Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
11
DV
Skoðun
Þríhyrningur í þotu
„Ég er svo flughrædd. Viltu passa
mig. Ég heiti Fríða og er þroska-
þjáFi," sagði konan um leið og hún
skellti sér í sætið við hlið mannsins.
Honum var augljóslega nokkuð brugð-
ið enda vissi hann engin deili á hinni
aðvífandi konu þar sem hann sat í
miðjusæti farþegaþotunnar með eig-
inkonuna á hægri hönd í gluggasæt-
inu. Hann leit flóttalega á konu sína í
sömu andrá og hin konan hjúfraði sig
í hálsakoti hans og hvíslaði óttaslegin
eftir styrk.
Miðaldra hjónin voru á leið til út-
landa þar sem svo sannarlega átti að
njóta lífsins barnlaus. Miö-Evrópa
beið þeirra með þá menningar-
strauma sem þar liggja þvers og
kruss. Það að lenda í sætaröð númer
13 truflaði þau ekki hið minnsta. Þot-
an var í flugtaki og á skjá sem var í
loftinu fyrir miðju farþegarýminu
uppfærðust jafnóðum tölur um hraða,
hæð og vegalengd í áfangastað. Þar
sem hin konan nartaði í eyra hans
lýsti skjárinn því að vélin væri kom-
in í 7000 feta hæö. „Ég er svo hrædd
og þú ert svo traustur," hvíslaði hin
örvinglaða kona í sæti 13 c að sessu-
nautnum. „Farast ekki svona þotur
oft,“ bætti hún við lágum hálfbrostn-
um rómi. „Nei, aldrei nemá einu
sinni,“ sagði hann og reyndi að vera
fyndinn. Gamansemin íell í grýtta
jörð þarna á leið í háloftin og skjól-
stæðingurinn féll í grát. Hálfkæfður
grátur hennar nísti hann inn að
hjartarótum og hann tók utan um axl-
ir hennar í þeirri viðleitni einni að
hugga. Þar sem hann hélt utan um
skjólstæðinginn sá hann á svip eigin-
konunnar að ekki var allt með felldu.
Hann kippti að sér hendinni og hall-
aði sér að konu sinni en hin fylgdi
með eins og límd við hann. Fyrir þá
farþega sem voru i sjónlínu við sæta-
röð 13 a, b, og c voru þau þrjú sem
samvaxin. Einna líkust þríhöfða þurs.
Hot and Sweet
Hæðarmælirinn sýndi 15 þúsund
fet þegar hin konan reisti höfuð frá
öxl hans og hvíslaði í eyra hans:
„Sérðu nokkuð flugfreyju." Hann
reisti sig frá eiginkonu sinni og
skimaði fram og aftur vélina. Flug-
freyjumar voru í einum hnappi í býti-
búrinu og snéru baki við farþegunum.
„Það er engin nálægt,“ sagði maður-
inn og spurði hvort hann ætti að
hringja eftir aðstoð. „Nei,“ sagði hún
og teygði sig í skjóðu á gólfinu. Þaðan
dró hún upp pela af Hot and Sweet.
Skrúfaði tappann af og teygaði stór-
um. Þar sem hún náði andanum skip-
aði hún honum enn að fylgjast með
flugfreyjunum og tók annan sopa sem
nánast tæmdi pelann. Skjárinn sýndi
að vélin var komin í 22. þúsunda feta
hæð og sessunautur hans hjalaði við-
stöðulaust um það hversu bág launa-
kjör þroskaþjálfar byggju við. Eftir
nokkra stund slengdi hún sér út á
hlið og lá nú með höfuð i kjöltu hans.
Háloftaklúbbur
Maðurinn sem var klemmdur á
milli kvenna hafði um skeið haft
áhuga á ýmsu því sem þotuliðið að-
hafðist. Sjálfur flaug hann nokkrum
sinnum á ári án þess að upplifa neitt
sérstakt umfram það að fá óvenjugóð-
an súkkulaðibúðing í eftirrétt eða
vera blikkaður af miðaldra flugfreyju;
hinar yngri litu ekki við honum.
Hann haíði lesið sér til ánægju um
flna fræga fólkið sem komst í svokall-
aðan háloftaklúbb með því að öðlast
kynlífsreynslu í yfir 30 þúsund feta
hæð. Sjálfur hafði hann imprað laus-
lega á þessu við eiginkonu sína í
Fokker á leið til ísafjarðar við þær
undirtektir að hann kaus að nefna
það ekki framar. Hann sat því uppi
með þá takmörkuðu lifsreynslu að
hafa aðeins verið blikkaður lauslega í
tilskilinni hæð þar sem hann sat með
eftirbragð af súkkulaðibúðingi í
munni. Með höfuð þroskaþjálfans í
kjöltunni og nánast í fangi konu sinn-
ar velti hann fyrir sér hvort mögulegt
væri að hann fengi inngöngu í Há-
loftaklúbbinn út á þann einkennilega
þríhyming sem myndast hafði í 30
þúsund feta hæö. Niðurstaðan var sú
að uppákoman væri ekki þess eðlis að
hann yrði gjaldgengur með Michael
Douglas og Madonnu.
Þroskaþjálfi þagnar
Hin konan var þögnuð og hann
kannaði lauslega lífsmörk hennar.
Niðurstaðan varð sú að hún væri
dáin brennivínsdauða. „Fríða er ekki
lengur á meðal vor,“ sagði hann við
lífsforunautinn sem var þrykkt í
gluggann. Henni stökk ekki bros og
hún hvæsti á milli samanbitinna
tanna: „Reistu kerlinguna þá upp og
farðu ofan af mér.“ Hann sá sitt
óvænna og í rólegheitunum reisti
hann þroskaþjálfann við í sitjandi
stöðu. Hún umlaði eitthvað um hættu-
legar flugferðir og hálfopnaði augun.
Svo hvarf hún aftur í algleymisá-
stand, svo skjótt að heilaboð um að
loka augum komust ekki til skila. Nú
sat öll röðin frá a til c teinrétt þar til
höfuð Fríðu féll máttlaust fram á
bringu hennar. Hann fann til ábyrgð-
ar vegna ástands konunnar og rétti
höfuð hennar upp í sömu andrá og
flugfreyja átti leið fram hjá. Freyjan
hrökk við og snarstoppaði þar sem
hún horfði í hálfopin og líflaus augu
þroskaþjálfans. Hún greip í fáti um
úlnlið hennar en fann engin lífsmörk
og snerist á hæl og hljóp fram eftir
vélinni. Enn datt höfuð hennar fram á
Henni stökk ekki bros
og hvæsti á milli sam-
anbitinna tanna:
„Reistu kerlinguna þá
upp og farðu ofan af
mér. “ Hann sá sitt
óvænna og í rólegheit-
unum reisti hann
þroskaþjálfann í sitj-
andi stöðu.
bringu og maðurinn kom því jafn-
harðan í lóðrétta stöðu. Það varð uppi
fótur og fit meðal áhafnarinnar og
flugstjórinn hlaðinn strípum kom
skeiðandi aftur í og snarstoppaði við
sætaröð 13. Á hæla honum fylgdu
tvær flugfreyjur. Hann leit á Fríðu og
svitinn perlaði á enni hans. Á öllum
hans flugmannsferli hafði enginn far-
þega hans látist. Sem í leiðslu tók
flugstjórinn um máttlausan úlnlið far-
þegans og léttirinn var augljós þegar
hann fann púls.
Það sem eftir lifði flugferðarinnar
yfir hafið passaði maðurinn upp á
höfuð Fríðu og reisti jafnharðan við
og flugfreyjan kom reglulega við og
tók púlsinn jafnframt því að líta ásak-
andi á manninn. Hann reyndi
nokkrum sinnum að segja flugfreyj-
unni að konan væri sér óviðkomandi.
„Hún er bara einhver þroskaþjálfi,"
sagöi hann hikandi en það skein úr
hverjum andlitsdrætti flugfreyjunnar
að hún trúði honum ekki. Eiginkonan
í gluggasætinu veitti engan stuöning
og lét sem hún þekkti hvorki mann
sinn né hina konuna. Hjónunum var
óskaplega létt þegar hjól þotunnar
snertu flugbrautina. Fríða þroska-
þjálfi vaknaði þegar vélin var lent og
drafandi röddu margþakkaði hún
hjónunum samfylgdina og stuðning-
inn í háloftunum. Leiðir skildu þar
sem dyr vélarinnar voru opnaðar og
farþegamir streymdu út úr vélinni og
inn í flugstöðina í gegnum ranann.
Flugstöðvarstarfsmenn ýttu Fríðu á
undan sér í hjólastól. Fyrirfram var
ákveðið að frí hjónanna á erlendri
grundu spannaði 10 daga og síðan
myndu þau halda heimleiðis frá sama
stað og þau lentu á.
Aftur í 13. röð
Eftir fjögurra landa sýn með til-
heyrandi skemmtilegheitum sneru
hjónin aftur á flugvöllinn og tóku sér
stöðu í biðröð framan við bókunar-
borðið. Það tók drjúgan tíma að bóka
þá sem framar voru í röðinni en þol-
inmæðin var algjör eftir vel heppnað
frí og þau léku við hvem sinn fmgur.
Þau vora næst í röðinni við borðið og
konan laumaði hönd sinni í hans.
Skyndilega rofnaði friðurinn þegar
æst kvenrödd hljómaði um salinn.
Þeim til skelfmgar þekktu þau rödd
Friðu þroskaþjálfa sem tók stefnuna á
þau og kom steðjandi með fjórar
ferðatöskur á kerru. Hún raddi sér
leið til þeirra svo það myndaðist gíg-
ur í mannhafið. í handarkrikanum
var hún með hálffullan Hot and Sweet
pela.
„Ég er svo flughrædd að það kemur
ekki annað til greina en sitja hjá ykk-
ur á heimleiðinni. Þú ert svo hlýr og
umhyggjusamur," sagði hún við for-
viða manninn og raddi frá eldriborg-
ara sem var næstur fyrir aftan þau og
tók sér stöðu i röðinni. Þau fengu öll
sæti í 13. röð. Maðurinn fékk úthlutað
sæti b.
Þar sem hæðarmælirinn sýndi 7
þúsund feta hæð kastaöi samferða-
konan sér í kjöltu hans og eiginkonan
þrykktist út að glugganum. Fríða
kláraði Hot and Sweet pelann á með-
an maðurinn var á útkikki eftir flug-
freyjum. Hún kafaði í skjóðu sína og
tók upp skrautlega smáflösku; losaði
tappanna af og teygaði úr henni í ein-
um sopa. Síðan lyfti hún flöskunni og
horfði á hana og æpti upp yfir sig: „Ég
drakk afmælisgjöfina hennar
mömmu." Þar sem síðasta orðinu
sleppti hné hún í ómegin í kjöltu
verndarans. Maðurinn setti hana í
lóðrétta stöðu og hann hugsaði með
sér að hann hlyti að minnsta kosti að
geta orðið aukafélagi í Háloftaklúbbn-
um út á það að lenda í sömu uppá-
komunni tvisvar. Hann teygði sig i
bjölluna og hringdi. Þar sem flugfreyj-
an birtist að vörmu spori benti hann
á Fríðu: „Pulse, please."
Skoðanir annarra
Gegn villimennskunni
„Öryggisráðið
býr sig undir að
greiða atkvæði
um ályktun þar
sem heimilað er
að fjölga gæslulið-
um í Sierra Leone
úr þrettán þúsund
í tuttugu þúsund.
Viðbótarlið er
nauðsynlegt en
hlutverk þess verður að vera skýrt
til að það geti staðið uppi í hárinu á
byssumönnum í Sierra Leone. Emb-
ættismenn SÞ hafa oft, og oft með
réttu, kvartað yfir því að Bandarík-
in og önnur helstu aðildarlöndin
standi sig ekki í að styðja við bakið
á friðargæsluverkefnum með nægi-
legu fjármagni og herliði. En Sam-
einuðu þjóðirnar verða lika að sýna
að þær geti notað þau tæki sem þær
fara fram á á skilvirkan hátt. (Kofi)
Annan verður að leysa fljótt ágrein-
inginn sem er að lama friðargæslu-
liðið í Sierra Leone. Og hann verð-
ur að gera ljóst að hersveitir hans
eru í Sierra Leone tfl að binda enda
á villimennskuna, ekki til að standa
í samningum við hana.“
Úr forystugrein Washington Post
13. september.
Ekki réttlætanlegt
„Evrópusambandslöndin hætta nú
við pólitiskar refsiaðgerðir sínar gegn
Austurríki af því að hægri- stjóm
landsins hefur á átta mánuðum ekki
gert neitt sem getur réttlætt þær. Mál-
ið endar þar sem það hefði átt að
byrja. Ef ESB-löndin hefðu ákveðið,
þegar nýja hægristjórnin sendi frá sér
óumdeilda stjómaryfirlýsingu, að
halda fast í hana í staðinn fyrir að
innleiða viðmiðunarlausar og ótíma-
settar refsiaðgerðir, hefði það einhliða
styrkt evrópska velferðarsamfélagið.
Þess í stað varð atburðarásin til þess,
að mati almenningsálitsins í Dan-
mörku og Austurríki, að styrkja stöðu
þjóðemis- og einangrunarsinna."
Úr forystugrein Politiken 13.
september.
Versti glæpurinn
„Yfir 300 þúsund böm eru notuð
sem hermenn í stríðum víðs vegar
um heiminn. Nú er kraflst alþjóð-
legra aðgerða til að stöðva þessa
stríðsglæpi. Að gera börn að her-
mönnum er einn versti stríðsglæp-
urinn sem hægt er að hugsa sér.
Stríð koma alltaf verst niður á böm-
um, fyrst og fremst andlega. Þegar
fullorðnir, sem eiga að vernda barn-
iö, beita skipulögðu ofbeldi hrynur
allt í kringum það. Heimurinn verð-
ur óskiljanlegur. í borgarastríðinu í
Sierra Leone eru 80 prósent her-
mannanna á aldrinum 7 til 14 ára.
Þeir gæta vegatálma og taka þátt í
götubardögum, oft undir áhrifum
kókaíns og amfetamíns sem þeir
taka til að þrauka. Helmingur íbúa
Afríku er böm. Leggi heimurinn
ekki áherslu á að koma í veg fyrir
borgarastríð eins og það sem á sér
staö í Sierra Leone verður aldrei
hægt að koma í veg fyrir að börn
verði þvinguð til hermennsku."
Úr forystugrein Dagens Nyheter
13. september.
Sigurinn vekur von
„Alexander
Nikitin, ráðgjafi
Bellona og meðhöf-
undur skýrslunnar
„Rússneski norður-
flotinn. Heimildir
um geislamengun"
hefrn- nú endanlega
verið sýknaður af
ákærum um njósnir og uppljóstranir
um rússnesk rikisleyndarmál. Á viss-
an hátt mátti búast við þessari niður-
stöðu þó hún hafl ekki verið gefin
vegna stjórnmálaástandsins í Rúss-
landi. Við verðum að vona að ákvörð-
un hæstaréttar sé sönnun þess að
Rússland sé á leið til fullkomins rétt-
arsamfélags. Rússneskra yfirvalda
bíða mörg verkefni. Réttarofsóknir
gegn umhverfisverndarsinnum eru
ekki eitt þeirra."
Úr forystugrein Aftenposten 13.
september.