Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 8
8 .LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Útlönd Kostunica sigurviss Vojislav Kostunica þykist viss um aö sigra Milosevic Júgóslavíuforseta í kosningunum um næstu heigi. Kostunica lengra fram úr Milosevic Vojislav Kostunica, helsti fram- bjóðandi stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu, hefur aukið enn forskot sitt á Slobodan Milosevic forseta fyrir forsetakosningamar síðar í mánuðinum. Vestrænir frétta- skýrendur telja aftur á móti ólíklegt að kosningarnar verði heiðarlegar. Ef marka má skoðanakönnun óháða blaðsins Blic nýtur Kostunica stuðnings 40 prósenta kjósenda en Milosevic 22 prósena. Kostunica var bjartsýnn á aö hann myndi sigra á kosningafundi á fmimtudagskvöld. „Stjómarflokkamir hafa ákveðið að halda í völdin hvað sem það kost- ar en dagar Milosévics verða taldir 24. september," sagði Kostunica i bænum Kraljevo. Samstarf við NATO: Ekki nauösynlegt að hafa eigin her Aðalritari þingmannanefndar NATO hefur staðfest að Færeyingar þurfi ekki að hafa eigin her, eftir að eyjarnar hljóta sjálfstæði, til að geta tekið þátt í friðarsamstarfi banda- lagsins. Breskur sérfræðingur, Michael Clarke, hafði haldið því fram í leynilegri skýrslu um örygg- ismál sjálfstæðra Færeyja, að því er færeyska blaöið Sosialurin sagði frá í gær. Danski utanríkisráðherrann hélt hinu gagnstæða fram í bréfi til fær- eysku landstjómarinnar sem bað hann um að koma óskum um sam- starf á framfæri við NATO. Eftirlýstur Rússlandsforseti Tsjetsjenskir uppreisnarforingjar vilja komast yfir Vladímír Pútín. Milljónir króna til höfuðs Pútín Tsjetsjenskir uppreisnarforingjar settu sem svarar rúmum 160 millj- ónum króna til höfuðs Vladímír Pútín Rússlandsforseta í gær. Á vefsíðu þeirra Sjamíls Basajevs og Khattabs er Pútín í hópi 21 leið- toga Rússlands sem uppreisnar- menn vilja koma böndum á, lifandi eða dauða. Meðal annarra manna á listanum eru Jeltsín, fyrrum forseti, sem metinn er á 80 milljónir, og ígor Sergeijev landvamaráðherra. I>V Enn hækkar verð á olíu: írakar hafa í hót- uniim við Kúveit Hráolíuverð hækkaði enn í gær eftir að hótanir íraskra stjómvalda í garð Kútveit juku á spennuna í Mið-Austurlöndum. Bandarísk stjómvöld vöruðu íraka við þvi að þau myndu grípa til hernaðarað- gerða ef Kúveitum væri ógnað. írakar sökuðu Kúveita á fimmtu- dag um að stela oliu frá þeim á sam- eiginlegu vinnslusvæði á landa- mærum ríkjanna og hótuðu að grípa til óskilgreindra aðgerða. Kúveitar visa öllum ásökunum um þjófnað á bug. „Við höfum ekki stolið neinu,“ sagði Sabah al-Ahmad al-Sabah, ut- anríkisráðherra Kúveits, við frétta- mann Reuters. „Það getur ekki ver- ið þjófnaður að taka af eigin landi.“ írakar báru fram svipaðar ásak- anir um þjófnað áður en þeir gerðu innrásina í ágústbyrjun 1990. Sú innrás leiddi af sér Persaflóastriðið. Flutningabílstjórar í nokkrum Enn vandræöagangur Mótmælum evrópskra ökumanna gegn okurveröi á eldsneyti er ekki lokiö og frekari eru fyrirhuguö. löndum Evrópu héldu áfram mót- mælum sínum gegn háu eldsneytis- verði. Bílstjórar á Spáni, írlandi og í Póliandi létu óánægju sína í ljós og koliegar þeirra í Noregi tilkynntu að þeir myndu loka aðgangi að oliu- birgðastöðvum á mánudag. Stjómvöld um alia álfuna sögðu að þau myndi reyna að fá ríkin í OPEC, samtökum olíuframleiðenda, til að leggja meira af mörkum til að þrýsta niður olíuverði. Olía á markaði í London hækkaði í gær um 4,5 prósent og komst verð- ið í tæplega 34 doliara fyrir tunn- una. Ótti manna við yfirvofandi fellibyl í Mexíkóflóa varð einnig til að þrýsta verðinu upp. Forstjóri hollenska olíufélagsins Royal Dutch sagði í gær að neytend- ur skyldu ekki gera sér vonir um að verð á olíu myndi lækka í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir miðjan vetur. Lesið fyrir forsetaframbjóðandann • George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og forsetaefni repúblikana, ræöir viö nokkra fjóröubekkinga í Central grunnskólanum í San Diego í Kaliforníu. Krakkarnir sátu utandyra við lestur þegar Bush bar aö garöi og lásu þeir fyrir forsetaframbjóöandann. Bush hefur lagt mikla áhersl.u á menntamál í kosningabaráttu sinni síöustu daga. Sonur Suhartos grunaður um aðild að sprengjutilræði: Margar vísbendingar Abdurrahman Wahid Indónesíu- forseti sagði í gær að umtalsverðar vísbendingar væru um að Tommy Mandala Putra, yngsti sonur Suhartos, fyrrum einræðisherra, tengdist sprengjutilræði sem lög- reglan rannsakar. Wahid fyrirskip- aði að Tommy skyldi handtekinn. „Vísbendingarnar eru svo mikl- ar,“ sagði Wahid þegar fréttamenn spurðu hann um hvort hann hefði einhverjar sannanir. Handtökuskipunin gegn Tommy var gefm út á sama tíma og embætt- ismenn í Indónesíu óttast mjög að blása þurfi af spillmgarréttarhöldin yfir Suharto vegna ofbeldisverka. Daginn áður en halda átti áfram réttarhöldunum á fimmtudag týndu fimmtán manns lífi þegar bíl- sprengja sprakk við kauphöllina í Jakarta. Ekki var ljóst á orðum Wa- hids hvort Tommy tengdist því til- Eftirlýstur glaumgosi Forseti Indónesíu skipaö svo fyrir aö Tommy, yngsti sonur Suhartos, fyrr- um einræöisherra, skyldi handtekinn vegna rannsóknar á sprengingu. ræði. Þá sagði lögreglan síðdegis að hún væri að reyna að fá staðfest- ingu á því að handtaka ætti Tommy. „Þolinmæði okkar eru takmörk sett. Það er kominn tími til að sýna fyllstu hörku," sagði Wahid eftir heimsókn til sendiherra Filippseyja sem slasaðist alvarlega i öðru sprengjutilræði. Wahid sagðist ekki vita hvenær, eða hvort, Tommy yrði handtekinn. Reiði almennings gegn 32 ára harðstjórn Suhartos, sem lauk skyndUega árið 1998, hefur að miklu leyti beinst gegn börnum hans og samstarfsmönnum. Yngsti sonurinn Tommy er alræmdastur bama harð- stjórans og hefur hann grætt vel á viðskiptum sem hann kom upp í skjóli foður síns. Tommy var sjálfur leiddur fyrir rétt í fyrra vegna spUl- ingar en var sýknaður. Stuttar fréttir Cohen býður aðstoð WiUiam Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, bauð stjómvöldum á Filippseyjum í gær fram aðstoð við að þjálfa hermenn í baráttu gegn hryðjuverkamönn- um. FUippseyingar hétu því jafn- framt að halda áfram að reyna að fá bandarískan gísl í haldi uppreisnar- manna lausan. Stungiö upp á viðræðum Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa stungið upp á því við koUega sina í Norður-Kóreu að viðræður land- varnaráðherra landanna fari fram í Hong Kong síðar í mánuðinum. Bensín lækkar í verði Danskir bíleigendur borga sem svarar rúmri einni íslenskri krónu minna fyrir bensínlítrann í dag en þeir gerðu í gær. Ofurríki ekki nauðsyn Wim Duisenberg, bankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að gUdistaka evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðUs ESB, kaUi ekki á mynd- un eins konar ofurríkis sambands- ins með samræmdri skattheimtu. Þótt Danir hafni evrunni í þjóðarat- kvæðagreiðslu er bankinn enn reiðubúinn að halda henni undir vemdarvæng sínum. Margir játa í barnaklámi Stærstur hluti þeirra sem grunað- ir eru um aðUd að umfangsmiklu máli sem snýst um dreifíngu barnakláms á Netinu hefur játað sök, að sögn dönsku lögreglunnar. Rússar of fljótir á sér Ilja Klebanov, að- stoðarforsætisráð- herra Rússlands, sagði í rússneska þinginu í gær að embættismenn hefðu ekki vísvit- andi gefið rangar upplýsingar um slysið þegar kafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi, heldur hafi þeir gefið yfirlýsingar án þess að hafa kynnt sér stöðuna nægUega vel. Samvinna gegn glæpum Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússnesk toUyfirvöld ákváðu í gær að berjast í sameiningu gegn efnahagsglæpum. að sögum Jacques Chirac Frakklandsforseti gerði í gær grín að vangaveltum fjöl- miðla um að hann væri sjúkur. Nokk- ur dagblöð hafa greint frá þvi að hann hafi fitnað, á svipaðan hátt og þeir sem taka krabbameinslyfið cortisone. Frakk- ar eru minnugir þess að tveir forset- ar, Pompidou og Mitterrand, sögðu ekki satt um heilsufar sitt og dóu í embætti eða fljótlega á eftir. Fordæma fyrirhugaða bók Elísabet Englandsdrottning og Karl Bretaprins hafa fordæmt áform fyrrum aðstoðarmanns Díönu prinsessu um að gefa út bók þar sem flett verður ofan af leyndarmál- um um hjónaband hennar. Chirac hlær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.