Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helqarblað öðrum bekk var kennt saman þar sem aðsókn var ekki næg. Við viss- um ekki um það fyrr en við kom- um í skólann. Það er kannski með- al annars þess vegna sem ekki varð úr meira námi hjá mér þar sem grunnurinn var ekki nógu góður. Margt af því sem ég nam ung hefur verið mér haldgott veganesti. Það er helst skortur á tungumálakunn- áttu sem hefur háð mér nokkuð. Mér líst ekki vel á það ef skólaárið verður lengt hér hjá okkur. Við eig- um að leyfa bömunum að njóta sumarsins þann tima sem það er.“ Fgnn ekki fyrir einangrun í Ofeigsfirði Það hefur verið mikil breyting fyrir unga stúlku að koma í Hrúta- íjörð norðan úr Ófeigsfirði á Ströndum þar sem fjöll eru há og nálægð hafsins með úfnar úthafs- öldurnar er mikil. „Já, mér fannst nú vera ansi flatt hér og sjórinn var ólíkur því sem ég ólst upp við heima en þetta hefur vanist og ég hef aðlagast þessu afar vel. Ég fann ekki mikið fyrir því að ég saknaði heima- byggðarinnar en þó er alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað. Það var gaman að alast upp í Ófeigsfirði. Við vorum átta systkin- in og ég er elst ásamt tvíburasystur Meistarar í heimsókn Bára og Magnús, eiginmaður hennar, og Eiríkur bróðir hans ásamt mat- reiðsiumeisturunum Rúnari Marvinssyni og Úifari Eysteinssyni. minni. Auk þess ólust þarna upp þrjú frændsystkini mín. Þetta var þvi mjög mannmargt heimili, einnig sé miðað við það sem áður var þegar heimili voru öllu fjöl- mennari, eða oft 15-20 manns. Ég á góðar minningar um afa minn og ömmu, Pétur Guðmundsson og Ingibjörgu Ketilsdóttur, sem bjuggu í Ófeigsfirði en fluttu á efri árum suður í Kópavog. Afi sinnti nokkuð félagsmálum fyrir sveit sína og sýslu og ég held að ég megi segja að hann hafi verið vel metinn maður. Hann fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn á móti Her- manni Jónassyni en fyrst og fremst var hann bóndi og sjómaður. Hann var lengi formaður á hákarlaskip- inu Ófeigi sem nú er á byggðasafn- inu á Reykjum. Ég man ekki eftir Ófeigi á sjó, það var fyrir mína tíð, en ég man eftir að verið var að halda honum við. Hann er mér og systkinum mínum helst minnis- stæður fyrir það að vera leikstaður Húsfreyjan og gestirnir Bára í hópi veislugesta og er þarna að taka á móti blómum. okkar. Búskapurinn var hefðbundinn. Það var sauðfé, þrjár til fjórar kýr, hestar og hænsni. Þá var nokkur garðrækt, bæði rófur og kartöflur til búdrýginda, og alltaf var hægt að ná í flsk svo matföng voru næg. Það var oft mannmargt yflr sumar- tímann heima í Ófeigsfirði og stundum var hátt í 40 manns. Það voru þrír kílómetrar til næsta bæj- ar, Seljaness. Siðan voru Ingólfs- fjörður og Eyri næstu bæir. Ég fann aldrei fyrir einangrun í æsku eða að við byggjum á útkjálka. Heimilislifið og samskiptin við fólk á næstu bæjum var nægilegt til þess að slik hugsun sótti ekki að okkur og yflrleitt held ég að að minnsta kosti til sveita sé fólk sátt með þann stað þar sem það elst upp og á sín bernsku- og æskuár. Enn í dag finn ég ekki fyrir einangrun þegar ég kem á æskuslóðirnar í Ófeigsflrði." -Guðfinnur BMW 316 Compact er ótrúlega vel búinn bíll og nú erum við að bjóða örfá eintök á aðeins 1.890.000. Meðal staðalbúnaðar eru fullkomin Hi-Fi hljómtæki með geislaspilara og 10 hátölurum, M-sportpakki, leðursæti, ABS, 4 loftpúðar, ASC+T rásvörn og spólvörn (Automatic stabiiity Controi + Traction) og margt margt fleira. Komdu til okkar upp á Grjótháls 1 og prófaðu þennan frábæra bíl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.