Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Leit að salmonellusmiti: Veitingamenn heimsóttir Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa heimsótt fjöldann (í** allar1 af veitingamönnum á höfuð- borgarsvæðinu og spurt þá spjörun- um úr varðandi innkaup á kjöti og grænmeti og kannað hreinlæti. „Þeir einskorða sig við tímabilið frá 25. ágúst og fram tii dagsins í dag en þessi rannsókn þeirra er erf- ið. Fólk man varla lengur en einn dag hvað það borðaði,“ sagði veit- ingamaður í miðborg Reykjavíkur sem fékk heilbrigðiseftMitsmenn- ina í heimsókn í gær. „Ég held að grunsemdir þeirra beinist í auknum mæli að innfluttu grænmeti. Svo vita allir sem vilja að miklu af kjöti er smyglað til landsins." Salmonellufaraldurinn sem nú geisar er óvenju svæsinn og er ungt , ^ fólk í meirihluta þeirra sem veikst hafa. Eru margir sjúklinganna iila haldnir enda salmonellusýking kvalafull eins og glöggt mátti lesa um í viðtali við Hlyn Tómasson, sjó- mann frá Selfossi, hér í DV í gær: „Þetta er hreinasta helvíti... enginn trúir aö óreyndu þeim kvölum sem fylgja salmonellunni," sagði Hlynur sem lá í viku á sjúkrahúsi. -EIR Islenskur glæsileiki í Sydney íslenskt afreksfólk gengur hnarreist inn á Ólympíuleikvanginn í Sydney í Ástralíu, albúiö til átaka meö sigurbros á vör en þó minnugt ólympíuhugsjónarinnar sem leggur aö jöfnu þátttöku og sigur. Þaö er Vala Flosadóttir stangarstökkvari sem veifar til lesenda DV fremst á myndinni. — Sjá nánar bls. 14. - Sjá frétt á bls. 6. Óttast að ekkert verði af risafiskeldi í Berufirði: Sleit slöngu ^ Ökumaður sem var að taka bens- ín á sjálfsafgreiðslustöð Orku við Skemmuveg ók á brott án þess að losa bensínslönguna úr bílnum og sleit slönguna. Bifreiðin komst ekki nema eina fjóra metra þegar rykkti í og slangan fór í tvennt. Slökkvilið var kallað á vettvang vegna eld- hættu. Sjálfvirkur búnaður lokar fyrir bensínstreymi þegar slöngur slitna og því var ekki bensíndropi á planinu þegar slökkviliðið birtist. Ökumaðurinn var hins vegar skömmustulegur. „í amerískum bíómyndum hefði bensínstöðin sprungið ,“ sagði varð- stjóri hjá slökkviliðinu. -EIR SYLVANIA 3f FYLGIR ÞETTA TÍÐAHRINGNUM? Tilboösverd kr. 4.444 P-touch 1250 Rmerkilep merkivél brother Lítil en STÓRmí 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 llnur boröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafport Nýbýlavegl 14 Sími 554 4443 Veffang: www.8f.is/rafport - norskir fjárfestar ókyrrast og sveitarstjórinn reiður Heimamenn á Djúpavogi óttast að ekkert veröi af risafiskeldisstöð sem áformað er að reisa við Berufjörð. Fyrirtækinu er gert að fara í um- hverfismat samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra þrátt fyrir aö sótt hafi verið um starfsleyfi þrem- ur vikum áður en ný lög um um- hverfismat tóku gildi. Það er fyrirtækið Salar Islandica sem áformar að reisa stöðina en það er aö meirihluta í eigu norskra fjár- festa sem nú eru að missa þolin- mæðina vegna þess að ekkert bólar á starfsleyfinu. Sótt var um starfs- leyfi i maí en nú fjórum mánuðum síðar er málið enn á byrjunarreit. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra úrskurðaði í sumar að stöðin ætti að fara í umhverfismat þrátt fyrir að sótt hefði verið um áður en lögin tóku gildi. Reiknað er með að stöð- in veiti 60 manns atvinnu verði af rekstrinum sem áætlað er að velti 3,5 millj- örðum árlega með fram- leiðslu á 8 til 12 þúsund tonnum af laxi. Sveitarstjómarmenn á Djúpavogi hafa allar götur síðan í vor verið í stöðug- um ferðum til Reykjavík- ur til að reyna að fá starfs- leyfið í gegn auk þess að standa í bréfaskriftum en ekkert gengur. Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri seg- ist reiður og langþreyttur og hann kveðst uggandi um verkefnið. „Það er rétt að fjárfestarnir eru teknir að ókyrrast. Norð- menn ætla sér að leggja tvo milljarða króna í verkefnið en það kann svo að fara að þeir gefist upp á biðinni," segir Ólafur og veit ekki við hvem hann er aö berjast. „Það versta er að við vit- um ekki við hvem er að glíma í málinu. Við höfum gengið frá Heródesi til Pílatusar í allt siunar en rekumst alls staðar á girð- ingar. Við skiljum þetta ekki þar sem það er okkar vissa að lögin geti ekki verið afturvirk," seg- ir hann. Ólafur segist binda vonir við að skipulagsstjóri, sem fer með endan- legt vald í málinu, fallist á að kvía- eldið verði sett á laggimar í Berufirði. Hann segist ekkert botna í málinu en voncirglæta felist í því að fyrirtækinu Agva, sem sótti um starfsleyfi á eftir Salar Islandica, hafi verið heimilað að reisa fiskeld- isstöð í Mjóafirði. Með tilliti til jafn- ræðisreglu hljóti Berufjarðarstöðin að fá grænt ljós. „Við erum ekki að biðja um neitt annað en fá aö setja fisk í kvíar sem em nánast skotheldar og lítil sem engin hætta á að fiskur sleppi. Heimamenn eru á einu máli um ágæti þessarar framkvæmdar og ég veit ekki um neinn sem er andsnú- inn þessu," segir Ólafur sveitar- stjóri sem einmitt var í Reykjavík í gær að beijast við vindmyúur. -rt Ólafur Ragnarsson Löggeta ekki ver- iö afturvirk. 7 bílslys á 7 mánuðum - ég er óheppin, segir Kristín Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir sjúkraþjálfari hefur lent í sjö bílslysum á sjö mán- aða tímabili á árinu sem er að liöa. Kristín segist vera óheppin en hafi hins vegar gríðarlega gaman af því að keyra: „Fyrst lenti ég í því að keyrt var aftan á mig á rauðu ljósi á Lauga- veginum gegnt Fíladelfiukirkjunni. Skömmu síðar var keyrt utan í mig á ferð í Grafarvogi. Þá var ekið utan í aðra hliðina á bílnum mhnun þar sem hann stóð kyrrstæður á bila- stæöi við vinnustað minn í Mos- fellsbæ. Nokkrum dögiun síðar klesstist hin hliðin á bílnum þegar bakkað Óheppinn ökumaöur Kristín Jónsdóttir hefur haft bílprófí 14 ár og nýtur þess aö aka. var inn í hana á bílastæði í Grafar- vogi,“ segir Kristín sem hefur haft bílpróf í 14 ár og telur sig bílstjóra í góðri þjálfun. „Leið nú og beið þar til ég ákvað að aka norður í land og varð þá fyrir því að eitt dekkið datt undan bílnum og hlutust af því miklar skemmdir og ég meiddi mig, aldrei þessu vant. Síðasta slysið varð svo þegar bíll ók í veg fyrir mig í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að ég ók út af,“ segir Kristín sem er alltaf í rétti og er enn með fullan bónus hjá trygg- ingarfélagi sínu. Hún ætlar að halda áfram að aka eins og ekkert hafi i- skorist. -EER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.