Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 ? 58 Helgarblað I>V Sigurgeir Þorgrímsson sagnfræðingur, fyrsti umsjónarmað- ur ættfræðisiðu DV, skildi eftir sig eina viðamestu rannsókn um uppruna íslensku þjóðarinnar sem til er. Eftir að Sigurgeir var ráðinn til ættfræðisíðunnar kom fljótlega í ljós hversu yf- irgripsmikil þekking hans var. Yfirburðir hans fólust í því hversu auðvelt hann átti með að tengja íslendinga frændsem- isböndum og um leið að skýra hvernig ættfræðin hefur áhrif á atburði í þjóðfélaginu sem öllum er hulið eftir venjulegum leið- um, s.s. pólitík, peningum, hæfileikum eða stéttarvitund. Um þessar mundir er að koma út á vegum Háskólaútgáfunn- ar bók sem nefnist Framættir íslendinga og byggist á rann- sóknum Sigurgeirs. I bókinni eru ættir og uppruni íslendinga raktar í 1518 greinum langt aftm í aldir og þeir tengdir helstu konungsfjölskyldum Evrópu. Skyldleika þjóðarinnar er þannig háttað að flestir íslendingar eru skyldir í sjöunda lið og allir örugglega í tólfta. Bókin er þannig upp byggð að það ætti að vera leikur einn fyrir hvem sem er að rekja sjálfan sig til ein- hvers ættingja og þá blasir framættin við. Sigurgeir Þorgrímsson - höfundur ritsins Framættir íslendinga Sigurgeir Þorgrímsson BA, ættfræðingur og blaðamaður við DV. Rit Sigurgeirs, Framættir íslendinga, ber vitni um afar víötækar ættfræöirannsóknir á margvíslegum frumheimildum. Ég minnist þess að hafa oft karp- að við Sigurgeir heitinn um það, hvort telja bæri ættfræði til visinda. Ég var ekki alveg á því að gera fræðigreininni svo hátt undir höfði en Sigurgeir vildi veg ættfræðinnar sem mestan. En heimurinn skiptist ekki í háskóladeildir og vegir vís- indanna eru ófyrirsjánlegir. Fáir njóta eldanna... Nú, rúmum átta árum eftir dauða Sigurgeirs, hafa verið stofnuð ís- lensk rannsóknarfyrirtæki sem era að hasla sér völl á sviði læknavís- inda. Gerðir hafa verið milljarða samningar við erlend lyfjafyrirtæki og íslenskir sérfræðingar sem áður störfuðu i útlöndum flykkjast nú heim til rannsóknarstarfa. Ekki sér fyrir endann á þessu æv- intýri sem gæti allt eins orðið að ís- lenskri vísindabyltingu. En í öllu fárinu vill það stundum gleymast að ættfræðingar á borð við Sigurgeir gerðu ævintýriö mögulegt. Án þess- ara hæglátu manna sem sjaldnast hafa fengið sómasamleg laun fyrir sínar rannsóknir og aldrei neina akademíska viðurkenngu væri eng- in Islensk erfðagreining eða Urður Verðandi Skuld. Það er þvi gleðiefni að Háskóli ís- lands skuli nú vera að gefa út höfuð- rit Sigurgeirs, Framœttir íslend- inga, og vel við hæfi að minnast hans hér nokkram orðum nú þegar ritið sér dagsins ljós. Ættfræðingur af Guðs náð Sigurgeir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1943 og ólst upp í Hlíðun- um. Hann fékk snemma áhuga á ættfræði og var vart fermdur er hann gerði þjóðina agndofa með þekkingu sinni á ættfræði íslend- ingasagna, Sturlungaaldar og Norð- urlandakonunga í spurningaþáttum Sveins Ásgeirssonar í ríkisútvarp- inu. Sigurgeir lauk landsprófi 1959, stundaði nám við MR um skeið og KÍ, lagði stund á sagnfræði við HÍ og lauk þaöan BA-prófi vorið 1990. Sigurgeir var rannsóknarmaður við Rannsóknastofnun landbúnað- arins á seinni helmingi sjöunda ára- tugarins, starfaði fyrir Erfðafræði- nefnd HÍ á Þjóðskjalasafni og Hag- stofunni á fyrri hluta áttunda ára- tugarins en sinnti lengst af sjálf- stæðum ættfræðirannsóknum. Sumarið 1987 hóf DV að birta af- mælis- og ættfræðigreinar daglega. Ritstjórar blaðsins réðu þá Sigur- geir til starfa á ritstjómina þar sem hann vann frá grunni hið tröllaukna gagnasafn DV um ættir íslenskra einstaklinga. Með því af- reki sannaði hann að hann hafði ótrúlega yfirsýn yflr íslenskar ættir, allt frá síðustu kynslóðum, þó sér- svið hans lægi fyrst og fremst á sviði miðaldaætta. Hann veiktist alvarlega 1991 og lést af völdum veikindanna 8. júlí 1992. Beethoven og pönkararnir Það vakti óneitanlega nokkra at- hygli meðal blaðamanna DV er Sig- urgeir hóf þar störf sumarið 1987. Hugmyndin um ættfræðing á frétta- stofu er óneitanlega svolítið súrreal- ísk enda var þá óvíst með öllu hvort nokkur lifandi manneskja sem ekki er kleyfhugi gæti haft áhuga og vit á hvoru tveggja í senn, ættfræði og blaðamennsku. Það átti líka eftir að koma í ljós hvernig Sigurgeir rækist í lest með tímahröktum, keðjureykjandi blaða- mönnum sem gjarnan enduðu vik- una á því að kæla sig niður með nokkrum tvöföldum á Gauki á Stöng. Sigurgeir var hins vegar ein- dreginn bindindismaður á vín og tó- bak og í þokkabót stórritari Stór- stúku íslands. Hér gat því allt eins stefnt í dramatískt uppgjör milli klassískra gilda og ærustu nútím- ans. Sumarið 1987 Við þessar aðstæður komu mann- kostir Sigurgeirs vel í ljós. Hann gerði ófrávikjanlega kröfu um að fá að vinna verk sín vel og lagði oft á sig ómælda vinnu í þvi skyni. Samskipti hans við aðra blaða- menn urðu ekki einungis hnökra- laus. Hann varð hvers manns hug- ljúfi og auk þess hrókur alls fagnað- ar þegar svo bar undir, þvi félags- lyndari maður var vandfundinn. Varla komu saman tveir blaöamenn DV utan vinnutíma án þess að Sig- urgeir væri þar mættur með bros á vör. Hann slóst gjaman í för með harðsvíruðustu fréttahaukum blaðs- ins er þeir röltu niður á Gauk á Stöng á fóstudagskvöldum. Sigur- geir pEUitaði sér þá kaffi og kærði sig kollóttan um þaö hvað, eða hvemig, aðrir væru að drekka. Sigurgeir var ötull félagsmála- maður, m.a. formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Hann var ágætur söngmaður og söng m.a. með Fíharmóníukómum, víðlesinn og víðsýnn og áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Til er ágæt þumalputtaregla til að þekkja þá úr sem lengst hafa unnið á ritstjóm DV. Þegar tveir slíkir taka tal saman byrja þeir gjaman samræðumar eitthvað á þessa leið: „Manstu sumarið 1987 þegar Sigur- geir byijaði með ættfræðina?“ Viðamesta framættatal sem komið hefur út á íslandi - sumar tengingarnar nokkuð djarfar, segir Theodór Árnason ritstjóri Theodór Árnason, verkfræðingur og ætt- fræðigrúskari, er rit- stjóri bókarinnar Framættir íslendinga. Theodór segist hafa komið að bókinni á seinni stigum vinnsl- unnar. „Guðlaugur Tryggvi Karlsson leitaði til mín og bað mig um að ritstýra bókinni og þar sem ég kannaðist vel við Sigurgeir heitinn fannst mér sjálfsagt að gera það. Ég er búinn að grúska í ættfræði frá því ég var unglingur, eða í rúm sextíu ár. Þeg- ar ég tók við verkinu var búið að breyta um uppsetningarkerfi. Kerf- ið sem Sigurgeir notaði hentar illa fyrir hinn al- menna lesanda og er frekar ætlað ættfræði- grúskurum. Mitt hluverk var því aðallega að yfirfara texta og sam- ræma og svo sá ég einnig um allar tilvísan- ir. Ég sá einnig að hluta til um uppsetningu og frágang bókarinnar." Theodór Arnason, verkfræðingur og ritstjóri Ég er búinn aö grúska í ættfræöi frá því ég var unglingur, eöa i rúm sextíu ár. Sumt byggt á ættarteng- ingum „Sigurgeir safnaði gríðarlegu magni upplýsinga um framættir íslendinga. Sumt af þvi er byggt á rituðum heimildum en annað á ættartengingum þar sem farið er eftir líkindum á skyldleika. Þetta er líklega viðamesta framættatal sem komið hefur út hér á landi til þessa. Það eru reyndar deildar meiningar um sumar tengingarn- ar í bókinni. Sigurgeir var mjög hrifinn af Steini Dofra ættfræð- ingi en hann hefur verið umdeild- ur vegna djarfra tenginga og svo geta verið fleiri en ein leið í ætt- artengingum og ekki allir sam- mála aðferðinni sem Sigurgeir notaði. Þegar um er að ræða jafn víðtækt framættatal og hér um ræðir er ekki annað hægt en að byggja á tengingum þegar rituð- um heimildum sleppir en því miður eru slíkar tengingar ekki alltaf ábyggilegar. í bókinni er gengið út frá karl- legg Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings eins langt og hægt er, eða í 1518 ættleggi. Ýmis- legt sérkennilegt kemur fram, eins og í 23. grein þar sem fjallað er um framætt Bjarna Jónssonar á Mælifelli. Það gengu ýmsar sög- ur um faðerni hans og í bókinni er fullyrt að hann sé launsonur Bjarna Halldórssonar, sýslu- manns á Þingeyrum. Sigurgeir rekur framætt Bjarna út í æsar en yfirleitt er sneitt hjá slikum sögnum nú á dögum.“ Tengir íslendinga her- togaætt Póliands „Sigurgeir fer víða í rakningu sinni. Hann rekur ættir tíl land- námsmanna, þjóðkunnra persóna og ýmissa konungs- og höfðingja- ætta á Norðurlöndum. Hann teng- ir þær síðan konungsættum í Frakklandi, Ítalíu, Englandi og hertogaætt Póllands. Þá tengir hann Islendinga við írskar kon- ungsættir sem hafa þá sérstöðu að sumar ættir þeirra eru raktar aftur fyrir Krists burð. Ég gerði nokkrar athugasemdir við tengingar Sigurgeirs og setti þær í sviga. Athugasemdirnar breyta þó á engan hátt heildar- svip verksins. Framættir Islend- inga eru Sigurgeiri til sóma og fer vel á því að halda minningu hans á lofti með útgáfu bókarinn- ar.“ -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.