Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Ingibjörg G. Magnúsdóttir: Vil verksmiðjuna í burtu - kenni ammoníakleka um veikindi og örorku „Ég upplifði þetta eins og það yrði jarðskjálfti inni í höfðinu á mér. Mig svimaði og ég sá alls konar töl- ur og númer þjóta fram hjá. Það var eins og öll götunúmer og símanúm- er sem ég hafði nokkum tímann lagt á minnið rifjuðust upp í einni svipan. Síðan fann ég æluna koma upp í hálsinn á mér og þaut inn á klósett. í kjölfarið fékk ég dynjandi höfuðverk og fann fyrir lamandi þreytu þegar frá leið.“ Þannig lýsir Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir áhrifum þess að anda að sér ammoníakgufum sem Áburð- arverksmiðjan í Gufunesi sleppti út í andrúmsloftið 30. september 1998. Ingibjörg býr með tveimur bömum sínum í einu af fjórum húsum sem standa undir brekkunni austan við verksmiðjuna og eru gamlir starfs- mannabústaðir frá þeim tíma sem verksmiðjan var langt uppi í sveit, fjarri þéttbýlinu. Fjarlægðin frá húsunum yfir að verksmiðjunni er um að bil 200 metrar og næst húsun- um standa vetnisverksmiðja og ammoníakverksmiðja. Hvað er að gerast? Þennan örlagaríka dag kom Ingi- björg heim skömmu eftir hádegi, ásamt tvítugri dóttur sinni og tveim sonum, 8 og 11 ára. Þegar heim að bílskúrnum kom sá hún bil frá Áburðarverksmiðjunni aka upp slóða sem liggur upp á brekkubrún- ina fyrir ofan húsin. Þegar Ingi- björg opnaði bílinn fann hún strax mjög sterka ammoníakslykt sem hún þekkti frá starfsárum sínum í frystihúsum. Hún sagði bömum sín- um að draga djúpt andann og hlaupa inn og loka á eftir sér. „Þegar ég kom inn hringdi ég beint í verkstjóra í Áburðarverk- smiðjunni sem kannaðist ekki við neina lykt en þakkaði mér fyrir að láta sig vita. Út um gluggann sá ég bílinn frá verksmiðjunni uppi á hæðinni og bílstjórann halda hend- inni út um gluggann með einhverju tæki. Hann ekur síðan niður brekk- una aftur, stoppar við húsið og spyr hvort sé ekki allt í lagi með mig og segir að þetta sé búið núna. I þann mund sem hann ekur í burtu finn ég að önnur gusa skellur yfir og ég hljóp aftur inn og hringdi aftur í verksmiðjuna. í þetta skipti spurði konan á simanum mig hvort ég væri þessi í Hamrahverfinu sem væri að kvarta aftur en gaf mér svo samband við verkstjórann. Hann gerði aftur lítið úr því sem ég sagði en sagði svo að þetta væri svo lítið og hættulaust að það gerði mér ekk- ert mein.“ Ingibjörg Magnúsdóttir dvmyndir e.ól. Hún ætlar í mál við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og hefur þegar fengið heimild til gjafsóknar. Ingibjörg telur að stórfelldur ammoníakleki í lok september 1998 hafi valdið henni varanlegu heilsutjóni og örorku. Ingibjörg hafði fulla starfsorku fyrir september 1998 Hún hefur í dag veriö úrskuröuð öryrki. „Ég stend í þessari baráttu fyrir börnin mín sem eiga engan annan að. “ Með Ingibjörgu á myndinni er dóttursonur hennar, Andri Björn Sigfússon, 5 ára ömmustrákur. Varð ofsalega hrædd „Ég vildi ekki vera að rífast við hann og var auk þess að berjast við að halda strákunum mínum inni og sleit samtalinu og ákvað að fara út og vita hvernig ástandið væri. Ég gekk fyrir húshomið og dró nokkrum sinnum andann gegnum nefið. Þá fann ég þessa jarðskjálftatil- finningu í höfðinu og varð ljóst að þetta var eitthvaö meira en ammon- íak. Ég hef oft upplifað ammon- íakleka í frystihúsi og það var ekk- ert hjá þessu. Ég var ofsalega hrædd því mér fannst að það væru mjög alvarlegir hlutir að gerast og óttaðist um böm- in mín. Ég var mjög ringluð og átta- villt en varð fegin þegar ég sá að lögreglan var komin en nágranni minn hafði hringt í þá. Lögreglan spurði mig hvað eftir annað hvort ég vildi ekki koma með þeim á sjúkrahús en ég var ofboðslega þreytt og lömuð og vildi bara leggja mig en mikið vildi ég að ég hefði farið með þeim strax upp eftir.“ Ástandið versnar stöðugt Á þessum tíma starfaði Ingibjörg í mötuneyti Lögreglunnar og átti að mæta klukkan 17.00 til vinnu. Ingi- björg hringdi þá í Heilbrigðiseftir- litið og tilkynnti þeim um málið. Hún svaf nær óslitið þangað til hún átti að mæta í vinnu. Þegar hún vaknaði og fór til vinnu var hún með óbærilegan höfuðverk, pirring í hálsi og leið mjög illa. Um kl. 19.00 um kvöldið gat hún varla talað og fór þá upp á móttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar tók á móti henni Ágústa Ólafsdóttir deildarlæknir. Ingibjörg reyndist vera með 38 stiga hita, fékk súrefnisinngjöf og kveðst hafa heyrt Ágústu biðja um að hringt yrði í Áburðarverksmiðjuna og spurst fyrir um atburði en um þetta atriði greinir þær á. Allt snýst á versta veg Fram til þessa atburðar hafði Ingibjörg verið við góöa heilsu og unnið hörðum höndum að því að framfleyta sér og sonum sínum tveimur en hún flutti 1 íbúðina við Gufunesveg í mars 1998 í kjölfar erf- iðs skilnaðar en íbúðin er í eigu Fé- lagsbústaða Reykjavíkurborgar. Eftir þennan októberdag snerist heilsa hennar mjög til verri vegar. Hún fékk fljótlega óþekkta sýkingu á ytra eyra með bólgum sem svör- uðu ekki fúkkalyfjameðferð og læknaðist ekki fyrr en eftir frysti- meðferð. Hún léttist úr 54 kílóum í 46 og fékk asmaeinkenni sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður. Það versta var þó að hún fékk liðbólgur sem byrjuðu sem bólga í einum lið en breiddust út og hefur hún þurft að vera í mikilli liðagigtarmeðferð síðan. Ingibjörg varð fljótlega óvinnufær vegna þessa og er í dag skráð 75% öryrki og hefur ekki get- að unnið síðan haustið 1998. Engin dæmi eru um liðagigt í fjölskyld- unni áður. Grætur stundum af kvölum á morgnana „Mér er búið að líða óskaplega illa. Ég fékk sýkingar í blóðið sem gengu mjög nærri mér. Ég hef þurft að taka sterk krabbameinslyf (Metotrexat) ásamt fleiri gigtarlyíj- um og sterum og þetta eru oft búnir að vera óskaplega erfiðir tímar. Ég komst stundum varla fram úr rúm- inu dögum saman og fannst hrein- lega að ég væri að deyja. Mér fannst ég sjá það I augum læknanna að þeir vissu ekkert hvað var að mér og stundum fannst mér þeir vera undrandi á því að ég skyldi vera enn lifandi. Ég veit að það hljómar einkenni- lega en ég vaknaði 1. ágúst 1999, á fertugasta afmælisdeginum minum, og fannst að ég væri komin yfir ein- hvern hjalla. Síðan hefur mér liðið heldur betur. Mér fannst allan tím- ann og finnst enn að ég verði að berjast áfram mín vegna og barn- anna minna því læknir hefur sagt mér að það taki þrjú til fjögur ár að koma í ljós hverju þetta hrinti af stað í líkamanum því innöndun á svona veikir ónæmiskerfí lfkamans. En ég á enn mína slæmu daga og stundum græt ég af kvölum við það eitt að komast fram úr rúminu á morgnana. En svo líður mér betur aðra daga og er það mikil breyting frá því hvernig ég var en ef ég horfi á tæp tvö síðustu ár og horfi á allt sem hefur skeð í líkama mínum er það áfall fyrir mig.“ Gjafsókn í höfn Ingibjörg og lögmaður hennar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hjá lögmannsstofunni Lex, sóttu um gjafsókn henni til handa og nýlega var veitt heimild tO þess að Ingi- björg nyti gjafsóknar. Gjafsókn verður aðeins veitt ef málstaður umsækjanda gefur nægi- legt tilefni til málshöföunar eða málsvamar og efnahag umsækjanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.