Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 DV Fréttir Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Vatnsendalandi: Alls 125 athuga- semdir bárust - byggt á virku sprungusvæði, segir Landvernd Samtals bárust 125 athugasemd- ir vegna fyrirhugaðra bygginga- framkvæmda á Vatnsendalandi til skipulagsstjóra Kópavogsbæjar. Fresturinn til að skila inn athuga- semdum rann út kl. fjögur í gær- dag. Þær verða teknar fyrir á fundi skipulagsnefndar Kópavogs á fundi nk. þriðjudag, þar sem far- ið verður yfir þær. Meðal þeirra sem skiluðu inn athugasemdum voru Veiðimála- stofnun, Stangaveiðifélag Reykja- víkur, Landvernd, Reykjavíkur- borg og hestamannafélög höfuð- borgarsvæðisins. í greinargerð Landverndar er m.a. bent á að fyrirhugað bygging- arsvæði sé á virku sprungusvæði. Sprungurnar greiði leið menguðu vatni frá yfirborði niður til grunn- vatns. Þá gæti mengað yfirborðs- vatn borist i Elliðavatn og haft skaðleg áhrif á lífríki þess, nema nauðsynlegar ráðstafanir komi til. Náttúruverndarsamtök íslands hafa sent bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi áskorun þess efnis að þau fresti afgreiðslu á framkominni deiliskipulagstillögu á Vatnsenda- landi. Samtökin minna m.a á að Elliðavatn og nánasta umhverfi þess sé merk náttútugersemi í jaðri þéttbýlis og sé allt vatnið ásamt 50-200 metra breiðu helgun- arsvæði upp frá fjöru á náttúru- minjaskrá. Skipulagsáætlanir Kópavogsbæjar varði íbúa á höf- uðborgarsvæðinu öllu, þar sem um útivistarsvæði sé að ræða. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir í sinni um- sögn m.a. á að umrætt svæði liggi að stórum hluta innan vatns- verndarsvæðis höfuðborgarsvæð- isins. Vandséð sé að fyrirhuguð uppbygging á svæðinu samræmist þeim reglum sem séu settar um það svæði. Nefndin vill frekari öfl- un upplýsinga um mengunarálag I Elliðavatni áður en ráðist sé í margfalda byggð við vatnið með tilheyrandi mengunarhættu fyrir lífríki þess og Elliðaánna, samfara mengunarhættu í neysluvatn Garðabæjar. -JSS Uppsveifla í fatahönnun - eftir Futurice-sýninguna í Bláa lóninu í sumar Mörg ný tækifæri hafa opnast ís- lenskum fatahönnuðum í kjölfar Futurice-sýningarinnar sem Eskimo Models stóðu fyrir á dögun- um í Bláa lóninu. Þá hafa íslenskir hönnuðir fengið lofsamlega um- fjöllun í erlendum blöðum í kjölfar sýningarinnar, að sögn Ástu Krist- jánsdóttur hjá Eskimo Models. Systurnar Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur, sem starfa undir heitinu Aftur, hafa fengið samning um hönnunarlinu hjá Top Shop sem kunnugt er. Þá eru þær að fara til New York í haust þar sem þær eru að athuga möguleika á að koma hönnun sinni á framfæri. Loks er umboðsmaður í London að finna fyrir þær verslanir til að selja í. Aftur fékk mjög góða umfjöllun í Opserver, Daily Telegraph, Sunday Independence, Guardian. Á næst- unni er einnig von á umijöllun um þær í tískutímaritinu Dazed and Confused. Þá mun birtast langt við- tal við þær i einu virtasta tísku- blaði Ástralíu sem nefnist Black + White. Loks er verið að vinna að því að koma hönnun þeirra í verslanir í Los Angeles. Islensk hönnun á uppleiö Mörg tækifæri hafa opnast íslenskum hönnuðum eftir Futurice-sýninguna. M.a. sótti hana fjöldi erlendra blaðamanna sem skrifað hafa lofsamlegar greinar eftir heimkomuna. Sæunn Björnsdóttir er á leiðinni til London þar sem hún vinnur að við- skiptaáætlun. t kjölfar Futurice hefur henni m.a. boðist að fara til Tokyo og setja þar upp sýningu fyrir kaupend- ur. Eins fékk hún tilboð um að vinna að sýningu Tristans Webber sem er mjög þekktur hönnuður í London. Rögnu Fróða hefur borist tilboð um að fara með sína hönnun í svokallað „show-room“ í New York. Þar fara fram sýningar fyrir verslunareigend- ur. Þá hefur breskt fyrirtæki falast eftir að kaupa þau fataefni sem hún hefur hannað. -JSS Vcðriö í kvöld Heldur kólnandi veður Norðan og norðaustan 5 til 10 m/s noröanlands en vestlæg eða breytileg átt, 5 til 8 m/s, syðra. Víða skúrir noröanlands en annars skýjað með köflum, heldur kólnandi veöur. Sólargangur og sjávar .1 REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.49 19.36 Sólarupprás á morgun 06.57 06.41 Síödegisflóö 19.59 24.32 Árdegisflóö á morgun 08.18 12.51 ^*'<VINDÁTT *— Hm 15) .10° # nV1NÐSTYRKUR í metruin á sckóndu ^Vrost HEJÐSKÍRT £3 O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ AUSKÝJAÐ £KÝJ/U) $ 'ö ííS? íH RIGNÍNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA C?, íC *? ' = ÉUAGANÖUR ÞRUIV5U- SKAF- ÞOKA VEÖUR RENNINGUR Veðrið á morgun Allt efiir 'Jz&Auu September Septembermánuður er hálfnaður og síöustu dagar hafa veriö nokkuð rigningasamir. í september í fyrra var úrkoman í Reykjavík í meðallagi, eða 71,9 mm. Meöalhitinn var 8,5 gráöur sem var 1,1 gráðu yfir meöallagi. Léttir til suðvestanlands Norðaustanátt og 10 til 15 m/s. Skúrir eða slydduél noröan- og austanlands, en léttir til suðvestanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Mánudaj Vindur: ( 5—8 m/a \ Hiii 1” til 10° Mlnnkandi noröanátt. Bjartvlörl sunnan- og vestan tll en dátítil slydduél noröaustanlands. Hiti veröur 1 til 10 stlg, mlldast suövestanlands. Þriöjudi m' Vindur: 5—8 m/i Hiti 4° til 13“ Suövestlæg átt og hlýnandi veöur, rlgnlng meö köflum vestan tll en bjart veður austanlands. hAJj' Vindur 5-8, Hiti 4" til 13° Suövestlæg átt og hlýnandl veöur, rigning meö köflum vestan til en bjart veður austanlands. Stálbræðsl- an sprengd í loft upp Breskur hópur spren"userfræðinga hefur komið sér fyrir í Hafnarfjarðar- hrauni og býr sig undir að sprengja stórhýsi Stálbræðslunnar í loft upp. Engin starfsemi hefur verið í Stál- bræðslunni undanfarin 10 ár en fyrir- tækið lagði upp laupana skömmu eftir að það var stoínað. „Ég er búinn að selja tækjabúnað Stálbræðslunnar til Tyrklands og ísra- els en húsið sjálft fer í brotajám þegar Bretamir em búnir að sprengja. Húsið er það hátt að auðveldara þykir að sprengja og láta það falla en fara að rífa,“ sagði Haraldur Ólason hjá málm- bræðslunni Fum sem er staðsett við hlið Stálbræðslunnar. „Það verður sprengt í lok næstu viku og þá hverfur þessi sjónmengun sem verið hefur í hrauninu og angrað hefur margan manninn," sagði Haraldur. -EIR Guðlaugur tekur við miöunum Guðiaugur Þóröarson, sigurvegari í Formúiuvef Vísis, ásamt Lúkasi Kostic frá Samvinnuferöum-Landsýn, Þorsteini Þorsteinssyni frá Lands- bankanum og Einari Bárðarsyni, kynningarstjóra Vísis.is. Sigurvegari í For- múluvefnum Keppni í Veðbanka Vísis á Formúlu- vefnum er lokið, en þátttaka var fram- úrskarandi góð og keppnin gríðarhörð. Margir keppenda höfðu skráð sig fyrir aragrúa reikninga til að auka mögu- leika sína á sigri, en að lokum stóð Guðlaugur Þórðarson uppi sem sigur- vegari og hlaut hann að launum far- seðla óg aðgöngumiða að Formúlu 1 kappakstrinum í Indianapolis um næstu helgi. Guðlaugur sagðist hafa lagt tráust sitt á Michael Schumacher, enda hefði hann þurft að vinna til að detta ekki úr keppninni um heims- meistaratitilinn, og svo fór að Schumacher hafði sigur i Monza þannig að Guðlaugur skaust i efsta sæti keppninnar. Guðlaugur fer vestur um haf á flmmtudag ásamt Helga bróð- 1 sínum. -MT AKUREYRI léttskýjaö 13 BERGSSTAÐIR skýjað 10 BOLUNGARVÍK úrkoma 8 EGILSSTAÐIR 15 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK skýjað 9 RAUEARHÖFN skýjað 9 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI skýjaö 8 BERGEN rigning 15 HELSINKI skýjaö 11 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 15 ÓSLÓ skýjaö 14 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN súld ii ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 16 ALGARVE léttskýjaö 25 AMSTERDAM léttskýjaö 21 BARCELONA heiðskírt 28 BERLÍN skýjað 18 CHICAGO hálfskýjaö 11 DUBLIN skýjað 15 HALIFAX alskýjaö 16 FRANKFURT skýjaö 22 HAMBORG alskýjaö 17 JAN MAYEN þoka 5 LONDON rigning 16 LÚXEMBORG skýjaö 19 MALLORCA heiöskírt 30 MONTREAL 16 NARSSARSSUAQ rigning 6 NEWYORK þokumóöa 21 0RLAND0 skýjaö 23 PARÍS hálfskýjaö 24 VÍN léttskýjaö 22 WASHINGTON skýjað 19 WINNIPEG heiöskírt 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.