Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 17 Helgarblað Áburöarverksmiðjan í Gufunesi Hún var langt fyrir utan bæinn þegar hún var reist snemma á sjötta áratugnum. Nú stendur hún í hjarta stærsta íbúöahverfis Reykjavíkur. En hvað var það sem gerðist? Sleppir verksmiðjan 3.000 kílóum árlega af ammoníaki? Það sem gerðist í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi 30. septem- ber 1998 var verið að ræsa upp að nýju eftir nokkurt hlé sýruverk- smiðju Áburðarverksmiðjunnar. í því ferli felst meðal annars að á ákveðnum tímapunkti er sleppt út af kerfinu 250 kílóum af 140 gráða heitu ammoníaki. Að sögn Páls Höskuldssonar, framleiðslu- stjóra verksmiðjunnar, sem lýsti þessu ferli fyrir DV er þetta nauð- synlegt til þessa að ná jafnvægi i kerfið, eins og hann orðaði það. 140 gráða heitt ammoníak er um það bil tvöfalt léttara en and- rúmsloftið og við venjulegar að- stæður ætti því ammoníaksskýið, sem myndast við þetta, að stíga upp og blandast andrúmsloftinu. í þessu tilviki mistókst í fyrstu tilraun að ræsa kerfið svo endur- taka þurfti ferlið og sleppa öðrum skammti af ammoniaki út af kerf- inu. Samtals voru því losuð út í andrúmsloftið í þessu tilviki 510 kíló af ammoniaki. Til samanburðar má geta þess að í meðalstóru frystihúsi eða frystitogara sem notar ammóníak sem kælimiðil eru um það bil 2.200 kíló af ammoníaki á kerfinu öllu. Þessi leki jafngildir því að frystihús missi tæplega fimmt- unginn út af kerfinu. „Þetta er gert um það bil 10 sinnum á ári,“ sagði Páll Hösk- uldsson framleiðslustjóri í sam- tali við DV. „í þessu tilviki hafði verk- smiðjan verið stopp í tvo mánuði en það fer eftir hráefnisstöðu hve oft þarf að gera þetta.“ Samkvæmt þessu sleppir Áburðarverksmiðjan um það bil 2.500 kílóum af ammoníaki út í andrúmsloftið á ári, miðað við að ræst sé í 10 skipti og allt gangi eðlilega fyrir sig. Fyrir utan þetta er hleypt undan svokallaðri olíu- skilju í verksmiðjunni á hverjum degi og við það sleppur um 1 kíló af ammoníaki út i loftið svo við þetta má bæta um 365 kílóum svo alls sleppir Áburðarverksmiðjan rúmlega þremur tonnum af amm- oníaki út í andrúmsloftið á hverju ári. „Við reynum eftir megni að gæta þess að starfsemi verksmiðj- unnar trufli ekki íbúana, sérstak- lega síðan byggðin varð svona þétt hérna í kring. Þannig gerð- um við sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr hávaða nýlega." Saltsýra eða ammoníak? í kjölfar þeirra atburða sem að framan er lýst rannsakaði HoU- ustuvernd ríkisins aðstæður í Gufunesi og var sett fram sú kenning að það sem gerðist 30. september hafi verið að heitt ammoníak lenti saman við reyk frá svartolíubruna en varaketill, sem brennir svartolíu, var einmitt í gangi þennan dag. Þegar þetta gerist er líklegt að efna- hvörf verði og ýmis önnur eitur- efni geti myndast en einkum ammoníaksúlfat. Stefán Einars- son, starfsmaður Hollustuvernd- ar, sagði Ingibjörgu Magnúsdótt- ur að segja læknum að hún myndi hafa andað að sér ammon- íumsúlfati. í bréfi, sem Ólafur Pétursson, yfirmaður mengunar- deildar Hollustuverndar, ritar undir og er dagsett í lok mai 1999 er þessi atburðarás talin líkleg. Hann telur að hér hafi verið um slys að ræða og hvetur til var- kárni i framtíðinni. Páll Höskuldsson framleiðslu- stjóri taldi líklegt en ósannað að þetta væri það sem gerst hefði. Við þetta myndast ský sem er mun kaldara en hreint ammoniak og stígur ekki eins hratt upp og inniheldur ammoníak og ammon- íumsúlfat. Einar Valur Ingimundarson efnaverkfræðingur, með sérhæf- ingu í umhverfismálum, sagði í samtali við DV að sér þætti lík- legast að Ingibjörg hefði orðið fyrir mengunarsjokki og líklega heföu ætandi efni önnur en amm- oníak komið þar við sögu. Hann taldi fráleitt að hún hefði andað að sér ammoníumsúlfati en taldi blöndu af saltpéturssýru og amm- oníaki líklegri sökudólg. -PÁÁ Ammoníak er hættu- legt eitur sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega ofviða. Þannig má líta svo á að í heimild til gjafsóknar felist ákveðin viðurkenn- ing á málatilbúnaði Ingibjargar. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögfræðingur Ingibjargar, skrifaði Áburðarverksmiðjunni í desember 1999 og leitaði eftir samningum um greiðslu skaðabóta. Verksmiðjan svaraði þeirri málaleitan að lokum í júní 2000 með bréfi frá VÍS sem ann- ast ábyrgðartryggingar verksmiöj- unnar en þar er öllum bótakröfum hafnað. Vísað er til þess að efnisleg- ar rannsóknir sérfræðinga sem styðji fullyrðingar um eitrunaráhrif séu ekki fyrir hendi og því teljist ósannað að um þau hafi verið að ræða. Hafi Ingibjörg orðið fyrir eitr- un telja þeir ósannað að ammon- íakleki hafi valdið því. „Mér finnst eins og ég sé fyrst núna að öðlast baráttuþrek og ég sé að vakna upp úr tveggja ára dái. Ég hef alltaf reynt að horfa jákvætt á lífið hvað sem á hefur gengið og ætla mér líka að berjast til sigurs í þessu máli,“ segir Ingibjörg. „Við ætlum með þetta mál alla leið og formleg kæra verður lögð fram nú í september.“ Kröfur um tugi milljóna Að sögn kunnugra er erfitt að meta heilsutjón til fjár en í máli eins og þessu er líklegt að krafist verði bóta sem nema framreiknuö- um tekjumissi til starfsloka. í tilfelli Ingibjargar gæti sú upphæð auð- veldlega hlaupið á 80-100 milljón- um. En hver vill Ingibjörg að verði lok þessa máls? Vill hún fá háar skaðabætur sem nema tekjumissi hennar til æviloka? „Ég vil verksmiðjuna burt héðan. Það nær ekki nokkurri átt að hún skuli vera hér inni í miðri stórborg ef svona atburðir eins og rændu mig heilsunni gerast 10 sinnum á ári. Ég reyni að draga fram lifið og komast af á örorkubótunum sem ég hef í dag. Áður en þetta gerðist vann ég fyrir mér og var nýbúin að koma mér upp úr töluverðum skuld- um og sá fram á betra líf þegar þetta gerðist. Ég vil helst fá heilsuna aft- ur svo ég geti farið aftur út að vinna. Ég geri ekki ráð fyrir einu eða neinu í þessu máli. Það væri ekki gáfulegt. En ég veit ekkert hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á mína heilsu og börnin mín eiga engan annan að. Ég vil geta veitt þeim gott uppeldi og gott heimili. Peningar eru ekki allt í lífinu en þeir skipta mann miklu máli þegar maður á lít- ið af þeim. Ég legg fyrst og fremst út í þessa baráttu fyrir börnin mín. Ef ég fæ bætur þá er það hið besta mál og verður til þess að ég get leyft mér og bömunum mínum meira. Auð- vitað mun ég fara fram a hæstu skaða- og miskabætur því það á eng- inn að geta komið svona fram við annað fólk eins og mig i þessu til- felli og mér finnst þessi framkoma alveg til háborinnar skammar fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu," segri Ingibjörg. -PÁÁ Ammoniak er notað mjög víða, bæði á vinnustöðum og á heimil- um. Það er notað sem kælimiðill í fjölmörgum frystihúsum og það er í algengum hreinlætisvörum, s.s. rúðuúða sem fólk fægir gler og spegla með. Að sögn Helga Guðbergssonar, yfirmanns atvinnusjúkdómadeild- ar á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur, eru engin þekkt langvarandi skaðleg einkenni af innöndun ammoníaks á heilsu manna, nema það sé í svo miklum mæli að skammtímaeitrunaráhrif komi fram. Þótt ammoníak sé hættulegt eitur er það almennt talið hættu- laust í venjulegri umgengni. Einn helsti kostur þessi þykir að þess „Við vitum nákvæmlega ekkert um þetta mál,“ sagði Haraldur Haraldsson, stjórnarformaöur og einn stærsti eigandi Áburðar- verksmiðjunnar, í samtali við DV. Áburðarverksmiðjan var áður í eigu ríkisins en skipti verður mjög fljótt vart í andrúms- lofti ef einhver leki verður. Lyktin verður nær óbærileg og veldur sviða og óþægindum löngu áður en mettunin nær þvi stigi að teljast hættuleg heilsu manna. Þarf ekki trúnaðarlækni? Meðan Áburðarverksmiðjan var í eigu ríkisins var grannt fylgst með heilsufari starfsmanna og til þess skipaður sérstakur trúnaðar- læknir og gegndi Sigurður Helga- son því starfi til skamms tíma. Undir stjórn nýrra eigenda er eng- inn trúnaðarlæknir starfandi og að sagði Bjarni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, í formlega um eigendur í mars 1999 og er nú í eigu einkaaðila. Málarekstur Ingibjargar snýst um atburði sem áttu sér stað i tíð fyrri eigenda verksmiðjunnar og Haraldur sagði að ef til þess kæmi teldi hann ótvírætt að nú- samtali við DV að þess væri ekki talin þörf. 1 varúðarleiðbeiningum með ammoniaki segir orðrétt: „Eitrað við innöndun. Mjög hættulegt í snertingu við augu og húð. Efnið er basískt og verkar ætandi á augu, húð og slímhúðir. Fljótandi ammoníak getur valdið kalsárum. Gufa efnisins verkar mjög ertandi á augu, öndunarfæri, slímhimnur og húð. Innöndun get- ur valdið sviða í öndunarfærum, hnerra og hósta, krampa eða bólgu í hálsi og andþrengslum. Ef meng- un er mikil getur innöndun valdið losti, meðvitundarleysi og skemmdum í öndunarfærum." -PÁÁ verandi eigendur ættu endur- kröfurétt á hendur fyrri eigend- um, þ..e. ríkinu, ef greiða þyrfti skaðabætur. „Annars bíðum við bara eftir því að okkur veröi birt kæran ef af henni verður." -PÁÁ Við vitum ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.