- lands. „Þetta er miklu erfiðara próf en gamla at- vinnuflug- mannspróf- ið.“ - Hefðir þú náð prófinu? „Já, ég hefði náð því,“ sagði Ómar yfir- kennari. Slakur ár- angur flugnema í Flugskóla ís- lands fyrr á árinu leiddi til þess að skólastjórinn, Birgisson, eigandi Flugtaks, ráðinn skólastjóri og Ómar Guðnason gerð- ur að yfirkennara. Nemendahópur- inn, sem gekkst undir lokaprófið með fyrrgreindum árangri, er sá fyrsti sem ný yfirstjórn Flugskóla íslands ætlaði að útskrifa. Einn komst i gegn en tuttugu og níu verða að fara í upptökupróf. Ef svo fer fram sem horfir getur slakur árangur flugnema orðið til að hamla eðlilegri endurnýjun í flugmannastéttinni. Á síðasta ári réðu Flugleiðir tuttugu nýja flug- menn þannig að Flugskólinn hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að útskrifa tuttugu nýja flug- menn í ár til að viðhalda jafnvægi í stéttinni. -EIR Flugskóli Islands Slakur árangur nemenda getur hamlaö eðli- legri endurnýjun í flugmannastéttinni. Gylfi Gísla- son, var lát- inn fara svo og yfirkenn- ari skólans. Tók þá Am- grímur Jó- hannsson, eigandi At- lanta og stjómarfor- maður Flug- skólans, við skólastjóra- starfinu sem hann gegndi fram í mars- mánuð. Þá var Baldvin Aukin haustskjálftatíðni við Kötlu: Tveir nýir sig- katlar sjást - ekkert bendir til aukinnar eldvirkni Kjartan og kolinn Trúði vart eigin augum þegar hann vitjaöi álagildrunnar sinnar í Ölfusinu. Véiddi kola í Ölfusinu Tveir nýir sigkatlar hafa komið í ljós í vesturbrún Kötluöskjunn- ar, að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumanns í Vík í Mýrdal. Hann telur katlana í Mýrdalsjökli nú vera orðna þrettán. Reynir flaug síðast yfir jökul- inn fyrir hálfum mánuði. „Sam- kvæmt mínum kokkabókum sýn- ist mér að tveir sigkatlar í viðbót séu að koma í ljós.“ Hann segist ekki geta fullyrt hvort þetta séu nýir katlar eða hvort þeir hafi hreinlega verið að koma í ljós nú vegna mikillar bráðnunar á jökl- inum í sumar. Fjöldi sigkatlanna í jöklinum er orðinn í það minnsta 13 og telur Reynir það mun meira en áður hefur verið. „Katlarnir eru mest í öskjubrúninni og þessir tveir nýju eru í vestanverðri Kötluöskj- unni.“ Reynir segist fljúga sjaldn- ar yfir Eyjafjallajökul en þar hafi hann ekki séð neina breytingu. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Kötlusvæðinu undanfarn- ar vikur. Jarðfræðingar á Veður- stofu íslands telja þessa virkni til- heyra hefðbundinni haustskjálfta- hrinu vegna bráðnunar á jöklin- um. Skjálftarnir séu þó tíðari og stærri en venjulega. Fjórtán skjálftar sem hafa verið yfir 2 á Richter hafa mælst á svæðinu síð- astliðna viku og flestir vestan við Kötluöskjuna. Stærsti skjálftinn, sem var 3 á Richter, mældist um klukkan 12.20 á fimmtudag við Háubungu við suðaust- urhlið Kötlu- öskjunnar. Skjálftarnir eiga flestir upptök á rúm- lega eins kíló- metra dýpi en á laugardag- inn var mæld- ist þó einn skjálfti upp á 1,6 á Richter sem átti upp- tök á 9,7 km dýpi. Jarð- fræðingar fylgjast grannt með jöklinum en segja engar landhæð- arbreytingar eða annað benda til aukinnar eldvirkni í Kötlu. -HKr. Kjartan Halldórson rak í rogastans þegar hann vitjaði ála- gildrunnar sinnar í skurði langt uppi i landi í Ölfusinu á dögun- um. Sá hann þá ekki kola í gildrunni og ætlaði vart að trúa eigin augum: „Ég vissi ekki að botnfiskur eins og koli gæti lifað í ferskvatni og hvað þá í Ölfusinu miðju,“ sagði Kjartan sem þó hefur séð margt á lífsleiðinni. „Mér er það hulin ráðgáta hvernig kolinn hef- ur getað synt svona langt inn í land og lifað það af.“ Kjartan er enn að velta þessum spurningum fyrir sér en annars ganga álaveiðarnar vel hjá hon- um í lækjum og skurðum í Ölfus- inu. -EIR Skjálftatíðni við Kötlu Fjórtán skjálftar yfir 2 á Richter hafa mælst á svæðinu síð- astliðna viku. Roskin kona grunuð um stórfelld skipulögð fjársvik: Samstarfið hagkvæmt Ferðamönnum hefur íjölgað ár frá ári í öllum þremur löndunum sem standa að vestnorræna samstarfinu, íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Markviss stefnumótun og vinna eftir henni hefur skilað Islendingum ríkulegum árangri en helsta ógnin til næstu framtíðar er skortur á hótel- rými í Reykjavík. RÚV sagði frá. Mills áritaði í gær Enski rithöfund- urinn og strætis- vagnabílstjórinn Magnus Mills áritaði í gær íslenska þýð- ingu bókar sinnar, Taumhald á skepn- um. Þetta er fýrsta bók Mills og kom út árið 1998. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og fékk tilnefn- ingu til virtustu bókmenntaverðlauna á Bretlandi, Booker og Whitbread. RÚV sagði frá. Dómsmálaráðherra vill báða Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráð- herra telur ekki nauðsynlegt að breyta lögum á nýj- an leik til að tryggja framtíð Bamahúss- ins. Félagsmálaráö- herra hefur óskað eftir viðræðum við dómsmálaráð- herra vegna þess aö dómarar hafa frekar valið sérstakt herbergi í dóm- húsinu við Lækjartorg til að taka skýrslur af bömum í kynferðisbrota- málum, í stað þess að tala við þau í Barnahúsinu. Dómsmálaráðherra seg- ir að hægt sé að nota báða staðina. RÚV sagði frá. Slysaaldan dýr Slysaalda fyrstu 8 mánuði ársins hefur kostað Landspítala - háskóla- sjúkrahús tæpar 40 milljónir, sem er beinn kostnaðarauki. Mikil fjölgun al- varlegra slysa hefur orðið siðustu 2 ár á þjónustusvæði spítalans, mun meiri en skýra má með fjölgun íbúa á svæð- inu. RÚV sagði frá. Sýknaður af arnarvarpsraski Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í dag mann af að hafa með sinubruna raskað hreiðurstað ama í hólma í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa stundað minkaveiðar án veiði- korts með eldfærum og dísilmenguðu bensíni og fyrir að kveikja sinuelda án leyfis. Ákvörðun um refsingu var hins vegar frestað í tvö ár og fellur hún niður að þeim loknum haldi mað- urinn almennt skilorð. Mbl. sagði frá. Ární vill lækka skatta í ræðu sjávarút- vegsráðherra á ráð- stefnu Euro-Ice kom fram að hann vilji í framtíðinni að Is- land reyni að laða að sér erlend fyrirtæki með því áð bjóða upp á samfélag sem hef- ur lægri skatta á fýrirtæki en þekkist í þeim löndum sem við bemm okkur saman við. Það er að skapast svigrúm til að lækka skatta því undanfarin ár hafa skuldið lækkað og skuldastaða ríkissjóðs er að komast á viðunandi stig. Grunuð um að hafa haft tug- milljónir af 10 einstaklingum Talið er að 65 ára gömul reykvísk kona, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skipulagðra fjársvika, hafi haft tugmUljónir króna af um 10 einstaklingum. „Hún er grunuð um skipulögð fjársvik og talið er að svikin nemi tugum milljóna," sagði Jón Snorra- son, saksóknari og yfirmaður efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóraembættisins. „Hún hefur áður hlotið dóm fyrir fjársvik, sem leiðir hugann að því hvort þama sé um að ræða framhald af fyrri brotum." Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði konuna í tíu daga gæslu- varðhald á fimmtudaginn, en efna- hagsbrotadeildin hafði farið fram á 14 daga varðhald. Jón sagði að úr- skurður Héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar þar sem efnahags- brotadeildin teldi sig þurfa lengri tíma en 10 daga til rannsóknar málsins. Konan var gerð gjaldþrota árið 1986. Árið 1987 hlaut konan tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir hlutdeild i skjalafalsbroti, og árið 1991 hlaut hún sex mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir að hafa misneytt sér „einfeldni og bágindi" öryrkja sem var undir handleiðslu geð- lækna. Undir því yfirskini að vera frænka mannsins hafði hún af hon- um aleiguna, rúmar tvær milljónir króna, og fékk hann til að ábyrgjast þrjú veðskuldabréf að upphæð 632.734. Peningana notaði hún til þess að fara með fjölskyldu sína í utanlandsferð, gera upp skuldir við banka, lögmenn og matvöruverslan- ir og kaupa sér gleraugu og gervi- tennur. -SMK British Airways hækkar Breska flugfélagið British Airways hækkaði öll fargjöld i dag um 3% til að mæta hækkunum á flugvélaelds- neyti að undanfórnu. Hækkunin tekur gildi nú þegar á öllum áætlunarleiðum félagsins, að sögn talsmanns BA. Mbl. sagði frá. Hampiöjuhlutur seldur Heiðarás ehf., í eigu Hjörleifs Jak- obssonar, forstjóra Hampiðjunnar, seldi i dag hlut sinn í Hampiðjunni að nafnvirði kr. 5.666.667 á genginu 7. í tilkynningu sem Hjörleifur sendi frá sér segir að með þessum viðskiptum sé aöeins verið að nýta hluta af þeim kaupvalrétti sem hann hafi samið um við stjóm Hampiðjunnar. Mbl. sagði frá. -MIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.