Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 48
t
Tilvera
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
I ■*>
Blómkálið er talið eiga rætur sínar að rekja til Mið-
austurlanda. Það kom fyrst til Evrópu á fjórtándu öld-
inni og en þaðan kom það frá Kýpur. í dag framleiðir
Kýpur blómkál árlega og er framleiðslan fáanleg allt
árið. í fyrstu var að aðeins ríka fólkið sem gat veitt sér
þann munað að borða blómkál því það var ekki fyrr en
á átjándu öld sem farið var að framleiða blómkál í stór-
um stíl.
Blómkál sómir sér vel í öllum máltíðum og hentar vel
sem meðlæti. Flestar búðir selja ferskt blómkál og
þegar velja á blómkál skiptir mestu að skoða útlitið
vel. Best er að velja kál með grænum laufum og
ferskum, þéttum og hvítum blómum. Ef blómin eru
farin að losna í sundur eða gulna er það merki um
að kálið sé orðið of gamalt. Eins og allt annað ferskt
grænmeti bragðast blómkál best daginn sem það er tek
ið upp, annars þarf að geyma það í ísskáp.
í
'n
Bakað blómkál
Steinar Davíðsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Salatbarinn hjá Eika:
Þaö er hægt aö elda blómkál á
margs konar vegu en héma er ein
óvenjuleg uppskrift að blómkálsrétti.
Byrjað er á að hita ofninn í 180 gráð-
ur. Blómkálshöfuð er skorið í stóra
bita og sett í eldfast mót og skvettu af
matarolíu hellt yfir. Þetta er síðan
kryddað með salti og svörtum pipar.
Kálið er að því loknu bakað í ofhi í
rúmlega 25 mínútur eða þar til það er
byrjað að brúnast. Þegar rétturinn er
komin úr ofninum er kálinu að lokum
velt upp úr blöndu af ólífíuolíu, salti,
tveimur teskeiðum af paprikudufti og
matskeið af steinselju og borið fram.
Maríneraö blómkálssalat
Edik gefur blómkáli og gulrótum
einstaklega gott bragð. Hægt er að
marinera grænmetið með mariner-
ingu þar sem edik er notað og hér er
uppskrift að einni slíkri. í hana fara
eitt stórt blómkálshöfuð, 1/2 kíló gul-
rætur, 1/2 bolli rautt vínedik, 1/4
bolli ólífuolía, 1/3 bolli smátt skorin
steinselja, 1 tsk. sykur, 3/4 tsk. salt,
1/2 tsk. sinnep, 1/4 tsk. svartur pipar
og 1 bolli ólífur. Blómkálið er brotið
niður og gulrætumar skomar í 8 til 9
cm langa bita. Gulrætumar em síðan
soðnar í vatni við meðalhita. Eftir
fimm mínútur er blómkálinu bætt út
í og grænmetið soðið í 2-3 mínútur í
viðbót eöa þar til það er orðið stökkt.
Það er síðan kælt og þurrkað. Hinum
hráefnunum er síðan hrært saman í
stórri krukku og grænmetið sett út í
og kmkkunni lokað. Best er að láta
þetta síðan standa í ísskáp yfír nótt
áður en það er borið fram. Gott er
bera salatið fram í stórri skál og
skreyta með ólífum og steinselju.
Blómkálspitsa
Þeir sem em hrifnir af óvenjuleg-
um pitsum ættu að prófa að setja
blómkál á pitsuna sína. í uppskriftina
fara ltsk. ólífuolía, 3 tsk. Dijon sinn-
ep, 3 bollar blómkál, 3 hvítlauksrif,
mozzarellaostur, fetaostur og 2 tsk.
basilíkum. Búinn er til pitsubotn og
hann penslaður með olíu og bakaður
í ofni við 150 gráða hita í tíu mínút-
ur. Þá er botninn
tekinn út og
smurður með
sinnepinu
og
blóm-
kál-
iö og
hvít-
lauk-
ur-
inn
sett á
hann.
Efst
kemur
svo ostur-
inn og pits-
an er síðan
krydduð með
basilikum. Hiti á
ofhinum er hækk-
aður í 200 gráður og
pitsan bökuð í 15 til
20 mínútur eða þar til ost-
urinn er bráðnaður. Pitsan smakk-
ast vel með parmesanosti.
Bakað blómkál sem
hentar vel með
/t • | • | • •• •
fiski og kjoti
Grillaðar
lambasneiðar
með skinku og
goudaosti
Þetta er lambakjötsréttur eins
og þeir vilja hafa það í Austur-
löndum fjær.
Fyrir fjóra.
800 g lambalærisvöðvi
100 g skinka í sneiðum
100 g goudaostur, í sneiðum
salt og pipar
4 stk. rauðlaukur
4 stk. stórar bökunarkartöflur
11/2 dl olífuolía
3 msk. hunang
50 g smjör
Austurlensk kryddósa
4 msk. sojasósa
2 msk. sítrónusafi
2 stk. grænn chilipipar, saxaður og
kjamhreinsaður
3 stk. hvítlauksrif (marin)
2 msk. sesamolía
Blandið öllu saman og berið fram
kalt með kjötinu.
Skerið lambavöðvana í 2 sm þykk-
ar sneiðar, kryddið með nýmöluðum
pipar, penslið með olíu. Saltið kjötið
eftir smekk. Grillið í 4-5 mínútur á
hvorri hlið. Þegar sneiðamar era
hæfilega steiktar er skinkusneið lögð
ofan á hvert kjötstykki og ostur ofan
á skinkuna, líkt og gert er við ham-
borgara.
Snyrtið laukinn lítillega, kryddið
með salti, hunangi og smjöri og pakk-
ið inn í álpappír (hverjum lauk fyrir
sig) og leggið á grillið í 4-5 mínútur.
Skerið kartöflumar í 1/2 sm þykk-
ar sneiðar, kryddið með salti og pip-
ar, penslið með olíu og leggið á
grillið með lambasneiðunum í 4-5
mínútur.
Meðlæti
Austurlensk kryddsósa, grillaður
laukur og griliaðar kartöflusneiðar.
gráð-
ostur,
hálft kíló
blómkál
og 1/3 bolli
brauðrasp.
Smjörið er
brætt og hveitinu
hrært saman við.
Blandið mjólkinni sam-
an viö og sjóöið þangað til
Næringargildi
Blómkál er ekki kaloríuríkt og inniheldur lítið magn af próteini. Vatns-
suða eyðir því C-vítamíni sem er að finna í blómkáli og þess vegna þykir
betra að gufusjóða það. Önnur vltamín, svo sem A, E, og B, finnast í litlu
magni í blómkáli.
„Það er mjög gott að nota blómkál
sem snakk því það bragðast best
ferskt, „ segir Steinar Davíðsson, mat-
reiðslumaður á veitinghúsinu Salat-
barinn hjá Eika, og bætir við að það
sé líka hollt. Blómkál er að sögn Stein-
ars frekar bragðsterkt grænmeti og er
mikið notað i kalda rétti t.d. smátt
skorið með mjaónesi eða sýrðum
rjóma. Það er líka mjög hentugt að
nota blómkál með öðra grænmeti og
því er gott að nota það í ýmiss konar
salöt.
Hjákonusalat
Steinar segir aö á sínum veitinga-
stað sé það einmitt mikið notað i salöt
og nefnir sem dæmi að þeir bjóða
meðal annars upp á salat með blóm-
káli sem kallað er hjákonusalat en
líka sé hægt að fá mágkonusalat en þá
er brokkolí notað í staðinn fyrir blóm-
kálið. Blómkálssúpur eru lika alltaf
vinsælar að sögn Steinars en þegar
blómkál er notað í heitum réttum
verður að borða það starx eftir eldun
því það er mjög fljótt að skemmast.
Bakað blómkál er mjög gott meðlæti
með margs konar fisk- og kjötréttum
en það er rétturinn sem
Steinar valdi að
bjóða lesendum
DV upp á. Rétt
urinn
einfaldur
og fjótlegt
að búa
hann
tu.
DV-MYND E.ÓI.
Steinar Davíðsson matreiöslumaður
Býr til hjákonu- og mágkonusalat á veitingastaðnum Hjá Eika
það er orðið þykkt. Rjómaostin-
um er blandað saman við og allt
látið sjóða í 1 mínútu. Blómkálið
er soðið og látið renna vel af því
og það sett i eldfast mót og sósan
látin yfir og aö lokum brauðra-
spið. Rétturinn er bakaður í hálf-
tíma við 160 gráður en hann er
ætlaður fyrir átta manns.
-MA
Bakað blómkál
I uppskriftina fara 2
matskeiðar smjör, 2
matskeiðar hveiti,
1 bolli mjólk, 75
grömm rjómaost-
100 g af hráu blómkáli innihalda:
34 kaloríur 3.5 g prótein
0.9 g fitu 3 g kolvetni